Eru ekki að selja Vísi til Samherja, heldur til Síldarvinnslunnar

Forstjóri Vísis segir að gagnrýni á sölu útgerðarinnar til Síldarvinnslunnar ekki hafa komið sér á óvart. Hann skilji þó ekki að salan skuli vera forsenda umræðu um hækkun gjalda á sjávarútvegsfyrirtæki.

Pétur Pálsson, forstjóri Vísis.
Pétur Pálsson, forstjóri Vísis.
Auglýsing

Pétur Haf­steinn Páls­son, for­stjóri Vísis og stærsti ein­staki eig­andi útgerð­ar­innar áður en hún var seld til Síld­ar­vinnsl­unnar í sum­ar, segir gagn­rýni á söl­una ekki hafa komið á óvart. Það sé þó mik­il­vægt að hafa í huga að það skipti máli hver kaup­and­inn er. Hann sé Síld­ar­vinnslan en ekki Sam­herji, þótt Sam­herji sé stærsti ein­staki hlut­haf­inn með 32,64 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. „Ef félagið héti Sam­herji, sem dæmi, væru miklar líkur á þeir gætu tekið stóran hluta af þessum bol­fiski inn í vinnsl­urnar sínar á Dal­vík og Akur­eyri. Síld­ar­vinnslan er ekki með neina slíka fram­leiðslu­getu. En við erum líka mjög ánægð með það að kjöl­festu­fjár­fest­arnir í Síld­ar­vinnsl­unni séu Sam­herji, Gjög­urs­fólk­ið, fólk og fyr­ir­tæki sem við þekkjum mjög vel að góðu einu og líf­eyr­is­sjóð­ir. Sam­setn­ing hlut­hafa er mjög flott.“

Það sé samt ekki Sam­herji sem sé að kaupa. „Þetta er almenn­ings­fyr­ir­tæki sem er að kaupa því það vantar það sem við höf­um.“ 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í við­tali við Pétur sem var birt í auka­blað­inu 200 mílum sem fylgdi með Morg­un­blað­inu um liðna helg­i. 

Helstu verð­mætin afla­heim­ildir

Til­kynnt var um sölu Vís­is, sem er í eigu sex systk­ina, í júlí og sölu­verðið þá sagt 31 millj­arðar króna. Það skipt­ist í yfir­töku skulda upp á ell­efu millj­arða króna, sex millj­arða króna greiðslu í reiðufé og 14 millj­arða króna sem greið­ast með hluta­bréf­um. Sam­keppn­is­eft­ir­litið þarf að sam­þykkja söl­una áður en hún verður frá­gengin en frá því að greint var frá áformunum hafa hluta­bréf í Síld­ar­vinnsl­unni hækkað umtals­vert í verði, og verð­mið­inn því sömu­leiðis hækk­að, alls um rúm­lega fjórð­ung. Virði þeirra hluta­bréfa sem syst­k­ina­hóp­­­ur­inn sem á nú Vísi fær sem afgjald fyrir fyr­ir­tækið hefur því þegar auk­ist um 3,7 millj­­­arða króna, upp í 17,7 millj­­­arð króna. 

Auglýsing
Mikið hefur verið rætt um að kaup­verðið sé hátt miðað við 797 millj­óna króna hagnað Vísis í fyrra og virði fasta­fjár­muna ( fast­eign­ir, skip, vélar og tæki) sem metnir eru á 5,3 millj­arða króna.

Helstu bók­færðu eignir Vísis utan fasta­fjár­munir eru afla­heim­ildir sem metnar voru á 90,9 millj­­ónir evra, alls um 13,4 millj­­arða króna á árs­loka­­gengi síð­­asta árs. Afla­heim­ildir eru nær und­an­­tekn­ing­­ar­­laust van­­metnar í reikn­ingum sjá­v­­­ar­út­­­vegs­­fyr­ir­tækja, en fyrir við­­skiptin var heild­­ar­­upp­­­lausn­­ar­virði úthlut­aðs kvóta á Íslandi áætlað um 1.200 millj­­arðar króna, miðað við kaup Síld­­ar­vinnsl­unnar á útgerð­inni Bergi Hug­inn í fyrra. Kaupin á Vísi eru langt undir því verð­i. 

Upp­lausn­ar­virðið gæti mögu­lega hafa náð 60 millj­örðum

Pétur segir í við­tal­inu að sölu­verðið sé sann­gjarnt. Mark­að­ur­inn verð­meti ekki sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki á upp­lausn­ar­verði. „Það sjá allir að þetta eru háar upp­hæðir þótt megnið hafi verið greitt með hluta­bréf­um. Við vissum að við myndum fá gagn­rýni frá þeim sem myndu segja að þetta væri allt of mikið og frá þeim sem myndu segja að þetta væri allt of lít­ið. [...] Að ræða um eitt­hvað jað­ar­verð á kvóta er bara rugl. Það vita það allir að rekstr­ar­virði kvóta er kannski um helm­ingur af því sem hann selst á í dag – s.s. raun­veru­legt virði. Við erum að fá sann­gjarnt verð.“ 

Pétur við­ur­kennir þó í við­tal­inu að upp­lausn­ar­virði Vísis gæti mögu­lega náð 60 millj­örðum króna en að því myndi líka fylgja kostn­að­ur, til dæmis skatt­greiðsl­ur, auk þess sem það séu ekki ein­ungis pen­ingar sem skipta máli. „Það var mark­mið okkar að starfs­menn­irnir og allir sem hafa ein­hverra hags­muna að gæta af starf­sem­inni fyllist frekar til­hlökkun en kvíða vegna söl­unnar – að þessar 200 til 250 fjöl­skyldur plús sam­fé­lagið okkar beri ekki skaða af. Á það er ekki hægt að setja verð­miða.“ 

Gagn­rýni stjórn­mála­manna ein­kenni­leg

Í við­tal­inu við 200 mílur segir Pétur gagn­rýn­ina sem fram hafi komið á söl­una ekki hafa verið ósann­gjarna né óvægna, en ýmis­legt hafi þó komið honum á óvart. „Ein­kenni­leg­ast í þessu hefur verið að stjórn­mála­menn, sem hafa talað vel um opin­bera hluta­bréfa­mark­að­inn, hafi gagn­rýnt þetta af eins miklum krafti og raun ber vitni. Tali þannig að það, að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæki sam­ein­ist félagi sem skráð er á mark­aði og opni þannig fyrir að almenn­ingur geti farið að kaupa í fyr­ir­tæk­inu og orðið þátt­tak­endur í rekstr­in­um, skuli vera for­senda umræðu um hækkun gjalda á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, sem þýðir að almenn­ingur fái minna út úr sinni fjár­fest­ing­u.“

Á meðal þeirra sem gagn­rýndi kaupin var Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­sæt­is­ráð­herra og for­­maður Vinstri grænna, sem sagði við fjöl­miðla eftir að kaupin voru kunn­­gerð að hún hefði áhyggjur af þess­­ari miklu sam­­þjöppun í sjá­v­­­ar­út­­­vegi. „Það er mín skoðun að það þurfi að end­­­ur­­­skoða það reglu­verk, bæði hvað varðar kvóta­­­þakið og tengda eig­end­ur […] Það þarf að ræða gjald­­tök­una, ekki síst þegar við sjáum þennan til­­­­­­­flutn­ing á auð­­­­magni milli aðila.“ 

Katrín sagði þetta vera grund­vall­­ar­á­­­stæðan fyrir því að svo margir séu ósáttir við kvóta­­­kerf­ið, en í könnun sem Gallup gerði í fyrra­haust kom fram að 77 pró­­sent aðspurðra styddi að mark­aðs­­­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­­­ar­inn­­­ar. Ein­ungis 7,1 pró­­­sent sögð­ust and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ing­u.  Aukin sam­­þjöppun muni ekki auka sátt um grein­ina að mati for­­sæt­is­ráð­herra. 

Blokk með næstum fjórð­ung kvót­ans

Verði kaupin á Vísi sam­þykkt af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu munu núver­andi fisk­veið­i­­heim­ildir Síld­­­­ar­vinnsl­unnar fara yfir það tólf pró­­­­sent hámark sem hver útgerð má sam­­­­kvæmt lögum halda á af úthlut­uðum kvóta. Vísir hélt á 2,16 pró­­­­sent af úthlut­uðum kvóta þegar greint var frá því hvernig hann skipt­ist á milli útgerða í nóv­­­­em­ber í fyrra. Síld­­­­ar­vinnslan var þá skráð með 9,41 pró­­­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Þegar við bæt­ist 1,03 pró­­­sent kvóti sem Bergur Hug­inn, sem Síld­­­ar­vinnslan lauk kaupum á í fyrra, heldur á fer sam­­­stæðan yfir tólf pró­­­sent hámark­ið.

Stærstu eig­endur Síld­­­­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og félagið Kjálka­­­­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­­­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­­­­son, sem var um tíma annar for­­­­­stjóri Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­um, meðal ann­­­ars syst­k­ini hans. Auk þess á Kald­bak­­­­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­­­­ar­halds­­­­­­­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­­­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­­­­ur.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur vís­bend­ingar um að þessir aðil­­ar, Síld­­­­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­­­­ur, eigi mög­u­­lega að telj­­ast tengdir í skiln­ingi laga. Þetta kom fram í ákvörðun sem eft­ir­litið birti í byrjun árs 2021. Þeir héldu sam­tals á 22,14 pró­­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta í nóv­­­em­ber í fyrra. Nú bæt­ist 2,16 pró­­­sent kvóti Vísis við og sam­an­lagður úthlut­aður kvóti til Sam­herja og mög­u­­­legra tengdra aðila fer upp í 24,3 pró­­­sent, eða næstum fjórð­ung allra úthlut­aðra afla­heim­ilda á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent