Ríkissjóður greiðir 700 milljónir til bænda vegna þess að áburðarverð hækkaði

Bændasamtökin skiluðu umsögn um fjárlagafrumvarpið þar sem þau sögðu hækkanir á áburðarverði í heiminum án hliðstæðu og kölluðu eftir að ríkið gæti „gripið inn í“. Annars gæti fæðuöryggi verið ógnað.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er formaður fjárlaganefndar.
Auglýsing

Meiri­hluti fjár­laga­nefnd­ar, sem sam­anstendur af full­trúum stjórn­ar­flokk­anna þriggja í nefnd­inni, hefur lagt til að 700 millj­ónir króna verði greiddar úr rík­is­sjóði til stuðn­ings bændum vegna hækk­unar áburð­ar­verðs í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Greiða á fjár­mun­ina í gegnum búvöru­samn­inga.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta nefnd­ar­manna úr Vinstri græn­um, Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki um fjár­laga­frum­varpið fyrir aðra umræðu er gert grein fyrir breyt­ing­ar­til­lögu þess efn­is. 

Þar segir að til­lagan byggi á upp­lýs­ingum um fyr­ir­séðar verð­hækk­anir á áburði. „Áburð­ar­vísi­tala Alþjóða­bank­ans hefur hækkað um 93% frá lokum síð­asta áburð­ar­tíma­bils, m.a. vegna hækk­unar á jarð­gasi og fram­boðs­á­hrifum vegna heims­far­ald­urs. Komi sú hækkun að öllu leyti fram í áburð­ar­kaupum bænda fyrir árið 2022 má áætla að kostn­aður bænda auk­ist um allt að 2,5 mia.kr. að óbreyttu magni. Gera má ráð fyrir að notkun áburðar verði minni á næsta ári vegna þessa. Bænda­sam­tök Íslands áætla að áburð­ar­verð hækki um 60% og auk­inn kostn­aður bænda geti numið 1,5 mia.kr. Til­lög­unni er ætlað að koma til móts við þessa hækk­un.“

„Afar mik­il­vægt lofts­lags- og fæðu­ör­ygg­is­mál“

Bænda­sam­tök Íslands vöktu athygli á hækk­unum á áburð­ar­verði í umsögn sinni um fjár­laga­frum­varpið sem skilað var inn fyrr í mán­uð­in­um. Þar sagði að hækk­an­irnar væru án hlið­stæðu og köll­uðu á heim­ildir rík­is­ins til þess að geta gripið inn í ef að þær hækk­anir raun­ger­ast og vegi að fæðu­ör­ygg­i. 

Auglýsing
Þá væri ljóst að til lengri tíma væri það afar mik­il­vægt lofts­lags- og fæðu­ör­ygg­is­mál að inn­lend mat­væla­fram­leiðsla verði óháð­ari inn­fluttum áburði. Hins vegar væri óhugs­andi að slíkar aðgerðir gætu borið ávöxt sem máli skiptir fyrir næsta vor. „Það þarf að hugsa til lengri tíma en mik­il­vægt er að vinna sam­tímis að því að draga úr þörf á inn­fluttum áburði og að sjá til þess að nauð­syn­legt magn af áburði sé til reiðu á verði sem hafi ekki í för með sér for­sendu­brest fyrir land­bún­að.“

Undir umsögn­ina skrif­aði Vig­dís Häsler, fram­kvæmda­stjóri Bænda­sam­tak­anna. Áður en hún var ráðin í það starf var Vig­dís starfs­maður þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Alþingi þar sem hún kom að und­ir­bún­ingi fyrir þing­menn við gerð þing­mála.

Bænda­blað­ið, sem er í eigu Bænda­sam­tak­anna, greindi frá því í síð­ustu viku að stefnt sé að því að reisa umhverf­is­væna áburð­ar­verk­smiðju á Reyð­ar­firði. Gangi áætl­anir eftir gæti hún verið komin í gagnið eftir fimm eða sex ár.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent