107 í sóttkví – sjö í einangrun

Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.

Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
Auglýsing

Enn sem komið er hefur veiran ekki fund­ist hjá neinum sem átt hefur sam­neyti við þá tvo sem um helg­ina greindust með veiruna utan sótt­kví­ar. Meðal þeirra sem skimaðir voru í gær var hópur starfs­manna Land­spít­al­ans þar sem annar hinna sýktu er starfs­maður á sjúkra­hús­inu. Um fimm­tíu starfs­menn og sjúk­lingar eru í sótt­kví. Þá eru einnig tíu manns sem sátu í námunda við starfs­mann­inn á tón­leikum í Hörpu á föstu­dags­kvöld í sótt­kví. Í dag verður ski­mað fyrir veirunni meðal tón­leika­gesta. Þá verða einnig fleiri starfs­menn spít­al­ans skimað­ir.

Yfir 1.400 eru vænt­an­legir í skimun hjá heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­inu í dag. Ragn­heiður Ósk Erlends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­unar á Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, greindi frá þessu í hádeg­is­fréttum RÚV. „Það hafa rúm­lega 700 manns farið í gegn hjá okkur í morgun og við eigum þá eftir annað eins eftir hádegi. Það er opið til klukkan 16 hjá okk­ur.“

Auglýsing

Ragn­heiður segir að Land­spít­al­inn sjái um að skima sitt starfs­fólk en heilsu­gæslan skimi aðra.

Þrír greindust með veiruna inn­an­lands á föstu­dag og laug­ar­dag. Eng­inn greind­ist inn­an­lands í gær. Tekin voru 622 sýni, þar af 251 svo­kallað ein­kenna­sýni. 107 eru í sótt­kví og sjö í ein­angr­un, þ.e. með virkt smit.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í útvarps­við­tali í morgun að það muni skýr­ast í dag eða á morgun hvort að tek­ist hafi að koma í veg fyrir frek­ari útbreiðslu í kringum ein­stak­ling­ana tvo sem greindust um helg­ina. Þeir eru sýktir af hinu breska afbrigði veirunnar sem er meira smit­andi en eldri afbrigði hennar sem hér hafa komið upp.

Á upp­lýs­inga­fundi sem hald­inn var vegna smit­anna tveggja í gær sagði Þórólfur að ef í ljós komi að veiran hafi dreifst út fyrir þennan hóp, þ.e. ein­stak­ling­ana tvo, þá sé „sann­ar­lega“ til­efni til að end­ur­skoða aflétt­ingar sem gerðar hafa verið á sam­komu­tak­mörk­un­um.

Málið er þannig vaxið að þann 26. febr­úar kom far­þegi til lands­ins og fram­vís­aði nei­kvæðu COVID-­prófi og var auk þess nei­kvæður í fyrri skimun á landa­mær­un­um. Á fimmta degi sótt­kvíar greind­ist hann hins vegar jákvæður og sýktur af hinu breska afbrigði sem hefur verið að stinga sér niður og valda usla í flestum nágranna­löndum okk­ar.

Smit­uð­ust í stiga­gang­inum

Á meðan hann var í sótt­kví á milli skim­ana virð­ist hann, að því er Þórólfur sagði á fund­inum í gær, hafa smitað tvo nágranna sína, þ.e. fólk sem býr í sama stiga­gangi í fjöl­býl­is­húsi í Reykja­vík. Ekki er talið að fólkið hafi átt í nánum sam­skiptum þannig að grunur bein­ist að því að nágrann­arnir hafi smit­ast í stiga­gang­inum og þá af hand­riði eða öðrum sam­eig­in­legum snertifleti. Smitrakn­ing­arteymið vinnur áfram að því að reyna að kom­ast að því hvar fólkið smit­að­ist.

Starfs­maður Land­spít­al­ans sem sýkt­ist fann ein­kenni snemma í síð­ustu viku og fór í sýna­töku og fékk nei­kvæða nið­ur­stöðu. Hann vinnur á göngu­deild smit­sjúk­dóma, ofnæm­is- og lungna­sjúk­dóma og var þar við störf frá þriðju­degi til fimmtu­dags.Í frétt RÚV um helg­ina kom fram að ein­kenni starfs­manns­ins hafi haldið áfram að versna. Hann fór svo á tón­leika í Hörpu, eins og fyrr seg­ir, á föstu­dags­kvöld­ið. Á laug­ar­dags­morgn­inum fór hann aftur í sýna­töku og reynd­ist þá jákvæð­ur.

Yfir níu­tíu greinst með breska afbrigðið

Fólk sem sýk­ist af kór­ónu­veirunni getur verið ein­kenna­laust í nokkra daga áður en veik­indi, ef þau á annað borð koma fram, fara að gera vart við sig. Frá því að fólk smit­ast getur það tekið nokkra daga að koma fram í sýna­töku.

Á fimmtu­dag í síð­ustu viku höfðu níu­tíu ein­stak­lingar greinst með breska afbrigði veirunnar hér á landi, þar af tutt­ugu inn­an­lands. Allt var það fólk sem hafði tengst þeim sem greinst höfðu á landa­mær­unum nánum bönd­um. Í síð­ustu viku hafði auk þess einn greinst með suð­ur­a­fríska afbrigði á landa­mær­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
AGS mælir með þrengri skilyrðum á húsnæðislánum
Seðlabankinn ætti að beita þjóðhagsvarúðartækjum sínum til að takmarka hlut íbúðalána hjá bönkunum eða tryggja endurgreiðslugetu lánanna, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Kjarninn 22. apríl 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent