Delta-afbrigðið að vekja upp spurningar um „útrýmingarleiðina“ á Nýja-Sjálandi

Ráðherra COVID-mála í ríkisstjórn Nýja-Sjálands segir delta-afbrigðið vekja upp „stórar spurningar“ um framhaldið. Yfir hundrað samfélagssmit hafa greinst í landinu á nokkrum dögum og harðar aðgerðir í gildi á meðan reynt er að „útrýma“ veirunni.

Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Auglýsing

Chris Hip­k­ins, sem er mennta­mála­ráð­herra Nýja-­Sjá­lands og einnig með við­brögð lands­ins við heims­far­aldr­inum á sinni könnu, sagði í spjall­þætti þar í landi á sunnu­dag að delta-af­brigði kór­ónu­veirunnar og útbreiðsla þess í land­inu und­an­farna daga væri ef til vill að breyta stöðu mála varð­andi við­brögð Nýsjá­lend­inga við veirunni til lengri tíma.

Eftir að einn ein­stak­lingur greind­ist með delta-af­brigðið úti í sam­fé­lag­inu í Auckland fyrir liðna helgi var öllu skellt í lás og hæsta við­bún­að­ar­stigi lýst yfir í öllu land­inu þar til næsta föstu­dag og út mán­uð­inn í Auckland.

Það þýðir að allri þjón­ustu nema þeirri sem allra brýn­ust þykir gert að loka, skólum sömu­leiðis og helst er mælt með því að fólk hitti ekki nokkurn sem er utan þeirra eigin smit­búbblu. Nú eru virk smit í sam­fé­lag­inu, sem vitað er um, orðin alls 107 tals­ins. Verið er að skima um 10 þús­und manns sem talin eru mögu­lega hafa getað orðið útsett fyrir smiti.

Chris Hipkins er menntamála- og COVID-19 ráðherra nýsjálensku stjórnarinnar. Mynd: Af vef stjórnvalda í Nýja-Sjálandi.

Í við­tali í spjall­þætt­inum Q+A á stöð­inni TVNZ á sunnu­dag sagði Hip­k­ins að mark­miðið með aðgerðum stjórn­valda væri enn hið sama, að reyna að lág­marka útbreiðslu veirunnar og útrýma henni ef kostur er. Smitin sem nú eru að grein­ast hafa verið rakin til far­þega frá Ástr­alíu sem var í sótt­kví á sótt­kví­ar­hót­eli yfir­valda og óljóst er hvernig smitið barst út í sam­fé­lag­ið.

Hið bráðsmit­andi delta-af­brigði er að sögn Hip­k­ins að breyta stöð­unni og full­yrti hann að dæmi væru um að ein­stak­lingar væru að smita út frá sér innan við sól­ar­hring eftir að þeir sjálfir smit­uð­ust af veirunni. Það væri ekki í lík­ingu við það sem hefði áður sést í far­aldr­in­um.

Ráð­herr­ann sagði delta-af­brigðið vekja upp „stórar spurn­ing­ar“ sem stjórn­völd í Nýja-­Sjá­landi þyrftu að fást við og hröð útbreiðslan þýddi að þær varnir sem til þessa hefðu verið að virka til að hamla útbreiðsl­unni myndu ef til vill ekki reyn­ast jafn áhrifa­ríkar og áður

Nú þyrfti að skoða lang­tíma­stefn­una. Sam­kvæmt nýsjá­lenska miðl­inum Stuff sagði Hip­k­ins að mögu­lega yrði ekki hægt að halda sig við það mark­mið að útrýma veirunni úr sam­fé­lag­inu í ljósi þess hve hratt delta-af­brigðið breið­ist út. Það verður þó reynt.

Ardern stendur við útrým­ing­ar­leið­ina

Sam­kvæmt end­ur­sögn Guar­dian af ummælum Hip­k­ins eru þau nokkuð frá­vik frá því sem ráð­herrar í rík­is­stjórn Jacindu Ardern hafa viðrað opin­ber­lega til þessa.

Í dag sagði Ardern þó við frétta­menn að útrým­ing­ar­leiðin hefði virkað áður og að hún stæði við það að hún teldi hana að óbreyttu bestu leið­ina fyrir Nýsjá­lend­inga.

„Við getum bara horft á það sem er best fyrir okkur og við vitum að útrým­ing­ar­leiðin hefur virkað fyrir Nýja-­Sjá­land áður,“ er haft eftir Ardern í frétt nýsjá­lenska mið­ils­ins Her­ald.

Auglýsing

Nýsjá­lend­ingar eru í óða­önn að bólu­setja, en kusu að kaupa ein­ungis bólu­efni Pfizer og BioNTech og hafa því ein­ungis náð að bólu­setja um 20 pró­sent lands­manna til þessa.

Rök­semdir stjórn­valda fyrir þeirri ákvörðun að kaupa bara bólu­efni Pfizer voru þær, sam­kvæmt fréttum frá því í mars, að það væri „sann­gjarnt“ að láta alla íbúa lands­ins hafa sama bólu­efn­ið.

Sam­kvæmt frétt Her­ald telur Ardern að bólu­setn­ing­ar­á­ætlun Nýja-­Sjá­lands muni með tíð og tíma minnka þörf­ina fyrir frek­ari útgöngu­bönn og neyð­ar­ráð­staf­anir eins og eru nú í gildi.

Sem fyrr er útrým­ing veirunnar er mark­mið­ið, þannig að hægt verði að afnema allar tak­mark­anir í sam­fé­lag­inu að nýju. Ekki er útséð um hvernig það mun ganga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent