Fyrstu 20 sektirnar vegna „Partygate“ aðeins toppurinn á ísjakanum

Breska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir skort á gagnsæi í tengslum við sektir vegna „Partygate“. Boris Johnson forsætisráðherra er ekki meðal þeirra 20 sem fengu sekt en lofar að upplýsa um það, verði hann sektaður síðar meir.

boris partygate
Auglýsing

Rík­is­stjórn Bret­lands hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir skort á gagn­sæi í tengslum við sektir vegna „Par­tyga­te“. Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra er ekki meðal þeirra 20 sem fengu sekt en lofar að upp­lýsa um það, verði hann sektaður síðar meir.

Í upp­hafi árs kom John­son fyrir breska þingið og baðst afsök­unar á að hafa verið við­staddur veislu í Down­ing­stræti 10, 20 maí 2020, þegar útgöng­u­­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi.

Auglýsing

Breska lög­reglan hefur rann­sakað tólf sam­kvæmi á vegum breskra yfir­valda á þeim tíma sem strangar sótt­varna­reglur voru í gildi vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Nú hefur lög­regla sektað nokkra sem sóttu sam­kvæmi í Down­ingstræti 10 að kvöldi 16. apríl 2021, kvöldið áður en útför Fil­ippusar prins fór fram. Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, var ekki sektað­ur. Sam­kvæmið var kveðju­hóf fyrir sam­skipta­stjóra for­sæt­is­ráð­herra, James Slack, og hefur hann beðist afsök­unar á að það hafi verið haldið og að hann hafi verið við­stadd­ur.

Skortur á leið­toga­hæfni og skað­leg drykkju­menn­ing

Lítið var fjallað um sam­kvæmin tólf í bráða­birgða­skýrslu Sue Gray, sér­­staks sak­­sókn­­ara, um partýstandið í Down­ing­stræti og öðrum húsa­kynnum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, sem birt var í lok jan­úar þar sem lög­regla hóf sjálf­stæða rann­sókn á þeim og bað Gray því um að vísa sem minnst í þau sökum rann­sókn­ar­hags­muna.

Greina má þrjú megin þemu í nið­­ur­­stöðum Gray. Í fyrsta lagi nefnir hún heims­far­ald­­ur­inn og að erfitt hafi verið að rétt­læta sam­komur á sama tíma og almenn­ingur bjó við harðar sam­komu­tak­­mark­an­­ir. Í öðru lagi segir hún grein­i­­legan skort hafa verið á for­yst­u­hæfi­­leikum sem leiddi meðal ann­­ars til þess að gleð­­skap­­ur­inn gekk of langt í sumum til­­vik­­um. Í þriðja lagi gagn­rýnir hún drykkju­­menn­ingu á vinn­u­­stöðum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. „Óhóf­­leg neysla áfengis er óvið­eig­andi á vinn­u­­stöðum öllum stund­um,“ segir m.a. í skýrslu Gray. Loka­skýrslu sér­staks sak­sókn­ara er enn beð­ið.

Lög­regla birtir ekki nöfn þeirra sem fá sekt

Alls er um 20 sektir að ræða og sam­kvæmt heim­ildum BBC er um fyrsta skammt­inn að ræða. Í bréfum þar sem sekt­irnar eru birtar segir að nið­ur­staða lög­reglu­rann­sóknar sýni að rök­studdur grunur sé fyrir því að brot gegn gild­andi sótt­varna­reglum hafi verið framin á umræddu tíma­bili. Lög­reglan mun ekki birta nöfn þeirra sem hafa verið sektaðir nema við­kom­andi reyni að fá sekt­inni hnekkt fyrir dóm­stól­um.

Starfs­fólk Down­ingstrætis 10 stóð fyrir tveimur sam­kvæmum kvöldið áður en jarð­ar­för Fil­ippusar prins fór fram. Tveggja vikna þjóð­ar­sorg hafði verið lýst yfir í Bret­landi vegna frá­falls drottn­ing­ar­manns­ins.

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra var í hvor­ugu sam­kvæm­inu en hefur beðist afsök­unar á að þau hafi farið fram. Hann var hins vegar staddur í um þrjá­­tíu manna veislu í Down­ing­­stræti rúmum mán­uði síðar þegar útgöng­u­­­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi. Veislu­höldin fóru fram í garði Down­ing­­stræti og var hund­rað boðs­­gestum meðal ann­­ars bent á að „hafa eigið áfengi með­­­ferðis til að njóta góða veð­­ur­s­ins eins best væri á kos­ið“. Um 30 manns þekkt­ust boð­ið, þar á meðal John­­son sjálfur og Carrie John­­son, eig­in­­kona hans. Á því hefur hann einnig beðist afsök­un­ar, sem og eigin afmæl­is­veislu sem kona hans skipu­lagði í íbúð þeirra í Down­ingstræti 19. júní 2020 og kveðju­hófi í nóv­em­ber sama ár þegar sér­stakur ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra lét af störf­um.

Starfsfólk Downingstrætis 10 stóð fyrir tveimur samkvæmum kvöldið áður en jarðarför Filippusar prins fór fram. Tveggja vikna þjóðarsorg hafði verið lýst yfir í Bretlandi vegna fráfalls drottningarmannsins.

Lítið hefur verið gefið upp um þau sem hafa verið sektuð en Daily Tel­egraph segir Helen MacNa­mara, fyrr­ver­andi yfir­mann siða­reglna hjá rík­is­stjórn­inni, vera á meðal þeirra sem voru sekt­uð. Hún hefur ekki viljað tjá sig um mál­ið. Keir Star­mer, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, krefst þess að hátt­settir ráða­menn sem hafi verið sektaðir verði nafn­greindir.

Tólf sam­komur eru til rann­­sóknar hjá lög­­­reglu en í skýrslu Gray er fjallað um að minnsta kosti 16. Gray segir að henni hafi verið settar miklar skorður vegna lög­­­reglu­rann­­sókn­­ar­innar og því er enn nokkuð í að end­an­­leg og „þýð­ing­­ar­­mik­il“ skýrsla verði gefin út. John­son full­yrðir að end­an­leg skýrsla Gray um „Par­tyga­te“ verði gerð opin­ber.

Neita að afhenda myndir sem ljós­mynd­ari rík­is­stjórn­ar­innar tók í sam­kvæm­unum

Skortur á gagn­sæi í öllu sem teng­ist „Par­tyga­te“ hefur verið gagn­rýnt. Ráð­herrar hafa til að mynda verið gagn­rýndir fyrir að neita að birta myndir sem ljós­mynd­ari rík­is­stjórn­ar­innar tók í sam­kvæmum sem hafa verið til rann­sókn­ar.

Skrif­stofa rík­is­stjórn­ar­innar vildi hvorki stað­festa né hafna að myndir frá sam­kvæm­unum séu til þegar óskað var eftir þeim á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Það liggur hins vegar fyrir að myndir frá ljós­mynd­ar­anum eru meðal gagna í rann­sókn Gray. Leið­togar Verka­manna­flokks­ins hafa skorað á rík­is­stjórn­ina að birta mynd­irn­ar, ekki síst þar sem laun ljós­mynd­ara rík­is­stjórn­ar­innar eru greidd af skatt­greið­end­um.

„Ljós­mynd­ari Down­ingstrætis er fjár­magn­aður af skatt­greið­end­um. Almenn­ingur á allan rétt á því að sjá þessar myndir sem þau hafa unnið baki brotnu fyr­ir,“ segir Ang­ela Rayner, vara­for­maður Verka­manna­flokks­in, sem telur John­son vera að hylma yfir eigin brotum á reglum með að hindra birt­ingu mynd­anna. „Boris John­son verður að koma hreint fram pog birta þessar mynd­ir.“

Það er undir Gray sjálfri komið hvort hún nefni þau á nafn sem hún telur hafa gerst brot­leg gegn þágild­andi sótt­varna­regl­um. Í bráða­birgða­skýrslu sinni nefndi hún engin nöfn.

Aðeins John­son og Simon Case, ráð­herra í rík­is­stjórn John­son, hafa gefið út að þeir muni upp­lýsa um það verði þeir sektað­ir. Rann­sókn lög­reglu á sam­kvæm­unum er ekki lokið og þykir lík­legt að sekt­irnar tutt­ugu séu aðeins á byrj­unin á því sem koma skal.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar