110 færslur fundust merktar „vísbending“

Hvernig má nýta helming mannauðs með skilvirkari hætti?
Á hverjum vinnu­stað eru unnin ýmis verk sem ekki leiða til fram­gangs í starfi. Guð­rún John­sen, lektor við CBS, fjallar um svokölluð „vinnu­staða­hús­verk“ en þau lenda í meira mæli á konum en körl­um.
9. janúar 2023
Sigurlína V. Ingvarsdóttir situr í stjórnum smærri og stærri fyrirtækja og segir mikilvægt að fá fjölbreyttar raddir að borðinu. Hún vill að Ísland nýti tækifærin sem felast í núverandi efnahagsástandi og laði til sín þekkingarstarfsmenn erlendis frá.
Eigum að flytja inn þekkingarstarfsmenn
Sigurlína V. Ingvarsdóttir vill laða þekkingarstarfsmenn hingað til lands. „Það er gott að búa hérna, samfélagið er öruggt og ég held að þarna séu sóknarfæri fyrir þekkingargeirann, að ná sér í þetta starfsfólk.“
9. janúar 2023
Ragnhildur Geirsdóttir er fyrsta konan sem var ráðin í stöðu forstjóra í skráðu félagi. 17 ár liðu þar til kona var næst ráðin sem forstjóri hjá skráðu félagi. Það er Ásta S. Fjeldsted sem var ráðin forstjóri Festi í september 2022.
Sautján ár á milli ráðninga á konu í forstjórastóli hjá skráðu félagi
Kona var síðast ráðin í forstjórastól hjá skráðu félagi í september í fyrra eftir 17 ára hlé. Dósent við Viðskiptafræðideild HÍ segir að með ákveðinni hugarfarsbreytingu getum við orðið til fyrirmyndar. „Látum ekki önnur 17 ár líða.“
8. janúar 2023
Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir kemur inn í íslenskt viðskiptalíf með víðtæka stjórnunarreynslu úr tölvuleikjaiðnaði.
Án nýsköpunar væru „hrútskýring“ og „þriðja vaktin“ ekki til
Þörf er á nýsköpun á öllum sviðum fyrir framþróun í samfélaginu, líka í tungumálinu, að mati Sigurlínu Valgerðar Ingvarsdóttur. Hugtök eins og „hrútskýring“ og „þriðja vaktin“ voru ekki til þegar hún steig sín fyrstu skref í karllægum tölvuleikjabransa.
4. janúar 2023
Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir kemur inn í íslenskt viðskiptalíf með víðtæka stjórnunarreynslu úr tölvuleikjaiðnaði. Hún segir að nú sé lag að laða hingað til lands þekkingarstarfsmenn.
„Við getum ekki endurspeglað reynslu sem við höfum ekki“
Áramótablað Vísbendingar er komið út, en í því er að finna viðtal við Sigurlínu V. Ingvarsdóttur og auk þess greinar eftir sérfræðinga á sviði hagfræði og viðskiptafræði. Sjónum er beint að því hvernig nýta má krafta breiðari hóps fólks í viðskiptalífinu.
31. desember 2022
Framleiðsla og lýðræði
Þorvaldur Gylfason segir að lýðræðið sé ein merkasta uppfinning mannsandans, næsti bær við eldinn, hjólið og hjónabandið frá hans bæjardyrum séð, og hefur borið ríkulegan ávöxt þegar alls er gætt.
21. desember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Segir óhófleg launakjör og sjálftöku tekjuhárra friðarspilli á vinnumarkaði
Gylfi Zoega segir að það sé óumdeilt að mikil lækkun vaxta hafi aukið misskiptingu. Ef lýðræðislega kjörnum fulltrúum finnist þessi áhrif á tekju- og eignadreifingu vera óæskileg þá sé það þeirra að leiðrétta þau áhrif.
3. september 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
7. ágúst 2022
Hærra verð á matvöru í heimsfaraldri er staðreynd, en fákeppni gæti verið ástæðan ekki síður en COVID-19.
Verð á matvöru hefur hækkað um rúmlega 13 prósent á tveimur árum
Mat- og drykkjarvara hefur hækkað frá því heimsfaraldur hófst. Í grein í Vísbendingu veltir Auður Alfa Ólafsdóttir því upp hvort fákeppni á matvörumarkaði hérlendis hafi áhrif á vöruverð ekki síður en truflanir í framleiðslu vegna heimsfaraldurs COVID-19.
30. maí 2022
Ef tekið væri tillit til alls umhverfiskostnaðar í tilfelli Urriðafossvirkjunar myndi kostnaður hækka um 60 prósent. Það hefði sennilega einhver áhrif á arðsemismat virkjunarinnar, ritar Ágúst Arnórsson í Vísbendingu, en útilokar ekki frekari virkjanir.
Umhverfisáhrif virkjana þurfi að meta til fjár
Hagfræðingur segir mat virkjanakosta í rammaáætlun ýmsum annmörkum háð og bendir á að niðurstöður mats á umhverfisáhrifum hafi ekki áhrif á arðsemismat virkjanakosta.
23. maí 2022
Dellukenningar og húsnæðisverð
None
8. maí 2022
Vladimír Pútín, forseti Rússlands
Hugmyndafræði Pútíns jafnhættuleg og fasismi Mússólínís
Ólíklegt er að Pútín léti staðar numið eftir að hafa yfirtekið Úkraínu miðað við hugmyndafræðina sem hann aðhyllist í utanríkismálum, segja Gylfi Zoega og Juan Vicente Sola.
1. maí 2022
Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.
Meira framboð nauðsynlegt til að aðgerðir Seðlabankans virki
Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir aðgerðir Seðlabankans til að bregðast við verðhækkunum á íbúðamarkaði og aukinni skuldsetningu heimila ekki enn hafa haft tilætluð áhrif. Til þess þurfi aukið framboð íbúða.
24. apríl 2022
„Það er tími til að velja hvar í þessu nýja landslagi stórvelda Ísland verður“
Gylfi Zoega segir Ísland þurfi að hámarka kosti og lágmarka kostnað þess að vera sjálfstætt ríki. Samkvæmt honum er það gert innan NATO og innri markaðar Evrópusambandsins.
12. apríl 2022
Elísa Arna Hilmarsdóttir, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði.
Vill efla menntakerfið til að koma í veg fyrir starfamissi
Mörg störf sem hurfu í heimsfaraldrinum munu ekki koma aftur vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagfræðingur hjá Viðskiptaráði segir menntakerfið leika lykilhlutverki í að lágmarka starfsmissinn vegna tæknibreytinga framtíðar.
6. apríl 2022
Það þarf meira en bara framlag launþega til þess að tryggja frið á vinnumarkað, samkvæmt Gylfa.
Ábyrgðin á verðstöðugleika ekki einungis í höndum launþega
Það er ekki rétt að fela launþegum einum ábyrgð á þróun verðbólgu og almenns stöðugleika í efnahagslífinu, segir Gylfi Zoega. Vinnuveitendur og stjórnvöld ættu einnig að leggja sitt af mörkum.
21. mars 2022
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum.
Segir nýja lotu í hinum alþjóðlega peningaleik hafna
Innrás Rússlands í Úkraínu og viðbrögðin við henni hafa breytt alþjóðlega fjármálakerfinu, segir doktor í fjármálum. Hann segir helstu vonina í fjármálastríðinu á milli austurs og vesturs liggja í þéttu samstarfi Evrópulanda.
13. mars 2022
Efnahagslegar refsiaðgerðir ekki beitt vopn
Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ segir að refsiaðgerðir vestrænna ríkja muni sennilega ekki hafa mikil áhrif á stefnu ráðamanna í Rússlandi einar og sér. Þegar fram líða stundir muni Rússar geta aðlagast aðgerðunum og fundið sér nýja markaði.
7. mars 2022
Þyrfti að grípa inn snemma til að minnka kynjahalla í háskólum
Vinnumarkaðshagfræðingur segir minni ásókn karla í háskóla geta verið vegna staðalímynda og félagslegra viðmiða. Nauðsynlegt sé að byrja á að hjálpa drengjum að ná fótfestu á fyrri stigum skólakerfisins ef jafna á hlut karla og kvenna í háskólum.
28. febrúar 2022
Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Tæknifyrirtækin allsráðandi á First North-markaðnum
Fjölmörg fyrirtæki sem eru í örum vexti einblína á tækniþróun með einhverjum hætti fóru í frumútboð á hlutabréfamarkað í fyrra á Norðurlöndum. Baldur Thorlacius hjá Nasdaq Iceland fer yfir stöðuna í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
20. febrúar 2022
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Vill samvinnu á vinnumarkaði til að viðhalda verðstöðugleika
Gylfi Zoega segir COVID-kreppunni nú vera lokið, en að helsta markmið hagstjórnar væri nú að halda verðbólgunni í skefjum. Til þess segir hann að gott samspil þurfi á milli Seðlabankans, ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins.
14. febrúar 2022
Nýting lítilla flugvalla svar við samkeppnishamlandi umhverfi
Lággjaldaflugfélög eiga erfitt með að fá pláss á stórum flugvöllum vegna núverandi úthlutunarkerfis á afgreiðslutímum, segir hagfræðingur í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Kerfið hefur neytt flugfélögin til að róa á önnur mið og sækja á smærri flugvelli.
6. febrúar 2022
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Segir rangt að telja aldraða vera byrði á samfélaginu
Búast má við að kostnaður hins opinbera vegna lífeyris muni lækka á næstu áratugum, þar sem lífeyrisþegar muni fá meira greitt í eftirlaun. Fyrrverandi fjármálaráðherra segir þetta sýna að aldraðir séu ekki byrði á samfélagið þegar allt er skoðað.
31. janúar 2022
„Miðstýrt hagkerfi“ HÍ sagt óhagkvæmt og koma í veg fyrir nýliðun
Hagfræðideild Háskóla Íslands er hætt komin, samkvæmt einum af kennurum deildarinnar. Hann segir stöðuna að mörgu leyti tilkomna vegna fjárveitingarkerfis háskólans, sem sé miðstýrt og óhagkvæmt.
24. janúar 2022
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
16. janúar 2022
Vanesa Hoti, sérfræðingur í eignastýringu Arctica Finance.
Kynslóðabreyting knýr áfram sjálfbærni í fjármálageiranum
Með auknum fjölda yngri fjárfesta mun áhuginn á samfélagslega ábyrgum fjárfestingum líklega aukast til muna. Þá verður mikilvægt að koma í veg fyrir grænþvott fyrirtækja með gagnsærri upplýsingagjöf, segir sérfræðingur hjá Arctica Finance.
10. janúar 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Nýir tímar í orkumálum – ný tækifæri
3. janúar 2022
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
„Beinlínis óábyrgt“ ef Seðlabankinn tekur ekki tillit til loftslagsbreytinga
Samkvæmt varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika ætti að vera óumdeilt að loftslagsmál sé viðfangsefni Seðlabankans vegna áhrifanna sem þau gætu haft á efnahagslífið og stöðugleika fjármálakerfisins.
2. janúar 2022
Jónas Atli Gunnarsson
Leiðarvísir að kolefnishlutleysi
1. janúar 2022
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, stjórnarformaður IcelandSIF.
Hvetur hið opinbera til að setja sér félagsleg markmið í skuldabréfaútgáfu
Stjórnarformaður IcelandSIF segir tækifæri geta legið hjá ríki og sveitarfélögum í að skilgreina skýr félagsleg markmið samhliða skuldabréfaútgáfum hjá sér, rétt eins markmið í umhverfismálum eru sett fram samhliða útgáfu grænna skuldabréfa.
30. desember 2021
Kristján Guy Burgess
Grænt plan fyrir Ísland
29. desember 2021
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Vill koma umræðu um orkuframleiðslu og náttúruvernd úr skotgröfunum
Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir leiðina að loftslagsmarkmiði ríkisstjórnarinnar ekki hafa verið nægilega varðaða. Samkvæmt henni þarf opin umræða um virkjanir og orkusparnað að eiga sér stað til að bæta úr því.
21. desember 2021
Guðrún Johnsen, hagfræðingur.
„Ekki lengur í boði að vera hlutlaus hluthafi“
Hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna segir vaxandi loftslagsáhættu auka þörfina á að lífeyrissjóðir og aðrir stofnanafjárfestar geti beitt hluthafavaldi sínu í meira mæli.
20. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Hallast frekar að því að nýta orkuna hér en að flytja hana út
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra tekur ekki vel í hugmyndir um orkuútflutning með sæstreng og segir Íslendinga frekar eiga að nýta orkuna til verðmætasköpunar hérlendis í viðtali í jólablaði Vísbendingar.
18. desember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
„Við erum ekki að fara að bjarga heiminum“
Nýskipaður umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir mikilvægt að ríkar umhverfiskröfur verði gerðar til stórnotenda á íslenskri orku sem og öðrum atvinnugreinum hérlendis í ítarlegu viðtali í jólablaði Vísbendingar.
17. desember 2021
Katrín Ólafsdóttir, dósent við Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík
Rödd starfsfólks í Bandaríkjunum sterkari eftir faraldurinn
Útlit er fyrir að staða launþega á vinnumarkaði vestanhafs sé öruggari nú en fyrir faraldurinn, samkvæmt vinnumarkaðshagfræðingi og dósent við viðskiptadeild HR.
13. desember 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur verður á meðal penna í sérstöku jólablaði Vísbendingar í ár.
Breyttur tónn gagnvart umhverfinu
Tímaritið Vísbending mun gefa út sérstakt jólablað í næstu viku. Þema blaðsins er sjálfbærni, loftslagsmál og grænar lausnir. Nýskipaður ráðherra umhverfis-, orku- og loftslagsmála verður í viðtali auk þess sem fjöldi sérfræðinga skrifar í blaðið.
10. desember 2021
Urriðafoss í Þjórsá.
Segir baráttu um umhverfisrask virkjana háða í skotgröfum
Mikilvægt er að verðmeta umhverfisáhrif fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda svo orkufyrirtæki greiði meira fyrir þær framkvæmdir sem valda miklu raski, að mati forstöðumanni Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
5. desember 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Launahækkanir í kjölfar verðbólgu „eins og að pissa í skóinn sinn“
Hagfræðiprófessor segir að hætta sé á að ekki verði ráðist í aðgerðir sem bæta lífsgæði hér á landi til lengri tíma ef tímanum er varið í karp um skammtímahagsmuni og ef væntingar um launahækkanir eru óraunhæfar.
21. nóvember 2021
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Afnám tekjutengingar kosti ríkissjóð allt að 100 milljarða króna
Fyrrverandi fjármálaráðherra og stofnandi Viðreisnar segir að byrði lífeyriskerfisins á ríkissjóð myndi aukast verulega frá því sem er ef hætt yrði að tekjutengja lífeyri almannatrygginga.
14. nóvember 2021
Daði Már Kristófersson, hagfrræðiprófessor við HÍ og varaformaður Viðreisnar
„Nauðsynlegt“ að fá betra mat á umhverfisáhrifum nýrra virkjana
Varaformaður Viðreisnar segir að sátt þurfi að vera um orkunýtingu hérlendis til að útflutningur á orku með sæstreng yrði vel heppnaður. Til þess að ná slíkri sátt þyrfti að meta umhverfisáhrif nýrra virkjana með skipulegum hætti.
8. nóvember 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Megi ekki sýna „rentusókn innlendra fákeppnismógúla“ miskunn
Prófessor í viðskiptafræðideild við Háskóla Íslands segir skort á aðhaldi gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem starfa á fákeppnismarkaði myndi skila „endalausum sjálfsmörkum“ í sókn okkar að betri lífskjörum.
30. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
17. október 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi: Verðbólgan ekki vegna lóðaskorts
Meintur lóðaskortur á höfuðborgarsvæðinu er ekki ástæða þess að fasteignaverð hefur hækkað, að mati hagfræðiprófessors sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.
16. október 2021
Eldri borgarar tregir til að ganga á eigin sparnað
Sparnaður Íslendinga minnkar ekki þegar þeir komast á eftirlaunaaldur, heldur eykst hann enn frekar, samkvæmt greiningu Benedikts Jóhannessonar í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
10. október 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Hvetur til ábyrgðar í peningastefnu og ríkisfjármálum
Hagfræðiprófessor biður stjórnvöld um að lækka hallarekstur ríkissjóðs og hafa raunvexti jákvæða, þrátt fyrir kröfur fyrirtækja og stjórnmálamanna um að halda vöxtum lágum og auka ríkisútgjöld án fjármögnunar.
27. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
20. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
19. september 2021
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Góðar horfur í útflutningi í ár
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir ýmislegt benda til þess að útflutningur og einkaneysla muni aukast töluvert í ár, en að útflutningshorfurnar á næsta ári hafi versnað frá því í vor.
5. september 2021
Útgjaldaaukning til Landspítalans að miklu leyti vegna launahækkana
Gylfi Zoega segir að ef tillit sé tekið launahækkana þá hafi fjárframlög hins opinbera til Landspítalans ekki aukist jafnmikið og þörfin fyrir sjúkrahúsþjónustu á síðustu árum.
30. ágúst 2021
Hrauneyjafosstöð, sem er í eigu Landsvirkjunar
Mælir með að skipta upp Landsvirkjun í smærri einingar
Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ segir í nýjasta tölublaði Vísbendingar að raunhæfasta leiðin til að koma á virkri samkeppni á rafmagnsmarkaði sé með því að skipta Landsvirkjun upp.
22. ágúst 2021
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Spyr hvort of mikið sé greitt í lífeyrissjóði
Benedikt Jóhannesson segir fólk á ellilífeyrisaldri hafa náð að stórbæta kjörin sín á síðustu áratugum og býst við að sú þróun haldi áfram. Sökum þess veltir hann því upp hvort lífeyrisgreiðslur séu of háar.
15. ágúst 2021
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Kaupmáttur ungra karlmanna hefur minnkað á síðustu áratugum
Á meðan heildarlaun fólks yfir fertugt hefur aukist myndarlega frá árinu 1994 mátti ekki greina neina aukningu í kaupmætti hjá körlum undir þrítugu, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
18. júlí 2021
Ýmsir sem eru mótfallnir hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð virðast hafa áhyggjur af ferðafrelsi á hálendinu.
Miðhálendisþjóðgarður vinsæll meðal almennings
Samkvæmt könnun á vegum Hagfræðistofnunar HÍ og Maskínu er fólk almennt hlynnt þjóðgarði á miðhálendinu. Útivistarfólk virðist hvorki vera hlynntara né andvígara þjóðgarðinum heldur en aðrir.
12. júlí 2021
Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland.
Margar ástæður fyrir því að hlutabréfaverð „poppi“
Framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq Iceland útskýrir hugsanlegar orsakir hraðra verðhækkanir í kjölfar hlutafjárútboða í Kauphöllinni í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Hann bætir þó við að slíkar verðhækkanir eru alls ekki sjálfgefnar.
11. júlí 2021
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum
Segir skráningu Íslandsbanka svipa til einkavæðingar fyrir hrun
Ásgeir Brynjar Torfason segir margt svipa til með hlutafjárútboði Íslandsbanka og einkavæðingar íslensku bankanna fyrir tveimur áratugum síðan í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
4. júlí 2021
Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir landbúnaðarstyrki ekki virðast hafa bætt velferð bænda
Hagfræðiprófessor segir margar þverstæður spretta fram þegar styrkjakerfið í landbúnaði er skoðað. Samkvæmt honum er ekki að sjá að styrkirnir hafi bætt velferð bænda eða komið í veg fyrir fólksfækkun.
27. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
20. júní 2021
Gengi ferðaþjónustunnar á næstu árum hefur mikið um það að segja hvort atvinnuleysi muni haldast hátt eða ekki.
Býst við töluverðu atvinnuleysi næstu árin
Það gæti tekið nokkur ár að ná atvinnuleysinu niður í fyrra horf, skrifar hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
14. júní 2021
Verðbólgan mögulega vanmetin
Seðlabankinn telur að meiri líkur séu á því að spáð verðbólga á næstu mánuðum sé vanmetin frekar en ofmetin, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
7. júní 2021
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
Býst við hægum bata í ferðaþjónustu en er bjartsýnni með útflutning fisks og áls
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir útflutning íslenska hagkerfisins geta verið meiri en áður var vænst til vegna bjartari horfa í sjávarútvegi og álútflutningi. Hins vegar sé útlit fyrir að ferðaþjónustan taki seint við sér.
30. maí 2021
Eiríkur Ragnarsson hefur litla trú á því að Daði og Gagnamagnið sigri Eurovision í ár
„Daði á ekki séns“
Nær engar líkur eru á að Daði Freyr og Gagnamagnið vinni Eurovision, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
22. maí 2021
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
18. maí 2021
Er nýsköpun ekki lengur töff?
Á sama tíma og áhugi stjórnmálamanna á nýsköpun hefur aukist virðist hugtakið vera á undanhaldi í almennri umræðu. Hvað veldur því?
17. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
15. maí 2021
Kynning ríkisstjórnarinnar á öðrum aðgerðarpakka vegna efnahagsafleiðinga COVID-19
Segir núverandi ástand ekki vera kreppu
Doktor í fjármálum segir að Íslendingar virðast hafa sloppið við kreppu í þetta skiptið. Hins vegar sé áhyggjuefni hvað atvinnuleysi hefur aukist mikið hérlendis, ef miðað er við nágrannalönd.
24. apríl 2021
Búast má við hraðri lækkun atvinnuleysis þegar ferðamenn koma hingað aftur, samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ.
Verðbólgan gæti aukist aftur á næsta ári
Erfitt gæti reynst að stöðva þensluna í íslensku efnahagslífi eftir að faraldrinum lýkur, samkvæmt nýrri hagspá Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
17. apríl 2021
Ólafur Margeirsson, hagfræðingur.
Segir stjórnvöld geta lært af Marshall-aðstoðinni
Hagfræðingur segir ríkisstjórnina eiga að beita útgjöldum ríkissjóðs til að draga úr atvinnuleysi og styrkja efnahagslífið í stað þess að reyna að lækka skuldir. Þetta segir hann í grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
11. apríl 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Ýmsar ástæður fyrir því að það gæti dregist að ná fullum efnahagsbata
Már Guðmundsson segir að það sé vandrataður meðalvegur á milli skemmri tíma verndar fyrir fyrirtæki og að hamla ekki æskilegri aðlögun að nýjum aðstæðum.
20. mars 2021
Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar.
Nauðsynlegt að nýta lærdóminn af faraldrinum í þágu loftslagsmála
Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir heimsfaraldurinn hafi sýnt hversu hratt sé hægt að breyta hefðum og verklagi þegar mikið liggur við. Nauðsynlegt sé að nýta þennan lærdóm í þágu loftslagsmála.
14. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
1. mars 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi: „Þeir sem fara með straumnum gleymast með straumnum“
Gylfi Zoega segir stjórnmálamenn þurfa að sýna staðfestu í sóttvörnum í stað þess að reyna að afla sér vinsælda með því að slaka á þeim of snemma.
14. febrúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
28. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
23. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
14. janúar 2021
Reiðufé jókst í umferð en ekki endilega í viðskiptum
10 þúsund króna seðlum fjölgaði mikið á síðasta ári. Að mati aðalféhirðis Seðlabankans er það möguleg vísbending um að fólk hafi ákveðið að geyma hluta eigna sinna í reiðufé vegna óvissu í efnahagsmálum.
10. janúar 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir Samherjamálið ekki vera persónulega hasarsögu
Fyrrverandi seðlabankastjóri segir fjölmiðla vilja persónugera dómsmálin milli Samherja og Seðlabankans í viðtali í jólablaði Vísbendingar.
4. janúar 2021
Gran Vía í Madríd á Spáni
Faraldurinn ýfði upp kunnugleg sár hjá Spánverjum
Yfirstandandi faraldur hefur verið Spánverjum sérstaklega skæður, en þeir hafa einnig þurft að þola frelsistakmarkanir vegna hans, sem leitt hafa til djúprar efnahagskreppu. Þessi vandamál eru þó ekki ný af nálinni á Spáni.
3. janúar 2021
Bráðarbirgðaspítali í Kansas í Bandaríkjunum á tímum spænsku veikinnar.
Laun hafa hækkað í kjölfar farsótta
Spænska veikin leiddi til launahækkana og mikils hagvaxtar fyrir eftirlifendur, samkvæmt rannsóknum hagfræðinga. Hins vegar ætti ekki að búast við eins þróun í kjölfar COVID-19.
1. janúar 2021
Litið yfir sérkennilegt ár
Svanhildur Hólm Valsdóttir gerir upp árið sem er að líða.
31. desember 2020
Lilja Björk Einarsdóttir, Birna Einarsdóttir og Benedikt Gíslason
Bankastjórar bjartsýnir og benda á mikilvægi efnahagsaðgerða
Bankastjórar Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka segja efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar og viðbrögð bankanna hafa skipt miklu máli á árinu í jólablaði Vísbendingar.
30. desember 2020
Nýr veruleiki á hlutabréfamarkaði
Baldur Thorlacius skrifar um árið í Kauphöllinni í jólablaði Vísbendingar.
24. desember 2020
Jólablað Vísbendingar er komið út
Nú er hægt að nálgast 40 síðna jólablað Vísbendingar, vikurits um viðskipti, efnahagsmál og nýsköpun, á vefsvæði Kjarnans.
23. desember 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir hagfræðinga ekki geta gefið einhlítt svar um aðild Íslands að ESB
Fyrrverandi seðlabankastjóri segir umræður og ákvarðanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu ná langt út fyrir svið hagfræðinnar. Samkvæmt honum hafa stjórnmálamenn tilhneigingu til að ætlast til þess að hagfræðingar reikni þá inn í lausnina.
20. desember 2020
Jólablað Vísbendingar kemur út á ný
Hægt verður að ná í jólaútgáfu áskriftarritsins Vísbendingar, sem inniheldur meðal annars ýmsar greiningar á árinu sem er að líða og viðtal við fyrrverandi Seðlabankastjóra, í næstu viku.
18. desember 2020
Kristbjörg M. Kristinsdóttir, fjármálastjóri Stefnis hf.
Samfélagslega ábyrg félög skila betri ávöxtun í Evrópu
Evrópsk hlutafélög sem taka mið af umhverfis- og félagslegum þáttum og stjórnarháttum fyrirtækja skila betri ávöxtun heldur en önnur sambærileg félög í Evrópu, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
12. desember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Segir lágvaxtaumhverfið hafa ýtt undir áhættusækni
Sérfræðingur hjá Kviku eignastýringu segir lækkandi vaxtastig og væntingar um bóluefni vera meðal ástæðna þess að hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað það sem af er ári í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
6. desember 2020
Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka
Segir eðlilegra að hlúa að grunnstoðum heldur en að örva hagkerfið
Aðalhagfræðingur Kviku banka segir dýrmætt svigrúm til peningaprentunar hafa verið nýtt í húsnæðismarkaðinn til fólks sem stendur betur en meðalmaðurinn í stað þeirra sem þurfa meira á fjármagni að halda í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
14. nóvember 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
24. október 2020
Sérfræðingarnir hafa ýmsar hugmyndir til að berjast gegn nýlegri aukningu atvinnuleysis.
Vilja sértækar aðgerðir á vinnumarkaði
Sjö greinarhöfundar í Vísbendingu hafa kallað eftir sértækum aðgerðum til þess að bregðast við atvinnuleysi sem hefur náð sögulegum hæðum vegna efnahagsáhrifa kórónuveirunnar.
11. október 2020
Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík.
Kórónukreppan kemur verr niður á ungu fólki
Hagfræðiprófessor skrifar um ójöfn áhrif kórónukreppunnar í síðasta tölublaði Vísbendingar. Samkvæmt honum kemur samdrátturinn þyngra niður á yngra fólki.
3. október 2020
Gylfi Zoega
Gylfi: Hætta á ferðum í þjóðfélögum þegar enginn þorir að standa upp
Prófessor í hagfræði segir merkilegt að sjá það pláss sem talsmönnum hagsmunasamtaka er gefið í fjölmiðlum dag eftir dag til að halda uppi áróðri. Hann segir hagfræðilegt tómarúm hafa verið til staðar frá því að Þjóðhagsstofnun var lögð niður.
28. ágúst 2020
Voru gerð mistök í sumar?
Grein Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, sem birtist í Vísbendingu 7. ágúst síðastliðinn vakti mikla athygi og viðbrögð. Hún er hér birt í heild sinni.
15. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
8. ágúst 2020
„Hingað til hefur tekist að forðast fjármálakreppu“
Fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands segir að miklu máli hafi skipt að viðnámsþróttur banka var byggður upp með auknum eiginfjár og lausafjárkröfum eftir fjármálakreppuna 2008.
18. maí 2020
Guðrún Johnsen.
Telur kreddustjórnmál eins og nýfrjálshyggju vera á undanhaldi
Doktor í hagræði segir nýfrjálshyggju vera á undanhaldi og að kommúnismi komi ekki aftur. Hvorug leiðin hafi leitt til sjálfbærrar efnahagsþróunar. Tími sé kominn fyrir metnaðarfulla græna atvinnustefnu fyrir Ísland, sem dragi úr líkum á enn einu hruninu.
11. maí 2020
Gæti Zoom-væðingin skilað betra hagkerfi en var í byrjun árs?
Ein jákvæð möguleg breyting sem gæti orðið vegna COVID-19 faraldursins er sú að viðhorf gagnvart fjarvinnuforritum gæti breyst, en notkun á slíkum búnaði hefur stóraukist síðustu vikur. Skilvirkni gæti aukist og ferðalögum fækkað mikið.
27. apríl 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Búast má við rekstrarerfiðleikum á Íslandi þar til að bóluefni finnst
Prófessor í hagfræði segir í grein í nýjustu Vísbendingu að samdrátturinn nú verði svipaður og þegar síldin hvarf árið 1968 og árið 2009, eftir að fjármálakerfið hrundi. Hann kallar eftir því stjórnvöld birti áætlun um það hvernig hagkerfið verði örvað.
20. apríl 2020
Segir þyrlukast henta illa smærri myntsvæðum
Hagfræðingur skrifar um óhefðbundna peningastefnu á krísutímum í Vísbendingu vikunnar.
6. apríl 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Launafólki mestur greiði gerður með því að vernda fyrirtækin frá þroti
Viðskiptabankar og stjórnvöld þurfa að gera sitt besta til að hjálpa fyrirtækjum sem verða fyrir áföllum yfir hjallann sem blasir við. Það er hægt með því að fresta innheimtu skatta, fella þá niður eða veita niðurgreidd lán, segir Gylfi Zoega.
16. mars 2020
31 mínúta og 16 sekúndur
Amazon er stórveldi í smásölu. Íslenskur sjávarútvegur á mikið undir því að styrkja viðskiptasambandið við þetta landamæralausa markaðssvæði. Úttekt Vísbendingar sýnir að mikið er í húfi fyrir sjávarútveginn að ná góðri fótfestu innan Amazon hagkerfisins.
7. nóvember 2019
Ættu starfsmenn að eiga hlutabréf í eigin fyrirtækjum?
Fjallað er um hlutabréfaeign starfsmanna fyrirtækja, og aðferðir við einkavæðingu, í Vísbendingu sem koma til áskrifenda í dag.
27. september 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
25. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt af sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
24. ágúst 2019
Segir ráðningu seðlabankastjóra hafa verið „eins og möndluleikur í jólaboði“
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði segir að stjórnmál og persónuleg tengsl hafi ráðið því hver sé ráðinn seðlabankastjóri. Stofnunin sé einfaldlega of mikilvæg pólitískt til að hæfasta fólkið sé leitað upp í störfin.
9. maí 2019
Olíunotkun eykst þrátt fyrir allt - Verðið hækkar hratt
Olíumarkaðurinn er til umfjöllunar í nýjustu útgáfu Vísbendingar.
19. október 2018
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
Segir hættur steðja að heimshagkerfinu
Prófessor í hagfræði bendir á ýmis hættumerki í heimsbúskanum sem gætu komið annarri kreppu af stað í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
7. júlí 2018
Björgvin Ingi Ólafsson
...og þá er of seint að bregðast við
30. janúar 2018
Þarf að hugsa breytingar til enda
Gylfi Magnússon, doktor í hagfræði, fyrrverandi ráðherra og dósent við Háskóla Íslands, segir að lífeyriskerfi landsins standi um margt á tímamótum og þarfnist endurskoðunar.
27. október 2017