Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate

Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Auglýsing

Ekki hefði átt að leyfa margar af þeim sam­komum sem haldnar voru í Down­ingstræti 10 og á vegum breskra stjórn­valda á tímum strangra sótt­varna­reglna og illa var komið fram við starfs­fólk sem gerði athuga­semdir við partýstand­ið. Stjórn­mála­leið­togar og hátt­settir emb­ætt­is­menn verða að axla ábyrgð.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í loka­skýrslu Sue Gray, sér­staks sak­sókn­ara, sem hefur frá því í jan­úar rann­sakað sam­kvæmi á vegum breskra stjórn­valda sem haldin voru á tímum heims­far­ald­urs COVID-19.

Auglýsing

Partýstandið í Down­ingstræti fékk fljótt við­ur­nefnið „Par­tyga­te“ eftir að Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, baðst í upp­hafi árs afsök­unar á því að hafa verið við­staddur garð­veislu í Down­ingstræti í maí 2020, þegar útgöngu­bann vegna COVID-19 var í gildi. Í kjöl­farið bár­ust fregnir af fleiri sam­komum á vegum stjórn­valda og var Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, falið að gera rann­sókn til að meta eðli og til­gang veislu­hald­anna.

­Skýrslu Gray var beðið með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu en málin flækt­ust þegar breska lög­reglan hóf sjálf­stæða rann­sókn á veislu­höld­un­um. Lög­regla bað Gray að bíða með rann­sókn sína á meðan lög­reglu­rann­sóknin stóð yfir. Hún skil­aði þó bráða­birgða­skýrslu 31. jan­úar þar sem fram kom að veislu­höld í Down­ingstræti á tímum útgöngu­banns eða strangra sótt­varna­reglna hafi verið óvið­eig­andi og að skortur hafi verið á for­ystu­hæfi­leikum og dóm­greind, bæði hjá starfs­fólki í Down­ingstræti og á skrif­stofu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Rann­sókn lög­reglu lauk í síð­ustu viku. Tólf sam­kvæmi voru til rann­sóknar og alls gaf lög­regla út 126 sektir vegna brota á sótt­varna­regl­um. Sekt­irnar ná ti 83 manns og því eru dæmi um að ein­stak­lingar hafi fengið fleiri en eina sekt. John­son fékk þó aðeins eina sekt, fyrir að vera við­staddur eigin afmæl­is­veislu 19. júní 2020, í Down­ingstræti.

Aðvar­anir um mögu­leg sótt­varna­brot ítrekað huns­aðar

Eftir að rann­sókn lög­reglu lauk var Gray því ekk­ert til fyr­ir­stöðu að skila loka­skýrslu sinni, sem hún hefur nú gert. Í loka­skýrsl­unni, sem var birt í heild sinni í morgun og er alls 60 blað­síð­ur, er ljósi varpað á drykkju sem fram fór á starfs­stöðvum opin­berra starfs­manna, veik­indi starfs­fólks sem tók þátt í gleð­skapnum og slæma fram­komu við starfs­fólk í ræst­ingum og örygg­is­störf­um. Aðvar­anir um að sam­kvæmin brytu gegn gild­andi sótt­varna­reglum voru ítrekað huns­að­ar.

Boris John­son fékk skýrsl­una afhenta í morgun áður en hún var gerð opin­ber og sagði hann við þing­menn að hann „beri fulla ábyrgð á öllu sem átti sér stað á hans vakt.“ Hann segir ferlið síð­ustu mán­uði hafi gert hann auð­mjúkan og að hann dragi ýmsan lær­dóm af því. Hann biðl­aði þó til þing­manna að horfa fram á veg­inn.

Keir Star­mer, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, sem sætir sjálfur rann­sókn lög­reglu vegna mögu­legra brota á sótt­varna­reglum fyrir að fá sér bjór á vinnu­tíma þegar strangar sótt­varna­reglur voru í gildi, vill að for­sæt­is­ráð­herra axli ábyrgð með því að segja af sér. Hann hvetur þing­menn Íhalds­flokks­ins til að segja for­sæt­is­ráðr­herra „að leiknum sé lok­ið“ og að „tími sé kom­inn til að pakka í töskur“.

Hverjir eiga í raun og veru að axla ábyrgð og hvern­ig?

Í nið­ur­lagi skýrsl­unnar segir Gray að margar af þessum sam­komum hefðu ekki átt að eiga sér stað. „Æðstu stjórn­end­ur, bæði stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn, verða að axla ábyrgð á þess­ari menn­ing­u.“

Hvernig nákvæm­lega á að axla ábyrgð­inni liggur hins vegar ekki fyr­ir. Par­tygate er þó ekki alveg lokið þar sem rann­­sókn­­ar­­nefnd á vegum breska þings­ins mun nú rann­saka hvort John­­son hafi vís­vit­andi afvega­­leitt þing­­menn í umræðum um sam­­kvæmi sem haldin voru á tímum strangra sótt­­varna­reglna. Þegar nefndin hefur kom­ist að nið­­ur­­stöðu mun hún leggja fram til­­lögur sem þing­­menn greiða atkvæði um, sem gætu meðal ann­­ars falist í ein­hvers konar refsi­að­­gerðum gegn for­­sæt­is­ráð­herra. Ólík­legt verður þó að telj­ast að það verði nið­ur­staðan þar sem Íhalds­flokk­ur­inn hefur tryggan meiri­hluta á þing­inu. Allt útlit er því fyrir að John­son verði að ósk sinni og geti loks sagt skilið við Par­tygate og horft fram á veg­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent