11 færslur fundust merktar „partygate“

Boris Johnson hélt sína síðustu ræðu sem forsætisráðherra í morgun.
Hvað verður um Boris Johnson?
Boris Johnson var forsætisráðherra Bretlands í 1.139 daga. Röð hneykslismála leiddi til afsagnar hans en framtíð hans í stjórnmálum er óljós. Í lokaræðu sinni líkti hann sér við eldflaug sem væri nú tilbúin til „mjúklegrar brotlendingar“.
6. september 2022
Boris Johnson segir af sér í dag – Skipan klíparans í háttsett embætti það sem felldi hann
Yfir 50 einstaklingar hafa sagt af sér embætti í Bretlandi á síðustu dögum vegna þess að þeir treysta ekki lengur Boris Johnson til að leiða landið, þar með talið margir ráðherrar.
7. júlí 2022
Boris Johnson yfirgefur þingið eftir að hafa greitt atkvæði um vantrauststillögu gegn sjálfum sér.
Johnson stóð af sér vantrauststillögu
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stóð af sér atkvæðagreiðslu um vantraust innan þingflokks Íhaldsflokksins. Johnson heldur því áfram að hrista af sér eftirmála Partygate og heitir því að „leiða flokkinn aftur til sigurs “.
6. júní 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
25. maí 2022
Fjórar myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti í nóvember 2020 hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
Partygate hvergi nærri lokið – Myndum af Johnson í enn einu samkvæminu lekið
Myndir sem sýna Boris Johnson hafa áfengi um hönd í samkvæmi í Downingstræti þegar útgöngubann vegna heimsfaraldurs COVID-19 var í gildi hafa verið birtar í breskum fjölmiðlum. Myndirnar þykja grafa undan trúverðugleika forsætisráðherra.
24. maí 2022
Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi.
Ætla að tryggja að „Beergate“ endi ekki eins og „Partygate“
Leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi fékk sér bjór með vinnufélögum í apríl í fyrra. Lögregla rannsakar uppákomuna en Verkamannaflokkurinn segir gögn sýna fram á að sóttvarnareglur hafi ekki verið brotnar eins og í tilfelli forsætisráðherra.
11. maí 2022
Partygate-hneykslið svokallaða hefur vakið mikla reiði meðal kjósenda og talið hafa veikt stöðu forsætisráðherra sem heldur ótrauður áfram.
Til rannsóknar hvort Johnson hafi afvegaleitt þingmenn vegna partýstands
Breska þingið hefur samþykkt að sérstök rannsóknarnefnd meti hvort Boris Johnson forsætisráðherra hafi af ásettu ráði villt um fyrir þingmönnum í umræðum um veisluhöld í Downingstræti á tímum heimsfaraldurs.
22. apríl 2022
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bað þingmenn enn einu sinni afsökunar á að hafa verið viðstaddur samkvæmi, þar á meðal eigin afmælisveislu, í Downingstræti á tímum strangra sóttvarnareglna vegna COVIID-19.
Boris biðst afsökunar – Enn á ný
Boris Johnson bað þingmenn enn á ný afsökunar í dag á því að hafa brotið sóttvarnareglur á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Á fimmtudag verður sérstök umræða um Partygate þar sem þingmenn ákveða hvort aðkoma forsætisráðherra verði rannsökuð.
19. apríl 2022
David Wolfson, dómsmálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér vegna Partygate. Hann var þó ekki viðstaddur neitt samkvæmi.
Fyrsti ráðherrann segir af sér vegna Partygate
Dómsmálaráðherra Bretlands hefur sagt af sér vegna veisluhalda í Downingstræti 10 þegar strangar sóttvarnareglur voru í gildi. Boris Johnson forsætisráðherra hefur greitt sekt vegna lögbrota. Hann ætlar ekki að segja af sér en lofar nánari útskýringum.
15. apríl 2022
Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, og Boris Johnson forsætisráðherra hafa greitt sektir vegna brota á ströngum sóttvarnarreglum á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar en telja ekki ástæði til að segja af sér embætti.
Johnson telur sektina ekki ástæðu til afsagnar
Sektir sem Boris Johnson forsætisráðherra, Carrie Johnson eiginkona hans og Rishi Sunak fjármálaráðherra Bretlands fengu fyrir brot á sóttvarnareglum á tímum heimsfaraldurs snúa að afmælisveislu forsætisráðherra. Þeir ætla ekki að segja af sér.
13. apríl 2022
Fyrstu 20 sektirnar vegna „Partygate“ aðeins toppurinn á ísjakanum
Breska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir skort á gagnsæi í tengslum við sektir vegna „Partygate“. Boris Johnson forsætisráðherra er ekki meðal þeirra 20 sem fengu sekt en lofar að upplýsa um það, verði hann sektaður síðar meir.
10. apríl 2022