„Í sjávarútvegi ríkir djúpstæð tilfinning meðal almennings um óréttlæti“

Svandís Svavarsdóttir telur samþjöppun veiðiheimilda á fárra hendur – tíu fyrirtæki halda á 67 prósent af úthlutuðum kvóta – og að ágóðanum af sameiginlegri auðlind sé ekki skipt á réttlátan hátt sé ástæða þess að almenningur upplifi óréttlæti.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Auglýsing

„Í sjáv­ar­út­vegi ríkir djúp­stæð til­finn­ing meðal almenn­ings um órétt­læti. Sú til­finn­ing tel ég að stafi aðal­lega af tvennu; sam­þjöppun veiði­heim­ilda og þeirri til­finn­ingu að ágóð­anum af sam­eig­in­legri auð­lind lands­manna sé ekki skipt á rétt­látan hátt.“

Þetta segir Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra, sem fer með mál­efni sjáv­ar­út­vegs, í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag. Þar seg­ist Svan­dís þó ekki vilja umbylta þeim kerfum sem Íslend­ingar hafi búið sér til, enda sé þar margt gott. „En ég tel gríð­ar­lega mik­il­vægt að rýna þessi kerfi og ráð­ast í nauð­syn­legar breyt­ingar sem ég hef trú á að komi okkur upp úr hjól­förum sem við virð­umst föst í. Með því bætum við um leið líf fólks­ins í land­inu, með beinum og óbeinum hætti, og það er alltaf loka­tak­mark­ið.“

Í grein­inni segir Svan­dís að stjórn­völd reyni iðu­lega að koma til móts við umbreyt­ingar í atvinnu­háttum og þannig hafi byggst upp flókið net búta­saums­lausna bæði í sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði. „En þessi búta­saumur verður feyskinn með tím­anum og vinnur jafn­vel á köflum gegn þeim mark­miðum sem stjórn­völd hafa sett sér; að skapa gott umhverfi fyrir fólk sem hefur lífs­við­ur­væri sitt af nýt­ingu auð­linda lands og sjáv­ar.“

Það sé eitt þeirra stóru mark­miða sem hún hafi sett sér í emb­ætti mat­væla­ráð­herra að rýna í það með skipu­lögðum hætti hvernig hægt sé að gera ann­ars vegar nauð­syn­legar umbætur á stjórn­kerfi fisk­veiða og hins vegar búvöru­samn­inga þannig að mark­mið stjórn­valda og stefnu­mörkun nái fram að ganga. „Áskor­an­irnar eru ólík­ar. Óvið­un­andi afkoma hefur verið um hríð hjá hluta bænda. Það ríkir almenn sátt um að land­bún­aður hljóti opin­beran stuðn­ing, ágrein­ing­ur­inn snýst fyrst og fremst um útfærsl­ur.“ Öðru máli gegni um sjáv­ar­út­veg þar sem ágrein­ing­ur­inn sé mun djúp­stæð­ar­i. 

Greiða meira í arð en í sam­eig­in­lega sjóði

Kjarn­inn greindi frá því í fyrra­haust að á árinu 2020 greiddu útgerðir lands­ins eig­endum sínum alls arð upp á 21,5 millj­arða króna á sama tíma og þau greiddu sam­tals 17,4 millj­arða króna í öll opin­ber gjöld: tekju­skatt, trygg­inga­gjald og veiði­gjald. Það var hæsta arð­greiðsla sem greinin hefur greitt eig­endum sínum frá upp­hafi innan eins árs á sama tíma og greiðslan til hins opin­bera var sú næst lægsta frá árinu 2011. Þetta var auk þess í fyrsta sinn frá banka­hruni sem umfang greiddra opin­berra gjalda var minna en arð­greiðsla sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja til eig­enda sinna innan árs.

Þá á eftir að taka til­lit til þess að rík­is­sjóður hefur umtals­verðan kostnað af eft­ir­liti og rann­sókna vegna fisk­veiða og -vinnslu. Í fyrra voru heild­ar­út­gjöld hans vegna eft­ir­lits og rann­­sókna vegna fisk­veiða og -vinnslu um sjö millj­­arðar króna í ár. Árin 2015-2020 voru álögð veiði­gjöld að með­al­tali 7,4 millj­arðar á verð­lagi árs­ins 2020. Því fara veiði­gjöld að uppi­stöðu í að greiða kostnað rík­is­sjóðs af eft­ir­liti og rann­sókn­um, sem nýt­ast sjáv­ar­út­veg­in­um. 

Auglýsing
Sam­tals hagn­að­ist sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn um 468 millj­­arða króna frá byrjun árs 2009 og til loka árs 2020. Frá árinu 2009 hafa sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tæki greitt 126,3 millj­­arðar króna í arð til eig­enda sinna. Auk þess sátu eftir 325 millj­­arðar króna í eigið fé í útgerð­­ar­­fyr­ir­tækj­unum um síð­­­ustu ára­­mót. Það jókst um 28 millj­­arða króna árið 2020 þrátt fyrir metarð­greiðsl­­ur. Hagur sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja í heild vænk­að­ist því um næstum 50 millj­­arða króna á árinu 2020. 

Eigið fé geirans er stór­­lega van­­metið þar sem virði kvóta, sem útgerðir eign­­færa, er bók­­fært á miklu lægra verði en feng­ist fyrir hann á mark­aði.

Frá 2009 hefur sjá­v­­­ar­út­­­veg­­ur­inn greitt alls 196,7 millj­­arða króna í opin­ber gjöld, þar af 78 millj­­arða króna í veið­i­­­gjöld. Sú tala dregst frá áður en hagn­aður sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja er reikn­að­­ur.

Heild­ar­hagn­að­ur­inn á árinu 2020, fyrir skatta og gjöld, var því um 665 millj­­arðar króna. Af þeirri upp­­hæð fór undir 30 pró­­sent til íslenskra rík­­is­ins, eig­anda auð­lind­­ar­inn­­ar, í formi tekju­skatts, trygg­inga­gjalds og veið­i­­gjalda, en rúm­­lega 70 pró­­sent sat eftir hjá eig­endum fyr­ir­tækj­anna.

Ofan­greindar tölur komu fram í árlegum sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­gagna­grunni Deloitte sem kynntur er á Sjá­v­­­ar­út­­­vegs­deg­inum og fyr­ir­tækið heldur í sam­­starfi við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjá­v­­­ar­út­­­vegi og Sam­tök atvinn­u­lífs­ins.

Stór­aukin sam­þjöppun

Sam­kvæmt lögum má engin ein blokk í sjáv­ar­út­vegi halda á meira en tólf pró­sent af úthlut­uðum heild­ar­kvóta á hverjum tíma. Þegar Fiski­stofa, sem hefur eft­ir­lit með því að yfir­­ráð ein­stakra aðila yfir afla­hlut­­deildum fari ekki umfram lög­­bundin mörk, birti nýja sam­an­­tekt á sam­­þjöppun afla­hlut­­deildar í nóv­em­ber í fyrra kom í ljós að Brim, eitt stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins, var komið yfir það mark. Það var leyst með því að Brim seldi annarri útgerð, Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­vík­ur, hluta af úthlut­uðum veiði­heim­ildum sín­um. Útgerð­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, sem er að uppi­stöðu í eigu Guð­mundar Krist­jáns­sonar for­stjóra Brim, er stærsti eig­andi Brim.

Brim, Ísfélag Vestmannaeyja, Samherji og Síldarvinnslan eru þau fjögur sjávarútvegsfyrirtæki sem halda á mestum kvóta. Guðmundur Kristjánsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Þorsteinn Már Baldvinsson og Gunnþór Ingvason stýra eða eiga þau fyrirtæki.

Í tölum Fiski­stofu kom líka fram að heild­ar­verð­mæti úthlut­aðs kvóta sem tíu stærstu útgerðir lands­ins halda á hafði farið úr því að vera 53 pró­sent í að vera rúm­lega 67 pró­sent. Auknar heim­ildir til að veiða loðnu skiptu þar umtals­verðu máli.

Sam­an­lagt halda fjórar blokkir: Þær sem kenndar eru við Sam­herja, Brim, Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga og Ísfé­lagið á rúm­­lega 60 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta á Íslandi.

Afstaða almenn­ings skýr sam­kvæmt könn­unum

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna í fyrra­haust voru gerðar ýmsar kann­anir á skoðun almenn­ings á þeim kerfum sem Ísland hefur komið sér upp í sjáv­ar­út­vegi. Á meðal þeirra var könnun sem Gallup gerði fyrir þrýst­i­hóp­inn Þjóð­­ar­­eign. Í henni var fólk spurt hvort það styddi að mark­aðs­­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­­ar­inn­­ar. Nið­­ur­­staðan var sú að 77 pró­­sent aðspurðra var fylgj­andi því og ein­ungis 7,1 pró­­sent var and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ingu. Afger­andi meiri­hluti kjós­­enda allra flokka var fylgj­andi breyt­ing­unni þótt stuðn­­ing­­ur­inn væri minni hjá kjós­­endum Fram­­sókn­­ar­­flokks, Sjálf­­stæð­is­­flokks og Mið­­flokks en þeim sem ætla að kjósa aðra flokka.

Auglýsing
Í annarri könn­un, sem MMR gerði fyrir Öldu – félags um sjálf­­bærni og lýð­ræði, og var birt í ágúst 2021, sögð­ust 66 pró­­sent lands­­manna, tveir af hverjum þrem­­ur, vera óánægðir með núver­andi útfærslu á kvóta­­kerfi í sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Þar af sögð­ust 38 pró­­sent vera mjög óánægð með hana. Tæpur fimmt­ung­­ur, 19 pró­­sent aðspurðra, sagð­ist ekki hafa sterka skoðun á útfærsl­unni en ein­ungis 14 pró­­sent voru ánægð með hana. Kjós­­endur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins reynd­ust þeir einu sem eru ánægð­­ari með útfærslu kvóta­­kerf­is­ins en óánægð­­ari. Alls sögð­ust 42 pró­­sent þeirra vera ánægðir með hana en 25 pró­­sent eru óánægð. 

Í sömu könnun sögðu 64 pró­­sent lands­­manna, næstum tveir af hverjum þrem­­ur, að núver­andi útfærsla á kvóta­­kerf­inu ógni lýð­ræð­inu.

Rík­is­stjórnin ætlar að skipa nefnd

Í stjórn­­­ar­sátt­­mála sitj­andi rík­­is­­stjórnar er boðað að skipa nefnd til að „kort­leggja áskor­anir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og tengdum greinum og meta þjóð­hags­legan ávinn­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins. Nefnd­inni verði falið að bera saman stöð­una hér og erlendis og leggja fram til­lögur til að hámarka mögu­leika Íslend­inga til frek­ari árang­urs og sam­fé­lags­legrar sáttar um umgjörð grein­ar­inn­ar. Nefndin fjalli einnig um hvernig hægt er að auka gagn­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi og þá sér­stak­lega meðal stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. Þá meti nefndin árangur af atvinnu- og byggða­kvóta og strand­veiðum til að styðja við atvinnu­líf í lands­byggð­un­um.“

Nefndin hefur enn ekki verið skipuð en Svan­dís lagði fram grein­ar­gerð sem lýsir áherslum og fyr­ir­hug­uðu verk­lagi mat­væla­ráð­herra við stefnu­mótun á sviði mat­væla, meðal ann­ars í sjáv­ar­út­vegi, í sam­ráðs­gátt stjórn­valda í febr­ú­ar. Þar voru drögin til umsagnar til 22. mars síð­ast­lið­ins. Því eru liðnir rúmir tveir mán­uðir frá því að umsagn­ar­tíma­bilið rann út.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent