Lífeyrissjóðir bæta við sig í útgerðarfélögum – Kaupverðið á Vísi hækkað um 4,5 milljarða

Virði skráðra félaga í Kauphöll Íslands dróst saman að nýju í ágúst eftir að hafa hækkað í júlí. Stórir lífeyrissjóðir eru að bæta við sig hlutum í skráðum sjávarútvegsfélögum, en virði þeirra hefur aukist gríðarlega á tæpu ári.

Virði útgerðarfélaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur aukist gríðarlega frá því í september í fyrra.
Virði útgerðarfélaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur aukist gríðarlega frá því í september í fyrra.
Auglýsing

Heild­ar­mark­aðsvirði allra þeirra 29 félaga sem skráð eru á Aðal­markað og First North mark­að­inn dróst saman um 14 millj­arða króna í ágúst­mán­uði og var 2.607 millj­arðar króna í lok þess mán­að­ar. Alls lækk­aði úrvals­vísi­talan, sem mælir gengi þeirra tíu félaga sem eru með mestan selj­an­leika hverju sinni, um 5,5 pró­sent í mán­uð­in­um. 

Stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins bættu við sig beinum hlutum í útgerð­ar­fé­lög­unum tveimur sem skráð eru á Aðal­mark­aði í síð­asta mán­uði. Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), bæði A- og B-deild, keyptu bréf í Brimi fyrir um 290 millj­ónir króna og eig nú sam­tals 18,3 pró­sent hlut í félag­inu. Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna keypti fyrir rúm­lega 48 millj­ónir króna í Brimi og á nú 10,6 pró­sent hlut og Birta líf­eyr­is­sjóður keypti fyrir sömu upp­hæð sem leiddi til þess að eign­ar­hlutur hans fór í 2,8 pró­sent. Auk þess­ara sjóða eru tveir aðrir slíkir á meðal 20 stærstu hlut­hafa Brims, Söfn­un­ar­sjóður líf­eyr­is­rétt­inda á 1,6 pró­sent hlut og Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn á 0,7 pró­sent. Sam­an­lagt eiga líf­eyr­is­sjóðir lands­ins því nú að minnsta kosti 34 pró­sent hlut í Brim­i. 

Langstærsti eig­andi þess félags er þó enn Útgerð­­­­­­­ar­­­­­­­fé­lag Reykja­vík­­­­­­­­­­­­­ur, sem á 43,97 pró­­­­­­­sent hlut í Brim beint og í gegnum dótt­­­­­­­ur­­­­­­­fé­lag sitt RE-13 ehf. Það félag er að upp­­­i­­­­­stöðu í eigu Guð­­­­mundar Krist­jáns­­­­son­­­­ar.

Guðmundur Kristjánsson kynnir uppgjör Brim fyrir fyrri hluta ársins 2022. Mynd: Brim/Skjáskot

Auk þess eiga félögin KG Fisk­verkun og Stekkja­sal­ir, í eigu Hjálm­­ars Krist­jáns­­sonar bróður Guð­­mundar og sona hans, 5,9 pró­­sent hlut í Brimi og félagið á 1,6 pró­­sent hlut í sjálfu sér. Bræð­­urnir halda því á 49,9 pró­­sent hlut í útgerð­­ar­ris­­anum og geta saman myndað meiri­hluta í honum ef atkvæða­vægi eigin hlutar Brims er dregið frá. 

Auglýsing

Brim hagn­að­ist um 6,9 millj­­arða króna á fyrstu sex mán­uðum þessa árs. Hagn­aður félags­­ins var 113 pró­­sent meiri en á sama tíma­bili í fyrra þegar hann er reikn­aður í evr­­um, upp­­­gjör­s­­mynt Brim­­s. 

Tekjur Brims á fyrri helm­ingi árs­ins 2021 voru 34,3 millj­­arðar króna og eigið fé félags­­ins 58,6 millj­­arðar króna í lok júní síð­­ast­lið­ins. Eig­in­fjár­­hlut­­fallið var 50,4 pró­­sent um mitt þetta ár. Tekjur Brims á fyrri helm­ingi árs­ins 2021 voru 34,3 millj­­arðar króna og eigið fé félags­­ins 58,6 millj­­arðar króna í lok júní síð­­ast­lið­ins. Eig­in­fjár­­hlut­­fallið var 50,4 pró­­sent um mitt þetta ár.

Hluta­bréfa­verð í Brimi hefur hækkað um 73 pró­sent frá því seint í sept­em­ber í fyrra, eða um rúm­leg 107 millj­arða króna. Mark­aðsvirði félags­ins nú er um 183 millj­arðar króna. 

Líf­eyr­is­sjóðir komnir með fimmt­ung í Síld­ar­vinnsl­unni

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa líka verið að byggja upp stærri stöður í Síld­ar­vinnsl­unni, en hún var skráð á markað í fyrra. Í ágúst­mán­uði keypti Gildi líf­eyr­is­sjóður hluta­bréf í útgerð­ar­fé­lag­inu fyrir tæp­lega 1,3 millj­arða króna og á nú 10,8 pró­sent hlut. Líf­eyr­is­sjóður banka­manna keypti hluti fyrir 575 millj­ónir króna í mán­uð­in­um, og á nú 0,3 pró­sent, og líf­eyr­is­sjóður starfs­manna Reykja­vík­ur­borgar keypti 0,2 pró­sent hlut fyrir rúm­lega hálfan millj­arð króna. 

Gunnþór Ingvason er forstjóri Síldarvinnslunnar. Mynd: Síldarvinnslan/Skjáskot

Alls eiga þeir líf­eyr­is­sjóðir sem eru á meðal 20 stærstu eig­enda Síld­ar­vinnsl­unnar nú beint 20,8 pró­sent hlut í félag­inu, en Stapi, Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, Festa, Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn, Brú og líf­eyr­is­sjóður Vest­manna­eyja eru einnig á meðal hlut­hafa. 

Auk þess eiga líf­eyr­is­sjóðir óbeina hluti í gegnum sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tæki sem keypt hafa hluti í útð­gerð­ar­ris­unum tveim­ur.

­Stærstu eig­endur Síld­­­­­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji (32,6 pró­sent) og félagið Kjálka­­­­­­nes 17,4 pró­sent), sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­­­­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­­­­­son, sem var um tíma annar for­­­­­­stjóri Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­­­skyld­u­­­­­bönd­um, meðal ann­­­­ars syst­k­ini hans. Þá á Kald­bak­­­­­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­­­­­ar­halds­­­­­­­­­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á 3,8 pró­sent hlut í Síld­­­­­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­­­­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­­­­­ur. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, er stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

Þá á félagið Hraun­lón, í eigu Gunn­þórs Ingva­son­ar, Axels Ísaks­sonar og Jóns Más Jóns­son­ar, sem allir eiga sæti í fram­kvæmda­stjórn Síld­ar­vinnsl­unn­ar, um eitt pró­sent hlut. 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur vís­bend­ingar um að þessir aðil­­­ar, Síld­­­­­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­­­­­ur, eigi mög­u­­­lega að telj­­­ast tengdir í skiln­ingi laga. Þetta kom fram í ákvörðun sem eft­ir­litið birti í byrjun árs 2021. Þeir héldu sam­tals á 22,14 pró­­­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta í nóv­­­­em­ber í fyrra. 

Sam­an­lagður eign­ar­hlutur þess­ara aðila, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur vís­bend­ingar um að séu tengd­ir, er því 54,8 pró­sent. 

Síld­­ar­vinnslan birti upp­­­gjör sitt fyrir fyrri hluta árs­ins 2022 í síð­asta mán­uði. Þar kom fram að hagn­aður félags­­ins hafi verið 6,5 millj­­arðar króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins, ef miðað er við gengi Banda­­ríkja­dals í dag, en útgerðin gerir upp í þeim gjald­miðli. 

Eigið fé Síld­­ar­vinnsl­unnar var 61,7 millj­­arðar króna um mitt þetta ár. Verð­­mætasta bók­­færðu eignir félags­­ins eru afla­heim­ildir sem eru sagðar 37,7 millj­­arða króna virð­i. 

Hluta­bréfa­verð í Sílda­vinnsl­unni hefur hækkað um rúm­lega 85 pró­sent frá því seint í sept­em­ber í fyrra, eða um 95 millj­arða króna. Mark­aðsvirði félags­ins nú er um 211 millj­arðar króna. Hlutur stærsta ein­staka eig­and­ans, Sam­herja, hefur einn og sér hækkað um 31 millj­arð króna.

Kaup­verðið á Vísi hækkað um 4,5 millj­arða

Verði fyr­ir­huguð kaup Síld­ar­vinnsl­unnar á útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Vísi í Grinda­vík sam­þykkt af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu munu eign­ar­hlutir ann­arra hlut­hafa þynn­ast nið­ur. Þegar greint var frá kaup­unum var kaup­verðið sagt 31 millj­arður króna. Af þeirri upp­hæð eru 11 millj­arðar króna í formi yfir­töku skulda og sex millj­arðar króna verða greiddir í reiðu­fé. Alls 14 millj­arðar króna áttu hins vegar að greið­ast með útgáfu nýs hluta­fjár í Síld­ar­vinnsl­unn­i. 

Pétur Pálsson, forstjóri og stærsti eigandi Visis. Mynd: SA

Þar var miðað við gengið 95,93 krónur á hlut. Síðan að kaupin voru til­kynnt 10. júlí síð­ast­lið­inn hefur hluta­bréfa­verð Síld­ar­vinnsl­unnar hins vegar hækkað um 32 pró­sent. Hlut­ur­inn sem systk­inin sex sem eiga Vísi í dag fá í Síld­ar­vinnsl­unni, gangi við­skiptin eft­ir, er því nú met­inn á 18,5 millj­arða króna og hefur hækkað um 4,5 millj­arða króna á tæpum tveimur mán­uð­u­m. 

Verði af kaup­unum bæt­ist 2,16 pró­­­­sent kvóti Vísis við og sam­an­lagður úthlut­aður kvóti til Sam­herja og mög­u­­­­legra tengdra aðila fer upp í 24,3 pró­­­­sent, eða næstum fjórð­ung allra úthlut­aðra afla­heim­ilda á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar