Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð

Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Öllum sótt­varna­ráð­stöf­unum inn­an­lands verður aflétt eftir fjórar vik­ur, sam­kvæmt því sem Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra til­kynnti eftir fund rík­is­stjórn­ar­innar í dag.

Aðgerðum verður aflétt í tveimur skrefum og fyrra skrefið tekur gildi á mið­nætti í kvöld, en ráð­gert er að öllum sam­komu­tak­mörk­unum inn­an­lands verði aflétt 18. nóv­em­ber.

Á morgun mega, sam­kvæmt því sem Svan­dís sagði við frétta­menn, 2.000 manns koma saman auk þess grímu­skyldu verður aflétt (að frá­töldum sér­stökum reglum á heil­brigð­is­stofn­un­um) og opn­un­ar­tími skemmti­staða verður lengdur um klukku­stund frá því sem nú er.

Það þýðir að skemmti­staðir verða að hætta að hleypa fólki inn kl. 1 og vísa gestum sínum út kl. 2. Skrán­ing­ar­skyldu á við­burðum og veit­inga­húsum verður einnig aflétt.

Rík­is­stjórnin ræddi á fundi sínum í dag um nýjasta minn­is­blað Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­lækn­is, en þar setti hann fram þrjá mögu­leika hvað fram­haldið varð­ar; að vera áfram með óbreyttar sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands, að slaka á þeim að hluta eða að aflétta öllum tak­mörk­unum án taf­ar.

Auglýsing

Nú er verið að aflétta aðgerðum að hluta og stefnt er að því að aflétta þeim að fullu eftir um fjórar vik­ur, „ef allt gengur vel,“ en haft er eftir Svandísi á vef mbl.is að áætl­unin sé sett fram með „þessum fyr­ir­vörum sem við þekkjum orðið mjög vel.“

Sótt­varna­læknir sagði í minn­is­blaði sínu að hann teldi aflétt­ingar að hluta á þess­ari stundu til dæmis geta falist í afnámi grímu­skyldu og því að fjölda­tak­mörk yrðu færð upp í 1.000-2.000 manns, eins og ákveðið hefur verið ráð­ast í.

Breyt­ing­arnar sem taka gildi á mið­nætti:

  • Almennar fjölda­tak­mark­anir 2.000 manns í stað 500.
  • Nánd­ar­regla óbreytt 1 metri, með sömu und­an­tekn­ingum og verið hafa, s.s. á sitj­andi við­burðum og þjón­ustu sem krefst mik­illar nánd­ar.
  • Með notkun hrað­prófa má víkja frá fjölda­tak­mörk­unum og nánd­ar­reglu.
  • Grímu­skyldu aflétt að frá­töldum sér­stökum reglum á heil­brigð­is­stofn­un­um.
  • Skrán­ing­ar­skyldu á við­burðum og veit­inga­húsum aflétt.
  • Opn­un­ar­tími veit­inga­staða þar sem heim­il­aðar eru áfeng­is­veit­ingar lengdur um klukku­stund, til kl. 01:00. Rýma þarf staði fyrir kl. 02:00.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent