Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna

257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.

Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Auglýsing

Árið 2003 voru sam­þykkt afar umdeild lög um aukin eft­ir­laun helstu ráða­manna þjóð­ar­inn­ar, sem skyldu vera greidd beint úr rík­is­sjóði.

Í grein­ar­gerð sem fylgdi frum­varpi þeirra sagði meðal ann­ars að það væri „lýð­ræð­is­­­­leg nauð­­­­syn að svo sé búið að þessum emb­ættum og störfum að það hvetji til þátt­­­­töku í stjórn­­­­­­­málum og að þeir sem verja meg­in­hluta starfsævi sinnar til stjórn­­­­­­­mála­­­­starfa á opin­berum vett­vangi og gegna þar trún­­­­að­­­­ar- og for­ust­u­­­­störfum geti dregið sig í hlé og vikið fyrir yngra fólki án þess að hætta fjár­­­­hags­­­­legri afkomu sinn­i.“

Lög­­­­in voru afnumin með lögum 25. apríl 2009 en alls 257 fyrr­ver­andi þing­­­menn eða vara­­­þing­­­menn og 46 fyrr­ver­andi ráð­herrar fengu þó greidd eft­ir­laun á grund­velli þeirra í fyrra. Sam­tals var kostn­aður vegna þessa 875,9 millj­ónir króna. Hægt er að lesa ítar­lega umfjöllun Kjarn­ans um málið hér.

Hér eru tíu aðrir hlutir sem hægt hefði verið að gera fyrir það fé.

1. Borga laun allra ráð­herra og aðstoð­ar­manna þeirra

Rekstur rík­­­is­­­stjórnar Íslands, sem í fel­­­ast launa­greiðslur ráð­herra og aðstoð­­­ar­­­manna þeirra, er áætl­­­aður 715 millj­­ónir króna á þessu sam­­kvæmt fjár­lög­um. Það er um fimm pró­­sent meiri kostn­aður en áætlun vegna árs­ins 2021 gerir ráð fyr­ir, en þá átti rekst­­ur­inn að kosta 681 millj­­ónir króna. 

Ráð­herrum var fjölgað í tólf þegar stjórn­ar­sam­starfið var end­ur­nýjað og aðstoð­ar­menn­irnir sem nú má ráða geta orðið allt að 27. Reynsla síð­ustu ára sýnir að rík­is­stjórnin full­nýtir vana­lega heim­ild sína til að ráða aðstoð­ar­menn. Hægt væri að greiða allan ofan­greindan kostnað við rekstur starf­andi rík­is­stjórnar á ári og eiga 161 millj­ónir króna eft­ir.

2. Tvö­falda fram­lög til fjöl­miðla og eiga samt afgang

Í fyrra var ákveðið að þeir einka­reknu fjöl­miðlar sem sinna frétta­þjón­ustu og upp­fylla ákveðin skil­yrði gætu fengið hluta af rekstr­ar­kostn­aði sínum end­ur­greidd­an. Þetta var gert til að reyna að mæta sífellt versn­andi rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla sem hefur meðal ann­ars leitt til þess að starf­andi í geir­anum fækk­aði um 45 pró­sent milli áranna 2018 og 2022. Þetta fyr­ir­komu­lag var sam­þykkt til tveggja ára og rennur því út eftir yfir­stand­andi ár. Áætlað er að um 390 millj­ónir króna skipt­ist á milli allra fjöl­miðla lands­ins sem sækja um end­ur­greiðslur í ár. Hægt væri að tvö­falda þann pott fyrir eft­ir­launa­greiðslur ráð­herra og þing­manna og eiga samt um 96 millj­ónir króna eft­ir. 

3. Greiða bændum árlegan styrk vegna þess að áburð­ar­verð er hátt

Á milli umræðna um fjár­laga­frum­varp árs­ins 2022 ákváðu þing­menn stjórn­ar­flokk­anna að ráð­stafa 700 millj­ónum króna úr rík­is­sjóði til stuðn­­ings bændum vegna hækk­­unar áburð­­ar­verðs í kjöl­far heims­far­ald­­ur­s­ins. Hægt væri að greiða alla þá upp­hæð og eiga 176 millj­ónir króna eftir fyrir árlegan kostn­að­inn sem hlaust af því hafa hin umdeildu eft­ir­launa­lög í gildi í sex ár. 

4. Borga rekstr­ar­kostnað allra stjórn­mála­flokka

Þeir níu stjórn­­­mála­­flokkar sem fengu nægj­an­­legt fylgi í síð­­­ustu þing­­kosn­­ingum til að fá úthlutað fjár­­munum úr rík­­is­­sjóði fá sam­tals 728 millj­­ónir króna til að skipta á milli sín á þessu ári. Það er saman upp­hæð og þeir fengu í fyrra og árið þar á und­an. Flestir flokk­anna skila mynda­legum hagn­aði á hverju ári og því ljóst að þessir pen­ingar duga vel rúm­lega fyrir almennum rekstr­ar­kostn­aði sem þeir telja að þeir þurfi að leggja út fyr­ir. 

Hægt væri að borga fyrir til­veru þess­ara níu flokka á hverju ári fyrir eft­ir­launa­pen­ing­inn og eiga samt sem áður 148 millj­ónir króna eftir til ann­arra verka. 

5. Tvö­falda lista­manna­laun

Fyrr i þessum mán­uði var lista­manna­launum úthlut­að. Um er að ræða 1.600 mán­að­ar­launum til þeirra sem starfa við hönn­un, mynd­list, skrift­ir, sviðs­listir eða tón­list. Alls fengu 236 lista­menn úthlutun en hver mán­að­ar­laun eru 490.920 krónur og er um verk­taka­greiðslur að ræða. Ein­ungis brot af þeim sem sækja um launin fá þau og enn færri fá þau í heilt ár.

Auglýsing
Heildarkostnaður við lista­manna­laun á þessu ári er 786 millj­ónir króna. Það væri því hægt að greiða þau öll fyrir þá upp­hæð sem fer í eft­ir­laun ráð­herra og þing­manna á grund­velli gömlu eft­ir­launa­lag­anna og eiga afgang upp á 90 millj­ónir króna. 

6. Greiða nán­ast allan kostnað rík­is­ins af almenn­ings­sam­göngum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Sam­kvæmt sam­komu­lagi sem und­ir­ritað var árið 2012 milli ríkis og sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skuld­batt rík­is­sjóður sig til að greiða 900 millj­ónir króna á ári til að efla almenn­ings­sam­göngur á svæð­inu í ára­tug. Hægt væri að dekka 97,3 pró­sent þess kostn­aðar með árlegum eft­ir­launa­greiðsl­u­m. 

7. Nið­ur­greiða sál­fræði­þjón­ustu

Í breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­laga­frum­varp árs­ins 2022 sem þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar í fjár­laga­nefnd lögðu fram var kallað eftir 900 millj­ónum króna fram­lagi til að fjár­magna þegar sam­þykkta þings­á­lyktun um sál­fræði­þjón­ustu. Að lok­inni ann­ari umræðu um fjár­lög síð­asta árs var sam­þykkt sér­stakt 150 millj­óna króna fram­lag sem ætlað var að fjár­magna nið­ur­greiðslu á sál­fræði­þjón­ustu í kjöl­far samn­inga sem Sjúkra­trygg­ingar Íslands munu gera á árinu 2022. Hægt hefði verið að mæta fjár­magna hina sam­þykktu þings­á­lykt­un­ar­til­lögu nán­ast að öllu leyti með þeim fjár­munum sem renna úr rík­is­sjóði til að fjár­magna eft­ir­laun ráð­herra og þing­manna. 

8. Hækka frí­tekju­mark atvinnu­tekna enn frekar

Á fjár­lögum yfir­stand­andi árs var ákveðið að setja 540 millj­­ónir króna í að tvö­­falda frí­­tekju­­mark atvinn­u­­tekna hjá elli­líf­eyr­is­þegum úr 100 þús­und í 200 þús­und krón­ur. Aðgerðin gagn­ast reynd­ast aðeins 1.279 manns, að uppi­stöðu þeim elli­líf­eyr­is­þegum sem hafa mestar tekj­ur. Þessi upp­hæð er tæp­lega 62 pró­sent af því sem fer í að greiða ráð­herrum og þing­mönnum eft­ir­laun úr rík­is­sjóði sam­kvæmt eft­ir­launa­lög­unum sem voru í gildi 2003 til 2009. 

9. Byggja nýjan þjóð­ar­leik­vang fyrir inni­í­þróttir

Lengi hefur verið kallað eftir nýjum þjóð­ar­leik­vangi fyrir inni­í­þróttir á Íslandi þar sem fyrir liggur að Laug­­ar­dals­höllin stenst ekki alþjóð­­legar kröfur og gólf­­­flötur hennar er ónýt­­ur. Fyrir vikið neydd­ist til að mynda körfu­­boltalands­lið Íslands nýverið til að spila heima­­leik við Rús­s­land þar frekar en hér. Ef íslenska hand­boltalands­liðið heldur áfram að gera góða hluti á EM í Ung­verja­landi, sem nú stendur yfir, mun kór­inn sem kallar á nýja höll án vafa stækka veru­lega. Kostn­aður við nýjan þjóð­ar­leik­vang fyrir inni­í­þróttir er áætl­aður á bil­inu 7,9 til 8,7 millj­arðar króna sam­kvæmt skýrslu sem var birt árið 2020. Tíu millj­ónir króna verða settar í und­ir­bún­ing á verk­efn­inu í ár, eða tæp­lega 1/90 þess sem eft­ir­laun ráð­herra og þing­manna eru á ári. Raunar má benda á að sá ráð­herra sem þiggur hæstu eft­ir­laun­in, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­ann Davíð Odds­son, fær hærri upphæð í eft­ir­launa­greiðslu á innan við hálfu ári en sett var í íþrótta­höll árið 2022. 

10. Meira en tvö­falda des­em­ber­upp­bót atvinnu­lausra

Þann 8. des­em­ber í fyrra und­ir­rit­aði Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, reglu­gerð um greiðslu des­em­ber­upp­bótar til atvinnu­leit­enda. Óskert des­em­ber­upp­bót var 92.229 krónur en hún stóð ein­ungis þeim sem höfðu verið atvinnu­lausir í að minnsta kosti tíu mán­uði, sem var minni­hluti þeirra rúm­lega tíu þús­und manns sem voru atvinnu­lausir í lok síð­asta árs. Þeir sem höfðu verið án atvinnu í skemmri tíma skert­ust í sam­ræmi við það niður að 23.057 krón­ur, sem var lág­marks­upp­bót. Auk þess var greidd lítil við­bót ef við­kom­andi þiggj­andi átti barn. Sam­kvæmt útreikn­ingum grein­ing­ar­deildar Kjarn­ans er kostn­að­ur­inn við þessa aðgerð á milli 500 til 600 millj­ónir króna. Það væri því hægt að tvö­falda des­em­ber­upp­bót atvinnu­leit­enda og eiga samt nokkur hund­ruð millj­ónir króna í afgang fyrir það fé sem fer í eft­ir­laun­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar