Vill koma umræðu um orkuframleiðslu og náttúruvernd úr skotgröfunum

Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir leiðina að loftslagsmarkmiði ríkisstjórnarinnar ekki hafa verið nægilega varðaða. Samkvæmt henni þarf opin umræða um virkjanir og orkusparnað að eiga sér stað til að bæta úr því.

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Auglýsing

Ræða þarf opin­skátt um það hvernig Ísland hyggst ná eigin lofts­lags­mark­miðum og hvort þær leiðir feli í sér auknar virkj­anir eða meiri orku­sparn­að, segir Berg­lind Rán Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Orku nátt­úr­unn­ar, í grein sinni í jóla­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn.

Sam­kvæmt Berg­lindi hefur umræðan um orku­fram­leiðslu og nátt­úru­vernd setið föst í djúpum skot­gröfum um langt skeið, þar sem and­stæðir hópar virkj­un­ar­sinna og vernd­un­ar­sinna hafa skipst á skeyta­send­ing­um. Illa hafi tek­ist að smíða brú á milli þeirra sem telja að verð­mætri nátt­úru hafi verið fórnað í þágu fárra stór­fyr­ir­tækja og hinna sem telja að mikil efna­hags­leg fram­fara­skref hafi verið stigin með virkj­ana­fram­kvæmdum og orku­sölu­samn­ing­um.

Auglýsing

Hún segir þennan mála­flokk þó ekki vera svart­hvít­an, heldur marg­hliða úrlausn­ar­efni þar sem taka verði ákvarð­anir á grunni vand­aðra kostn­að­ar- og ábata­grein­inga þar sem öll sjón­ar­mið verði tekin með í reikn­ing­inn.

Mik­il­vægt að taka ekki ákvarð­anir í flýti

Í grein sinni víkur Berg­lind að nýlegum vanda við að nýta inn­lenda orku­þörf, sem hún segir að geti hvatt til álykt­ana um að drífa þurfi í virkj­ana­fram­kvæmd­um. Að hennar mati ætti hins vegar ekki að taka ákvarð­anir um virkj­anir í flýti á grunni þannig stund­ar­vanda.

Hins vegar þyrfti að taka ákvarð­anir um það hvort virkja þurfi meira til þess að Ísland nái mark­miðum sínum í lofts­lags­mál­um. Í því til­liti bendir Berg­lind á að mögu­lega væri hægt að kom­ast hjá fleiri virkj­unum ef víð­tæk sátt mynd­að­ist um að efna til mark­viss orku­sparn­að­ar, en bætir þó við að lík­legt sé að virkja þurfi meira ef við ætlum að fram­leiða elds­neytið sjálf fyrir sam­göngur á sjó og í lofti hér­lend­is.

Jólablað Vísbeningar

Blaðið birtist ef þú þrýstir á forsíðuna

Tutorials Point

Sömu­leiðis segir hún að það sé sjálf­sagt að skoða hvort selja ætti umhverf­is­væna orku til ann­arra landa í gegnum sæstreng eða fram­leitt umhverf­is­vænt elds­neyti til útflutn­ings í stórum stíl. Hér bætir hún þó við að mik­il­vægt sé að hafa í huga að slíkir val­kostir séu alls ekki eina leiðin fyrir Íslend­inga til að verða öðrum þjóðum að liði í lofts­lags­bar­átt­unni.

Sem dæmi um aðrar leiðir nefnir Berg­lind að Íslend­ingar geti haft áhrif í gegnum aukna áherslu á nýsköp­un, en með því væri hægt að þróa grænar lausnir sem geta nýst öðrum þjóð­um. Einnig segir hún Ísland geta orðið til fyr­ir­myndar í inn­leið­ingu hringrás­ar­hag­kerf­is­ins, þar sem verð­mæti eru sköpuð með minni sóun og meiri end­ur­nýt­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent