EPA

Sautján líkkistur og ein þeirra mjög smá

„Ameríski draumur margra brann til ösku“ í eldsvoða í blokk í Bronx-hverfinu í New York nýverið, segir borgarstjórinn. Í húsinu bjuggu innflytjendur, flestir frá Gambíu. Gríðarlegur reykur myndaðist er eldur kviknaði í rafmagnshitara í einni íbúðinni. Krafist er umbóta í húsnæðismálum tafarlaust.

Sorgin vegna elds­voð­ans mikla í fjöl­býl­is­húsi í Bronx-hverf­inu í New York fyrir viku nær heims­álfa á milli. Sautján létu­st, þar af átta börn. Það yngsta var aðeins tveggja ára gam­alt.

Brun­inn er sá mann­skæð­asti í New York-­borg í ára­tugi. Flestir þeirra sem lét­ust voru inn­flytj­endur frá Gamb­íu, litla sól­ríka land­inu á vest­ur­strönd Afr­íku. Handan Atl­ants­hafs­ins frá Banda­ríkj­un­um. Ríki sem er eitt það fátæk­asta í heimi. Fólkið sem lést var aðal­lega úr tveimur smá­þorpum þess, hafði flust til Banda­ríkj­anna til að freista gæf­unn­ar, fá atvinnu og til að geta aðstoðað fjöl­skyldur sínar í heima­land­inu.

Um helg­ina fór fram í New York útför fimmtán þeirra sem lét­ust. Þar lágu þær í röð­um, kist­urnar fimmt­án. Fimm þeirra litl­ar. Ein þeirra mjög lít­il.

Meðal syrgj­enda voru ást­vinir sem einnig höfðu búið í Twin Parks North West-­fjöl­býl­is­hús­inu en kom­ist lífs af úr elds­voð­an­um. Borg­ar­stjór­inn og fyrr­ver­andi lög­reglu­stjór­inn Eric Adams, sem tók við emb­ætt­inu fyrir skömmu, mætti til útfar­ar­innar og hátt­settir emb­ætt­is­menn og þing­menn. Fjöl­margir slökkvi­liðs­menn, sem tekið höfðu þátt í björg­un­ar­starf­inu, voru þar einnig.

„Þau voru öll sak­leys­ingjar, þessi ungu börn. Þau ættu ekki að liggja í þessum kist­u­m,“ sagði Haji Dukuray við New York Times eftir athöfn­ina. Hann missti frænda sinn og eig­in­konu hans og þrjú börn þeirra í elds­voð­an­um. Börnin voru á aldr­inum 5-12 ára.

Kistur fórnarlambanna við útförina á sunnudag.
EPA

Talið er að upp­tök elds­ins megi rekja til raf­magns­hitara. Gríð­ar­legur reykur mynd­að­ist um alla ganga sem gerði fólki mjög erfitt fyrir að kom­ast út úr blokk­inni sem telur nítján hæð­ir.

„Ef þetta fólk hefði búið í mið­borg Man­hattan hefði þetta ekki ger­st,“ sagði Musa Drammeh, leið­togi menn­ing­ar­set­urs múslíma þar sem útförin fór fram um helg­ina, í ávarpi sínu. „Þá hefðu þau ekki þurft raf­magns­hitara. Aðstæð­urnar sem þau bjuggu við í Bronx-hverf­inu urðu þess vald­andi að þau dóu.“ Hann beindi svo orðum sínum að borg­ar­stjór­anum og sagði: „Herra borg­ar­stjóri, heyrir þú hvað ég seg­i?“

Adams borg­ar­stjóri tók undir orð hans. „Það sem er að ger­ast hér í Bronx er að ger­ast víðar í borg­inni okkar þar sem sam­fé­lög svartra og inn­flytj­enda eru. Það er tíma­bært að stöðva þetta mis­rétti svo að þurfum aldrei aftur að sjá börn og fjöl­skyldur teknar frá okkur í slíkum harm­leik. Amer­íski draumur of margra varð að ösku í þessum elds­voða.“

Eric Adams, borgarstjóri New York.
EPA

Eld­ur­inn kvikn­aði að morgni sunnu­dags­ins 9. jan­úar og svo virð­ist sem á stuttri stundu hafi svartur og þykkur reyk­ur­inn og stæk lykt af brunnu plasti og timbri, náð að kom­ast um alla bygg­ing­una. Slökkvi­liðið sem fyrst fór á vett­vang sá í hvað stefndi og sendi út örvænt­ing­ar­fullt neyð­ar­kall: „Við þurfum hjálp!“

Annað kall frá slökkvi­liðs­mönnum úr hús­inu barst skömmu síð­ar: „Við erum að leið­inni! Við erum á leið­inni að sjúkra­bílnum með ung­barn!“

Í bygg­ing­unni voru 120 íbúð­ir. Eld­ur­inn kvikn­aði í íbúð á þriðju hæð. Fjöl­skyldan sem þar bjó kom sér út en úti­hurðin á íbúð­inni var biluð og ekki hægt að loka henni. Þannig náði eld­ur­inn og ekki síst reyk­ur­inn fljótt að smeygja sér út og upp um alla ganga. Það sem gerði honum auð­veld­ara um vik var að á fimmt­ándu hæð­inni var einnig biluð hurð sem ekki var hægt að loka. Þannig mynd­að­ist sog milli 3. og 15. hæð­ar­innar með skelfi­legum afleið­ing­um. Stiga­gang­arnir urðu að risa­stórum skor­steini. Reyk­ur­inn barst líka í gegnum raf­lagna­kerf­ið, úr einni íbúð í aðra. Einnig í gegnum sprungur í veggj­um. Húsið varð á auga­bragði að dauða­gildru. Þrýst­ing­ur­inn frá hit­anum var svo mik­ill að hann sprengdi glugga á nokkrum hæð­um.

Minningarstund um fórnarlömbin fór fram í síðustu viku.
EPA

Íbú­arnir stóðu frammi fyrir skelfi­legum val­kost­um. Sumir gripu til þess ráðs að freista þess að fara í gegnum reykj­ar­mökk­inn og niður stig­ana. Aðrir þorðu ekki út úr íbúðum sínum og biðu björg­unar þar, jafn­vel í yfir klukku­stund. Aðrir fóru í örvænt­ingu út um glugg­ana og létu sig falla til jarð­ar.

Reyk­skynjarar höfðu farið í gang. En leigj­endur í bygg­ing­unni voru orðnir svo vanir því að þeir gerðu það í tíma og ótíma að ástæðu­lausu að þeir kipptu sér sumir hverjir ekki upp við stöðugt hljóð­merki þeirra. Því töp­uð­ust dýr­mætar sek­úndur og jafn­vel mín­útur til að flýja.

„Allir munu deyja,“ rifjar íbúi af 12. hæð­inni, kasól­étt kona, upp að hafa hugsað er hún var orðin inn­lyksa.

Slökkvi­liðs­mönn­unum varð ljóst að það yrði ekki eld­ur­inn sem slíkur sem myndi bana fólki sem fast var inni í hús­inu heldur hinn eitr­aði reyk­ur. Þeim tókst að hjálpa mörgu fólki niður stig­ana og út. Báru suma og leiddu aðra. En sautján týndu lífi í elds­voð­an­um. Öll lét­ust þau úr reyk­eitr­un.

Íbúar hússins við hlið þess sem brann horfa á það, yfirgefið eftir brunann.
EPA

Þeir sem tóku til máls í útför­inni á sunnu­dag voru sam­mála um að miklu meira þurfi að gera til að tryggja öruggt hús­næði á við­ráð­an­legu verði. Í fjöl­miðlum vest­an­hafs hefur komið fram að ítrekað hafði verið bent á að eld­varna­hurðir í hús­inu væru í ólagi. Á því hefðu íbúar sem og eft­ir­lits­menn vakið athygli eig­enda húss­ins á. Í tvígang á síð­ustu fimm árum höfðu yfir­völd gefið eig­endum áminn­ingu vegna þess að eld­varna­hurð­ir, sem eiga að lok­ast sjálf­krafa, gerðu það ekki.

Bygg­ingin hefur síð­ustu tvö ár verið í eigu þriggja fast­eigna­fé­laga. „Við erum stolt að bæta Bronx við stækk­andi safn okkar af íbúðum á við­ráð­an­legu verð­i,“ sagði Rick Gropp­er, for­stjóri Cam­ber Property Group, er félögin eign­uð­ust blokk­ina. Hin tvö fast­eigna­fé­lögin eru Belveron Partners og LIHC Invest­ment Group. „Þessir leigusalar eru að græða mikla pen­inga af þessum bygg­ingum og fá auk þess ýmsar íviln­anir frá yfir­völd­um,“ segir lög­fræð­ing­ur­inn Judith Goldi­ner við Was­hington Post. Hún hefur í ára­vís aðstoðað leigj­end­ur, m.a. í Bronx, við að leita réttar síns gagn­vart leigu­söl­um. „Þeir hefðu átt að nota pen­ing­ana til að gera þessa bygg­ingu örugga.“

Líkt og margar aðrar eldri bygg­ingar var ekk­ert úðara­kerfi í Twin Parks North West-­fjöl­býl­is­hús­inu. Þótt það sé lög­legt er það mat margra að í svo stórum og gömlum hús­um, þar sem svo margir búa, eigi leigusalar að ganga lengra í eld­vörnum en lög og reglur kveða á um. En fyrst og fremst eigi þeir að sjá til þess að eld­varna­hurðir og annað sem skylt er að hafa í lagi sé í lagi. Þá var hita­kerfi húss­ins lélegt sem gerði það að verkum að raf­magns­hitar­ar, eins og sá sem kvikn­aði í, voru í mörgum íbúð­um.

Tals­maður fast­eigna­fé­lag­anna þriggja segir að farið hafi verið eftir öllum reglum og að eld­varna­hurð­irnar hafi átt að lok­ast sjálf­ar. Hann segir að brugð­ist hafi verið við ábend­ingum um að blý­máln­ing hefði verið farin að flagna af veggjum en það er meðal þess sem íbúar segja að geti hafa myndað hinn ban­væna reyk.

Stjórn­völd hafa einnig verið gagn­rýnd enda veita þau fjár­festum ýmsar íviln­anir við kaup á bygg­ingum sem þessum sem ætl­aðar eru efna­m­inna fólki til búsetu. „Það ætti ekki nokkur ein­stak­lingur að þurfa að hafa raf­magns­hitara inni hjá sér,“ sagði Letitia James, rík­is­sak­sókn­ari New York, í ræðu sem hún hélt við útför­ina. „Það voru aðstæður í þess­ari bygg­ingu sem hefði átt að vera búið að laga. Það voru aðstæður í þess­ari bygg­ingu sem hefði átt að hafa meira eft­ir­lit með.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar