Rauða kjötið: Áætlunin sem á að bjarga Boris

Pólitísk framtíð Boris Johnson er um margt óljós eftir að hann baðst afsökunar á að hafa verið viðstaddur garðveislu í Downingstræti í maí 2020 þegar útgöngubann vegna COVID-19 var í gildi. „Rauða kjötið“ nefnist áætlun sem á að halda Johnson í embætti.

boris johnson
Auglýsing

Fimm dagar eru síðan Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, kom fyrir breska þingið og baðst afsök­unar á að hafa verið við­staddur um hund­rað manna veislu í Down­ingstræti 10, 20 maí 2020, þegar útgöngu­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi.

Veislu­höldin fóru fram í garði Down­ingstræti og sagð­ist John­son skilja reiði almenn­ings á þátt­töku hans í veislu­höld­unum en hann sagð­ist hafa verið sann­færður um að „um vinnu­tengdan við­burð hafi verið að ræða“.

Auglýsing

Í kjöl­far afsök­un­ar­beiðn­innar bár­ust frek­ari fregnir af skemmt­ana­haldi í Down­ingstræti. Á fimmtu­dags­kvöld greindi breska dag­blaðið The Tel­egraph frá því að starfs­fólk á skrif­stofu for­sæt­is­ráð­herra hafi staðið fyrir tveimur kveðjupartýum þar sem tveir starfs­menn voru að láta af störf­um. Umrætt kvöld var 16. apríl 2021, kvöldið fyrir útför Fil­ippusar drottn­ing­ar­manns, þegar strangar sótt­varna­reglur voru í gildi.

Sam­kvæmt regl­unum var óheim­ilt að umgang­ast annað fólk inn­an­dyra að und­an­skildum þeim sem búa á sama heim­ili. Leyfi­legt var að koma saman utandyra í sex manna hóp­um.

Ljóst er að John­son berst nú fyrir til­veru­rétti sínum í breskum stjórn­mál­um. Í gær greindi Nadine Dorries, menn­ing­ar­mála­ráð­herra Bret­lands, frá því að afnota­gjald breska rík­is­út­varps­ins BBC verður lagt niður eftir fimm ár. Dorries er jafn­framt dygg stuðn­ings­kona John­son og hefur hann verið sak­aður um að nota BBC til að bjarga for­sæt­is­ráð­herra­stóln­um. Afnám afnota­gjald­anna er talin munu falla vel í kramið hjá Íhalds­flokknum og kjós­endum hans.

„For­sæt­is­ráð­herr­ann telur að þau sem fjalla um brot hans eigi að gjalda þess á meðan hann kemst upp með það,“ segir Lucy Powell, þing­kona stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Ákvörð­unin er sögð hluti af enn stærri áætlun um að tryggja að John­son haldi for­sæt­is­ráð­herra­stóln­um, áætlun sem gengur undir nafn­inu Red Meat, eða Rauða kjöt­ið.

Óvissa ríkir um pólitíska framtíð Boris Johnson en hann er staðráðinn í að halda áfram.

Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem veislu­höld í Down­ingstræti á tímum heims­far­ald­urs koma til tals sem John­son hefur þurft að svara fyr­ir. Svo virð­ist sem umræður síð­ustu daga, sem og umdeild afsök­un­ar­beiðni John­son í þing­inu í síð­ustu viku, sé kornið sem fylli mæl­inn. Atburð­ar­rásin fram að afsök­un­ar­beið­inni var á þessa leið:

1. des­em­ber 2021:

Þegar fyrstu ásak­anir um garð­veisl­una komu fram í umræðum á þing­inu sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann að farið hafi verið eftir öllum gild­andi regl­um. Það ítrek­aði hann í við­tali 7. des­em­ber.

13. des­em­ber 2021:

John­son er spurður út í „jóla­spurn­inga­keppni“ sem haldin í Down­ingstræti 15. des­em­ber 2020. „Ég get sagt þér enn einu sinni að ég braut engar regl­ur. Þetta er allt til skoð­un­ar,“ svar­aði for­sæt­is­ráð­herr­ann.

20. des­em­ber 2021:

John­son þver­tekur fyrir veislu­höld í Down­ingstræti 15. maí 2020, þegar útgöngu­bann var í gildi. „Ég á heima hér og ég starfa hér. Þetta voru fundir á vinnu­tíma sem fjöll­uðu um vinn­una“

10. jan­úar 2022:

John­son var spurður um veislu­höldin í maí 2020 og vísar í rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara á meintum sótt­varna­brotum í Down­ingstræti 10, sem stendur yfir.

13. jan­úar 2022:

John­son biðst afsök­unar fyrir að hafa verið við­staddur garð­veisl­una í Down­ingstræti 20. maí 2020.

Van­traust­s­til­laga mögu­leg

Fjöldi þing­manna hefur kraf­ist afsagnar John­son, þar á meðal hátt­settir þing­menn í Íhalds­flokknum líkt og Dou­glas Ross, leið­togi Íhalds­manna í Skotlandi, William Wragg, Caroline Nokes, Roger Gale og Steve Baker. Sá síð­ast­nefndi segir í sam­tali við BBC að af 61 þing­manni Íhalds­flokks­ins í hans kjör­dæmi séu á móti því að John­son sitji áfram sem for­sæt­is­ráð­herra. Baker segir að sömu reglur verði að gilda um alla og ómögu­legt sé að segja til um hvort hann geti stutt John­son til að leiða flokk­inn í næstu kosn­ing­um.

Ross hefur sent 1922-­nefnd flokks­ins, sem sér um helstu for­ystu­mál Íhalds­flokks­ins, bréf þar sem hann leggur fram van­traust­s­til­lögu á John­son. Ef nefnd­inni ber­ast 54 slík bréf verður van­traust­s­til­lagan tekin til með­ferðar innan flokks­ins. Heim­ildir The Guar­dian herma að 35 bréf hafi þegar borist.

Rann­sókn sér­staks sak­sókn­ara, Sue Gray, á sótt­varna­brot­unum í Down­ingstræti 10 er hafin og sagði John­son í afsök­un­ar­beiðni sinni að hann væri reiðu­bú­inn að svara fyrir aðkomu sína að veislu­höld­un­um. Ráð­herrar í stjórn John­son hafa óskað eftir því við þing­menn Íhalds­flokks­ins að þeir bíði eftur skýrslu Gray áður en fram­tíð John­son hjá flokkn­um, eða í stjórn­málum almennt, verði tek­in.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent