Spurði forsætisráðherra út í bréfið til Kára

Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra á þingi í dag hver tilgangurinn með bréfi hennar til forstjóra ÍE hefði verið og hvers vegna hún tjáði sig um afstöðu sína gagnvart úrskurði Persónuverndar við forstjóra fyrirtækisins sem úrskurðurinn fjallaði um.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata veltir fyrir sér til­gangi bréfa­skrifta Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra til Kára Stef­áns­sonar for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ingar (ÍE) en hún spurði í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvers vegna for­sæt­is­ráð­herra ákvæði að tjá sig um afstöðu sína gagn­vart úrskurði Per­sónu­verndar við for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins sem úrskurð­ur­inn fjall­aði um.

Katrín svar­aði og sagði meðal ann­ars að fram kæmi í bréfi hennar til Kára að það væri hlut­verk dóm­stóla að leggja mat á rétt­mæti ein­stakra úrlausna. „Það er að sjálf­sögðu bara það lagaum­hverfi sem við búum til og eðli­lega hlut­ast ráð­herra ekki til um slíka úrskurð­i.“

Þór­hildur Sunna byrj­aði fyr­ir­spurn sína á því að rifja upp grein Kára Stef­áns­sonar sem birt­ist á Vísi fyrir helgi þar sem hann gagn­rýndi nýlega úrskurði Per­sónu­verndar um vinnu­brögð Íslenskrar erfða­grein­ing­ar.

Auglýsing

„Um þrjá úrskurði er að ræða en einn þeirra felur í sér að Íslensk erfða­grein­ing hafi brotið lög þegar hún safn­aði blóð­sýnum úr sjúk­lingum á Land­spít­ala án þess að leyfi Vís­inda­siða­nefndar lægi fyr­ir. Blóð­sýnin voru tekin úr inniliggj­andi sjúk­lingum á COVID-­deild Land­spít­al­ans í kjöl­far þess að Íslensk erfða­grein­ing sótti um leyfi til Vís­inda­siða­nefndar en áður en leyfi nefnd­ar­innar fyrir sýna­tök­unni lá fyr­ir.

Kári er ósam­mála nið­ur­stöð­unni og útlistar ástæð­urnar fyrir því í fyrr­nefndri grein. En áhuga­verð­asti hluti grein­ar­innar sem Kári birtir er að með henni birt­ist einnig afrit af bréfi sem hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra skrif­aði honum þar sem hún virð­ist taka undir sjón­ar­mið Kára um að umræddur úrskurður sé rangur og segir meðal ann­ars að blóð­sýni hafi verið tekin að beiðni sótt­varna­læknis og með Land­spít­al­an­um. Þó kemur fram í úrskurði Per­sónu­verndar að blóð­sýna­tök­una, sem stað­fest er að hafi farið fram, sé hvergi að finna í skrám Land­spít­al­ans og hún hafi þar af leið­andi einmitt ekki verið unnin með Land­spít­al­anum eins og hæstv. for­sæt­is­ráð­herra heldur fram og þar af leið­andi hljóti lög hafa verið brotin við fram­kvæmd sýna­tök­unn­ar,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Þór­hildur Sunna sagði enn fremur að stofn­anir sem gæta per­sónu­verndar borg­ar­anna ættu undir högg að sækja víðs vegar um heim á tímum kór­ónu­veirunn­ar. „Það er vegið að sjálf­stæði þeirra og réttur borg­ar­anna til frið­helgi einka­lífs hefur verið skertur veru­lega.“

Vekur það áhyggjur hjá þing­mann­inum að for­sæt­is­ráð­herra „virð­ist ætla að grafa undan sjálf­stæði jafn mik­il­vægrar stofn­unar og Per­sónu­vernd­ar“ og spurði hún því Katrínu hvort hún hefði lesið úrskurði Per­sónu­verndar áður en hún sendi umrætt bréf til Kára Stef­áns­sonar og hvort hún hefði óskað eftir ein­hverjum gögnum eða skýr­ingum frá Per­sónu­vernd um úrskurð­ina áður en hún sendi umrætt bréf.

Ráð­herra hlut­ist ekki til um úrskurði Per­sónu­verndar

Katrín svar­aði og sagð­ist hafa lesið þennan úrskurð Per­sónu­vernd­ar. Hún bætti því við að Per­sónu­vernd heyrði ekki undir hana.

„Í svari mínu við bréfi Kára Stef­áns­sonar kom fram að ráð­herra hlut­ast ekki til um úrskurði Per­sónu­verndar enda er hún sjálf­stæð stofn­un. Hins vegar kom fram í svari mínu, og það er sam­kvæmt upp­lýs­ingum sótt­varna­læknis að hann hafði for­göngu um að óska eftir þess­ari rann­sókn. Hans upp­lýs­ingar voru þær að Land­spít­ali og Íslensk erfða­grein­ing væru að vinna að þessu sam­eig­in­lega og heil­brigð­is­ráðu­neytið hefur stað­fest þann skiln­ing við mig.

Þannig að mínar upp­lýs­ingar eru þær að rann­sóknin var unnin að beiðni sótt­varna­læknis til að vera grund­völlur ákvarð­ana­töku hvað varðar sótt­varna­ráð­staf­anir í sam­vinnu Land­spít­ala og Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Þetta hef ég eftir sótt­varna­lækni og heil­brigð­is­ráðu­neyti, af því að mér fannst hátt­virtur þing­maður fyrst og fremst vera að spyrja um þessar heim­ildir mín­ar,“ sagði Katrín.

Katrín Jakobsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Sjálf­stæði Per­sónu­verndar hljóti að vera mik­il­vægur þáttur í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi

Þór­hildur Sunna kom aftur í pontu og sagði að fram kæmi í bréf­inu sem Kári birti að um bréfa­skipti væri að ræða milli for­sæt­is­ráð­herra og hans – og að Katrín hefði aug­ljós­lega sent Kára Stef­áns­syni fleiri bréf en það sem hann birti vegna þess að þar birt­ist ekk­ert um sjálf­stæði stofn­un­ar­innar Per­sónu­vernd­ar.

„En þar liggur hund­ur­inn einmitt graf­inn, virðu­legi for­seti. Sjálf­stæði Per­sónu­verndar hlýtur að vera mik­il­vægur þáttur í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi, að stofn­anir njóti þess trausts frá ráða­mönnum að þeir virði það að ef fólk er ósátt við nið­ur­stöðu Per­sónu­verndar sé hægt að fara með þá nið­ur­stöðu fyrir dóm­stóla.

Það kemur fram í þessum úrskurði Per­sónu­vernd­ar, sem hæst­virtur ráð­herra seg­ist hafa les­ið, að engin skrá sé til um þessi blóð­sýni hjá Land­spít­al­an­um. En gott og vel. Ég velti fyrir mér hver til­gang­ur­inn var með þessu bréfi og hvers vegna for­sæt­is­ráð­herra ákveður að tjá sig um afstöðu sína gagn­vart úrskurði sjálf­stæðrar stofn­unar við for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins sem úrskurð­ur­inn fjall­aði um.“

„Al­ger­lega ómet­an­legt fram­lag“ ÍE í bar­áttu við COVID-19

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að vænt­an­lega birti Kári Stef­áns­son ekki bréfið allt en fram kæmi í því að það væri hlut­verk dóm­stóla að leggja mat á rétt­mæti ein­stakra úrlausna.

„Það er að sjálf­sögðu bara það lagaum­hverfi sem við búum til og eðli­lega hlut­ast ráð­herra ekki til um slíka úrskurði. Ég geri því ekki athuga­semdir við það að því leyti. En hins vegar fannst mér brýnt að það kæmi fram að þær aðstæður sem þarna var unnið undir voru að hér var far­aldur í upp­sigl­ingu sem við höfðum litla sem enga vit­neskju um. Við vorum öll að reyna að leggja okkar af mörkum og þar hefur Íslensk erfða­grein­ing komið gríð­ar­lega sterk inn í því að takast á við þennan far­ald­ur. Aðdrag­andi þess­arar rann­sóknar var með þeim hætti sem ég lýst­i,“ sagði hún.

Telur hún það vera lyk­il­at­riði því að þar með mætti segja að þessi rann­sókn hefði orðið ákveð­inn grund­völlur fyrir áfram­hald­andi ákvarð­ana­töku um sótt­varna­ráð­staf­an­ir.

„Það var minn skiln­ingur á þessu og eins og ég segi þá byggi ég það ann­ars vegar á sam­tölum mínum við sótt­varna­lækni og síðan upp­lýs­ingum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins um að Land­spít­al­inn hafi verið þátt­tak­andi í þess­ari rann­sókn með Íslenskri erfða­grein­ingu. Ég vil nota tæki­færið, herra for­seti, til að segja að það er alger­lega ómet­an­legt, fram­lag þessa fyr­ir­tækis í bar­áttu okkar við þennan sjúk­dóm,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent