Umfjallanir um liprunarbréf Jakobs Frímanns og „Karlmennskuspjallið“ ekki brot á siðareglum

Hvorki DV né 24.is brutu gegn siðareglum Blaðamannafélags Íslands með umfjöllunum sínum um Jakob Frímann Magnússon annars vegar og „Karlmennskuspjallið“ hins vegar.

dv og 24.is
Auglýsing

Greint er frá sýkn­unum í tveimur aðskildum úrskurðum Blaða­manna­fé­lags­ins í málum sem voru til með­ferðar hjá nefnd­inni eftir kvart­an­ir. Úrskurð­irnir voru kveðnir upp um miðjan des­em­ber en birtir á heima­síðu Blaða­manna­fé­lags­ins fyrir helgi.

Í þeim fyrri kærði útgef­and­inn Hug­inn Þór Grét­ars­son vef­mið­il­inn 24.is vegna umfjöll­unar um Face­book-hóp­inn „Karl­mennsku­spjall­ið“, hóp þar sem „karl­menn ræða á niðr­andi hátt um kon­ur, karl­femínista og þolendur kyn­fer­is­brota“, líkt og sagði í frétt 24.­is. Sam­sett mynd af nokkrum með­limum hóps­ins, þar á meðal Hug­in, birt­ist með frétt­inni og taldi hann mynd­birt­ing­una vera til­efn­is­lausa og sær­andi.

Ekki var vísað í Hugin í umræddri frétt en eftir að kæra hans barst til siða­nefndar BÍ birti mið­ill­inn frétt þess efnis þar sem segir jafn­framt að alltaf hafi staðið til að birta hin ýmsu ummæli eftir Hugin þar sem sé af nægu að taka.

Auglýsing

Í úrskurði nefnd­ar­innar kemur fram að 24.is hafi ekki brugð­ist við kærunni þrátt fyrir ítrek­un. Í frétt­inni sem 24.is birti eftir að kæran kom fram er hins vegar fjallað um málið auk þess sem birt eru ummæli eftir Hugin auk þess sem mið­ill­inn biðst afsök­unar á að ummælin skuli ekki hafa birst í „af­hjúpum um Karl­mennsku­spjallið og harmar um leið ef það hefur valdið honum skaða.“

Siða­nefndin segir í úrskurði sínum að ljóst að Hug­inn hafi til­heyrt umræddum hópi um karl­mennsku­spjall og geti því ekki vik­ist undan því að vera tengdur hópnum í umfjöllun 24.is, jafn­vel þótt ekki séu þar til­færð ummæli hans.

Átti erindi við almenn­ing

Aðkoma Jak­obs Frí­manns Magn­ús­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, að svoköll­uðu liprunar­bréfi er til umfjöll­unar í seinni úrskurð­in­um. Jón Ósmann Ara­son kær­ir, fyrir hönd ólög­ráða sonar síns, umfjöllun DV um aðkomu Jak­obs Frí­manns að liprunar­bréfi til utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins vegna ferða­lags son­ar­ins. Björn Þor­láks­son, rit­stjóri DV og Heimir Hann­es­son blaða­mað­ur, eru kærðir en Erla Hlyns­dótt­ir, frétta­stjóri DV, sem skrif­aði yfir­lýs­ingu DV ásamt rit­stjóra vegna umfjöll­un­ar­inn­ar, er ekki kærð.

Í úrskurði nefnd­ar­innar segir að fréttin hafi snú­ist um aðkomu Jak­obs Frí­manns að mál­inu en ekki kærendur sem hvergi voru nafn­greind­ir. Leiddi það meðal ann­ars til þess að utan­rík­is­ráðu­neytið aft­ur­kall­aði bréfið og baðst afsök­unar á vinnu­brögðum sín­um. Siða­nefndin met­ur, að í ljósi þeirrar stjórn­sýslu­með­ferðar sem málið hlaut, hafi það átt erindi til almenn­ings og verið nægi­lega vandað til verka í fram­setn­ingu og úrvinnslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent