Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“

Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.

Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Auglýsing

Kim Jong-un, leið­togi Norð­ur­-Kóreu, hefur húð­skammað emb­ætt­is­menn í heibrigð­is­málum vegna COVID-19 far­ald­urs­ins sem loks hefur náð fót­festu í rík­inu. Helsta gagn­rýni Kim beind­ist að því að apó­tek hafi ekki verið opin allan sól­ar­hring­inn og hefur hann skipað norð­ur­-kóreska hernum að dreifa lyfjum til þeirra sem hafa veikst.

Mis­tök við að útdeila lyfjum sem skyldi má rekja til „emb­ætt­is­manna og heil­brigð­is­starfs­fólks sem átti að sjá um dreif­ing­una sem bretti ekki upp ermarnar og við­ur­kenndi ekki krís­una sem nú stendur yfir,“ hefur rík­is­mið­ill­inn í Norð­ur­-Kóreu eftir Kim.

Á allt öðrum stað en heims­byggðin

Á meðan flest lönd eru farin að ein­beita sér að líf­inu eftir COVID greind­ist fyrsta COVID-19 smitið í Norð­ur­-Kóreu á fimmtu­dag, um tveimur og hálfu ári eftir að fyrsta smitið greind­ist í Kína. Sér­fræð­ingar eru þó sann­færðir um að far­ald­ur­inn hafi geisað í ein­ræð­is­rík­inu í nokkurn tíma.

Auglýsing
Yfirvöld stað­festa að far­ald­ur­inn hafi náð til lands­ins og ótt­ast er að yfir milljón manns séu smit­að­ir. Það eru yfir­völd hins vegar ekki til­búin að við­ur­kenna en sam­kvæmt þeim er aðeins um „hita“ að ræða. Að minnsta kosti 50 manns hafa látið lítið en óljóst er hversu margir þeirra reynd­ust smit­aðir af COVID-19 þar sem sýna­töku­geta yfir­valda er af skornum skammi.

Norð­ur­-Kóreu­búar ber­skjald­aðir fyrir smiti

Íbúar í Norð­ur­-Kóreu eru ber­skjald­aðir fyrir veirunni. Bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er lágt og heil­brigð­is­þjón­usta tak­mörk­uð.Al­þjóða­sam­fé­lagið bauðst til að útvega Norð­ur­-Kóreu millj­ónir skammta af bólu­efn­um, frá kín­verskum bólu­efna­fram­leið­anda og Astr­aZeneca, en yfir­völd í Pyongyang full­yrtu að Norð­ur­-Kórea hefði fulla stjórn á far­aldr­inum með því að hafa lokað landa­mærum sínum kyrfi­lega í jan­úar 2020.

Nú er staðan hins vegar önnur og alls­herj­ar­út­göngu­banni hefur verið komið á. Rík­is­miðlar greina frá því að Kim hafi boðað til neyð­ar­fundar um helg­ina þar sem hann sak­aði emb­ætt­is­menn í heil­brigð­is­kerf­inu um hálf­kák og klaufa­skap við útdeil­ingu lyfja. Kim kall­aði því til her­inn og skip­aði honum og dreifa lyfjum í höf­uð­borg­inni.

Norð­ur­-Kórea á landa­mæri að Suð­ur­-Kóreu og Kína þar sem far­ald­ur­inn hefur verið að taka sig upp að nýju. Í Kína snýst bar­áttan við und­ir­af­brigði ómíkron-af­brigð­is­ins og hefur útgöngu­bönnum verið komið á í stærstu borgum lands­ins. Yfir­völd í Suð­ur­-Kóreu hafa boð­ist til að senda hjálp­ar­gögn eftir þörf­um, þar á meðal bólu­efna­skammta, heil­brigð­is­starfs­fólk og lækn­inga­vör­ur.

Kim hefur ekki þegið boðið en hefur skipað sjálfan sig sem „yf­ir­mann sjúk­dómsvið­bragða“ og stendur fyrir nær dag­legum neyð­ar­fundum sér­staks ráðs um far­ald­ur­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokki