Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“

Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.

Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Auglýsing

Kim Jong-un, leið­togi Norð­ur­-Kóreu, hefur húð­skammað emb­ætt­is­menn í heibrigð­is­málum vegna COVID-19 far­ald­urs­ins sem loks hefur náð fót­festu í rík­inu. Helsta gagn­rýni Kim beind­ist að því að apó­tek hafi ekki verið opin allan sól­ar­hring­inn og hefur hann skipað norð­ur­-kóreska hernum að dreifa lyfjum til þeirra sem hafa veikst.

Mis­tök við að útdeila lyfjum sem skyldi má rekja til „emb­ætt­is­manna og heil­brigð­is­starfs­fólks sem átti að sjá um dreif­ing­una sem bretti ekki upp ermarnar og við­ur­kenndi ekki krís­una sem nú stendur yfir,“ hefur rík­is­mið­ill­inn í Norð­ur­-Kóreu eftir Kim.

Á allt öðrum stað en heims­byggðin

Á meðan flest lönd eru farin að ein­beita sér að líf­inu eftir COVID greind­ist fyrsta COVID-19 smitið í Norð­ur­-Kóreu á fimmtu­dag, um tveimur og hálfu ári eftir að fyrsta smitið greind­ist í Kína. Sér­fræð­ingar eru þó sann­færðir um að far­ald­ur­inn hafi geisað í ein­ræð­is­rík­inu í nokkurn tíma.

Auglýsing
Yfirvöld stað­festa að far­ald­ur­inn hafi náð til lands­ins og ótt­ast er að yfir milljón manns séu smit­að­ir. Það eru yfir­völd hins vegar ekki til­búin að við­ur­kenna en sam­kvæmt þeim er aðeins um „hita“ að ræða. Að minnsta kosti 50 manns hafa látið lítið en óljóst er hversu margir þeirra reynd­ust smit­aðir af COVID-19 þar sem sýna­töku­geta yfir­valda er af skornum skammi.

Norð­ur­-Kóreu­búar ber­skjald­aðir fyrir smiti

Íbúar í Norð­ur­-Kóreu eru ber­skjald­aðir fyrir veirunni. Bólu­setn­ing­ar­hlut­fall er lágt og heil­brigð­is­þjón­usta tak­mörk­uð.Al­þjóða­sam­fé­lagið bauðst til að útvega Norð­ur­-Kóreu millj­ónir skammta af bólu­efn­um, frá kín­verskum bólu­efna­fram­leið­anda og Astr­aZeneca, en yfir­völd í Pyongyang full­yrtu að Norð­ur­-Kórea hefði fulla stjórn á far­aldr­inum með því að hafa lokað landa­mærum sínum kyrfi­lega í jan­úar 2020.

Nú er staðan hins vegar önnur og alls­herj­ar­út­göngu­banni hefur verið komið á. Rík­is­miðlar greina frá því að Kim hafi boðað til neyð­ar­fundar um helg­ina þar sem hann sak­aði emb­ætt­is­menn í heil­brigð­is­kerf­inu um hálf­kák og klaufa­skap við útdeil­ingu lyfja. Kim kall­aði því til her­inn og skip­aði honum og dreifa lyfjum í höf­uð­borg­inni.

Norð­ur­-Kórea á landa­mæri að Suð­ur­-Kóreu og Kína þar sem far­ald­ur­inn hefur verið að taka sig upp að nýju. Í Kína snýst bar­áttan við und­ir­af­brigði ómíkron-af­brigð­is­ins og hefur útgöngu­bönnum verið komið á í stærstu borgum lands­ins. Yfir­völd í Suð­ur­-Kóreu hafa boð­ist til að senda hjálp­ar­gögn eftir þörf­um, þar á meðal bólu­efna­skammta, heil­brigð­is­starfs­fólk og lækn­inga­vör­ur.

Kim hefur ekki þegið boðið en hefur skipað sjálfan sig sem „yf­ir­mann sjúk­dómsvið­bragða“ og stendur fyrir nær dag­legum neyð­ar­fundum sér­staks ráðs um far­ald­ur­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokki