Hvað verður um Boris Johnson?

Boris Johnson var forsætisráðherra Bretlands í 1.139 daga. Röð hneykslismála leiddi til afsagnar hans en framtíð hans í stjórnmálum er óljós. Í lokaræðu sinni líkti hann sér við eldflaug sem væri nú tilbúin til „mjúklegrar brotlendingar“.

Boris Johnson hélt sína síðustu ræðu sem forsætisráðherra í morgun.
Boris Johnson hélt sína síðustu ræðu sem forsætisráðherra í morgun.
Auglýsing

„Þá er komið að þessu,“ sagði Boris John­son í upp­hafi loka­ræðu sinnar sem for­sæt­is­ráð­herra við Down­ingstræti 10 í morg­un, áður en hann hélt til skosku háland­anna þar sem Elísa­bet II Eng­lands­drottn­ing tók við afsagn­ar­bréfi John­son. 1.139 daga stjórn­ar­tíð hans á for­sæt­is­ráð­herra­stóli er því form­lega lok­ið.

Í ræðu sinni hvatti hann bresku þjóð­ina til að styðja Liz Truss, nýjan leið­toga Íhalds­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra. Hennar bíða stór verk­efni en hún hefur heitið því að kynna áætlun síðar í vik­unni um hvernig bregð­ast eigi við hækk­andi orðu­verði og búist er við að hún muni grípa til þess ráðs að frysta orku­reikn­inga í allt að 18 mán­uði.

Auglýsing

Í ræð­unni líkti John­son sjálfum sér við eld­flaug sem hefur „upp­fyllt hlut­verk sitt“ og væri nú „mjúk­lega að hefja sig til brot­lend­ingar á afskekktum stað á Kyrra­haf­in­u“. John­son upp­skar hlátur fyrir þessi orð sín.

Spurn­ingin er einmitt hvað verður um John­son?

Hann er ekki lengur for­sæt­is­ráð­herra, svo nokkuð er víst, en hann er enn þing­maður fyrir Uxbridge og South Ruislip. Ekki liggur hins vegar fyrir hversu lengi hann hyggst halda þing­mennsk­unni áfram. Yfir­stand­andi kjör­tíma­bil mun standa yfir út árið 2024 en næstu kosn­ing­arnar verða í síð­asta lagi í jan­úar 2025. Truss getur óskað eftir því við drottn­ingu að boða fyrr til kosn­inga, en ber ekki skylda til þess.

Allur gangur á því hvort for­sæt­is­ráð­herrar sitji áfram á þingi

Fram­tíð John­son á þing­inu gæti einnig ráð­ist af eft­ir­málum Par­tyga­te-hneyksl­is­ins svo­kall­aða þar sem rann­sókn­ar­nefnd á vegum breska þings­ins mun nú rann­saka hvort John­­son hafi vís­vit­andi afvega­­leitt þing­­menn í umræðum um sam­­kvæmi sem haflin voru á tímum strangra sótt­­varna­reglna. Þegar nefndin hefur kom­ist að nið­­ur­­stöðu mun hún leggja fram til­­lögur sem þing­­menn greiða atkvæði um, sem gætu meðal ann­­ars falist í ein­hvers konar refsi­að­­gerðum gegn for­­sæt­is­ráð­herra.

Ther­esa May, for­veri hans sem for­sæt­is­ráð­herra, hélt þing­mennsku áfram eftir að hún lét af emb­ætti 2019 og situr enn á þingi. Þegar David Camer­on, leið­togi Íhalds­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, lét af störfum 2016 sagði af sér þing­mennsku nokkrum mán­uðum eftir að hann lét af emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra.

Hneykslin minni­stæð­ust

Hvað arf­leifð John­son sem for­sæt­is­ráð­herra varðar verður hans lík­lega frekar minnst fyrir ýmis vand­ræði sem honum tókst sjálfum að koma sér í og svo þurft að biðj­ast afsök­unar á frekar en að hafa farið fyrir stærsta sigri Íhalds­flokks­ins í 30 ár í kosn­ing­unum í des­em­ber 2019, þegar flokk­ur­inn tryggði sér 364 af 650 sætum á breska þing­inu, og að hafa klárað að leiða Breta úr Evr­ópu­sam­band­inu.

Gælu­nafnið „Teflon“ fest­ist fljótt við John­son þar sem hann byrj­aði snemma eftir að hann tók við emb­ætti að sverja af sér hvert hneyksl­is­málið á eftir öðru. Nær­tæk­­ast er að nefna hneyksl­is­­mál í kringum umfangs­­miklar og kostn­að­­ar­­samar end­­ur­bætur á íbúð­­ar­innar sem hann býr í við Down­ing­stræti 11 í fyrra eftir að Dom­inic Cumm­ings, fyrr­ver­andi ráð­gjafi John­­son, greindi frá því að end­­ur­bæt­­urnar hefðu verið fjár­­­magn­aðar með leyn­i­­legum fjár­­fram­lögum sem hefðu ekki verið til­­kynnt sem stór fjár­­fram­lög til stjórn­­­mála­­manna.

Par­tyga­te-hneykslið, þar sem John­­son og starfs­­menn hans í for­­sæt­is­ráðu­­neyt­inu urðu ítrekað upp­­­vísir að því að brjóta reglur um sam­komu­tak­­mark­­anir sem rík­­is­­stjórnin hafði gert bresku þjóð­inni að fylgja til að halda drykkju­­sam­­kvæmi, fór langt með að ýta John­­son út af svið­inu. John­­son var meðal ann­­ars sektaður fyrir að vera við­staddur eina veisl­una, eigin afmæl­is­­veislu, og varð með því fyrsti for­­sæt­is­ráð­herra Bret­lands frá upp­­hafi til að verða sektaður fyrir lög­­brot.

Í kjöl­far þess var boðað til atkvæða­greiðslu um van­­­traust­s­til­lögu á hendur John­­son eftir að Gra­ham Brady, for­­­maður 1922-­­­­nefndar Íhalds­­­­­flokks­ins, sem sér um helstu for­yst­u­­­­mál Íhalds­­­­­­­flokks­ins, greindi John­­son frá því að nefnd­inni hefði borist bréf frá yfir 15 pró­­­sent þing­­­manna flokks­ins sem lýstu yfir van­­­trausti á John­­son. 54 bréf þurfa að ber­­­ast til að ná 15 pró­­­sent lág­­­mark­inu.

Auglýsing
John­son stóð þá van­­traust­s­til­lögu af sér 6. júní síð­­ast­lið­inn, en ein­ungis með naum­ind­­um. Alls 148 þing­­menn breska Íhalds­­­flokk­inn studdu til­­lög­una en 211 greiddu atkvæði á móti henni. Það þýddi að ein­ungis um 60 pró­­sent þing­­manna studdu ráð­herrann, þar með talið þeir sem áttu allt vald sitt innan rík­­is­­stjórnar undir hon­­um.

John­son hugð­ist halda ótrauður áfram en kornið sem fyllti hneyksl­is­mæl­inn var skipun Chris Pincher í emb­ætti vara­­for­­manns þing­­flokks Íhalds­­­flokks­ins. John­­son á að hafa vitað af því að Pincher hafi áreitt menn kyn­­ferð­is­­lega þegar hann tók þá ákvörðun að skipa hann í emb­ætt­ið.

John­son greindi frá afsögn sinni í byrjun júlí en sat áfram sem for­sæt­is­ráð­herra þar til kjöri um nýjan leið­toga flokks­ins lauk í síð­ustu viku. Úrslitin voru kynnt í gær og voru nokkuð óvænt, að minnsta kosti ef litið er til upp­haf kosn­inga­bar­áttu leið­toga­kjörs­ins þegar átta gáfu kost á sér til að leiða flokk­inn. Fáir bjugg­ust við því að Liz Truss myndi standa uppi sem sig­ur­veg­ari. Á end­anum hafði hún betur gegn Rishi Sunak fjár­mála­ráð­herra.

Van­traust á Truss til að koma John­son aftur að?

Raunar hefur það borist í tal að hópur þing­manna Íhalds­flokks­ins ætli að beita sér fyrir því að leggja fram van­traust á Truss í þeim til­gangi að koma John­son aftur að, helst fyrir jól.

Eins og fyrr segir þarf for­manni 1922-­nefnd­ar­innar að ber­ast bréf frá 54 þing­mönnum flokks­ins svo greidd séu atkvæði um van­traust á leið­toga flokks­ins en for­maður nefnd­ar­innar hefur haft þann hátt­inn að greina ekki frá fjölda bréfa fyrr en til­skyldum fjölda er náð.

Liz Truss tók við sem forsætisráðherra Bretlands í dag. Mynd: EPA

„Dramat­ískt“ að segja skilið við starfið og heim­ilið sam­tímis

Það eru ýmsar aðrar breyt­ingar sem John­son þarf að takast á við á næst­unni, svo sem að finna sér nýtt heim­ili.

„Það er frekar dramat­ískt,“ sagði Gor­don Brown þegar hann lét af emb­ætti sem for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands 2010, um það að hætta sem for­sæt­is­ráð­herra og missa heim­ilið sitt sam­tím­is.

John­son hefur nú flutt út úr íbúð sinni við Down­ingstræti þar sem hann hefur búið síð­ast­liðin þrjú ár og tekið á móti ýmsum þjóð­ar­leið­tog­um, meðal ann­ars Justin Tru­deau að ógleymdum Don­ald Trump. John­son og eig­in­kona hans, Carrie John­son, verða þó ekki í vand­ræðum með að finna sér nýtt heim­ili, John­son á nokkrar eignir en London's Even­ing Stand­ard full­yrðir að hjónin hafi fest kaup á húsi í Herne Hill í suð­aust­ur­hluta Lund­úna þar sem þau munu koma sér fyrir ásamt börnum sínum tveim­ur, Wilf sem er tveggja ára og Romy, átta mán­aða.

Boris og Carrie Johnson yfirgefa Downingstræti 10 í morgun. Mynd: EPA

Breskir fjöl­miðlar velta því fyrir sér hvað John­son ætli að taka sér fyrir hendur næstu daga þar sem við blasir frí­tími sem hann hefur ekki búið við síð­ustu ár. For­verar hans í starfi tóku hvíld­inni ýmist fagn­andi eða ein­beittu sér að áhuga­málum sín­um.

„Þú ert mjög þreyttur þannig þú sefur um stund,“ sagði Gor­don Brown í hlað­varps­við­tali þar sem hann gerir upp for­sæt­is­ráð­herra­fer­il­inn. John Major fór aðra leið þar sem hann sagði að nú væri tími fyrir hádeg­is­mat og krikket.

John­son er áhuga­maður um tennis og hefur blaða­maður BBC vakið athygli á því að John­son gefst nú kostur á að skella sér til Banda­ríkj­anna til að fylgj­ast með opna banda­ríska mót­inu í tennis sem nú stendur yfir. John­son er sem stendur í Lund­ún­um, en þangað flaug hann eftir fund sinn með drottn­ingu í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent