Tvö smit af breska afbrigðinu

Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.

Landspítali COVID kórónuveiran
Auglýsing

Almanna­varna­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra hefur boðað til upp­lýs­inga­fundar vegna nýs smits sem greind­ist hjá starfs­manni Land­spít­al­ans í gær. Blaða­manna­fund­ur­inn hefst kl. 17, en þar mun Þórólfur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir fara yfir þróun mála ásamt Víði Reyn­is­syni yfir­lög­reglu­þjón­um. 

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Almanna­varna­deild hafa tveir ein­stak­lingar greinst með COVID-19 utan sótt­kvíar síð­ustu daga. Báðir tengj­ast óbeint ein­stak­lingi sem kom frá útlöndum og greind­ist í seinni skimun 4. mars. Búið er að rað­greina upp­runa­lega smitið og eitt afleitt smit og bæði reynd­ust með hið svo­kall­aða breska afbrigð­i. 

Einn hinna smit­uðu var starfs­maður á dag- og göngu­deild Land­spít­ala, en hluta af þeirri deild hefur nú verið lokað og stendur smitrakn­ing þar yfir. Ekki er þó gert ráð fyrir að smitið muni hafa frek­ari áhrif á starf­semi spít­al­ans, eins og staðan er. Meira en þrjá­tíu ein­stak­ling­ar, sjúk­lingar og starfs­menn eru komnir í sótt­kví í tengslum við smit­ið.

Auglýsing

Smitrakn­ing nær einnig til tón­leika í Hörpu 5. mars sem hófust klukkan 20:00 en þar eru ein­stak­lingar skráðir í sæti sem auð­veldar smitrakn­ingu. Um tíu þeirra sem næst sátu ein­stak­lingnum eru komnir í sótt­kví.

Á morg­un, mánu­dag 8. mars, er fyr­ir­huguð skimun á öllum tón­leika­gest­um. Þeir sem ætla að mæta í skimun í tengslum við tón­leik­ana verða að bóka tíma í gegnum Mínar síður á Heilsu­ver­a.is og velja þar „Tón­leika­gestur í Hörpu 5. Mars 2021.“ Þeir sem skrá sig fá sent strik­a­merki og tíma­setn­ingu fyrir skim­un. Allir tón­leika­gestir eru ein­dregið hvattir til að mæta í skimun og jafn­framt að huga vel að per­sónu­legum smit­vörnum og að tak­marka sam­skipti við aðra þangað til að nið­ur­staða úr skimun liggur fyr­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent