Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi

Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Rúm­lega 60 pró­sent kjós­enda Vinstri grænna hafa fremur eða mjög miklar áhyggjur af sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi í kjöl­far kaupa Síld­ar­vinnsl­unnar á Vísi í Grinda­vík. Á sama tíma hafa kjós­endur hinna stjórn­ar­flokk­anna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks, mun minni áhyggjur af því. 

Alls segj­ast 31,2 pró­sent þeirra sem styðja Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafa áhyggjur af þró­un­inni á meðan að 43 pró­sent þeirra hafa fremur eða mjög litlar áhyggjur af henn­i. 

Á meðal kjós­enda Fram­sókn­ar­flokks­ins mæl­ast þær áhyggjur 33,1 pró­sent á meðan að 36,1 pró­sent þeirra hafa fremur eða mjög litlar áhyggjur af sam­þjöppun í sjáv­ar­út­veg­i. 

Þetta kemur fram í könnun sem Mask­ína gerði dag­ana 20. til 25. júlí. Svar­endur voru 1.069 tals­ins. 

Heilt yfir sögð­ust 46,2 pró­sent kjós­enda hafa miklar áhyggjur á meðan að 27,9 pró­sent sögð­ust hafa litlar áhyggj­ur. Alls sögðu 26 pró­sent allra svar­enda að áhyggjur þeirra af sam­þjöppun væru í með­al­lag­i. 

Í nýj­ustu könnun Gallup á fylgi stjórn­mála­flokka kom fram að sam­an­lagt fylgi stjórn­­­ar­­flokk­anna þriggja sé nú 46,1 pró­­sent, en þeir hafa allir tapað fylgi á fyrstu mán­uðum kjör­­tíma­bils­ins. Þeir fengu sam­tals 54,3 pró­­sent þegar talið var upp úr kjör­köss­unum í sept­­em­ber í fyrra. 

Eldri áhyggju­fyllri en yngri

Kjós­endur allra stjórn­ar­and­stöðu­flokka hafa mun meiri áhyggjur af sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi í kjöl­far kaupanna. Í öllum til­fellum eru þeir fleiri sem svara því til en þeir sem hafa litlar áhyggj­ur. 

Athygl­is­vert er að áhyggj­urnar vaxa eftir því sem svar­endur eru eldri. Mestar eru þær hjá 60 ára og eldri, þar sem 60,7 pró­sent kjós­enda segj­ast hafa miklar áhyggjur af þró­un­inni, en minnstar hjá 18 til 29 ára, þar sem 28,9 pró­sent eru áhyggju­full­ir. 

Auglýsing
Þegar horft er til tekna kemur í ljós að áhyggjur af sam­þjöppun eru meiri fremur en minni í öllum tekju­hóp­um. Sömu sögu er að segja um mennt­un. 

Eini búsetu­hóp­ur­inn sem var með fleiri sem höfðu litlar áhyggjur af sam­þjöppun en meiri var Aust­ur­land. 

Mögu­lega tengdir aðilar með næstum fjórð­ung kvót­ans

Til­kynnt var um það í síð­asta mán­uði að Síld­ar­vinnslan hefði keypt útgerð­­ar­­fé­lagið Vísi í Grinda­vík á 31 millj­­arð króna.

Hluti af kaup­verð­inu verður greiddur með nýju hlutafé í Síld­­ar­vinnsl­unni og í ljósi þess að gengi bréfa í félag­inu hefur hækkað síðan að til­kynnt var um við­skiptin hefur kaup­verðið þegar hækk­að.

Verði þessi við­­­skipti stað­­­fest af hlut­hafa­fundi Síld­­­ar­vinnsl­unn­ar, sem fer fram 18. ágúst, og Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu munu núver­andi fisk­veið­i­­heim­ildir Síld­­­ar­vinnsl­unnar fara yfir það tólf pró­­­sent hámark sem hver útgerð má sam­­­kvæmt lögum halda á af úthlut­uðum kvóta. Vísir hélt á 2,16 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta þegar greint var frá því hvernig hann skipt­ist á milli útgerða í nóv­­­em­ber í fyrra. Síld­­­ar­vinnslan var þá skráð með 9,41 pró­­­sent af úthlut­uðum kvóta. 

Þegar við bæt­ist 1,03 pró­­sent kvóti sem Bergur Hug­inn, sem Síld­­ar­vinnslan lauk kaupum á í fyrra, heldur á fer sam­­stæðan yfir tólf pró­­sent hámark­ið.

Þorsteinn Már Baldvinsson er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.

Stærstu eig­endur Síld­­­­ar­vinnsl­unnar eru Sam­herji og félagið Kjálka­­­­nes, sem er í eigu sömu ein­stak­l­inga og eiga útgerð­ina Gjögur frá Gren­i­vík. Þar er meðal ann­­­­ars um að ræða Björgólf Jóhanns­­­­son, sem var um tíma annar for­­­­stjóri Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­skyld­u­­­bönd­um, meðal ann­­ars syst­k­ini hans. Auk þess á Kald­bak­­­­­­ur, félag í eigu Sam­herja, 15 pró­­­­­­sent hlut í öðru félagi, Eign­­­­ar­halds­­­­­­­fé­lag­inu Snæfugli, sem á hlut í Síld­­­­­­ar­vinnsl­unni. Á meðal ann­­­­arra hlut­hafa í Snæfugli er Björgólf­­­­ur.

Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur vís­bend­ingar um að þessir aðil­ar, Síld­­­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­­­ur, eigi mögu­lega að telj­ast tengdir í skiln­ingi laga. Þetta kom fram í ákvörðun sem eft­ir­litið birti í byrjun árs 2021. Þeir héldu sam­tals á 22,14 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta í nóv­­em­ber í fyrra. Nú bæt­ist 2,16 pró­­sent kvóti Vísis við og sam­an­lagður úthlut­aður kvóti til Sam­herja og mög­u­­legra tengdra aðila fer upp í 24,3 pró­­sent, eða næstum fjórð­ung allra úthlut­aðra afla­heim­ilda á Íslandi.

For­sæt­is­ráð­herra hefur áhyggj­ur, líkt og kjós­endur hennar

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, sagði við fjöl­miðla eftir að kaupin voru kunn­gerð að hún hefði áhyggjur af þess­ari miklu sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi. „Það er mín skoðun að það þurfi að end­­ur­­skoða það reglu­verk, bæði hvað varðar kvóta­­þakið og tengda eig­end­ur […] Það þarf að ræða gjald­­tök­una, ekki síst þegar við sjáum þennan til­­­­­flutn­ing á auð­­­magni milli aðila.“ 

Katrín sagði þetta vera grund­vall­ar­á­­stæðan fyrir því að svo margir séu ósáttir við kvóta­­kerf­ið, en í könnun sem Gallup gerði í fyrra­haust kom fram að 77 pró­sent aðspurðra styddi að mark­aðs­­gjald væri greitt fyrir afnot af fiski­miðum þjóð­­ar­inn­­ar. Ein­ungis 7,1 pró­­sent sögð­ust and­vígt slíkri kerf­is­breyt­ing­u.  Aukin sam­þjöppun muni ekki auka sátt um grein­ina að mati for­sæt­is­ráð­herra. 

Katrín sagði að á sama tíma og auð­lindir hafs­ins væru skil­greindar sem þjóð­ar­eign þá væri að eiga sér stað sam­­þjöppun í sjá­v­­­ar­út­­­vegi og að gríð­­ar­­legur auður væri safn­­ast á fárra manna hend­­ur. „Þetta er líka til skoð­unar hjá mat­væla­ráð­herra og varðar gjald­tök­una og líka þegar um er að ræða svona til­­­færslu á auð­­magni eins og sést í þessu dæmi.“

Annað hljóð í hinum stjórn­ar­flokk­unum

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafði aðra sýn á mál­ið. Í sam­tali við Frétta­blaðið sagði hann ​​marga ala á sundr­ungu vegna kerf­is­ins. „Varð­andi sam­­þjöpp­un­ina þá eru lög og reglur sem gilda og sam­keppn­is­­sjón­­ar­mið sem verður horft til. Nú fer þetta í þann far­­veg og ég vænti þess að það taki tíma og ég fylgist með eins og aðrir hvað kemur út úr þeirri athug­un.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra, sagði við RÚV að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækin væru að keppa á stórum mark­aði úti í heimi og að hann skildi „að þessi fjöl­­skyld­u­­fyr­ir­tæki sem hafa kannski verið í rekstri í fjöru­­tíu, fimm­­tíu ár séu farin að velta því fyrir sér hvað ger­ist næst.“

Hann héldi að „þetta breyti svo­­lítið þessum hugs­un­­ar­hætti um að við séum með fjöl­breytta útgerð ef við verðum fyrst og fremst með mjög fáa mjög stóra aðila sem allir banka í kvóta­­þakið að þá hlýtur það að kalla á ann­­ars konar gjald­­töku.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar