Mun meira kynbundið ofbeldi í útgöngubanni

Þrátt fyrir að útgöngubann auki verulega líkur á ofbeldi gagnvart konum og transfólki hefur málaflokkurinn fengið lítið sem ekkert fjármagn í aðgerðum stjórnvalda víða um heim til að bregðast við afleiðingar heimsfaraldursins.

pexels-karolina-grabowska-4379964.jpg
Auglýsing

Yfir­stand­andi heims­far­aldur gæti leitt til mik­ils bakslags í bar­átt­unni gegn kynd­bundnu ofbeldi, en búist er við að það auk­ist um fimmt­ung þegar útgöngu­bann stendur yfir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hjálp­ar­sam­tak­anna Oxfam um stöðu ójafn­aðar í heim­inum sem kom út fyrr í dag.

Far­aldur kyn­bund­ins ofbeldis

Sam­kvæmt sam­tök­unum geisar nú far­aldur kyn­bund­ins ofbeldis sem hefur magn­ast upp vegna ýmissa afleið­inga far­ald­urs­ins. Þar nefna þau sér­stak­lega útgöngu­bann, en einnig hafi aukið efna­hags­legt óör­yggi, og erf­ið­ara aðgengi að vörum og þjón­ustu leitt til þess að líkur á slíku ofbeldi hafi auk­ist.

Í skýrsl­unni er vitnað í nið­ur­stöður mann­fjölda­sjóðs Sam­ein­uðu þjóð­anna, en sam­kvæmt þeim myndi þriggja mán­aða útgöngu­bann á heims­vísu leiða til 15 millj­óna heim­il­is­of­beld­is­at­vika. Vand­inn hefur einnig aðrar birt­inga­mynd­ir, en sam­kvæmt Sam­ein­uðu þjóð­unum myndu tveimur millj­ónum kvenna vera mein­aður aðgangur að getn­að­ar­vörnum á þeim tíma.

Auglýsing

Þar að auki hefur morð­tíðni á meðal kvenna og trans­fólks hækk­að, en konur í Bret­landi eru nú þrisvar sinnum lík­legri til að vera myrtar en þær voru fyrir ára­tug síð­an. Sömu­leiðis hafa morð á trans­fólki auk­ist um sex pró­sent, en þar eru 98 pró­sent fórn­ar­lambanna trans­kon­ur.

Þrátt fyrir þessar vís­bend­ingar hefur litlu sem engu fé verið varið í að bæta stöðu þess­ara þjóð­fé­lags­hópa í sér­stökum aðgerð­ar­pökkum stjórn­valda, en sam­kvæmt Oxfam hefur 0,0002 pró­sent af við­bragðs­að­gerðum þeirra vegna veirunnar farið til að berj­ast gegn kyn­bundnu ofbeldi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent