Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum

Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.

7DM_9925_raw_2241.JPG
Auglýsing

Á árunum 2015-2020 var beint fram­lag rík­is­sjóðs vegna kostn­aðar við stjórn, umsjón, rann­sóknir og eft­ir­lit með fisk­veiðum og fisk­vinnslu á bil­inu 3,65 til 4,5 millj­arðar á ári. Það er fyrir utan þann kostnað sem fer sam­kvæmt bók­haldi Land­helg­is­gæsl­unnar í eft­ir­lit með fisk­veið­um, en í rekstr­ar­á­ætlun Gæsl­unnar fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að meira en 1,6 millj­arður króna fari í að sinna fisk­veiði­eft­ir­liti.

Því má reikna með því að bein útgjöld rík­is­sjóðs vegna fisk­veiði­eft­ir­lits- og rann­sókna nemi um eða yfir 6 millj­örðum króna árið 2021. Kostn­aður við fisk­veiði­eft­ir­lit og -rann­sóknir á Íslandi er enn hærri, en þær stofn­anir sem sinna eft­ir­liti og rann­sóknum afla sér sjálfar nokk­urra rekstr­ar­tekna. Á árunum 2015-2020 námu sjálfsafla­tekjur und­ir­stofn­ana atvinnu­vega­ráðu­neyt­is­ins 1,1 til 1,6 millj­örðum króna á ári.

Með­al­heild­ar­út­gjöld stofn­ana ann­arra en Land­helg­is­gæsl­unnar við fisk­veiði­eft­ir­lit- og rann­sóknir nam um því um 5,5 millj­örðum á ári að með­al­tali á árunum 2015-2020. Að við­bættum kostn­aði við fisk­veiði­eft­ir­lit Land­helg­is­gæsl­unnar má ætla að eft­ir­lit- og rann­sóknir með sjáv­ar­út­vegi kosti árlega í heild um 7 millj­arða króna.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Þetta má lesa út úr svörum sem fjár­laga­nefnd Alþingis hefur fengið frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu og dóms­mála­ráðu­neyt­inu, en Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata vekur athygli á þeim á Face­book.

Björn Leví segir við Kjarn­ann að óskað hafi verið eftir þessum tölum frá ráðu­neyt­unum tveimur þegar vinna við fjár­laga­gerð stóð yfir síð­asta haust og hann var að velta fyrir sér kostn­aði rík­is­ins við að sinna lög­bundnum verk­efnum sín­um.

Auglýsing

„Það virt­ist vera auð­velt að taka þetta saman og nú er þetta komið fram,“ segir Björn Leví. Hann segir að nú sé kom­inn verð­miði á heild­ar­kostnað rík­is­ins við eft­ir­lit með fisk­veiðum – og bendir á að sam­kvæmt lögum um veiði­gjöld eigi þau bæði að mæta þeim kostn­aði og veita þjóð­inni hlut­deild í arð­inum af sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni.

„Veiði­gjald er lagt á í þeim til­gangi að mæta kostn­aði rík­is­ins við rann­sókn­ir, stjórn, eft­ir­lit og umsjón með fisk­veiðum og fisk­vinnslu og til að tryggja þjóð­inni í heild beina og sýni­lega hlut­deild í afkomu við veiðar á nytja­stofnum sjáv­ar,“ segir í 1. gr. laga um veiði­gjald frá árinu 2018.

Veiði­gjöld mæta ekki útgjöldum við rann­sóknir og eft­ir­lit öll árin

Sam­kvæmt sam­an­tekt frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu greiddu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki rúma 7,4 millj­arða króna í veiði­gjöld að með­al­tali á árunum 2015-2020, þegar upp­hæð­irnar eru færðar yfir á verð­lag árs­ins 2020.

Hér má sjá kostnað stofnana sem heyra undir atvinnuvegaráðuneytið borinn saman við álögð veiðigjöld. Bæta má útgjöldum LHG við fiskveiðieftirlit við útgjöldin. Árið 2021 er gert ráð fyrir meira en 1,6 milljörðum í fiskveiðieftirlit Gæslunnar. Mynd: ANR.

Sum árin ná veiði­gjöldin ekki að mæta heild­ar­út­gjöldum rík­is­sjóðs vegna rann­sókna og eft­ir­lits með fisk­veiðum og fisk­vinnslu, en önnur ár eru þau tölu­vert hærri en heild­ar­út­gjöld­in. Björn Leví bendir á að í fyrra, þegar veiði­gjöldin námu rúmum 4,8 millj­örðum króna, hafi heild­ar­út­gjöld rík­is­sjóðs vegna fisk­veiði­rann­sókna- og eft­ir­lits verið um 1,4 millj­örðum hærri en veiði­gjöldin að með­töldum áætl­uðum kostn­aði Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sem ekki er inni í töl­unum frá atvinnu­vega­ráðu­neyt­inu.

Er skipt­ingin sann­gjörn?

Björn Leví segir að hann telji rétt að veiði­gjöldin mæti heild­ar­út­gjöldum rík­is­sjóðs við rann­sókn­ir, stjórn og eft­ir­lit með fisk­veið­um, þrátt fyrir að stofn­anir á borð við Hafró og Fiski­stofu afli sér sjálfsafla­tekna að hluta. Síðan eigi þau líka að tryggja þjóð­inni „beina og sýni­lega hlut­deild“ í afkom­unni.

Ef eft­ir­lit og rann­sóknir muni í heild kosta um 7 millj­arða króna á yfir­stand­andi ári megi spyrja sig að því hversu sann­gjörn hlut­deild þjóð­ar­innar í afkom­unni sé, en áætlað er að veiði­gjöld árs­ins 2021 muni nema 7,5 millj­örðum króna. Þjóðin fái því um 500 millj­ónir króna í sinn hlut.

Björn Leví setur upp­hæð­irnar í sam­hengi við hagnað útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna á umliðnum árum og reikn­ast þing­mann­inum til að á árunum 2015-2020 hafi rík­is­sjóður fengið um tvo millj­arða króna í sinn hlut þegar búið sé að draga heild­ar­út­gjöld við eft­ir­lit og rann­sóknir frá greiddum veiði­gjöld­um, en þá er hann að áætla að kostn­aður Land­helg­is­gæsl­unnar sé svip­aður og fyrir árið 2021.

Á sama tíma hafi hagn­aður íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja numið 197 millj­örðum króna á árunum 2015 til 2019.

Þing­mað­ur­inn segir að vissu­lega sé verð­mæta­sköp­unin í sjáv­ar­út­vegi inni í þessum hagn­aði, en hann hafi ekki betri upp­lýs­ingar til þess að byggja á við að reyna að svara þeirri spurn­ingu hvort skipt­ing arðs­ins af „hrárri auð­lind­inni“ sé sann­gjörn þegar allt komi til alls.

„Þessar spurn­ingar eru skref í átt­ina að því að kom­ast að þessu, hvort þetta sé sann­gjörn skipt­ing,“ segir Björn Leví.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent