200 færslur fundust merktar „COVID-19“

Maður gengur framhjá minnisvarða um fórnarlömb COVID-19 í Bandaríkjunum.
Mögulega mest smitandi afbrigðið hingað til
XBB.1.5, nýtt undirafbrigði ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar er farið að valda töluverðum áhyggjum í Bandaríkjunum. Sumir vísindamenn telja að það sé mest smitandi afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 hingað til.
6. janúar 2023
Fólk dansaði af lífs og sálarkröftum á pönkhátíð í Peking í gær. Enda loks búið að aflétta ströngum samkomutakmörkunum í Kína.
Segja skimun kínverskra ferðamanna ekki byggða „á neinum vísindalegum rökum“
Kínversk stjórnvöld segja það með öllu óásættanlegt að mörg ríki hafi sett á takmarkanir, m.a. kröfu um skimun fyrir COVID-19, á kínverska ferðamenn.
3. janúar 2023
Fjölmenni á strætum og torgum Peking eftir að núll-covid stefnunni var aflétt.
WHO ýtir enn og aftur við Kínverjum – Nauðsynlegt að fá nýjustu gögn um COVID-bylgjuna
Kínversk yfirvöld hafa enn ekki brugðist við ákalli WHO um að afhenda rauntímagögn um þá skæðu bylgju COVID-19 sem gengur þar yfir. Takmarkanir hafa verið settar á kínverska ferðamenn í mörgum löndum.
31. desember 2022
Upplýsingafundir almannavarna urðu yfir 200 talsins. Nú heyra þeir sögunni til, þó svo að kórónuveiran sé enn aðeins á kreiki.
Endalok COVID-19 – Eða hvað?
Árið 2022 átti að marka endalok heimsfaraldurs COVID-19. Öllum takmörkunum var aflétt hér á landi í febrúar en kórónuveiran virðist ekki alveg ætla að yfirgefa heimsbyggðina.
31. desember 2022
Maður fer í PCR-próf í bás úti á götu í Shanghaí.
Núll-stefnan loks frá og COVID-bylgja á uppleið
Eftir að hörðum aðgerðum vegna COVID-19 var loks aflétt í Kína nýverið hóf bylgja smita að rísa. Tugþúsundir gætu látist.
21. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
6. desember 2022
Bóluefni voru er faraldurinn stóð sem hæst af skornum skammti.
Bóluefnakapphlaupið kostaði 1,3 milljónir manna lífið
Ríkustu löndin hömstruðu bóluefni svo lítið var til skiptanna fyrir þau fátækari. Það vitum við. Núna hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þetta óréttláta kapphlaup kostaði gríðarlegan fjölda mannslífa.
5. nóvember 2022
Donald Trump og Anthony Fauci.
„Skunkurinn í lautarferðinni“ yfirgefur Hvíta húsið
Hann leiddi bandarísku þjóðina í gegnum faraldra HIV, inflúensu, ebólu og COVID-19. Hans stærsta orrusta var þó ef til vill af allt öðrum toga: Við forsetann fyrrverandi, Donald Trump.
27. ágúst 2022
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Veruleg styrking rannsókna á kynferðisbrotum
Sjö nýjar stöður við rannsóknir á kynferðisbrotum eru nú auglýstar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Leit, söfnun og rannsóknir lífsýna verða efldar sem og stafrænar rannsóknir. „Auknar bjargir“ eiga að stytta málsmeðferðartíma, segir Grímur Grímsson.
21. júlí 2022
Sex til tíu ára börn vörðu mun meiri tíma við skjáinn í heimsfaraldrinum en fyrir hann.
Skjátími barna rauk upp í faraldrinum
Ný alþjóðleg rannsókn leiðir í ljós að skjátími í heimsfaraldri jókst mest á meðal barna á aldrinum sex til tíu ára. Sá hópur sem fylgir í kjölfarið eru fullorðnir. Aukinn skjátími hefur áhrif á heilsu jafnt barna sem og fullorðinna að sögn rannsakenda.
12. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
2. júlí 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
29. júní 2022
Neytendur í Bandaríkjunum hafa ekki getað gengið að því vísu að fá allt á innkaupalistanum svo mánuðum skiptir.
Hökt í aðfangakeðjum hefur keðjuverkandi áhrif og veldur skorti á nauðsynjavörum
Nú eru það túrtappar, í síðasta mánuði var það þurrmjólk, í fyrra voru það raftæki og húsgögn. Bandarískir neytendur standa reglulega frammi fyrir skorti á ýmsum nauðsynjavörum og hafa gert frá því að hökta tók í aðfangakeðjum heimsins í faraldrinum.
16. júní 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra ferðamála.
Ferðaskrifstofur fá áratug til þess að greiða lánin frá Ferðaábyrgðarsjóði til baka
Síðustu lánin sem ríkið veitti ferðaskrifstofum til að endurgreiða neytendum vegna ferða sem felldar voru niður í upphafi heimsfaraldursins verða ekki að fullu greidd til baka fyrr en undir lok árs 2032, samkvæmt frumvarpi ráðherra.
3. júní 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
Segir að reynslan í COVID megi ekki renna út í sandinn – Fastur vinnustaður ekki eina leiðin
Þingmaður Viðreisnar veltir því fyrir sér hvers vegna Stjórnarráðið vinni ekki eftir fjarvinnustefnu. Þannig væri hægt að laða að starfsfólk, spara í skrifstofurekstri og ferðakostnaði og auka sveigjanleika starfsfólks.
29. maí 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
25. maí 2022
Fjórar myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti í nóvember 2020 hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
Partygate hvergi nærri lokið – Myndum af Johnson í enn einu samkvæminu lekið
Myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti þegar útgöngubann vegna heimsfaraldurs COVID-19 var í gildi hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
24. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
18. maí 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þarf að huga betur að mér sjálfum og minni fjölskyldu“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alveg óljóst hvað taki við hjá sér er hann láti af störfum sóttvarnalæknis í haust. Bæði faglegar og persónulegar ástæður séu fyrir ákvörðuninni.
12. maí 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir upp störfum
Sóttvarnalæknir hefur formlega sagt upp störfum af persónulegum og faglegum ástæðum. Embætti landlæknis mun á næstu dögum auglýsa starfið.
12. maí 2022
Hátt í helmingur svarenda segist treysta ríkisstjórninni til þess að takast á við efnahagsleg áhrif veirufaraldurs. Hlutfall þeirra sem treystra ríkisstjórninni fyrir verkefninu hefur aldrei verið jafn lágt.
Traust á ríkisstjórninni til að takast á við COVID-krísuna aldrei jafn lágt
Kvíði vegna kórónuveirufaraldursins hefur aldrei mælst minni samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Galllup. Kjósendur Sjálfstæðisflokks treysta ríkisstjórninni áberandi best til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins en traustið hefur almennt dalað.
11. maí 2022
Bláa lónið.
Bláa lónið fékk 823 milljónir króna í stuðningsgreiðslur frá ríkinu á tveimur árum
Tap Bláa lónsins á þeim tveimur árum sem kórónuveirufaraldurinn geisaði af fullum krafti, með tilheyrandi áhrifum á rekstur fyrirtækisins, var lægra en síðasta arðgreiðsla sem greidd var út fyrirtækinu. Það er nú metið á um 60 milljarða króna.
18. apríl 2022
Bestu gögnin um stöðu faraldursins í Afríku koma frá Suður-Afríku.
Líklegt að yfir 60 prósent íbúa Afríku hafi fengið COVID-19
Nýjar rannsóknir benda til þess að tveir þriðju Afríkubúa hafi fengið COVID-19 og að dauðsföll af völdum sjúkdómsins séu þrisvar sinnum fleiri en opinberar tölur segja til um.
16. apríl 2022
Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og Boris Johnson forsætisráðherra hafa greitt sektir vegna brota á ströngum sóttvarnarreglum á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar en telja ekki ástæði til að segja af sér embætti.
Johnson telur sektina ekki ástæðu til afsagnar
Sektir sem Boris Johnson forsætisráðherra, Carrie Johnson eiginkona hans og Rishi Sunak fjármálaráðherra Bretlands fengu fyrir brot á sóttvarnareglum á tímum heimsfaraldurs snúa að afmælisveislu forsætisráðherra. Þeir ætla ekki að segja af sér.
13. apríl 2022
Arnar Þór Jónsson.
Vill að nefnd rannsaki samkrull „valdhafa og fjölmiðla á síðustu tveimur árum“
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa áhyggjur af því að hérlendis hafi verið farið í áróðursherferð í nafni gagnrýnnar hugsunar þegar fólki er sagt hverju það eigi að trúa og hverju ekki um kórónuveirufaraldurinn.
30. mars 2022
Ávaxtasali fer um götur Kampala með varning sinn á reiðhjóli.
Um þrír milljarðar jarðarbúa hafa ekki fengið einn einasta skammt
Á síðustu mánuðum hefur framleiðsla á bóluefnum og dreifing þeirra aukist til muna. Það eru hins vegar ekki fátækustu ríki heims sem eru að fá skammtana, líkt og stefnt var að.
30. mars 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Um 500 manns greinst tvisvar eftir að ómíkron-bylgja hófst
Hægt er að endursýkast af undirafbrigði ómíkron þótt það sé líklega sjaldgæft. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir við Kjarnann að hann telji því ekki sérstaka nýja hættu á ferðum vegna þessa en að fjölmörg „ef“ séu til staðar um framhaldið.
24. mars 2022
Ríkið hættir að niðurgreiða COVID-sýnatökur hjá einkaaðilum um næstu mánaðamót
Einkaaðilar hafa getað fengið fjögur þúsund krónur greiddar fyrir hvert tekið hraðpróf frá því í september í fyrra. Reglugerð sem heimilar þetta verður felld úr gildi 1. apríl næstkomandi.
23. mars 2022
Sýnataka vegna COVID-19 í Beijing. Smitum hefur farið fjölgandi í Kína og Hong Kong upp á síðkastið, þrátt fyrir að harðar sóttvarnaraðgerðir séu enn í gildi.
Núllstefna kínverskra yfirvalda gegn COVID-19 virðist óhagganleg
Kínversk yfirvöld hafa frá upphafi heimsfaraldurs COVID-19 sýnt veirunni lítið umburðarlyndi. Ólíkt öðrum löndum ætlar Kína ekki að „lifa með veirunni“ og svokölluð núllstefna yfirvalda virðist óhagganleg þrátt fyrir víðtæk efnahagsleg áhrif.
23. mars 2022
Ríkisstjórnin kynnti nokkra efnahagslega aðgerðarpakka til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins á síðustu tveimur árum.
Húsnæðisverð hækkaði meira á Íslandi í faraldrinum en á hinum Norðurlöndunum
Ný norræn skýrsla sýnir að norrænu hagkerfin hafi tekist á við heimsfaraldurinn betur en flest önnur ríki Evrópu þótt neikvæð áhrif hafi allsstaðar verið umtalsverð. Neikvæðu áhrifin voru meiri á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.
23. mars 2022
Frá Yantian-höfninni í Shenzhen.
Framboðshökt væntanlegt vegna smitbylgju í Kína
Kínverska ríkisstjórnin hefur sett á sjö daga útgöngubann í hafnarborginni Shenzhen vegna nýrrar smitbylgju af kórónuveirunni. Bannið, ásamt öðrum sóttvarnaraðgerðum í landinu, gæti haft töluverð áhrif á vöruflutninga á heimsvísu.
15. mars 2022
Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar.
„Íslenska ríkið á að skila þessum peningum strax“
Þingmaður Samfylkingarinnar telur að það hafi verið bjarnargreiði fyrir öryrkja þegar stjórnvöld leyfðu fólki að taka út séreignarsparnað í COVID-faraldrinum. Hann bendir á að sér­stök fram­færslu­upp­bót­ 300 öryrkja hafi verið skert í fyrra vegna þessa.
13. mars 2022
Í dag er ekki lengur hægt að fara í PCR-próf nema í undantekningartilfellum, en hraðpróf eru notuð til að staðfesta smit með opinberum hætti.
Kostnaður við veiruskimanir að minnsta kosti 9,2 milljarðar króna
Samkvæmt skriflegu svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins var að minnsta kosti 9,2 milljörðum króna varið í að skima landsmenn og gesti fyrir kórónuveirunni með PCR-prófum eða hraðprófum á árunum 2020 og 2021.
7. mars 2022
Ríkari þjóðir heims hafa ekki að fullu staðið við þær skuldbindingar sínar að deila með fátækari ríkjum bóluefni gegn COVID-19
Bóluefnaframleiðsla loks að hefjast í Afríku
80 prósent af íbúum Afríku, heimsálfu þar sem yfir 1,3 milljarður manna býr, hafa ekki enn fengið einn einasta skammt af bóluefni gegn COVID-19. Loksins stefnir í að bóluefnaframleiðsla hefjist í nokkrum Afríkuríkjum í gegnum frumkvæðisverkefni WHO.
26. febrúar 2022
Undirafbrigði ómíkron þykja ekki það stökkbreytt að telja megi þau sem ný afbrigði.
Mögulegt en ekki líklegt að sýkjast tvisvar af ómíkron
Að sýkjast tvisvar af tveimur undirafbrigðum ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar er mögulegt en gerist mjög sjaldan. Þetta er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar.
23. febrúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Öllum opinberum sóttvarnaráðstöfunum aflétt aðfaranótt föstudags
Öllum opinberum sóttvarnaráðstöfunum, bæði innanlands og á landamærum, verður að fullu aflétt aðfaranótt föstudags.
23. febrúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Þrír kostir koma til greina á landamærum
Þegar núverandi aðgerðir vegna COVID-19 á landamærum Íslands falla úr gildi koma þrír kostir til greina hvað framhaldið varðar. Einn er að aflétta öllum aðgerðum.
22. febrúar 2022
Samtök atvinnulífsins og Samtök ferðaþjónustunnar eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Hagsmunasamtök vilja verðbæta viðmiðunarupphæðir styrkja
SA og SAF segja í umsögn til þingsins að það ætti að taka tillit til verðbólgu þegar verið er að ákvarða hvort fyrirtæki geti fengið viðspyrnustyrki. Einnig vilja þau sjá styrkina gilda út apríl, óhað því hvort sóttvarnareglur falli niður á næstu dögum.
16. febrúar 2022
Novak Djokovic segist frekar vera tilbúinn að fórna fleiri risatitlum í tennis en að láta bólusetja sig. Að minnsta kosti enn um sinn.
Ekki á móti bólusetningum en tilbúinn að fórna fleiri titlum
„Ég var aldrei á móti bólusetningnum,“ segir Novak Djokovic, fremsti tennisspilari heims, í viðtali þar sem hann gerir upp brottvísunina frá Melbourne í janúar. „En ég hef alltaf stutt frelsi til að velja hvað þú setur í líkama þinn.“
15. febrúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra
Sóttkví og skólareglugerð afnumin
Sóttkví hefur verið afnumin. Skólareglugerð í grunn- og framhaldsskólum fellur niður á miðnætti og fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 200. Veitinga- og skemmtistaðir mega hafa opið til miðnætti.
11. febrúar 2022
Yfir tíu þúsund manns eru nú í einangrun hérlendis og ríflega átta þúsund í sóttkví.
Erum við að fara að kveðja einangrun og sóttkví á föstudaginn?
Í síðasta minnisblaði sóttvarnalæknis var afnám reglna um einangrun og sóttkví á meðal þess sem lagt var til að ráðist yrði í 24. febrúar. Nú stendur til að flýta afléttingum, en óljóst er hvað felst í því að fella niður reglur um einangrun og sóttkví.
9. febrúar 2022
Icelandair Hótel reka níu hótel um landið og eru með tæplega 200 starfsmenn í veitingaþjónustu sinni.
Flugleiðahótel vilja geta sótt um nífaldan veirustyrk fyrir veitingamenn
Ein stærsta hótelkeðja landsins biðlar nú til Alþingis um að fá að sækja um styrki, sem hugsaðir eru fyrir smærri fyrirtæki í veitingabransanum, vegna hvers og eins þeirra níu veitingastaða sem hótelkeðjan rekur.
7. febrúar 2022
Heilbrigðisstarfsmaður á COVID-spítala í Ahmedabad á Indlandi fyllir bíl af úrgangi sem fellur til við meðhöndlun sjúklinga.
Tugþúsundir tonna af úrgangi eftir baráttu við heimsfaraldur ógn við umhverfið og heilsu
Hlífðarfatnaður, bóluefnaumbúðir og sprautur. Baráttan við heimsfaraldurinn hefur kostað sitt. Sóttnæmur úrgangur eftir tveggja ára baráttu við COVID-19 skiptir tugþúsundum tonna og WHO varar við umhverfis- og heilsufarsógn.
7. febrúar 2022
Hvert liggur leið eftir ómíkron-bylgjuna?
Næsta afbrigði kórónuveirunnar mun eflaust koma á óvart
Við höfum lært margt. En við eigum einnig ennþá fjölmargt eftir ólært. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar er gott dæmi um það. En verður það sá bjargvættur út úr faraldrinum sem við óskum? Við getum ekki verið svo viss.
7. febrúar 2022
Joe Rogan heldur úti einu vinsælasta hlaðvarpi heims. Hann hefur lofað bót og betrun eftir ásakanir um að deila falsfréttum um bóluefni við COVID-19 í þætti sínum,  The Joe Rogan Experience.
„Ég er bara manneskja sem sest niður og talar við fólk“
Hvernig gat uppistandari, grínleikari, bardagaíþróttalýsandi og hlaðvarpsstjórnandi komið öllu í uppnám hjá streymisveitunni Spotify? Joe Rogan er líklega með umdeildari mönnum um þessar mundir. En hann lofar bót og betrun. Sem og Spotify.
6. febrúar 2022
Rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru í einangrun um þessar stundir. Einhverjir þeirra koma til með að sleppa fyrr úr einangruninni en áætlað var er ný reglugerð tekur gildi á mánudag.
Einangrun stytt í fimm daga frá og með mánudegi
Einangrun þeirra sem smitast af kórónuveirunni verður 5 dagar í stað 7 daga frá og með mánudegi, samkvæmt reglugerð frá heilbrigðisráðherra sem þá tekur gildi.
4. febrúar 2022
Bólusetning barna fimm ára og yngri gæti hafist í Bandaríkjunum síðar í þessum mánuði.
Sækja um leyfi fyrir bóluefni fyrir börn á aldrinum sex mánaða til fimm ára
Pfizer og BioNTech hafa sótt um leyfi fyrir bóluefni fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til fimm ára gegn COVID-19.
2. febrúar 2022
Johnson sloppinn fyrir horn en endanlegrar skýrslu um veisluhöld beðið
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir niðurstöðu bráðabirgðaskýrslu sérstaks saksóknara um veisluhöld í Downingstræti sýna að stjórnvöldum sé treystandi til að standa við skuldbindingar sínar. Margir þingmenn eru á öðru máli.
1. febrúar 2022
Umsóknum um alþjóðlega vernd fjölgaði um 33 prósent milli ára
Heimsfaraldur COVID-19 hafði töluverð áhrif á umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi en þeim fer fjölgandi á ný. Til stendur að legggja fram frumvarp um breytingar á útlendingalögum í fjórða sinn.
1. febrúar 2022
16,6 miljónir Suður-Afríkubúa eru fullbólusettir eða um 28 prósent landsmanna.
Einkennalausir þurfa ekki að fara í einangrun
Miklar afléttingar á sóttvarnaaðgerðum hafa verið gerðar í Suður-Afríku enda talið að um 60-80 prósent íbúanna hafi fengið COVID-19. Enn er of snemmt að svara því hvort ómíkrón muni marka endalok faraldurs kórónuveirunnar.
1. febrúar 2022
Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins.
Hefur séð „líkmenn í jarðarför glaðlegri“ en ráðherra Sjálfstæðisflokksins
Þingmaður Miðflokksins telur misvísandi skilaboð hafa borist frá Sjálfstæðisflokknum varðandi sóttvarnaaðgerðir – annars vegar þau sem koma með beinum hætti frá ríkisstjórninni og hins vegar hvernig ráðherrar flokksins tjá sig þess utan.
31. janúar 2022
Efnahagslegar áhyggjur vegna COVID-19 hafa aldrei verið meiri samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.
Efnahagslegar áhyggjur vegna faraldursins aldrei meiri en ótti við að smitast minnkar
Efnahagslegar áhyggjur vegna áhrifa COVID-19 hafa aldrei verið meiri og færri treysta ríkisstjórninni til að takast á við efnahagsleg áhrif faraldursins. Á sama tíma óttast færri að smitast af veirunni.
31. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur haldið ófáar hvatningaræðurnar á tímum kórónuveirufaraldursins hér á landi.
Tíu eftirminnileg atriði á tímum sóttvarnaaðgerða
Tvö áru síðan óvissustigi vegna kórónuveirufaraldursins var fyrst lýst yfir á Íslandi. Á þessum tíma hefur veiran haft ýmis áhrif á daglegt líf landsmanna. Hér eru tíu atriði sem vert er að rifja upp þegar leiðin út úr faraldrinum virðist loks greið.
29. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra var hlynntur því síðasta haust að leyfa ætti kórónuveirunni að ganga án sóttvarnatakmarkana. Þáverandi heilbrigðismálaráðherra var alfarið á móti því á þeim tíma.
Willum var hlynntur því að leyfa veirunni að ganga án sóttvarnatakmarkanna síðasta haust
Viðhorf fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra um að leyfa kórónuveirunni að ganga án sóttvarnatakmarkana eru mjög ólík. Samkvæmt kosningaprófi RÚV síðastliðið haust var Svandís mótfallin því en Willum var 89 prósent sammála fullyrðingunni.
28. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Öllum sóttvarnaráðstöfunum aflétt á næstu sex til átta vikum
Öllum sóttvarnaráðstöfunum verður aflétt á næstu sex til átta vikum samkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda vegna COVID-19. Forsætisráðherra segir að ef allt gengur eftir megi ekki aðeins búast við hækkandi sól í mars heldur einnig eðlilegu samfélagi.
28. janúar 2022
Þríeykið var á sínum stað á 196. upplýsingafundi almannavarna í dag. Á morgun verða tvö ár síðan óvissustigi vegna faraldursins var fyrst lýst yfir.
Afléttingar leiði til frjálsræðis
Sóttvarnalæknir vonar að afléttingaáætlun stjórnvalda leiði til meira frjálsræðis. „Þetta er stefnubreyting,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ef fjöldi daglegra smita verður áfram svipaður ætti hjarðónæmi að nást innan tveggja mánaða.
26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
26. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði þessar breytingar til við heilbrigðisráðherra, samkvæmt því sem segir í minnisblaði hans.
Stór breyting á aðgerðum: Sóttkví einungis beitt ef útsetning er innan heimilis
Ríkisstjórnin kynnir í dag stóra breytingu á reglum um sóttkví, sem felur í sér að einungis þeir sem verða útsettir fyrir kórónuveirusmiti innan heimilis þurfa að fara í sóttkví, en aðrir í smitgát.
25. janúar 2022
Raðgreiningar eru mikilvægt tæki til að fylgjast með þróun kórónuveirunnar.
Veiruafbrigðið „deltakron“ var aldrei til
Fyrir hálfum mánuðum breiddust fréttir af nýju ofurafbrigði kórónuveirunnar, deltakron, eins og eldur í sinu um heiminn. En vísindamenn segja nú að afbrigðið hafi aldrei verið til.
24. janúar 2022
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Veiran gæti jafnvel verið búin að smita um 130 þúsund manns hérlendis
Staðfest kórónuveirusmit hérlendis til þessa eru rúmlega 58 þúsund talsins. Kári Stefánsson segist telja að veiran gæti jafnvel verið búin að smita 130 þúsund Íslendinga, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr mótefnarannsókn fyrirtækisins.
24. janúar 2022
16 samkomur á vegum breskra stjórnvalda, margar hverjar í Downingstræti 10, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara.
Partýstandið í Downingstræti: Sérstakur saksóknari með 16 samkomur til rannsóknar
Brot á sóttvarnareglum í Downingstræti 10 eru til rannsóknar hjá Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, og búist er við að skýrsla hennar verði birt eftir helgi. En hvað er það nákvæmlega sem Gray er að rannsaka og hvaða völd hefur hún?
23. janúar 2022
Vilhjálmur Árnason
Hugleiðing um bólusetningar í heimsfaraldri
23. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðherra boðar afléttingu sóttvarnaraðgerða
Heilbrigðisráðherra og forstjóri Landspítalans segja allar mögulegar afléttingar í skoðun með hliðsjón af skynsemi og öryggi. Næstu skref verði að aflétta neyðarstigi spítalans. Einungis níu dagar eru síðan að aðgerðir voru hertar.
23. janúar 2022
Bryndís Haraldsdóttur hér fyrir miðju ásamt þeim Vilhjálmi Árnasyni og Ásmundi Friðrikssyni. Öll eru þau á meðal flutningsmanna frumvarpsins.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins vill kynningu á sóttvarnaaðgerðum í velferðarnefnd
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins nema ráðherrarnir fimm og forseti Alþingis hafa lagt fram frumvarp sem felur í sér að heilbrigðisráðherra skuli kynna breyttar sóttvarnaráðstafanir fyrir velferðarnefnd áður en þær eru kynntar almenningi.
21. janúar 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Réttlæti og jöfn tækifæri fyrir alla
21. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
19. janúar 2022
Bóluefni Pfizer er í augnablikinu af skornum skammti til í landinu.
Um 25 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer til í landinu
Um 100 þúsund skammtar af bóluefni gegn COVID-19 eru til í landinu. Mest er til af bóluefni Moderna. Sóttvarnalæknir hefur stytt tímann milli annars skammts og örvunarskammts úr 5-6 mánuðum í fjóra.
19. janúar 2022
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Við verðum bara að taka þessa umræðu“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur undir þá gagnrýni að ríkisstjórnin hafi „að mörgu leyti brugðist“ og vill hann hafa meiri umræðu m.a. um afleiðingarnar af takmörkunum í faraldrinum.
18. janúar 2022
Úttekt á séreignarsparnaði var kynnt sem úrræði til að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins í fyrsta aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar, sem var kynntur í mars 2020.
Tekjur ríkissjóðs vegna úttektar á sparnaði um tíu milljörðum hærri en áætlað var
Þegar ríkisstjórnin ákvað að heimila fólki að taka út séreignarsparnað sinn til að takast á við kórónuveirufaraldurinn var reiknað með að teknir yrðu út tíu milljarðar króna. Nú stefnir í að milljarðarnir verði 38.
18. janúar 2022
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.
17. janúar 2022
Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni
Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.
17. janúar 2022
Þríeykið: Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller fara yfir stöðuna á einum af fjölmörgum upplýsingafundum almannavarna. Neyðarstigi vegna COVID-19 hefur fjórum sinnum verið lýst yfir hér á landi.
Vani og þreyta kunni að skýra breyttan skilning á neyðarstigi almannavarna
Neyðarástand almannavarna vegna COVID-19 er í gildi, enn eina ferðina. Sálfræðingur segir að vani og þreyta á ástandinu kunni að skýra breytt mat almennings á hættustigi almannavarna.
17. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
16. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Barir loka, 10 manna samkomutakmarkanir, engir hraðprófaviðburðir en óbreytt skólastarf
Þrír ráðherrar kynntu hertar samkomutakmarkanir og endurvakningu efnahagsaðgerða eftir fund ríkisstjórnarinnar í dag. Tíu manns mega koma saman að hámarki, nema á stöðum eins og veitingastöðum, í skólum og sundlaugum og líkamsræktarstöðvum.
14. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Kannast ekki við undanbrögð smitaðra
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn kannast ekki við dæmi um að fólk sem greinist með COVID-19 á heimaprófi fari ekki í PCR-próf til að komast hjá því að smitið sé skráð og að reglum þurfi að fylgja.
13. janúar 2022
Tímasetning frá bólusetningu að sýkingu gæti skipt sköpum
Ný rannsókn bendir til þess að lengri tími milli bólusetningar og sýkingar af völdum kórónuveirunnar sé betri en styttri.
12. janúar 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 15. þáttur: Kóranskólar, COVID-19 og bólusetningarátök
11. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór að ráðum sóttvarnalæknis í minnisblaði sem barst honum í gær og framlengdi gildandi sóttvarnareglur um þrjár vikur.
Sóttvarnareglur framlengdar um þrjár vikur
Núgildandi sóttvarnareglur, sem gilda til 12. janúar, verða framlengdar um þrjár vikur. Ríkisstjórnin ræddi nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fundi sínum fyrir hádegi og féllst á tillögur hans um framlengingu aðgerða.
11. janúar 2022
Gríðarleg ásókn er í PCR-próf í Ísrael og hafa yfirvöld orðið að breyta viðmiðum sínum. Enn myndast þá langar raðir bílar daglega við sýnatökustaði.
Óttast „flensu fárviðri“ samhliða „ómíkron-flóðbylgju“
Hún er óvenju brött, kúrfan sem sýnir COVID-smitin í Ísrael. Bólusettasta þjóð heims er ekki í rónni þrátt fyrir að ómíkron sé mildara afbrigði enda er hún einnig að fást við delta og svo inflúensuna ofan á allt saman.
10. janúar 2022
Maður skokkar fram hjá minnisvarða um þá sem látist hafa úr COVID-19 í Bretlandi.
Er COVID orðið svipuð heilsufarsógn meðal bólusettra og inflúensa?
Þær eru farnar að hlaðast upp – vísbendingarnar um að ómíkron sé mun vægara en fyrri afbrigði. Blaðamaður New York Times segir að þar með virðist COVID-19 jafnvel minni ógn við heilsu aldraðra og bólusettra en inflúensa.
7. janúar 2022
Þröstur Jónsson sveitarstjórnarmaður í Múlaþingi og Arnar Þór Jónsson lögmaður hans og varaþingmaður.
Kjörinn fulltrúi Miðflokksins í Múlaþingi firrir sig ábyrgð á bólusetningu barna
Lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur ritað opið bréf fyrir hönd sveitarstjórnarmanns í Múlaþingi, þar sem varað er við bólusetningum barna á aldrinum 5-11 ára. Fulltrúinn firrir sig ábyrgð á bólusetningum barna í sveitarfélaginu.
6. janúar 2022
Ingileif Jónsdóttir
Bólusetjum börnin gegn COVID-19, þau eiga rétt á því
6. janúar 2022
Fjórði skammtur bóluefnis býðst nú öllum 60 ára og eldri í Ísrael sem og öllu heilbrigðisstarfsfólki.
Enn ein örvunarbólusetningin og alls óvíst með hjarðónæmi
Ísraelar fóru hratt af stað í bólusetningar en á vilja til þeirra hefur hægt. Fjórði skammturinn stendur nú 60 ára og eldri til boða. Einn helsti sérfræðingur landsins varar við tali um hjarðónæmi enda veiran ólíkindatól.
4. janúar 2022
Arnar Þór Jónsson lögmaður Samtakanna Frelsi og ábyrgð og varaþingmaður.
Krefjast þess að Lyfjastofnun afturkalli markaðsleyfi bóluefnis fyrir 5-11 ára
Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa beint stjórnsýslukæru til heilbrigðisráðuneytisins og fara fram á að Lyfjastofnun afturkalli útgefið markaðsleyfi fyrir bóluefni Pfizer handa 5-11 ára börnum.
3. janúar 2022
Lést vegna COVID-19 á gamlársdag
Kona lést á Landspítalanum á síðasta degi ársins vegna COVID-19. Sex af þeim sjö sem eru á gjörgæsludeild eru óbólusettir.
1. janúar 2022
Fjölskylda bíður í röð í verslunarmiðstöð í Panama eftir að komast í bólusetningu gegn COVID-19.
Framkvæmdastjóri WHO bjartsýnn á að faraldrinum ljúki í ár
„Nú þegar þriðja ár faraldursins er hafið er ég sannfærður um að þetta verði árið sem við bindum endi á hann – en aðeins ef við gerum það saman,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO í nýársávarpi sínu.
1. janúar 2022
Hver stóð vaktina þetta árið?
Sandra Bryndísardóttir Franks segir að með vísindin að vopni munum við ráða niðurlögum kórónuveirunnar en þörfin fyrir gott heilbrigðiskerfi verði enn við lýði.
31. desember 2021
Yfir 1.600 greindust með kórónuveirusmit í gær
Fjöldi þeirra sem eru í einangrun eða sóttkví hefur tvöfaldast á einni viku, 20 liggja á sjúkrahúsi og sex þeirra eru á gjörgæslu. Alls eru 172 starfsmenn Landspítalans í einangrun.
31. desember 2021
Magnús Karl Magnússon
Það er veiran sem skerðir frelsi okkar
30. desember 2021
Mun Covid breyta heiminum?
Þórólfur Matthíasson segir að yfirvöld peningamála og ríkisfjármála um allan heim hafi leitað í smiðju Keynes lávarðar til að takast á við Covid. Þau hafi lækkað vexti og opnað fyrir flóðgáttir úr ríkissjóðum. Margt hafi gengið vel, annað verr.
30. desember 2021
2022 má ekki verða eins og 2021
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gerir hér upp árið sem er að líða. Hún spyr hvort það sé forsvaranlegt að takmarka mannréttindi og athafnafrelsi til langframa vegna hugsanlegs álags á heilbrigðiskerfi og heilbrigðisstéttir.
25. desember 2021
Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur verið viðvarandi verkefni stjórnenda Landspítala lengi.
Starfsmenn sem sinna COVID-sjúklingum fá álagsgreiðslu
Sérstakar álagsgreiðslur starfsmanna sem sinna COVID-sjúklingum sem stjórnendur Landspítala ákváðu nýlega að greiða, geta numið allt að 360 þúsund krónum á mánuði. Mönnun á smitsjúkdómadeild er tæp.
24. desember 2021
Greindum smitum hefur fjölgað gríðarlega undanfarna daga.
Tæplega sjö þúsund manns í einangrun eða sóttkví yfir jólin
Á tveimur dögum greindust alls 982 manns með kórónuveiruna á Íslandi. Þessir tveir dagar eru langstærstu smitdagar faraldursins til þessa. Fyrir vikið munu þúsundir eyða jólunum í einangrun eða sóttkví.
24. desember 2021
Katrín Jakobsdóttir og Ásmundur Einar Daðason kynntu átakið Hefjum störf á blaðamannafundi í mars síðastliðnum.
Ráðningastyrkir kosta ríkissjóð 15 milljarða á árunum 2021 og 2022
Hækka þarf framlög úr ríkissjóði vegna ráðningastyrkja um 3,4 milljarða króna frá því sem áætlað var í fjárlagafrumvarpi. Samhliða Hefjum störf átaki stjórnvalda tuttugufaldaðist ásókn atvinnurekenda í hina hefðbundnu ráðningarstyrki Vinnumálastofnunar.
24. desember 2021
Þríeykið: Víðir, Þórólfur og Alma á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur veit af þreytunni – ekki þýði þó að „loka augum og eyrum“
Enn einn upplýsingafundurinn. 22.086 tilfellum eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist fyrir 22 mánuðum. Veiran er „sniðug og virðist alltaf ná að leika á okkur,“ segir landlæknir. „Áfram veginn,“ segir Víðir.
23. desember 2021
Mun einvígi delta og ómíkron skera úr um framtíðina?
„Ef satt reynist að ómíkron valdi mildari einkennum, þá væri líklega heppilegast að sú gerð útrýmdi öllum hinum,“ segir Arnar Pálsson erfðafræðingur. Verði það afbrigði allsráðandi yrði það „veiru-Eva“ fyrir SARS-CoV-2 kórónuveirur framtíðarinnar.
22. desember 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að farþegar fari í PCR-próf við komuna til landsins og sæti sóttkví á meðan neikvæðrar niðurstöðu er beðið.
Sóttvarnalæknir vill endurvekja sóttkví við komuna til landsins
Sóttvarnalæknir leggur til að allir farþegar framvísi neikvæðu PCR-prófi áður en komið er til landsins. Íslenskir ríkisborgarar geti farið í sýnatöku á heilsugæslustöð innan 48 klukkustunda frá heimkomu og verði í sóttkví þar til neikvæð niðurstaða berst.
21. desember 2021
Engin haldbær rök fyrir að halda leikskólum opnum
Stjórnir Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla lýsa vonbrigðum sínum með það að ekki var hlustað á raddir félaganna um að loka leikskólum milli jóla og nýárs til að hemja útbreiðslu Covid-19.
21. desember 2021
Gleðilega #@%$! sóttkví
Svanhildur Hólm Valsdóttir er í sóttkví. Henni hefur stundum orðið illt í stjórnarskránni og meðalhófinu á síðustu misserum og telur að þeim fjölgi sem líður þannig. Þess vegna heldur hún að yfirvöld eigi á hættu að tapa klefanum.
21. desember 2021
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokks hér til vinstri.
Segist „fullur efasemda um harðari aðgerðir“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að honum sýnist „enn og aftur“ ekki horft til heildarhagsmuna við ákvörðunartöku varðandi sóttvarnaaðgerðir. Leiðin áfram sé að „treysta fólki til að taka ábyrgð á sjálfu sér“.
21. desember 2021
Hertari sóttvarnaaðgerðum vegna ómíkron-afbrigðisins var mótmælt í London í dag.
Ómíkron „breiðist út á ljóshraða“
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í London vegna ómíkron, nýjasta afbrigðis kórunuveirunnar. Tvö ár eru um þessar mundir frá því að kórónuveiran fór að láta á sér kræla en veiran er í hröðum vexti bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
18. desember 2021
Bólusett verður í einn dag í hverjum skóla, sautján skólum á dag.
Tryggt að foreldrar geti fylgt börnum í COVID-bólusetningu
Heilsugæslan hefur óskað eftir því að skólastarf verði fellt niður eða skert daginn sem bólusetning 5-11 ára barna fer þar fram í byrjun janúar. Það er gert vegna sóttvarnasjónarmiða „en líka til að lágmarka samanburð milli barna“.
17. desember 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur með jóla- og áramóta minnisblað í smíðum
Kúrfan margumtalaða er ekki á þeirri niðurleið sem vonast var eftir með hertum innanlandsaðgerðum. Ef eitthvað er virðist hún á uppleið. Sóttvarnalæknir er að skrifa nýtt minnisblað. Í því verða tillögur að aðgerðum sem við þurfum að sæta yfir hátíðirnar.
17. desember 2021
Enn er margt á huldu um þær afleiðingar sem ómíkron-afbrigðið gæti haft. En það þarf ekki marga alvarlega veika sjúklinga til að margfalda álag á sjúkrahús.
Ómíkron gæti kaffært heilbrigðiskerfið
Þrátt fyrir að einkenni af völdum sýkingar af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar virðist vægari en af delta gæti hröð útbreiðsla þess sligað heilbrigðiskerfi.
13. desember 2021
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
9. desember 2021
Henry Alexander Henrysson
Ár vonbrigða
8. desember 2021
Einkafyrirtækin fá 4.000 krónur fyrir hvert hraðpróf
Á fyrstu 20 dögum nóvembermánaðar voru tekin ríflega 80 þúsund hraðpróf á landinu. Þrjú einkafyrirtæki fá greitt frá Sjúkratryggingum fyrir að taka slík próf og höfðu þau fengið 240 milljónir króna í lok nóvember.
7. desember 2021
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Rætt um að lengja afgreiðslutíma en ákveðið að hafa aðgerðir óbreyttar
Sóttvarnatakmarkanir verða óbreyttar í tvær vikur. Á þeim tíma verður safnað gögnum, m.a. um hið nýja afbrigði ómíkrón, til að meta stöðuna.
7. desember 2021
Læknirinn Anthony Fauci er helsti ráðgjafi bandarískra stjórnvalda í aðgerðum vegna faraldursins.
Ómíkron virðist hættuminna en „of snemmt að hrósa happi“
Fyrstu vísbendingar um alvarleika ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar eru „nokkuð uppörvandi“ að mati Anthony Fauci, helsta ráðgjafa bandarískra stjórnvalda í faraldrinum. Hann segir þó enn of snemmt að hrósa happi.
6. desember 2021
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
5. desember 2021
Ísland kaupir 72 skammta af lyfi til að draga úr alvarlegum COVID-19 veikindum
Landspítalinn mun sjá um kaup á lyfinu Sotrovimab sem á að gagnast best þeim sem eru óbólusettir eða þeim sem mynda illa mótefni vegna lyfja eða sjúkdóma.
3. desember 2021
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
1. desember 2021
Jólagjöfin í ár byrjar á Ó
Nýtt afbrigði. Mögulega meira smitandi. Mögulega hættulegra. Orð á borð við „kannski“, „líklega“ og „sennilega“ umlykja afbrigðið Ómíkron sem hefur fleiri stökkbreytingar en Delta. En það sem einkennir það þó fyrst og fremst er óvissa.
30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
29. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
27. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
26. nóvember 2021
Tæplega 100 þúsund manns á Íslandi hafa nú fengið örvunarbólusetningu.
Skilgreining á „fullri bólusetningu“ ekki breyst – ennþá
Ertu fullbólusett? Eða þarftu örvunarskammt til að falla undir þá skilgreiningu? Kjarninn leitaði svara við þessari spurningu sem farin er að brenna á mörgum Evrópubúum.
23. nóvember 2021
Búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd komin að þolmörkum
Dómsmálaráðherra fjallaði um erfiða stöðu í verndarkerfinu á ríkisstjórnarfundi í síðustu viku.
22. nóvember 2021
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Hópur af fólki sem situr eftir með sárt ennið
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að ákvarðanir Seðlabankans hafi pólitískar afleiðingar – og að fasteignaverð muni ekki lækka um leið og vextir hækka.
21. nóvember 2021
Tæplega 130 þúsund umframskammtar af AstraZeneca sem Ísland hafði tryggt sér með samningum við framleiðandann hafa verið gefnir inn í COVAX-samstarfið.
Íslendingar gefa hálfa milljón bóluefnaskammta
Ísland hefur gefið alla umframskammta sína af bóluefnum AstraZeneca og Janssen inn í COVAX-samstarfið. Um 15 prósent eru þegar komin til viðtökuríkja. „Allt kapp er lagt á að umframskammtar renni inn í COVAX eins fljótt og kostur er á.“
20. nóvember 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekkert hægt að fullyrða um mismunandi vernd bóluefna
Flestir bólusettra sem smitast hafa í yfirstandandi bylgju fengu bóluefni Pfizer. Það sama á við um þá bólusettu sjúklinga sem lagðir hafa verið inn. Ekki er þó hægt að reikna virkni bóluefna út frá þessum tölum.
18. nóvember 2021
„Við neytum of mikils, notum of mikla orku, kaupum of mikið af hlutum og endurvinnum ekki nóg“
Blaðamaður Kjarnans sat morgunverðarfund með Sönnu Marin forsætisráðherra Finnlands á dögunum ásamt öðrum norrænum blaðamönnum og ræddi hún norrænt samstarf, loftslagsmál og viðbrögð við kórónuveirunni.
17. nóvember 2021
Óli Björn Kárason.
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir lækna fá „útrás fyrir hégóma í sviðsljósi fjölmiðla“
Óli Björn Kárason segir að til þess að magna upp ótta almennings vegna kórónuveiru sé grafið skipulega undan trausti á heilbrigðiskerfið. Það að vera frjáls borgari sé „aðeins óljós minning“.
17. nóvember 2021
Kona á ferð í gegnum jólamarkað í miðborg Berlínar í gær. Haldið fjarlægð, hnerrið í olnbogabótina og gleðileg jól.
Veiran skæða kallar á viðbrögð og takmarkanir víða um Evrópu
Stutt er síðan að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf það út að Evrópa væri nú miðpunktur kórónuveirufaraldursins. Víða um álfuna er verið að herða aðgerðir – ýmist gagnvart öllum eða þá sértækt gagnvart þeim sem hafa kosið að sleppa bólusetningu.
16. nóvember 2021
Það er búið að velja sigurvegara kreppunnar
None
14. nóvember 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Telur „enn harðari aðgerðir“ koma til greina og segir stjórnvöld þurfa að vera tilbúin
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stjórnvöld þurfi að vera reiðubúin að grípa enn frekar í handbremsuna ef þær hertu aðgerðir sem hafa verið boðaðar í dag skili ekki árangri. Fyrstu teikn um árangur ættu að sjást á um 7-10 dögum.
12. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Aftur niður í 50 manna fjöldatakmörk á miðnætti
Almennar fjöldatakmarkanir munu frá og með miðnætti kveða á um að almennt megi einungis 50 manns megi vera í sama rými. Allt að 500 manns mega þó koma saman á viðburðum, þar sem krafist verði hraðprófa.
12. nóvember 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller komu saman á upplýsingafundi almannavarna í dag eftir tæplegar þriggja mánaða hlé.
Stærsta bylgjan hingað til
Sóttvarnalæknir segir COVID-bylgjuna sem nú stendur yfir þá stærstu hingað til. Hann hvetur almenning til að sýna samstöðu um hertar aðgerðir. „Við verðum að standa saman og taka enn eina brekkuna í þessari baráttu,“ segir Víðir Reynisson.
5. nóvember 2021
Smitum fjölgar ört í Þýskalandi.
Staðan í Evrópu „viðvörunarskot“ til heimsbyggðarinnar
Evrópa er enn og aftur „miðdepill“ COVID-faraldursins, segir Alþjóða heilbrigðismálastofnunin. Tilfellum sýktra fjölgar hratt víða í álfunni og innlögnum og dauðsföllum sömuleiðis.
5. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís: „Óþægilegt“ hvað kúrfan er brött og farið í hertar aðgerðir
Grímuskylda tekur gildi strax á morgun og á miðvikudag í næstu viku verða fjöldatakmörk færð úr 2.000 í 500. Opnunartími skemmtistaða verður skertur um tvo tíma frá því sem nú er. Síðasti maður skal út fyrir miðnætti.
5. nóvember 2021
167 smit í gær – aldrei fleiri á einum degi
167 greindust með COVID-19 í gær, þar af voru 122 utan sóttkvíar. Síðastliðna tvo daga hafa 319 smit greinst innanlands og hafa ekki verið fleiri frá því að faraldurinn hófst fyrir tæpum tveimur árum.
5. nóvember 2021
Örtröð fyrir utan skemmtistaðinn La Boucherie í Kaupamannahöfn á dögunum.
Bylgja rís í Danmörku
Ráðgjafanefnd danskra stjórnvalda spáir því að smittölur á næstu vikum verði sambærilegar við stærstu bylgju sem orðið hefur í landinu hingað til. Sex vikur eru síðan öllum takmörkunum var aflétt í landinu.
4. nóvember 2021
Vel yfir hundrað smit greindust í gær samkvæmt upplýsingum Kjarnans.
Smitsprengja á Akranesi – skólar lokaðir á morgun
Fimmtíu manns greindust með COVID-19 á Akranesi í gær og 144 greindust samtals á landinu öllu. Fimm eru á gjörgæsludeildum á Akureyri og á Landspítalanum með sjúkdóminn.
4. nóvember 2021
Í gær lágu 13 sjúklingar með COVID-19 á Landspítalanum og tveir á gjörgæsludeild.
Neyðarástand á bráðamóttöku og gjörgæslurýmum fækkað á síðustu árum
Verði ekki brugðist við verður sjúklingum „áfram stefnt í hættu á bráðamóttöku Landspítalans því þar ríkir neyðarástand,“ segir stjórn Sjúkraliðafélags Íslands. Gjörgæslurýmum hefur fækkað á síðustu árum þrátt fyrir fjölgun íbúa og ferðamanna.
3. nóvember 2021
Hún er þarna enn, Frelsisstyttan.
Bandaríkin opnast og ferðagleði grípur um sig
Icelandair flýgur til níu áfangastaða í Bandaríkjunum og stefnir á fleiri. Flugfélagið hefur ekki farið varhluta af auknum áhuga á ferðalögum þangað enda verða landamærin opnuð fyrir bólusettum á næstu dögum. Faraldurinn er sem fyrr stóri óvissuþátturinn.
3. nóvember 2021
Oddný Harðardóttir ávarpaði þing Norðurlandaráðs í dag.
Ættum að deila bóluefni og björgum með fátækari löndum
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt ræðu á þingi Norðurlandaráðs í Kaupamannahöfn í dag. Hún sagði m.a. að vandinn vegna heimsfaraldursins hyrfi ekki fyrr en öll ríki heims hefðu fengið bóluefni sem nægðu til að bólusetja flesta íbúa jarðarinnar.
2. nóvember 2021
Þrettán liggja nú á Landspítalanum vegna COVID-19.
Enginn bólusettur undir fertugu þurft gjörgæslumeðferð
Enginn fullbólusettur einstaklingur yngri en fjörutíu ára hefur þurft að leggjast inn á gjörgæslu vegna COVID-19. Aðeins einn bólusettur á fimmtugsaldri og sömuleiðis einn á sextugsaldri. Tveir bólusettir á aldrinum 60-69 ára hafa þurft gjörgæslumeðferð.
1. nóvember 2021
Bólusetning gengur hægt í Afríku en nokkur lönd skera sig úr, m.a. Túnis, Marokkó og Máritanía.
Bóluefni loks á leiðinni en sprauturnar vantar
5,6 prósent Afríkubúa eru fullbólusettir. Efnaðri þjóðir hafa ekki staðið við stóru orðin og afhent það magn bóluefna sem þau lofuðu en nú þegar skriður virðist loks kominn á það blasir við annar skortur.
29. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir bloggar og segir faraldurinn í veldisvexti
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir á nýjum vettvangi sínum á covid.is að reynslan sýni að samfélagslegum smitum fækki ekki „fyrr en gripið er til takmarkandi aðgerða í samfélaginu.“ Á sama tíma er stefnt að afléttingu allra takmarkana 18. nóvember.
28. október 2021
Kínversk yfirvöld hyggjast hefja bólusetningu þriggja ára barna á næstunni. Í Kambódíu er bólusetning barna á aldrinum 6-12 ára hafin.
Bólusetning barna: Þriggja ára í Kína en fimm ára í Bandaríkjunum
Í umræðu um bólusetningu barna gegn COVID-19 hefur verið tekist á um hvort ávinningurinn sé meiri en möguleg áhætta. Eftir því sem hlutfall bólusettra í heiminum hækkar færist umræðan nær bólusetningu barna. En við hvaða aldur skal miða?
26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
26. október 2021
Vegglistaverk í Jóhannesarborg sem minnir á hetjur faraldursins, heilbrigðisstarfsfólkið.
Sjöundi hver bóluefnaskammtur sem ríku löndin lofuðu hefur skilað sér til hinna fátækari
Tæpt ár er síðan fyrstu bóluefnin komu á markað. Enn er aðeins 1,3 prósent fólks í fátækustu löndum heims fullbólusett. Tæp 37 prósent allra jarðarbúa teljast fullbólusett. Gjáin á milli landa er gríðarleg.
23. október 2021
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
20. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
19. október 2021
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Það er ekki „bölvuð óheppni“ að vörurnar sem þú helst kýst hafi ekki verið til í IKEA undanfarið. Eikonomics rýnir í ástæðurnar.
17. október 2021
Danir munu bjóða öllum sem hafa verið bólusettir tvisvar að koma í þriðja skammtinn þegar sex og hálfur mánuður hefur liðið frá öðrum skammtinum.
Sex mánuðir og 14 dagar talinn réttur tími fyrir þriðja skammtinn
Dönsk yfirvöld hafa tekið ákvörðun um að bjóða öllum bólusettum landsmönnum að fá þriðja skammtinn þegar sex og hálfur mánuður hefur liðið frá því að fólk fékk annan skammtinn.
15. október 2021
Farþegar geta að sjálfsögðu áfram valið að bera grímur um borð í flugvélum.
„Nú getur þú flogið án þess að fá móðu á gleraugun“
Flugfélög í Noregi hafa ákveðið að afnema grímuskyldu um borð í vélum sínum í flugi innan Skandinavíu. „Við hlökkum til að geta tekið á móti nýjum og gömlum farþegum okkar með stóru brosi á vör – án grímunnar. Velkomin um borð.“
14. október 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Ríkisstjórnin hafi tekið „pólitíska ákvörðun“ um að setja sveitarfélög í „spennitreyju“
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að sveitarfélögin á Íslandi muni verða lengur að vinna sig út úr heimsfaraldrinum en þau hefðu þurft að vera sökum pólitískra ákvarðana sem teknar voru í fyrra.
7. október 2021
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
„Útrýmingarstefnan“ búið spil
Nýja-Sjáland hefur gefist upp á því að reyna að útrýma delta-afbrigði veirunnar úr samfélaginu. Það þýðir þó ekki að hömlulaust líf bíði íbúa þar í bráð. Stífar takmarkanir verða áfram í gildi í fjölmennustu borg landsins næstu vikur.
7. október 2021
Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR.
Forstjóri ÁTVR falaðist eftir viðbótarlaunum en fékk ekki
Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu og ÁTVR hefur forstjóri ÁTVR undanfarin misseri verið í viðræðum við ráðuneytið um starfssamband sitt og launakjör. Af svari ráðuneytisins má ráða að hann hafi falast eftir viðbótarlaunum en ekki fengið.
6. október 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur telur „varhugavert að slaka meira á“
Sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóða heilbrigðisstofnunin spá aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar nú í byrjun vetrar „og hafa hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
5. október 2021
Ræða þörf á örvunarskammti af Janssen-bóluefni
Sérfræðinganefnd Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna ætlar að koma saman til að ræða þörf á örvunarskammti af bóluefni Janssen. Framleiðandinn hefur þegar sótt um slíkt leyfi. Stofnunin hefur samþykkt að viðkvæmir geti fengið örvunarskammt af Pfizer.
5. október 2021
Mynd tekin fyrir utan N1-verslun að kvöldi 30. september 2021. Það var síðasti dagurinn til að nota ferðagjöfina. Landsmenn notuðu ferðagjafir til að kaupa eldsneyti hjá N1 fyrir 27 milljónir á þeim degi einum og sér.
Tíu fengu 40 prósent af seinni ferðagjöfinni – 226 milljónir runnu út síðasta daginn
Alls var rúmum milljarði króna ráðstafað úr ríkissjóði til fyrirtækja í gegnum síðari ferðagjöfina. Um 20 prósent ferðagjafarinnar var notuð á síðasta degi gildistíma hennar. Eldsneytissalar og skyndibitakeðjur fengu mest.
4. október 2021
Flutningskerfi heimsins hefur raskast vegna kórónuveirufaraldursins. Það mun kom fram í hækkandi verðum til neytenda.
500 flutningaskip komast ekki leiðar sinnar
Þessa dagana sitja hundruð fullhlaðinna flutningaskipa föst vítt og breitt um heiminn. Afleiðingarnar eru þær að alls kyns varningur kemst ekki á leiðarenda. Og jólin nálgast.
3. október 2021
COVID-pillan gæti komið á markað innan skamms. Hún verður, að minnsta kosti fyrst í stað, aðeins gefin þeim sjúklingum sem eru í mestri áhættu á alvalegum veikindum.
COVID-pillan lofar góðu
Veirueyðandi lyf sem gefið er sjúklingum fljótlega eftir að þeir sýkjast af kórónuveirunni lofar góðu að sögn framleiðandans Merck. Rannsóknir á fleiri slíkum lyfjum standa yfir.
1. október 2021
Samanlagt rekstrartap Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna.
Tap Isavia frá því að faraldurinn hófst nemur 18,3 milljörðum króna
Samanlagt rekstrartap samstæðu Isavia á síðasta ári og fyrstu sex mánuðum þessa árs nemur 18,3 milljörðum króna. Rekstrarafkoman á fyrri helmingi þessa árs var neikvæð um 5,1 milljarð.
1. október 2021
YouTube bannar dreifingu misvísandi upplýsinga um bólusetningar
Frá því á síðasta ári hafa yfir 130 þúsund myndbönd verið fjarlægð af YouTube vegna þess að efni þeirra brýtur í bága við reglur fyrirtækisins um COVID-19 umfjöllun. Nú hafa þessar reglur verið útvíkkaðar.
29. september 2021
Útlánagæði nýrra íbúðalána á Íslandi fara minnkandi og hlutabréfaverð orðið of hátt
Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að skrúfa niður súrefnið sem Seðlabankinn opnaði á inn í efnahagslífið við upphaf faraldurs. Ástæðan eru áhrif hækkandi eignaverðs á verðbólgu.Ójafnvægi fer hratt vaxandi á eignamörkuðum á Íslandi.
29. september 2021
Gestur á kosningavöku Framsóknar greindist með COVID-19
Einstaklingur sem var á kosningavöku Framsóknarflokksins um helgina hefur greinst með COVID-19.
28. september 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Hegðun Íslendinga í heimsfaraldri
20. september 2021
Konur um allan heim hafa fundið fyrir röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19.
Tilkynnt um röskun á tíðahring yfir 800 kvenna eftir bólusetningu
Tíðahringurinn er annað hvort styttri eða lengri en vant er. Tíðum fylgir sársauki, miklar blæðingar og milliblæðingar. Þetta er meðal þess sem hundruð kvenna hafa fundið fyrir í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19. Lyfjastofnun er að rannsaka málið.
20. september 2021
Stúlkur í Rúmeníu færa kennara sínum blóm á fyrsta skóladeginum.
Langvarandi COVID sjaldgæft hjá börnum og unglingum
Sjaldgæft er að börn og unglingar finni fyrir einkennum COVID-19 í meira en tólf vikur, samkvæmt niðurstöður rýni á fjórtán rannsóknum um hið svokallaða langvarandi COVID.
17. september 2021
Ísland er appelsínugult á nýjasta korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.
Ísland orðið appelsínugult á ný
Staða Íslands, Portúgals og ákveðinna svæða í Frakklandi breyttist á litakorti Sóttvarnastofnunar Evrópu í gær og fengu appelsínugulan lit í stað þess rauða. Kortið er birt vikulega í þeim tilgangi að samrýma aðgerðir innan Evrópu gegn faraldrinum.
17. september 2021
Aðeins um 25 prósent óléttra kvenna í Bandaríkjunum eru bólusettar.
Óléttar konur vestanhafs tregar til að fá bólusetningu
Falsfréttir eru ein helsta ástæða þess að bandarískar konur sem von eiga á barni neita að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Fleiri þeirra eru að veikjast alvarlega nú en nokkru sinni áður í faraldrinum.
17. september 2021
Loksins má halda aftur böll í framhaldsskólunum.
Böllin leyfð á ný – grímulaust og í nánd
Meðal þess sem sóttvarnalæknir lagði til í nýjasta minnisblaði sínu og fært hefur verið í reglugerð sem tekur gildi á miðnætti er að grunn- og framhaldsskólum sé heimilt að halda skemmtanir fyrir allt að 1.500 nemendur.
14. september 2021
Fyrsti efnahagspakki stjórnvalda var kynntur til leiks í mars 2020.
Búið að taka út 32 milljarða króna af séreignarsparnaði í kórónuveirufaraldrinum
Upphaflegar áætlanir stjórnvalda reiknuðu með að úttektir á séreignarsparnaði í kórónuveirufaraldrinum myndu skila ríkissjóði um 3,5 milljarða króna í tekjur. Raunveruleikinn er sá að tekjur hans vegna þessa verða um 11,5 milljarðar króna.
13. september 2021
Karlmaður heldur um upphandlegginn eftir að hafa fengið bólusetningu á Indlandi. Þar varð delta-afbrigðið til í óbólusettu samfélagi með þekktum og skelfilegum afleiðingum.
Hópur vísindamanna: Engin þörf á örvun bólusetninga
Fyrirliggjandi vísindaleg gögn um virkni bóluefna gegn COVID-19 benda ekki til þess að þörf sé á að örva bólusetningar í samfélögum almennt. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps sérfræðinga, m.a. frá WHO og FDA.
13. september 2021
Hver einasti skammtur er dýrmætur og getur bjargað mannslífi, segir Moeti.
Ef loforðin yrðu efnd væri hægt að „stöðva faraldurinn fljótt“
Veikustu hagkerfi veraldar þurfa lengst að búa við takmarkanir vegna COVID-19. Ástæðan: Ríkustu þjóðirnar fengu forgang við bóluefnakaup og hafa ekki staðið við loforð um að deila jafnt. Og hafa svo nú í ofanálag hafið örvun bólusetninga.
9. september 2021
Til að grímur dragir úr hættu á smiti verður að nota þær rétt.
Grímur draga úr hættu á COVID-smiti
Stærsta rannsókn hingað til á gagnsemi gríma í baráttunni við COVID-19 hefur litið dagsins ljós. Niðurstaðan: Grímunotkun er árangursrík vörn gegn smiti.
8. september 2021
Fólk á Indlandi bíða í röð eftir að fá bóluefni.
Hvetur ríki til að gefa eftir sæti sitt í biðröðinni að bóluefnum
Ýmislegt hefur áunnist frá því að COVAX-samstarfinu var ýtt úr vör með það að markmiði að tryggja öllum jarðarbúum aðgang að bóluefni gegn COVID-19. En staðan er þó enn algjörlega óásættanleg.
8. september 2021
Mannþröng á Ipanema-ströndinni í Ríó á dögunum.
Faraldurinn tekur U-beygju í Suður-Ameríku
„Það er ekki auðvelt að útskýra þetta,“ segir faraldsfræðingur hjá WHO um þann snögga viðsnúning sem virðist vera að eiga sér stað í faraldrinum í Suður-Ameríku. „Það er of snemmt að segja til hvað er raunverulega að gerast.“
8. september 2021
Um 134 þúsund skammtar af bóluefni eru til í landinu eða væntanlegir.
Ísland hefur gefið 125.726 skammta af bóluefni
Hingað til hefur Ísland gefið tæplega 130 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca inn í COVAX, alþjóðlegt samstarf sem tryggja á jafnan aðgang að bóluefni. Þegar COVAX fer að taka við bóluefni Janssen stendur til að gefa um 154 þúsund skammta af því.
6. september 2021
Örvun bólusetninga: Óvissuferð sem eykur ójöfnuð
Á annan tug Evrópuríkja eru ýmist byrjuð eða í startholunum að gefa fullbólusettum örvunarskammta þótt Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og Sóttvarnastofnun Evrópu mæli almennt gegn slíku. Ísland er í þessum hópi.
5. september 2021
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra ferðamála.
Ferðaskrifstofum veitt aukaár til að byrja að greiða Ferðaábyrgðarsjóði til baka
Ráðherra ferðamála hefur tekið ákvörðun um að fresta fyrsta gjalddaga á lánum sem ríkið veitti ferðaskrifstofum til að endurgreiða neytendum pakkaferðir til 1. desember 2022. Staða ferðaskrifstofa er sögð erfið, í tilkynningu atvinnuvegaráðuneytisins.
31. ágúst 2021
84 prósent fylgjandi því að framlínufólk fái greitt aukalega vegna COVID-19
Stuðningur við það að framlínustarfsfólk fái greitt aukalega fyrir það álag sem fylgt hefur kórónuveirufaraldrinum er almennur á Íslandi. Stuðningurinn mælist minnstur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks og Miðflokks en þar mælist hann samt afgerandi.
31. ágúst 2021
Erling Jóhannesson og Kolbrún Halldórsdóttir
Markviss stjórnsýsla lista og menningar
30. ágúst 2021
Ólafur Þór Gunnarsson og Kári Gautason
Gott samfélag þarf góða skatta
28. ágúst 2021
Áhorfendur á íþróttaviðburðum utandyra munu ekki lengur þurfa að bera grímu er þeir sitja í sætum sínum.
Ríkissjóður greiðir fyrir hraðprófin
Ríkisstjórnin stefnir að því að hraðpróf, sem til stendur að nýta svo halda megi stærri viðburði, verði niðurgreidd að fullu. Grímuskylda á íþrottaviðburðum utandyra verður einnig afnumin.
27. ágúst 2021
Ríkisstjórnin útskýrir nýja stefnu sína í opinberum sóttvarnaráðstöfunum í tilkynningu í dag.
„Temprun“ veirunnar er nýja bælingin
Ríkisstjórnin hefur markað nýja stefnu um opinberar sóttvarnaráðstafanir, sem sögð er að verulegu leyti í samræmi við langtímasýn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem sett var fram fyrir skemmstu.
26. ágúst 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Áfram 200 manna fjöldatakmörk en opnað á 500 manna viðburði með hraðprófum
Lítið breytist í opinberum sóttvarnaráðstöfunum fram til 17. september, en þó er horft til þess að stærri viðburðir verði gerðir mögulegir með notkun hraðprófa.
26. ágúst 2021
Andlát vegna COVID-19 á Íslandi eru nú orðin 31 talsins.
Fyrsta COVID-19 andlátið á Íslandi síðan í maí
Einn sjúklingur lést á gjörgæsludeild Landspítala vegna COVID-19 undanfarinn sólarhring. Andlátið er hið fyrsta vegna kórónuveirunnar hér á landi síðan í maí.
26. ágúst 2021
Traust til ríkisstjórnarinnar til að takast á við efnahagsleg áhrif COVID-19 aldrei mælst minna
Fjórðungur landsmanna treystir ríkisstjórninni illa til þess að takast á við efnahagsleg áhrif COVID-19. Ríflega helmingur treystir henni vel.
25. ágúst 2021
Björn Leví Gunnarsson
Kyndilberar frelsisins
24. ágúst 2021
Ríkisstjórnin kynnti ýmsar aðgerðir til að mæta afleiðingum kórónuveirufaraldursins í fyrra.
Uppsagnarstyrkirnir áttu að kosta 27 milljarða en enduðu í rúmum tólf milljörðum
Búið er að afgreiða allar umsóknir vegna styrkja sem ríkissjóður greiddi sumum fyrirtækjum fyrir að segja upp fólki. Heildarumfang þeirra reyndist 45 prósent af því sem kostnaðarmat áætlaði. Icelandair fékk langmest.
24. ágúst 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Búast má við einhverjum tilslökunum í lok vikunnar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun skila Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra tillögur að framhaldi sóttvarnaráðstafana í dag eða á morgun. Miðað við orð þeirra beggja má búast við að slakað verði eitthvað á.
24. ágúst 2021
Hvernig verðleggur samfélag fólk?
None
24. ágúst 2021
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Delta-afbrigðið að vekja upp spurningar um „útrýmingarleiðina“ á Nýja-Sjálandi
Ráðherra COVID-mála í ríkisstjórn Nýja-Sjálands segir delta-afbrigðið vekja upp „stórar spurningar“ um framhaldið. Yfir hundrað samfélagssmit hafa greinst í landinu á nokkrum dögum og harðar aðgerðir í gildi á meðan reynt er að „útrýma“ veirunni.
23. ágúst 2021
Um fjörutíu tilkynningar borist Lyfjastofnun eftir að byrjað var að veita örvunarskammta
Að svo stöddu hefur ekki borið á fleiri tilkynningum um grun um aukaverkanir eftir að heilbrigðisyfirvöld hófu að gefa viðbótarskammta fyrir þá sem fengu Janssen bóluefnið.
20. ágúst 2021
Yfir 2.500 manns eru í sóttkví á Íslandi í dag og skólar að hefjast um allt land.
Slakað á sóttkvínni
Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að slaka á reglum um sóttkví. Hvernig nákvæmlega útfærslan verður hefur þó ekki verið kynnt, en til stendur að beita hraðprófum í auknum mæli til að greina þá sem verið hafa í takmörkuðum tengslum við smitaða.
20. ágúst 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Skólaupphafi fórnað
19. ágúst 2021
Maraþonið átti að fara fram um komandi helgi, en var síðan frestað til 18. september. Nú hefur því verið aflýst.
Reykjavíkurmaraþoninu aflýst
Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka segja ekki stefna í nægilega miklar tilslakanir á fjöldatakmörkunum til að hægt verði að halda eins og til stóð þann 18. september næstkomandi.
19. ágúst 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir teiknar í minnisblaði sínu upp ákveðna framtíðarsýn um faraldurinn og aðgerðir vegna hans innanlands.
Sóttvarnalæknir leggur upp næstu mánuði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt fram minnisblað til ráðherra þar sem hann fer yfir framtíðarsýn sína á aðgerðir á landamærum og innanlands næstu mánuði. Hann sér ekki fyrir sér takmarkanalaust Ísland á meðan faraldurinn geisar.
18. ágúst 2021