Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate

Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Auglýsing

Ekki hefði átt að leyfa margar af þeim sam­komum sem haldnar voru í Down­ingstræti 10 og á vegum breskra stjórn­valda á tímum strangra sótt­varna­reglna og illa var komið fram við starfs­fólk sem gerði athuga­semdir við partýstand­ið. Stjórn­mála­leið­togar og hátt­settir emb­ætt­is­menn verða að axla ábyrgð.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í loka­skýrslu Sue Gray, sér­staks sak­sókn­ara, sem hefur frá því í jan­úar rann­sakað sam­kvæmi á vegum breskra stjórn­valda sem haldin voru á tímum heims­far­ald­urs COVID-19.

Auglýsing

Partýstandið í Down­ingstræti fékk fljótt við­ur­nefnið „Par­tyga­te“ eftir að Boris John­son, for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, baðst í upp­hafi árs afsök­unar á því að hafa verið við­staddur garð­veislu í Down­ingstræti í maí 2020, þegar útgöngu­bann vegna COVID-19 var í gildi. Í kjöl­farið bár­ust fregnir af fleiri sam­komum á vegum stjórn­valda og var Sue Gray, sér­stökum sak­sókn­ara, falið að gera rann­sókn til að meta eðli og til­gang veislu­hald­anna.

­Skýrslu Gray var beðið með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu en málin flækt­ust þegar breska lög­reglan hóf sjálf­stæða rann­sókn á veislu­höld­un­um. Lög­regla bað Gray að bíða með rann­sókn sína á meðan lög­reglu­rann­sóknin stóð yfir. Hún skil­aði þó bráða­birgða­skýrslu 31. jan­úar þar sem fram kom að veislu­höld í Down­ingstræti á tímum útgöngu­banns eða strangra sótt­varna­reglna hafi verið óvið­eig­andi og að skortur hafi verið á for­ystu­hæfi­leikum og dóm­greind, bæði hjá starfs­fólki í Down­ingstræti og á skrif­stofu rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Rann­sókn lög­reglu lauk í síð­ustu viku. Tólf sam­kvæmi voru til rann­sóknar og alls gaf lög­regla út 126 sektir vegna brota á sótt­varna­regl­um. Sekt­irnar ná ti 83 manns og því eru dæmi um að ein­stak­lingar hafi fengið fleiri en eina sekt. John­son fékk þó aðeins eina sekt, fyrir að vera við­staddur eigin afmæl­is­veislu 19. júní 2020, í Down­ingstræti.

Aðvar­anir um mögu­leg sótt­varna­brot ítrekað huns­aðar

Eftir að rann­sókn lög­reglu lauk var Gray því ekk­ert til fyr­ir­stöðu að skila loka­skýrslu sinni, sem hún hefur nú gert. Í loka­skýrsl­unni, sem var birt í heild sinni í morgun og er alls 60 blað­síð­ur, er ljósi varpað á drykkju sem fram fór á starfs­stöðvum opin­berra starfs­manna, veik­indi starfs­fólks sem tók þátt í gleð­skapnum og slæma fram­komu við starfs­fólk í ræst­ingum og örygg­is­störf­um. Aðvar­anir um að sam­kvæmin brytu gegn gild­andi sótt­varna­reglum voru ítrekað huns­að­ar.

Boris John­son fékk skýrsl­una afhenta í morgun áður en hún var gerð opin­ber og sagði hann við þing­menn að hann „beri fulla ábyrgð á öllu sem átti sér stað á hans vakt.“ Hann segir ferlið síð­ustu mán­uði hafi gert hann auð­mjúkan og að hann dragi ýmsan lær­dóm af því. Hann biðl­aði þó til þing­manna að horfa fram á veg­inn.

Keir Star­mer, leið­togi Verka­manna­flokks­ins, sem sætir sjálfur rann­sókn lög­reglu vegna mögu­legra brota á sótt­varna­reglum fyrir að fá sér bjór á vinnu­tíma þegar strangar sótt­varna­reglur voru í gildi, vill að for­sæt­is­ráð­herra axli ábyrgð með því að segja af sér. Hann hvetur þing­menn Íhalds­flokks­ins til að segja for­sæt­is­ráðr­herra „að leiknum sé lok­ið“ og að „tími sé kom­inn til að pakka í töskur“.

Hverjir eiga í raun og veru að axla ábyrgð og hvern­ig?

Í nið­ur­lagi skýrsl­unnar segir Gray að margar af þessum sam­komum hefðu ekki átt að eiga sér stað. „Æðstu stjórn­end­ur, bæði stjórn­mála­menn og emb­ætt­is­menn, verða að axla ábyrgð á þess­ari menn­ing­u.“

Hvernig nákvæm­lega á að axla ábyrgð­inni liggur hins vegar ekki fyr­ir. Par­tygate er þó ekki alveg lokið þar sem rann­­sókn­­ar­­nefnd á vegum breska þings­ins mun nú rann­saka hvort John­­son hafi vís­vit­andi afvega­­leitt þing­­menn í umræðum um sam­­kvæmi sem haldin voru á tímum strangra sótt­­varna­reglna. Þegar nefndin hefur kom­ist að nið­­ur­­stöðu mun hún leggja fram til­­lögur sem þing­­menn greiða atkvæði um, sem gætu meðal ann­­ars falist í ein­hvers konar refsi­að­­gerðum gegn for­­sæt­is­ráð­herra. Ólík­legt verður þó að telj­ast að það verði nið­ur­staðan þar sem Íhalds­flokk­ur­inn hefur tryggan meiri­hluta á þing­inu. Allt útlit er því fyrir að John­son verði að ósk sinni og geti loks sagt skilið við Par­tygate og horft fram á veg­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent