Mynd: Bára Huld Beck

Eftirlaun ráðherra og þingmanna kostuðu ríkissjóð 876 milljónir króna í fyrra

Umdeild eftirlaunalög ráðamanna frá árinu 2003 voru felld úr gildi 2009. Fjöldi ráðamanna fær þó enn greitt á grundvelli laganna, eða alls 257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar. Einn fyrrverandi forsætisráðherra fær til að mynda 1,9 milljónir króna í eftirlaun á mánuði þrátt fyrir að vera enn starfandi á vinnumarkaði.

Á árinu 2021 fengu alls 257 fyrr­ver­andi þing­­menn eða vara­­þing­­menn greidd eft­ir­­laun upp á sam­tals 694,4 millj­­ónir króna í sam­ræmi við umdeild eft­ir­­launa­lög sem sett voru árið 2003, en afnumin vorið 2009. Þeim sem fá greitt með þessum hætti hefur fjölgað um 64 á síð­ustu tveimur árum.

Auk þess fengu 46 fyrr­ver­andi ráð­herrar greitt sam­­kvæmt lög­­un­um, en greiðslur til þeirra námu sam­tals 181,5 millj­­ónum króna. Það eru sex fleiri en fengu greitt á árinu 2019. Sam­tals námu því líf­eyr­is­greiðslur til þess hóps fyrr­ver­andi ráða­­manna 875,9 millj­­ónum króna, sem er 205,3 millj­ónum krónum meira en greitt var til þeirra á grund­velli eft­ir­launa­lag­anna árið 2019. Greiðsl­urnar hafa því auk­ist um 44 pró­sent á tveimur árum. 

Þetta kemur fram í upp­­lýs­ingum sem Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LSR) tók saman fyrir Kjarn­ann. Í svari sjóðs­ins er lögð áhersla á að greiðslur vegna þess­ara rétt­inda koma úr rík­is­sjóði en ekki frá LSR og felst aðkoma sjóðs­ins að mestu leyti í utan­um­haldi og afgreiðslu.

Þar kemur einnig fram að eng­inn fyrr­ver­andi þing­­­maður né ráð­herra greiði lengur iðgjald til sjóðs­ins af föstu starfi á vegum rík­­­is­ins eða stofn­ana þess. 

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra með 1,9 milljón á mán­uði

Hægt er að þiggja eft­ir­launin þótt við­kom­andi starfi áfram. Þannig háttar til að mynda með Davíð Odds­­son, rit­­stjóra Morg­un­­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra. Davíð varð 74 ára síð­ast­lið­inn mánu­dag. Davíð hefur getað þegið eft­ir­launin frá 65 ára aldri, eða í níu ár. 

Í tekju­blaði Frjálsrar versl­unar sem kom út í fyrra kom fram að Davíð hafi verið að með­al­tali með tæpar 5,5 millj­ónir króna í tekjur á árinu 2020. Þorri þeirrar upp­hæðar kemur til vegna launa sem rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins.

Þegar hann bauð sig fram til for­seta sum­arið 2016 greindi Davíð hins vegar frá því að hann hefði 80 pró­sent af launum for­sæt­is­ráð­herra í eft­ir­laun auk þess sem hann á þeim tíma fékk um 70 þús­und krónur eftir skatt í eft­ir­laun vegna starfa sinna sem seðla­­banka­­stjóri eftir að hann hætti á þingi. ​​Sam­tals eru laun Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra nú 2.360.053 krónur á mán­uði. Sam­kvæmt því er Davíð með tæp­lega 1,9 millj­ónir króna í eft­ir­laun á mán­uði vegna ráð­herra­setu hans. 

Davíð Oddsson bauð sig fram til forseta Íslands 2016, en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann hefur verið ritstjóri Morgunblaðsins frá 2009.
Mynd: Bára Huld Beck

Davíð er eini fyrr­ver­andi ráð­herr­ann sem fær 80 pró­sent af launum eft­ir­manns síns, en aðrir slíkir fá 70 pró­sent þeirra. Ástæðan er sú að sér­stakt ákvæði var sett í lögin sem tryggði for­sæt­is­ráð­herra sem hefði setið lengur en tvö kjör­tíma­bil 80 pró­sent af launum starf­andi for­sæt­is­ráð­herra. Þegar lögin voru sam­þykkt var Davíð að hefja sitt fjórða kjör­tíma­bil sem for­sæt­is­ráð­herra. Hann færði sig skömmu síðar yfir í utan­rík­is­ráðu­neytið og hætti í stjórn­málum árið 2005, þá tæp­lega 58 ára gam­all. Sama ár var hann gerður að seðla­banka­stjóra og starf­aði sem slíkur til 2009. Nokkrum mán­uðum eftir að Davíð var gert að hætta sem seðla­banka­stjóri tók hann við rit­stjórn Morg­un­blaðs­ins og hefur setið í þeim stól alla tíð síð­an. 

Umdeild lög sem afnumin voru eftir banka­hrun

Greiðsl­­­urnar sem raktar eru hér að ofan eru, líkt og áður sagði, sam­­­kvæmt rétt­indum sem áunnin voru vegna laga sem sam­­­þykkt voru árið 2003 um eft­ir­­­laun for­­­seta Íslands, ráð­herra, alþing­is­­­manna og hæsta­rétt­­­ar­­­dóm­­­ara eða eldri laga um líf­eyr­is­­­sjóði alþing­is­­­manna og ráð­herra.

Lög­­­in, sem voru afar umdeild og juku eft­ir­­­launa­rétt­indi þing­­­manna og ráð­herra stór­­­kost­­­lega, voru afnumin með lögum 25. apríl 2009. Því er starf­andi þing­­­maður eða ráð­herra ekki lengur að vinna sér inn rétt­indi sam­­­kvæmt gömlu og umdeildu eft­ir­­­launa­lög­un­­­um. 

Í dag greiða þing­­­menn og ráð­herrar ein­fald­­­lega í A-deild LSR og ávinna sér þar sam­s­­­konar rétt­indi og allir aðrir sjóðs­fé­lag­ar.

Þeir sem höfðu áunnið sér rétt til töku líf­eyris áður en eft­ir­­­launa­lögin voru afnumin halda þó sínum áunnu rétt­ind­­­um. Það á við um alla þing­­menn og ráð­herra sem greiddu iðgjöld sam­­kvæmt lög­­unum frá því að þau tóku gildi 2003 og þangað til að þau voru afnumin skömmu eftir banka­hrun­ið. 

Fjöldi þeirra fyrrum þing­­­­manna eða vara­­­­þing­­­­manna sem þiggja eft­ir­­­­laun sam­­­kvæmt lög­­­unum frá 2003 fjölg­aði tölu­vert ár frá ári eftir að lögin voru sam­­­þykkt. Árið 2007 voru þeir 129 tals­ins og voru orðnir 218 árið 2013.

Árið 2019 voru þeir 193 og 257 í fyrra. Þeim fjölg­aði því um þriðj­ung á tveimur árum.

Ráð­herrar sem fengu greidd eft­ir­­­laun sam­­­kvæmt lög­­­unum voru 35 árið 2007 og voru orðnir 49 árið 2013. Árið 2019 voru þeir hins vegar 40 tals­ins og 46 í fyrra.

Rýmri eft­ir­­launa­­réttur vegna þess að það var erfitt að fá vinnu

Frum­varpið umdeilda varð að lögum í des­em­ber 2003. Fyrir utan að það fæli í sér mun rýmri eft­ir­­­­launa­rétt­indi fyrir for­­­­seta Íslands, ráð­herra, þing­­­­menn og hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ara en tíð­k­að­ist almennt þá var einnig kveðið á um það að fyrr­ver­andi ráð­herrar sem höfðu setið lengi gætu farið á eft­ir­­­laun við 55 ára ald­­­ur.

Flutn­ings­­­­menn frum­varps­ins voru upp­­­­haf­­­­lega úr öllum stjórn­­­­­­­mála­­­­flokkum sem þá sátu á Alþingi. Eftir að inn­­­i­hald þess komst í umræð­una sner­ist hluti flutn­ings­­­­manna gegn því. Hall­­­­dór Blön­dal mælti fyrir frum­varp­inu, en hann hafði lengi verið þing­­­­maður og ráð­herra Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks­ins.

Í grein­­­ar­­­gerð frum­varps­ins sagði að skýr­ing þess að umræddur hópur ráða­­­manna ætti að fá rýmri eft­ir­­­launa­rétt en aðrir væri sú að þetta væru æðstu opin­beru emb­ætti og störf í þjóð­­­fé­lag­inu og vanda­­­söm eftir því. „For­­­seti Íslands og alþing­is­­­menn þiggja umboð sitt til starfa beint frá þjóð­inni í almennum kosn­­­ingum og sækja end­­­ur­nýjun þess á a.m.k. fjög­­­urra ára fresti. Sama gildir í raun og veru um ráð­herra. Það er því lýð­ræð­is­­­leg nauð­­­syn að svo sé búið að þessum emb­ættum og störfum að það hvetji til þátt­­­töku í stjórn­­­­­málum og að þeir sem verja meg­in­hluta starfsævi sinnar til stjórn­­­­­mála­­­starfa á opin­berum vett­vangi og gegna þar trún­­­að­­­ar- og for­ust­u­­­störfum geti dregið sig í hlé og vikið fyrir yngra fólki án þess að hætta fjár­­­hags­­­legri afkomu sinn­i.“

Þá sagði einnig að það væri mik­ils­vert í lýð­ræð­is­­­þjóð­­­fé­lagi að ungt efn­is­­­fólk gæfi kost á sér til stjórn­­­­­mála­­­starfa og þyrfti ekki að tefla hag sínum í tví­­­­­sýnu með því þótt um tíma byð­ust betur launuð störf á vinn­u­­­mark­aði. „Svo virð­ist sem starfs­­­tími manna í stjórn­­­­­málum sé að stytt­­­ast eftir því sem sam­­­fé­lagið verður opn­­­ara og marg­þætt­­­ara og fjöl­miðlun meiri og skarp­­­ari. Við því er eðli­­­legt að bregðast, m.a. með því gera þeim sem lengi hafa verið í for­ust­u­­­störfum í stjórn­­­­­málum kleift að hverfa af vett­vangi með sæmi­­­lega örugga afkomu og án þess að þeir þurfi að leita nýrra starfa seint á starfsæv­inn­i.“

Stjórn­­­ar­­þing­­menn auk eins ann­­ars tryggðu mál­inu fram­­gang

Allir þing­­­­menn Sjálf­­­­stæð­is­­­­flokks og Fram­­­­sókn­­­­ar­­­­flokks, sem mynd­uðu rík­­­­is­­­­stjórn þess tíma, greiddu atkvæði með frum­varp­inu. Aðrir greiddu ýmist atkvæði á móti eða sátu hjá, nema Guð­­­­mundur Árni Stef­áns­­­­son, þá þing­­­­maður Sam­­­­fylk­ing­­­­ar­inn­­­­ar, en hann var einn flutn­ings­­­­manna frum­varps­ins. Guð­­­­mundur Árni greiddi atkvæði með því að frum­varpið yrði að lög­­­­­­­um.

Í des­em­ber 2008, fimm árum og einum degi eftir að eft­ir­­­­launa­lögin voru sam­­­­þykkt, breytti Alþingi þeim og hækk­­­­aði meðal ann­­­­ars lág­­­­marks­aldur við eft­ir­­­­launa­­­­töku úr 55 árum í 60.

Eftirlaunalögin voru afnumin í tíð vinstri stjórnarinnar sem Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigússon leiddu, og sat á árunum 2009 til 2013.
Mynd: EPA

Áunnin rétt­indi stóðu hins vegar eftir óskert og því ljóst að margir fyrrum for­víg­is­­­­menn stjórn­­­­­­­mál­anna hafi náð að safna tölu­verðum rétt­indum á meðan að lögin voru í gildi. Lögin umdeildu voru loks afnumin vorið 2009  hvað varðar þing­­­­menn og ráð­herra þó kafl­­­­arnir um hæsta­rétt­­­­ar­­­­dóm­­­­ara og for­­­­seta hafi verið látnir halda sér. Málið var á meðal þeirra sem röt­uðu í verk­efna­­­skrá minn­i­hluta­­­stjórnar Sam­­­fylk­ingar og Vinstri grænna, sem var varin af Fram­­­sókn­­­ar­­­flokkn­um, og sat frá byrjun febr­­­úar 2009 og fram að kosn­­­ingum í apríl sama ár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar