Hygge

Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?

Hygge
Auglýsing

Kjarn­inn end­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­ir. Frétta­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­sælda og sú sem er end­­ur­birt hér að neðan var upp­­haf­­lega birt þann 8. októ­ber 2017.

Það lætur ekki mikið yfir sér þetta fimm stafa danska orð: hygge. Þegar kemur að því að útskýra nákvæm­­lega hvað í því felst vand­­ast mál­ið. Þótt við Íslend­ingar segjum stund­um, með til­­vitnun í Einar Bene­dikts­­son, að til sé á Íslandi orð yfir allt sem er hugsað á jörðu gengur okkur ekki sér­­­lega vel að lýsa merk­ingu þessa ein­falda orðs. Reyndar er þessi vandi ekki bund­inn við íslensk­una, Danir eiga sjálfir í mesta basli með það.

Við eigum nokkur orð sem byrja á hugg, lík­­­lega komin úr dönsku en ekk­ert þeirra nær merk­ingu danska orðs­ins. Hugga (ég reyni að hugga barn­ið) huggun (mér er nú ekki mikil huggun í því) þetta þekkja all­­ir. Hugg­­ari er ekki mikið notað nú til dags þótt margir þekki merk­ing­una. hugg­u­­legt (hér er aldeilis hugg­u­­legt) hugg­u­­legur eða hugg­u­­leg (það var þarna mjög hugg­u­­leg stúlka) var algengt mál en þó á und­an­haldi eins og hugg­u­­leg­heit (þarna voru nú aldeilis hugg­u­­leg­heitin maður minn). Næs, kúl og kósí hafa að ein­hverju leyti komið í stað­inn.

Hvað er hygge

Í einu dönsku dag­­blað­anna mátti fyrir skömmu lesa að „Frakkar eig­i l´amo­ur, Bretar hafi unnið slag­inn um heimstung­u­­málið og Kín­verjar séu góðir í stærð­fræði. En við eig­um hygge“ sagði blaða­­mað­­ur­inn sem hafði sjálfur verið að lesa umfjöll­um Le Monde, The Guar­di­an, ­New York Times og kín­verska net­mið­ils­ins J­ing Daily um þetta danska fyr­ir­­bæri (eða hvað sem á að kalla það). Skoðun erlendu blaða­­mann­anna væri sú að hygge sé einmitt það sem nútíma­­mað­­ur­inn þyrfti mest á að halda nú um stund­­ir.

The little book of Hygge

Árið 2016 sendi Dan­inn Meik Wik­ing frá sér „The little book of Hygge“. Meik Wik­ing er fram­­kvæmda­­stjóri rann­­sókna­­set­­ur­s­ins „Institut ­for Lykk­e­­for­skning ­sem kannski mætti kalla „Stofnun ham­ingju­rann­­sókna“. Stofn­un­in, sem er sjálfs­­eign­­ar­­stofn­un, var sett á lagg­­irnar árið 2013 og hefur aðsetur á Frið­­riks­bergi við Kaup­­manna­höfn.

Auglýsing
„The little book of Hygge“ hefur selst í meira en einni milljón ein­­taka og verið þýdd á 33 tung­u­­mál. Hún hefur náð inn á met­­sölu­lista í Evr­­ópu og Banda­­ríkj­un­­um. Breska bóka­­for­lag­ið Pengu­in hafði sam­­band við Meik Wik­ing og spurði hvort hann gæti kannski skrifað bók um „þetta þarna hygge“.

Meik Wik­ing ­segir að síðan bókin kom út hafi hann nán­­ast ekki sinnt öðru en við­­töl­um, um bók­ina og inn­i­hald henn­­ar, og sér ber­ist fjöl­margar beiðnir í hverri viku um að flytja erindi. „Sumir halda að ég sé með ein­hverja alls­herjar upp­­­skrift að hygge. Það kemur mörgum á óvart, sér­­stak­­lega Banda­­ríkja­­mönnum og fólki frá Suð­­ur­-Kóreu, þegar ég segi að maður geti ekki keypt sér upp­­­skrift af hygge en hún sé hins­­veg­ar nokkuð sem allir geti öðl­­ast.“

„Sú stað­­reynd að fólk víða um heim hefur svona mik­inn áhuga á hygge sýnir ákveð­inn hörgul á nota­­leg­heitum og ró í sál­inni og lík­­am­an­um“ sagði danski mann­fræð­ing­­ur­inn Jeppe Trolle L­inn­et, sem hefur skrifað dokt­or­s­­rit­­gerð um hygge, í við­tali við danskt dag­­blað.

Hygge í þekktri breskri orða­­bók

Hrifn­ingin yfir hygge byrj­­aði í Bret­landi fyrir um það bil tveimur árum. Þá birt­ist á vef­­síð­u BBC, breska rík­­is­út­­varps­ins grein um hygge og orðið hefur nú verið tekið upp í hina þekktu orða­­bók Ox­ford Eng­l­ish Dict­­ion­­ary. Orða­­bókin segir þetta orð lýsandi fyrir danska menn­ingu, það merki nota­­lega sam­veru, sem auki vellíðan og ánægju.

Áhugi á Dönum og öllu því sem danskt er hefur auk­ist mikið í Bret­landi á allra síð­­­ustu árum, danskir sjón­­varps­­mynda­­flokk­­ar, til dæm­is ­Borgen og ­For­brydel­­sen hafa notið mik­illa vin­­sælda meðal Breta. Auk „The little book of Hygge“ komu á síð­­asta ári út í Bret­landi að minnsta kosti níu bækur um sama efni. Kjöt­­­boll­­ur, glögg, snúð­­ar, sæl­­gæti, rauð­vínstár, kaldur bjór og kerta­­ljós er meðal þess sem höf­undar þess­­ara bóka telja að skapi hina eft­ir­­sókn­­ar­verðu hygge. Breska dag­­blað­ið Even­ing Stand­­ard sagði í umfjöllun um hygge að Danir hafi þekkt þetta fyr­ir­­bæri árum saman og það sé ein ástæða þess að þeir séu meðal ham­ingju­­söm­­ustu þjóða heims „þótt þar sé dimmt, kalt og úrkomu­­sam­t.“ Breska dag­­blað­ið Gu­ar­di­an sendi einn blaða­­manna sinna til Kaup­­manna­hafnar til að leita að hygge. Blaða­­mað­­ur­inn sagð­ist vissu­­lega hafa skynjað þessa hygge þótt hann gæti ekki lýst henni með orðum og enn síður útskýrt hvernig hún yrði til. Til­­tók sér­­stak­­lega að hann hefði borð­að tebirkes vín­­ar­brauð með­ remonce (smjör og syk­­ur­krem), það hefði bragð­­ast prýð­i­­lega en blaða­­mað­­ur­inn treysti sér ekki til að full­yrða að vín­­­ar­brauðið væri eitt og sér hygge auk­and­i.

Hygge Hygge Hygge

Hygge er ekki komið í franskar orða­bækur en þar í landi selj­­ast bækur um þetta óskil­­grein­an­­lega fyr­ir­­bæri, hygge, í stórum stíl. Í Banda­­ríkj­unum má finna Hygge- bak­arí, kín­verskir ferða­­menn sem streyma til Dan­­merkur segj­­ast koma til að upp­­lifa hygge. Í Þýska­landi er víða að finna veit­inga- og kaffi­­­staði sem kenna sig við hygge, í Berlín er til dæmis að finna Café Hygge. Í Ham­­borg er fyrir skömmu farið að gefa út tíma­­rit sem heit­ir Hygge.

Í fyrsta tölu­­blað­inu not­aði rit­­stjórnin 162 blað­­síður til að skil­­greina „þessa dönsku heim­­speki“ eins og það er orð­að. Ein­kunn­­ar­orð blaðs­ins eru „gerðu líf þitt hugg­u­­legra“ og með fyrsta tölu­­blað­inu fylgdu fram­­burð­­ar­­leið­bein­ingar þannig að eng­inn þurfi að fara flatt á fram­­burð­in­­um. Í þessu fyrsta tölu­­blaði er líka „topp tíu hygge listi“ eins­­konar leið­bein­ingar um það hvernig hægt sé að upp­­lifa hygge. Maður á til dæmis að njóta mat­­ar­ins í stað þess að telja hita­ein­ing­­arn­­ar, rækta sam­­bandið við vin­ina, vera þakk­látur fyrir það sem maður hefur og ganga í ull­­ar­fatn­aði! Þetta fyrsta tölu­­blað er rík­u­­lega mynd­skreytt en það vekur athygli að margar mynd­anna eru frá Sví­­þjóð.

Skil­­grein­g­ar­vandi

Í nýjasta tölu­­blað­i ­Sam­­virke, félags­­­manna­­blað­i Coop ­sam­tak­anna, er löng umfjöllun um hygge. Eng­inn þeirra fjöl­­mörgu sem þar var rætt við treysti sér til að skil­­greina orð­ið. „Njóta þess sem maður hef­­ur, frekar að eiga nota­­lega stund með fjöl­­skyldu og vinum en að vinna fyrir örfáum við­­bót­­ar­krón­um“ nefndu margir sem eins­­konar skil­­grein­ingu. Það er kannski ekki skrýtið að útlend­ingar eigi erfitt með að átta sig á og skil­­greina þetta fyr­ir­­bæri, hygge, fyrst heima­­menn geta það ekki sjálf­­ir.

Frétta­­­skýr­ingin birt­ist fyrst 8. októ­ber 2017. Hún er nú end­­­ur­birt í tengslum við hlað­varpsum­­­­­fjöllun um hana.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar