Partygate hvergi nærri lokið – Myndum af Johnson í enn einu samkvæminu lekið

Myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti þegar útgöngubann vegna heimsfaraldurs COVID-19 var í gildi hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.

Fjórar myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti í nóvember 2020 hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
Fjórar myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti í nóvember 2020 hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
Auglýsing

Breska sjón­varps­stöðin ITV hefur birt fjórar myndir sem sýna Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, með drykk í hönd í sam­kvæmi í Down­ingstræti 10. Mynd­irnar eru teknar í kveðju­hófi í nóv­em­ber 2020 fyrir þáver­andi upp­lýs­inga­full­trúa for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, Lee Cain. Útgöngu­bann var þá í gildi, í annað sinn eftir að far­ald­ur­inn braust út. Sam­komur tveggja eða fleiri inn­an­dyra voru þá með öllu bann­aðar en und­an­þágur voru veittar ef um var að ræða „nauð­syn­legar vinnu­tengdar sam­komur“.

Kveðju­hófið er eitt af tólf sam­kvæmum á vegum breskra yfir­valda á tímum strangra sótt­varna­reglna sem voru hluti af rann­sókn bresku lög­regl­unn­ar. Rann­sóknin stóð yfir í um fjóra mán­uði og lauk fyrr í þessum mán­uði. 83 manns voru sektaðir vegna brota á sótt­varna­reglum alls gaf lög­regla út 126 sekt­ir.

Sektaður fyrir eigin afmæl­is­veislu – ekki kveðju­hófið

John­son var sektaður fyrir að vera við­staddur eigin afmæl­is­veislu, 19. júní 2020, sem haldin var í Down­ingstræti. Veislan var lít­il, skipu­lögð af eig­in­konu hans, Carrie John­son, en var brot á þágild­andi sótt­varna­reglum að mati lög­reglu og því var sekt nið­ur­stað­an. John­son var hins vegar ekki sektaður vegna kveðju­hófs­ins í nóv­em­ber. Sam­kvæmt heim­ildum BBC var gefin út sekt í tengslum við kveðju­hófið en náði hún ekki til for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing
Johnson er fyrsti for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands sem er sektaður fyrir að lög­brot. Hann hefur ítrekað beðist afsök­unar og full­yrt að það hafi ekki hvarflað að honum á sínum tíma að hann væri að brjóta lög. „Það voru mín mis­tök og ég biðst inni­legrar afsök­unar á þeim,“ sagði John­son þegar hann ávarp­aði þingið í síð­asta mán­uði eftir að hann var sektað­ur. John­son sagð­ist skilja reið­ina og sær­indin sem hann olli og að almenn­ingur eigi rétt á því að búast við meiru af eigin for­sæt­is­ráð­herra.

Mynd­irnar sem nú hafa verið birtar þykja grafa undan ítrek­uðum afsök­un­ar­beiðnum for­sæt­is­ráð­herr­ans, sér­stak­lega þar sem mynd­irnar eru teknar í nóv­em­ber 2020, um tíu mán­uðum eftir að far­ald­ur­inn braust fyrst út.

Vín­flöskur, vín­glös, gin og hand­spritt

„Boris John­son sagði ítrekað að hann vissi ekk­ert um brot á lögum - það er eng­inn vafi núna, hann laug. Boris John­son setti regl­urn­ar, og hann braut þær,“ sagði Ang­ela Rayner, vara­for­maður Verka­manna­flokks­ins, eftir að mynd­irnar fjórar voru birtar í fjöl­miðlum í gær.

Áfengi var án efa haft um hönd í samkvæminu. Skjáskot/ITV

Stjórn­mála­skýrendur telja að miðað við það sem sést á þeim hafi John­son auð­veld­lega átt að gera sér grein fyrir að hann var í sam­kvæmi. Á mynd­unum sjást að minnsta kosti átta manns standa þétt sam­an, áfengi er aug­ljós­lega haft um hönd og sjá má vín­flöskur, vín­glös, gin­flösku, að ógleymdu hand­spritti, á borð­inu sem John­son stendur við. Á nokkrum mynd­anna lyftir John­son glasi og virð­ist vera að skála eða halda ræðu.

John­son var spurður út í kveðju­hófið í þing­sal í byrjun des­em­ber. Catherine West, þing­maður Verka­manna­flokks­ins, spurði hvort að sam­kvæmi hafi átti sér stað í Down­ingstræti 13. nóv­em­ber. „Nei,“ svar­aði for­sæt­is­ráð­herra. „En ég er viss um að sama hvað átti sér stað, að farið hafi verið eftir reglum í einu og öllu.“

Sagan enda­lausa?

Partý­stand í Down­ingstræti hefur fengið við­ur­nefnið „Par­tyga­te“ og virð­ist ætla að fylgja for­sæt­is­ráð­herra hvert fót­mál. Í upp­hafi árs baðst hann afsök­unar á að hafa verið við­staddur garð­veislu í Down­ingstræti í maí 2020, þegar útgöngu­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi. Í kjöl­farið bár­ust fregnir af fleiri sam­komum á vegum breskra stjórn­valda og var Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, falið að gera rann­sókn til að meta eðli og til­gang veislu­hald­anna.

Um innri rann­sókn er að ræða. Kraf­ist var hlut­leysi af hálfu Gray og bar henni að skila nið­ur­stöðum til for­sæt­is­ráð­herra. Þegar breska lög­reglan hóf sjálf­stæða rann­sókn á veisu­höld­unum flækt­ust mál­in. Gray var gert að bíða með rann­sókn sína á meðan lög­reglu­rann­sóknin stóð yfir. Hún skil­aði þó bráða­birgða­skýrslu 31. jan­úar þar sem fram kom að veislu­höld í Down­ingstræti á tímum útgöngu­banns eða strangra sótt­varna­regla voru óvið­eig­andi og að skortur hafi verið á for­ystu­hæfi­leikum og dóm­greind, bæði hjá starfs­fólki í Down­ingstræti sem og á skrif­stofu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nú þegar lög­reglu­rann­sókn er lokið má búast við end­an­legri skýrslu Gray, jafn­vel á næstu dög­um. Þegar hún liggur fyrir mun John­son ávarpa þing­heim enn einu sinni til að ræða „Par­tyga­te“ og vonar hann vænt­an­lega að það verði í síð­asta skipti. Stjórn­ar­and­staðan og margir stjórn­mála­skýrendur eru hins vegar á öðru máli.

En Par­tygate er hvergi nærri lok­ið. Rann­sókn­ar­nefnd á vegum breska þings­ins mun nú rann­saka hvort John­son hafi vís­vit­andi afvega­leitt þing­menn í umræðum um sam­kvæmi sem haflin voru á tímum strangra sótt­varna­reglna. Þegar nefndin hefur kom­ist að nið­ur­stöðu mun hún leggja fram til­lögur sem þing­menn greiða atkvæði um, sem gætu meðal ann­ars falist í ein­hvers konar refsi­að­gerðum gegn for­sæt­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent