Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast

Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir segir að tveir ein­stak­lingar sem smit­ast hafa á síð­ustu tveimur dögum með breska  afbrigðið af COVID-19 utan sótt­kvíar gætu hafa smitað nokkurn fjölda manns, bæði á Land­spít­al­anum og í Hörpu.  Sam­kvæmt honum er full ástæða til að end­ur­skoða fyr­ir­hug­aðar til­slak­anir á sótt­varn­ar­að­gerðum ef í ljós kemur að fleiri hafi smit­ast. 

Þórólfur var á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag, ásamt Víði Reyn­is­syni yfir­lög­reglu­þjóni, en boðað var til fund­ar­ins fyrr í dag eftir að upp komst um smit­in. Einn hinna smit­uðu starfar á dag- og göngu­deild Land­spít­al­ans og einn mætti á tón­leika með Vík­ingi Heið­ari Ólafs­syni í Hörpu síð­ast­liðið föstu­dags­kvöld. 

Hluta dag- og göngu­deild­ar­innar hefur nú verið lok­að, en almanna­varna­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra gerir þó ekki ráð fyrir að smitið muni hafa frek­­ari áhrif á starf­­semi spít­­al­ans, eins og staðan er. Meira en þrjá­­tíu ein­stak­l­ing­­ar, sjúk­l­ingar og starfs­­menn eru komnir í sótt­­­kví í tengslum við smit­ið.

Auglýsing

Um tíu þeirra sem sátu næst hinum smit­aða sem fór á tón­leik­ana í Hörpu hafa verið settir í sótt­kví, en allir tón­leika­gestir eru ein­dregið hvattir til að mæta í skimun fyrir veirunni á morg­un. Þeir sem ætla að mæta í skimun í tengslum við tón­­leik­ana verða að bóka tíma í gegnum Mínar síður á Heilsu­ver­a.is og velja þar „Tón­­leika­­gestur í Hörpu 5. Mars 2021.“

Á sama stiga­gangi

Sam­kvæmt Þórólfi tengj­ast bæði smitin óbeint ein­stak­lingi sem kom erlendis frá þann 26. febr­ú­ar. Nið­ur­stöður úr fyrstu landamæra­skimun voru nei­kvæð­ar, en hann reynd­ist svo vera með COVID-19 í seinni skimun fimm dögum seinna. Á meðan á sótt­kvínni stóð virð­ist sem ein­stak­ling­ur­inn hafi náð að smita tvo ein­stak­linga, þótt ekki megi sjá að hann hafi brotið sótt­varn­ar­regl­ur. 

Starfs­maður Land­spít­al­ans, sem greind­ist með COVID-19 í gær, býr í sama stiga­gangi í fjöl­býli og þessi ein­stak­ling­ur. Á upp­lýs­inga­fund­inum sagði Þórólfur þetta vera eina sam­gang­inn sem starfs­mað­ur­inn gæti hafa haft við smit­aðan ein­stak­ling. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent