Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris

Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.

boris johnson
Auglýsing

Fimm dagar eru síðan Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, kom fyrir breska þingið og baðst afsök­unar á að hafa verið við­staddur um hund­rað manna veislu í Down­ingstræti 10, 20 maí 2020, þegar útgöngu­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi.

Veislu­höldin fóru fram í garði Down­ingstræti og sagð­ist John­son skilja reiði almenn­ings á þátt­töku hans í veislu­höld­unum en hann sagð­ist hafa verið sann­færður um að „um vinnu­tengdan við­burð hafi verið að ræða“.

Auglýsing

Í kjöl­far afsök­un­ar­beiðn­innar bár­ust frek­ari fregnir af skemmt­ana­haldi í Down­ingstræti. Á fimmtu­dags­kvöld greindi breska dag­blaðið The Tel­egraph frá því að starfs­fólk á skrif­stofu for­sæt­is­ráð­herra hafi staðið fyrir tveimur kveðjupartýum þar sem tveir starfs­menn voru að láta af störf­um. Umrætt kvöld var 16. apríl 2021, kvöldið fyrir útför Fil­ippusar drottn­ing­ar­manns, þegar strangar sótt­varna­reglur voru í gildi.

Sam­kvæmt regl­unum var óheim­ilt að umgang­ast annað fólk inn­an­dyra að und­an­skildum þeim sem búa á sama heim­ili. Leyfi­legt var að koma saman utandyra í sex manna hóp­um.

Ljóst er að John­son berst nú fyrir til­veru­rétti sínum í breskum stjórn­mál­um. Í gær greindi Nadine Dorries, menn­ing­ar­mála­ráð­herra Bret­lands, frá því að afnota­gjald breska rík­is­út­varps­ins BBC verður lagt niður eftir fimm ár. Dorries er jafn­framt dygg stuðn­ings­kona John­son og hefur hann verið sak­aður um að nota BBC til að bjarga for­sæt­is­ráð­herra­stóln­um. Afnám afnota­gjald­anna er talin munu falla vel í kramið hjá Íhalds­flokknum og kjós­endum hans.

„For­sæt­is­ráð­herr­ann telur að þau sem fjalla um brot hans eigi að gjalda þess á meðan hann kemst upp með það,“ segir Lucy Powell, þing­kona stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Ákvörð­unin er sögð hluti af enn stærri áætlun um að tryggja að John­son haldi for­sæt­is­ráð­herra­stóln­um, áætlun sem gengur undir nafn­inu Red Meat, eða Rauða kjöt­ið.

Óvissa ríkir um pólitíska framtíð Boris Johnson en hann er staðráðinn í að halda áfram.

Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem veislu­höld í Down­ingstræti á tímum heims­far­ald­urs koma til tals sem John­son hefur þurft að svara fyr­ir. Svo virð­ist sem umræður síð­ustu daga, sem og umdeild afsök­un­ar­beiðni John­son í þing­inu í síð­ustu viku, sé kornið sem fylli mæl­inn. Atburð­ar­rásin fram að afsök­un­ar­beið­inni var á þessa leið:

1. des­em­ber 2021:

Þegar fyrstu ásak­anir um garð­veisl­una komu fram í umræðum á þing­inu sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann að farið hafi verið eftir öllum gild­andi regl­um. Það ítrek­aði hann í við­tali 7. des­em­ber.

13. des­em­ber 2021:

John­son er spurður út í „jóla­spurn­inga­keppni“ sem haldin í Down­ingstræti 15. des­em­ber 2020. „Ég get sagt þér enn einu sinni að ég braut engar regl­ur. Þetta er allt til skoð­un­ar,“ svar­aði for­sæt­is­ráð­herr­ann.

20. des­em­ber 2021:

John­son þver­tekur fyrir veislu­höld í Down­ingstræti 15. maí 2020, þegar útgöngu­bann var í gildi. „Ég á heima hér og ég starfa hér. Þetta voru fundir á vinnu­tíma sem fjöll­uðu um vinn­una“

10. jan­úar 2022:

John­son var spurður um veislu­höldin í maí 2020 og vísar í rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara á meintum sótt­varna­brotum í Down­ingstræti 10, sem stendur yfir.

13. jan­úar 2022:

John­son biðst afsök­unar fyrir að hafa verið við­staddur garð­veisl­una í Down­ingstræti 20. maí 2020.

Van­traust­s­til­laga mögu­leg

Fjöldi þing­manna hefur kraf­ist afsagnar John­son, þar á meðal hátt­settir þing­menn í Íhalds­flokknum líkt og Dou­glas Ross, leið­togi Íhalds­manna í Skotlandi, William Wragg, Caroline Nokes, Roger Gale og Steve Baker. Sá síð­ast­nefndi segir í sam­tali við BBC að af 61 þing­manni Íhalds­flokks­ins í hans kjör­dæmi séu á móti því að John­son sitji áfram sem for­sæt­is­ráð­herra. Baker segir að sömu reglur verði að gilda um alla og ómögu­legt sé að segja til um hvort hann geti stutt John­son til að leiða flokk­inn í næstu kosn­ing­um.

Ross hefur sent 1922-­nefnd flokks­ins, sem sér um helstu for­ystu­mál Íhalds­flokks­ins, bréf þar sem hann leggur fram van­traust­s­til­lögu á John­son. Ef nefnd­inni ber­ast 54 slík bréf verður van­traust­s­til­lagan tekin til með­ferðar innan flokks­ins. Heim­ildir The Guar­dian herma að 35 bréf hafi þegar borist.

Rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara, Sue Gray, á sótt­varna­brot­unum í Down­ingstræti 10 er hafin og sagði John­son í afsök­un­ar­beiðni sinni að hann væri reiðu­bú­inn að svara fyrir aðkomu sína að veislu­höld­un­um. Ráð­herrar í stjórn John­son hafa óskað eftir því við þing­menn Íhalds­flokks­ins að þeir bíði eftur skýrslu Gray áður en fram­tíð John­son hjá flokkn­um, eða í stjórn­málum almennt, verði tek­in.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent