Verð á matvöru hefur hækkað um rúmlega 13 prósent á tveimur árum

Mat- og drykkjarvara hefur hækkað frá því heimsfaraldur hófst. Í grein í Vísbendingu veltir Auður Alfa Ólafsdóttir því upp hvort fákeppni á matvörumarkaði hérlendis hafi áhrif á vöruverð ekki síður en truflanir í framleiðslu vegna heimsfaraldurs COVID-19.

Hærra verð á matvöru í heimsfaraldri er staðreynd, en fákeppni gæti verið ástæðan ekki síður en COVID-19.
Hærra verð á matvöru í heimsfaraldri er staðreynd, en fákeppni gæti verið ástæðan ekki síður en COVID-19.
Auglýsing

Und­an­farin tvö ár hefur verð á mat­vöru hækkað um 13,3 pró­sent hér á landi, sem er skarpasta hækkun á mat- og drykkj­ar­vöru frá tíma­bil­inu eftir fjár­mála­hrun. Þetta segir Auður Alfa Ólafs­dóttir sér­fræð­ingur í umhverf­is- og neyt­enda­málum og verk­efn­is­stjóri verð­lags­eft­ir­lits ASÍ í grein í Vís­bend­ingu sem kom út á föstu­dag.

„Til að setja þessa hækkun í sam­hengi hækk­aði verð á mat- og drykkj­ar­vöru um 32,1 pró­sent á tíu ára tíma­bili, frá apríl 2012 til apríl 2022. Matur og drykkj­ar­vara er nauð­synja­vara og koma verð­hækk­anir á þessum vöru­flokki því illa við almenn­ing og bitna helst á þeim sem minnst hafa. Tölu­verð umræða hefur því skap­ast í sam­fé­lag­inu um til­drög, rétt­mæti og áhrif verð­hækk­ana á mat­vöru í Covid far­aldr­inum og nú síð­ast í kjöl­far stríðs­ins í Úkra­ín­u,“ segir enn­fremur í grein Auð­ar.

Umræðan eins­leit hér á landi

Hún segir umræð­una hér á landi hafa verið eins­leita og mest­megn­ist snú­ast um hversu mikið megi búast við að verð á mat­vöru muni hækka.

Auglýsing

„Minna hefur verið fjallað um fákeppni og áhrif hennar á verð­lag þrátt fyrir að mikil sam­þjöppun sé á íslenskum mat­vöru­mark­aði og vitað sé að skortur á sam­keppni leiði til hærra verð­lags. Sú umræða er hins vegar í fullum gangi í nágranna­lönd­unum þar sem mat­vara hefur hækkað mikið í verði á sama tíma og afkoma mat­vöru­versl­ana hefur vænkast mik­ið,“ segir Auður og bendir á að alþjóða­stofn­anir hafi einnig fjallað um hætt­una á að fyr­ir­tæki mis­noti stöðu sína í far­aldr­inum og hækki verið umfram til­efni auk þess sem stjórn­völd í sumum löndum hafi fylgst með gangi mála og sum gripið til aðgerða.

Hún segir að engum dylj­ist að trufl­anir í fram­leiðslu hafi haft áhrif á fram­boð vöru og þjón­ustu og þar með á rekstur mat­vöru­versl­ana og mögu­lega ver ðtil neyt­enda, en vafi leiki hins vegar á að hve miklu margi þessir þættir ættu að hafa áhrif á smá­sölu­verð á mat­vöru. „Þrátt fyrir ýmis skakka­föll í kjöl­far Covid má segja að verslun á Íslandi hafi blómstrað í far­aldr­in­um, þ.m.t. verslun með mat­vöru.“

Grein Auða Ölfu má nálg­ast í nýjasta hefti Vís­bend­ing­ar, sem sent var áskrif­endum á föstu­dag. Hægt er að ger­ast áskrif­andi með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent