Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum

Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.

7DM_9925_raw_2241.JPG
Auglýsing

Á árunum 2015-2020 var beint framlag ríkissjóðs vegna kostnaðar við stjórn, umsjón, rannsóknir og eftirlit með fiskveiðum og fiskvinnslu á bilinu 3,65 til 4,5 milljarðar á ári. Það er fyrir utan þann kostnað sem fer samkvæmt bókhaldi Landhelgisgæslunnar í eftirlit með fiskveiðum, en í rekstraráætlun Gæslunnar fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að meira en 1,6 milljarður króna fari í að sinna fiskveiðieftirliti.

Því má reikna með því að bein útgjöld ríkissjóðs vegna fiskveiðieftirlits- og rannsókna nemi um eða yfir 6 milljörðum króna árið 2021. Kostnaður við fiskveiðieftirlit og -rannsóknir á Íslandi er enn hærri, en þær stofnanir sem sinna eftirliti og rannsóknum afla sér sjálfar nokkurra rekstrartekna. Á árunum 2015-2020 námu sjálfsaflatekjur undirstofnana atvinnuvegaráðuneytisins 1,1 til 1,6 milljörðum króna á ári.

Meðalheildarútgjöld stofnana annarra en Landhelgisgæslunnar við fiskveiðieftirlit- og rannsóknir nam um því um 5,5 milljörðum á ári að meðaltali á árunum 2015-2020. Að viðbættum kostnaði við fiskveiðieftirlit Landhelgisgæslunnar má ætla að eftirlit- og rannsóknir með sjávarútvegi kosti árlega í heild um 7 milljarða króna.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Mynd: Bára Huld Beck

Þetta má lesa út úr svörum sem fjárlaganefnd Alþingis hefur fengið frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu, en Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata vekur athygli á þeim á Facebook.

Björn Leví segir við Kjarnann að óskað hafi verið eftir þessum tölum frá ráðuneytunum tveimur þegar vinna við fjárlagagerð stóð yfir síðasta haust og hann var að velta fyrir sér kostnaði ríkisins við að sinna lögbundnum verkefnum sínum.

Auglýsing

„Það virtist vera auðvelt að taka þetta saman og nú er þetta komið fram,“ segir Björn Leví. Hann segir að nú sé kominn verðmiði á heildarkostnað ríkisins við eftirlit með fiskveiðum – og bendir á að samkvæmt lögum um veiðigjöld eigi þau bæði að mæta þeim kostnaði og veita þjóðinni hlutdeild í arðinum af sjávarútvegsauðlindinni.

„Veiðigjald er lagt á í þeim tilgangi að mæta kostnaði ríkisins við rannsóknir, stjórn, eftirlit og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu og til að tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar,“ segir í 1. gr. laga um veiðigjald frá árinu 2018.

Veiðigjöld mæta ekki útgjöldum við rannsóknir og eftirlit öll árin

Samkvæmt samantekt frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu greiddu sjávarútvegsfyrirtæki rúma 7,4 milljarða króna í veiðigjöld að meðaltali á árunum 2015-2020, þegar upphæðirnar eru færðar yfir á verðlag ársins 2020.

Hér má sjá kostnað stofnana sem heyra undir atvinnuvegaráðuneytið borinn saman við álögð veiðigjöld. Bæta má útgjöldum LHG við fiskveiðieftirlit við útgjöldin. Árið 2021 er gert ráð fyrir meira en 1,6 milljörðum í fiskveiðieftirlit Gæslunnar. Mynd: ANR.

Sum árin ná veiðigjöldin ekki að mæta heildarútgjöldum ríkissjóðs vegna rannsókna og eftirlits með fiskveiðum og fiskvinnslu, en önnur ár eru þau töluvert hærri en heildarútgjöldin. Björn Leví bendir á að í fyrra, þegar veiðigjöldin námu rúmum 4,8 milljörðum króna, hafi heildarútgjöld ríkissjóðs vegna fiskveiðirannsókna- og eftirlits verið um 1,4 milljörðum hærri en veiðigjöldin að meðtöldum áætluðum kostnaði Landhelgisgæslunnar, sem ekki er inni í tölunum frá atvinnuvegaráðuneytinu.

Er skiptingin sanngjörn?

Björn Leví segir að hann telji rétt að veiðigjöldin mæti heildarútgjöldum ríkissjóðs við rannsóknir, stjórn og eftirlit með fiskveiðum, þrátt fyrir að stofnanir á borð við Hafró og Fiskistofu afli sér sjálfsaflatekna að hluta. Síðan eigi þau líka að tryggja þjóðinni „beina og sýnilega hlutdeild“ í afkomunni.

Ef eftirlit og rannsóknir muni í heild kosta um 7 milljarða króna á yfirstandandi ári megi spyrja sig að því hversu sanngjörn hlutdeild þjóðarinnar í afkomunni sé, en áætlað er að veiðigjöld ársins 2021 muni nema 7,5 milljörðum króna. Þjóðin fái því um 500 milljónir króna í sinn hlut.

Björn Leví setur upphæðirnar í samhengi við hagnað útgerðarfyrirtækjanna á umliðnum árum og reiknast þingmanninum til að á árunum 2015-2020 hafi ríkissjóður fengið um tvo milljarða króna í sinn hlut þegar búið sé að draga heildarútgjöld við eftirlit og rannsóknir frá greiddum veiðigjöldum, en þá er hann að áætla að kostnaður Landhelgisgæslunnar sé svipaður og fyrir árið 2021.

Á sama tíma hafi hagnaður íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja numið 197 milljörðum króna á árunum 2015 til 2019.

Þingmaðurinn segir að vissulega sé verðmætasköpunin í sjávarútvegi inni í þessum hagnaði, en hann hafi ekki betri upplýsingar til þess að byggja á við að reyna að svara þeirri spurningu hvort skipting arðsins af „hrárri auðlindinni“ sé sanngjörn þegar allt komi til alls.

„Þessar spurningar eru skref í áttina að því að komast að þessu, hvort þetta sé sanngjörn skipting,“ segir Björn Leví.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent