Fyrstu 20 sektirnar vegna „Partygate“ aðeins toppurinn á ísjakanum

Breska ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir skort á gagnsæi í tengslum við sektir vegna „Partygate“. Boris Johnson forsætisráðherra er ekki meðal þeirra 20 sem fengu sekt en lofar að upplýsa um það, verði hann sektaður síðar meir.

boris partygate
Auglýsing

Rík­is­stjórn Bret­lands hefur verið harð­lega gagn­rýnd fyrir skort á gagn­sæi í tengslum við sektir vegna „Par­tyga­te“. Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra er ekki meðal þeirra 20 sem fengu sekt en lofar að upp­lýsa um það, verði hann sektaður síðar meir.

Í upp­hafi árs kom John­son fyrir breska þingið og baðst afsök­unar á að hafa verið við­staddur veislu í Down­ing­stræti 10, 20 maí 2020, þegar útgöng­u­­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi.

Auglýsing

Breska lög­reglan hefur rann­sakað tólf sam­kvæmi á vegum breskra yfir­valda á þeim tíma sem strangar sótt­varna­reglur voru í gildi vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar. Nú hefur lög­regla sektað nokkra sem sóttu sam­kvæmi í Down­ingstræti 10 að kvöldi 16. apríl 2021, kvöldið áður en útför Fil­ippusar prins fór fram. Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, var ekki sektað­ur. Sam­kvæmið var kveðju­hóf fyrir sam­skipta­stjóra for­sæt­is­ráð­herra, James Slack, og hefur hann beðist afsök­unar á að það hafi verið haldið og að hann hafi verið við­stadd­ur.

Skortur á leið­toga­hæfni og skað­leg drykkju­menn­ing

Lítið var fjallað um sam­kvæmin tólf í bráða­birgða­skýrslu Sue Gray, sér­­staks sak­­sókn­­ara, um partýstandið í Down­ing­stræti og öðrum húsa­kynnum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, sem birt var í lok jan­úar þar sem lög­regla hóf sjálf­stæða rann­sókn á þeim og bað Gray því um að vísa sem minnst í þau sökum rann­sókn­ar­hags­muna.

Greina má þrjú megin þemu í nið­­ur­­stöðum Gray. Í fyrsta lagi nefnir hún heims­far­ald­­ur­inn og að erfitt hafi verið að rétt­læta sam­komur á sama tíma og almenn­ingur bjó við harðar sam­komu­tak­­mark­an­­ir. Í öðru lagi segir hún grein­i­­legan skort hafa verið á for­yst­u­hæfi­­leikum sem leiddi meðal ann­­ars til þess að gleð­­skap­­ur­inn gekk of langt í sumum til­­vik­­um. Í þriðja lagi gagn­rýnir hún drykkju­­menn­ingu á vinn­u­­stöðum rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar. „Óhóf­­leg neysla áfengis er óvið­eig­andi á vinn­u­­stöðum öllum stund­um,“ segir m.a. í skýrslu Gray. Loka­skýrslu sér­staks sak­sókn­ara er enn beð­ið.

Lög­regla birtir ekki nöfn þeirra sem fá sekt

Alls er um 20 sektir að ræða og sam­kvæmt heim­ildum BBC er um fyrsta skammt­inn að ræða. Í bréfum þar sem sekt­irnar eru birtar segir að nið­ur­staða lög­reglu­rann­sóknar sýni að rök­studdur grunur sé fyrir því að brot gegn gild­andi sótt­varna­reglum hafi verið framin á umræddu tíma­bili. Lög­reglan mun ekki birta nöfn þeirra sem hafa verið sektaðir nema við­kom­andi reyni að fá sekt­inni hnekkt fyrir dóm­stól­um.

Starfs­fólk Down­ingstrætis 10 stóð fyrir tveimur sam­kvæmum kvöldið áður en jarð­ar­för Fil­ippusar prins fór fram. Tveggja vikna þjóð­ar­sorg hafði verið lýst yfir í Bret­landi vegna frá­falls drottn­ing­ar­manns­ins.

Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra var í hvor­ugu sam­kvæm­inu en hefur beðist afsök­unar á að þau hafi farið fram. Hann var hins vegar staddur í um þrjá­­tíu manna veislu í Down­ing­­stræti rúmum mán­uði síðar þegar útgöng­u­­­bann vegna útbreiðslu COVID-19 var í gildi. Veislu­höldin fóru fram í garði Down­ing­­stræti og var hund­rað boðs­­gestum meðal ann­­ars bent á að „hafa eigið áfengi með­­­ferðis til að njóta góða veð­­ur­s­ins eins best væri á kos­ið“. Um 30 manns þekkt­ust boð­ið, þar á meðal John­­son sjálfur og Carrie John­­son, eig­in­­kona hans. Á því hefur hann einnig beðist afsök­un­ar, sem og eigin afmæl­is­veislu sem kona hans skipu­lagði í íbúð þeirra í Down­ingstræti 19. júní 2020 og kveðju­hófi í nóv­em­ber sama ár þegar sér­stakur ráð­gjafi for­sæt­is­ráð­herra lét af störf­um.

Starfsfólk Downingstrætis 10 stóð fyrir tveimur samkvæmum kvöldið áður en jarðarför Filippusar prins fór fram. Tveggja vikna þjóðarsorg hafði verið lýst yfir í Bretlandi vegna fráfalls drottningarmannsins.

Lítið hefur verið gefið upp um þau sem hafa verið sektuð en Daily Tel­egraph segir Helen MacNa­mara, fyrr­ver­andi yfir­mann siða­reglna hjá rík­is­stjórn­inni, vera á meðal þeirra sem voru sekt­uð. Hún hefur ekki viljað tjá sig um mál­ið. Keir Star­mer, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, krefst þess að hátt­settir ráða­menn sem hafi verið sektaðir verði nafn­greindir.

Tólf sam­komur eru til rann­­sóknar hjá lög­­­reglu en í skýrslu Gray er fjallað um að minnsta kosti 16. Gray segir að henni hafi verið settar miklar skorður vegna lög­­­reglu­rann­­sókn­­ar­innar og því er enn nokkuð í að end­an­­leg og „þýð­ing­­ar­­mik­il“ skýrsla verði gefin út. John­son full­yrðir að end­an­leg skýrsla Gray um „Par­tyga­te“ verði gerð opin­ber.

Neita að afhenda myndir sem ljós­mynd­ari rík­is­stjórn­ar­innar tók í sam­kvæm­unum

Skortur á gagn­sæi í öllu sem teng­ist „Par­tyga­te“ hefur verið gagn­rýnt. Ráð­herrar hafa til að mynda verið gagn­rýndir fyrir að neita að birta myndir sem ljós­mynd­ari rík­is­stjórn­ar­innar tók í sam­kvæmum sem hafa verið til rann­sókn­ar.

Skrif­stofa rík­is­stjórn­ar­innar vildi hvorki stað­festa né hafna að myndir frá sam­kvæm­unum séu til þegar óskað var eftir þeim á grund­velli upp­lýs­inga­laga. Það liggur hins vegar fyrir að myndir frá ljós­mynd­ar­anum eru meðal gagna í rann­sókn Gray. Leið­togar Verka­manna­flokks­ins hafa skorað á rík­is­stjórn­ina að birta mynd­irn­ar, ekki síst þar sem laun ljós­mynd­ara rík­is­stjórn­ar­innar eru greidd af skatt­greið­end­um.

„Ljós­mynd­ari Down­ingstrætis er fjár­magn­aður af skatt­greið­end­um. Almenn­ingur á allan rétt á því að sjá þessar myndir sem þau hafa unnið baki brotnu fyr­ir,“ segir Ang­ela Rayner, vara­for­maður Verka­manna­flokks­in, sem telur John­son vera að hylma yfir eigin brotum á reglum með að hindra birt­ingu mynd­anna. „Boris John­son verður að koma hreint fram pog birta þessar mynd­ir.“

Það er undir Gray sjálfri komið hvort hún nefni þau á nafn sem hún telur hafa gerst brot­leg gegn þágild­andi sótt­varna­regl­um. Í bráða­birgða­skýrslu sinni nefndi hún engin nöfn.

Aðeins John­son og Simon Case, ráð­herra í rík­is­stjórn John­son, hafa gefið út að þeir muni upp­lýsa um það verði þeir sektað­ir. Rann­sókn lög­reglu á sam­kvæm­unum er ekki lokið og þykir lík­legt að sekt­irnar tutt­ugu séu aðeins á byrj­unin á því sem koma skal.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar