Partygate hvergi nærri lokið – Myndum af Johnson í enn einu samkvæminu lekið

Myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti þegar útgöngubann vegna heimsfaraldurs COVID-19 var í gildi hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.

Fjórar myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti í nóvember 2020 hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
Fjórar myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti í nóvember 2020 hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
Auglýsing

Breska sjón­varps­stöðin ITV hefur birt fjórar myndir sem sýna Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, með drykk í hönd í sam­kvæmi í Down­ingstræti 10. Mynd­irnar eru teknar í kveðju­hófi í nóv­em­ber 2020 fyrir þáver­andi upp­lýs­inga­full­trúa for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, Lee Cain. Útgöngu­bann var þá í gildi, í annað sinn eftir að far­ald­ur­inn braust út. Sam­komur tveggja eða fleiri inn­an­dyra voru þá með öllu bann­aðar en und­an­þágur voru veittar ef um var að ræða „nauð­syn­legar vinnu­tengdar sam­komur“.

Kveðju­hófið er eitt af tólf sam­kvæmum á vegum breskra yfir­valda á tímum strangra sótt­varna­reglna sem voru hluti af rann­sókn bresku lög­regl­unn­ar. Rann­sóknin stóð yfir í um fjóra mán­uði og lauk fyrr í þessum mán­uði. 83 manns voru sektaðir vegna brota á sótt­varna­reglum alls gaf lög­regla út 126 sekt­ir.

Sektaður fyrir eigin afmæl­is­veislu – ekki kveðju­hófið

John­son var sektaður fyrir að vera við­staddur eigin afmæl­is­veislu, 19. júní 2020, sem haldin var í Down­ingstræti. Veislan var lít­il, skipu­lögð af eig­in­konu hans, Carrie John­son, en var brot á þágild­andi sótt­varna­reglum að mati lög­reglu og því var sekt nið­ur­stað­an. John­son var hins vegar ekki sektaður vegna kveðju­hófs­ins í nóv­em­ber. Sam­kvæmt heim­ildum BBC var gefin út sekt í tengslum við kveðju­hófið en náði hún ekki til for­sæt­is­ráð­herra.

Auglýsing
Johnson er fyrsti for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands sem er sektaður fyrir að lög­brot. Hann hefur ítrekað beðist afsök­unar og full­yrt að það hafi ekki hvarflað að honum á sínum tíma að hann væri að brjóta lög. „Það voru mín mis­tök og ég biðst inni­legrar afsök­unar á þeim,“ sagði John­son þegar hann ávarp­aði þingið í síð­asta mán­uði eftir að hann var sektað­ur. John­son sagð­ist skilja reið­ina og sær­indin sem hann olli og að almenn­ingur eigi rétt á því að búast við meiru af eigin for­sæt­is­ráð­herra.

Mynd­irnar sem nú hafa verið birtar þykja grafa undan ítrek­uðum afsök­un­ar­beiðnum for­sæt­is­ráð­herr­ans, sér­stak­lega þar sem mynd­irnar eru teknar í nóv­em­ber 2020, um tíu mán­uðum eftir að far­ald­ur­inn braust fyrst út.

Vín­flöskur, vín­glös, gin og hand­spritt

„Boris John­son sagði ítrekað að hann vissi ekk­ert um brot á lögum - það er eng­inn vafi núna, hann laug. Boris John­son setti regl­urn­ar, og hann braut þær,“ sagði Ang­ela Rayner, vara­for­maður Verka­manna­flokks­ins, eftir að mynd­irnar fjórar voru birtar í fjöl­miðlum í gær.

Áfengi var án efa haft um hönd í samkvæminu. Skjáskot/ITV

Stjórn­mála­skýrendur telja að miðað við það sem sést á þeim hafi John­son auð­veld­lega átt að gera sér grein fyrir að hann var í sam­kvæmi. Á mynd­unum sjást að minnsta kosti átta manns standa þétt sam­an, áfengi er aug­ljós­lega haft um hönd og sjá má vín­flöskur, vín­glös, gin­flösku, að ógleymdu hand­spritti, á borð­inu sem John­son stendur við. Á nokkrum mynd­anna lyftir John­son glasi og virð­ist vera að skála eða halda ræðu.

John­son var spurður út í kveðju­hófið í þing­sal í byrjun des­em­ber. Catherine West, þing­maður Verka­manna­flokks­ins, spurði hvort að sam­kvæmi hafi átti sér stað í Down­ingstræti 13. nóv­em­ber. „Nei,“ svar­aði for­sæt­is­ráð­herra. „En ég er viss um að sama hvað átti sér stað, að farið hafi verið eftir reglum í einu og öllu.“

Sagan enda­lausa?

Partý­stand í Down­ingstræti hefur fengið við­ur­nefnið „Par­tyga­te“ og virð­ist ætla að fylgja for­sæt­is­ráð­herra hvert fót­mál. Í upp­hafi árs baðst hann afsök­unar á að hafa verið við­staddur garð­veislu í Down­ingstræti í maí 2020, þegar útgöngu­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi. Í kjöl­farið bár­ust fregnir af fleiri sam­komum á vegum breskra stjórn­valda og var Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, falið að gera rann­sókn til að meta eðli og til­gang veislu­hald­anna.

Um innri rann­sókn er að ræða. Kraf­ist var hlut­leysi af hálfu Gray og bar henni að skila nið­ur­stöðum til for­sæt­is­ráð­herra. Þegar breska lög­reglan hóf sjálf­stæða rann­sókn á veisu­höld­unum flækt­ust mál­in. Gray var gert að bíða með rann­sókn sína á meðan lög­reglu­rann­sóknin stóð yfir. Hún skil­aði þó bráða­birgða­skýrslu 31. jan­úar þar sem fram kom að veislu­höld í Down­ingstræti á tímum útgöngu­banns eða strangra sótt­varna­regla voru óvið­eig­andi og að skortur hafi verið á for­ystu­hæfi­leikum og dóm­greind, bæði hjá starfs­fólki í Down­ingstræti sem og á skrif­stofu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nú þegar lög­reglu­rann­sókn er lokið má búast við end­an­legri skýrslu Gray, jafn­vel á næstu dög­um. Þegar hún liggur fyrir mun John­son ávarpa þing­heim enn einu sinni til að ræða „Par­tyga­te“ og vonar hann vænt­an­lega að það verði í síð­asta skipti. Stjórn­ar­and­staðan og margir stjórn­mála­skýrendur eru hins vegar á öðru máli.

En Par­tygate er hvergi nærri lok­ið. Rann­sókn­ar­nefnd á vegum breska þings­ins mun nú rann­saka hvort John­son hafi vís­vit­andi afvega­leitt þing­menn í umræðum um sam­kvæmi sem haflin voru á tímum strangra sótt­varna­reglna. Þegar nefndin hefur kom­ist að nið­ur­stöðu mun hún leggja fram til­lögur sem þing­menn greiða atkvæði um, sem gætu meðal ann­ars falist í ein­hvers konar refsi­að­gerðum gegn for­sæt­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu nýjan stjórnarsáttmála í nóvember 2021.
Allir formenn stjórnarflokkanna tapað umtalsverðu trausti á kjörtímabilinu
Formaður Framsóknar hefur tapað meira trausti það sem af er kjörtímabili en hinir leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Vantraust á hann hefur líka aukist meira en í garð hinna formannanna.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Breytt áform á Mýrdalssandi og skömmum hreytt í umsagnaraðila
Viðhorf Umhverfisstofnunar er „sjálfhverft“ og afstaða Samtaka ferðaþjónustunnar „ósanngjörn“. Tékkneska stórfyrirtækið EP Power Minerals lætur stofnanir og aðra umsagnaraðila fá það óþvegið.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Ekki í forgangi hjá Landsvirkjun að selja raforku til vinnslu hrávöru
Orkufyrirtækin segja eftirspurn eftir raforku gríðarlega og að forgangsraða þurfi samtölum við áhugasama kaupendur. Lítil umframorka sé í kerfinu ólíkt því sem talsmaður sementsrisans Heidelberg Materials hélt fram á íbúafundi á dögunum.
Kjarninn 26. nóvember 2022
Elon Musk, eigandi Twitter og ríkasti maður í heimi.
Musk veitir brottrækum á Twitter „almenna sakaruppgjöf“
Eigandi Twitter hefur boðið fyrrverandi Bandaríkjaforseta og fleiri brottræka velkomna aftur á samfélagsmiðilinn. Ákvörðunina byggði hann, að hluta til, á skoðanakönnun á eigin prófíl.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði dómsmálaráðherra um nagladekk.
Fleiri sektaðir fyrir nagladekkjanotkun utan leyfilegs tímabils í ár en fjögur árin á undan
Ekki er ljóst á hvaða lagaheimild það er byggt að sekta ekki fyrir notkun nagladekkja fyrstu vikurnar eftir að bann við notkuninni tekur gildi ár hvert. Þrjár af hverjum fjórum sektum í ár hafa verið gefnar út á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Verið getur að tugþúsundir laxa hafi sloppið úr kvíum Arnarlax síðasta sumar.
Arnarlax getur ekki gert grein fyrir afdrifum tugþúsunda laxa – „Vítavert aðgæsluleysi“
Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldssekt á laxeldisfyrirtækið Arnarlax upp á 120 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Jeffrey Epstein.
Þolendur Jeffrey Epstein höfða mál gegn Deutsche Bank og JPMorgan
Viðskiptabankar Jeffrey Epstein hunsuðu „rauð flögg“ og gerðu honum kleift að stunda mansal og brjóta á fjölda kvenna. Þetta er rökstuðningur kvenna sem ætla í mál við tvo banka vestanhafs.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Formaður VR segist hafa verið niðurlægður þrisvar á sólarhring og sleit því viðræðum
VR er búið að slíta viðræðum um gerð kjarasamnings. Tilboð sem félagið fékk frá Samtökum atvinnulífsins í gærkvöldi um 14 mánaða samning var kornið sem fyllti mælin. Yfirlýsingar seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssonar skiptu einnig sköpum.
Kjarninn 25. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiErlent