Rafmyntin er sýnd veiði en ekki gefin

Getur það staðist að maður sem hefur keypt rafmynt og tapað síðan allri upphæðinni vegna verðfalls myntarinnar skuldi skattinum stórfé? Svarið við þessari spurningu er já, ef þú býrð í Danmörku.

Bitcoin er langþekktasti og verðmætasti rafeyririnn af þeim hundruðum sem til eru. Danskur kennari hefur farið vægast sagt flatt á fjárfestingu sinni í rafeyrinum.
Bitcoin er langþekktasti og verðmætasti rafeyririnn af þeim hundruðum sem til eru. Danskur kennari hefur farið vægast sagt flatt á fjárfestingu sinni í rafeyrinum.
Auglýsing

Rune Christ­i­an­sen heitir maður nokk­ur, búsettur á Suð­ur­-Jót­landi. Rune er, eða rétt­ara sagt var, kenn­ari við grunn­skól­ann í bænum Egt­ved, skammt fyrir sunnan Billund. Egt­ved er ekki oft í fréttum en árið 1921 fund­ust þar í dys frá brons­öld, lík­lega um 1300 f.Kr, ótrú­lega vel varð­veittar lík­ams­leifar ungrar stúlku. Þessi fundur er tal­inn einn merkasti fundur frá tíma brons­ald­ar­innar í Evr­ópu, og vakti heims­at­hygli.

Rune Christ­i­an­sen er ekki heims­þekktur eins og Egt­ved­stúlkan en nafn hans hefur síð­ustu daga mátt sjá í mörgum dönskum fjöl­miðl­um. Af sér­stökum ástæð­um.

Kenn­ara­starfið er ekki hálauna­starf í Dan­mörku. Oft má lesa í fjöl­miðlum um nauð­syn þess að leggja í vara­sjóð hluta af laun­unum og eiga í hand­rað­anum þegar kemur að eft­ir­launa­aldr­in­um. Þessi umræða hafði ekki farið fram­hjá Rune. Til að tryggja „áhyggju­laust ævi­kvöld“ eins og það er kallað ákvað hann ungur að leggja til hliðar til­tekna upp­hæð í hverjum mán­uði.

Fréttir um góða ávöxtun freist­uðu

Þótt Rune Christ­i­an­sen legði til hliðar í hverjum mán­uði þótti honum inni­stæðan á banka­bók­inni vaxa hægt. Fréttir af mik­illi hagn­að­ar­von svo­kall­aðrar raf­mynt­ar, sem iðu­lega voru í frétt­um, freist­uðu og árið 2017 ákvað Rune að veðja á þessa nýju ávöxt­un­ar­leið. Hann tók inni­stæð­una af banka­bók­inni og keypti raf­mynt. Ráð­gjafi í bank­anum óskaði Rune alls hins besta en sagði að þótt ávöxt­unin á banka­bók­inni væri ekki mikil væri hún trygg „maður veit aldrei með þessa raf­mynt“. Rune svar­aði því til að hann skildi vel þetta sjón­ar­mið en þetta breytti engu um sín áform.

Auglýsing

Hvað er raf­mynt?

Margir setja sama­sem­merki milli raf­myntar og Bitcoin. Sam­tals eru til fleiri en 300 mis­mun­andi teg­undir raf­myntar í heim­inum en Bitcoin er lang stærst og þekkt­ust. Bitcoin var upp­haf­lega kynnt árið 2009 af ein­stak­lingi sem kall­aði sig Satoshi Nakamoto. Eng­inn veit með vissu hver Satoshi Nakamoto er, þótt til­gát­urnar séu marg­ar. Bitcoin er ekki hefð­bundin mynt heldur raf­eyrir sem byggir á dulkóðun og hug­bún­aði en hægt er að eign­ast mynt­ina með „náma­vinnslu“ á net­inu. Til­gang­ur­inn með til­urð Bitcoin var að sögn Satoshi Nakamoto að taka völdin frá fjár­mála­el­ít­unni og gefa almenn­ingi kost á að taka þátt í fjár­mála­kerfum heims­ins. Bitcoin er ekki banki og þar er eng­inn banka­stjóri við völd.

Allt er þetta mjög óáþreif­an­legt, enda til­gang­ur­inn. Bitcoin er einkum notað til við­skipta á net­inu en margir nota mynt­ina til fjár­fest­inga, líkt og Rune Christ­i­an­sen hefur gert.

Miklar sveiflur

Árið 2017 þegar Rune Christ­i­an­sen ákvað að fjár­festa í Bitcoin voru dönsku skatta­regl­urnar varð­andi raf­mynt þannig að hagn­aður af við­skiptum var skatt­frjáls. Ef tap varð á við­skipt­unum var það ekki frá­drátt­ar­bært. Hjá Rune gekk allt vel í byrj­un, pen­ing­arnir sem hann hafði varið í Bitcoin ávöxt­uð­ust vel og danski skatt­ur­inn (skattefar eins og Danir segja) skipti sér ekki af við­skipt­un­um. En allt tekur enda og það gerði upp­sveiflan í Bitcoin líka. Áður var minnst á skatta­regl­urnar sem voru í gildi þegar Rune Christ­i­an­sen stökk inn í Bitcoin heim­inn (hans eigið orða­lag) en Adam var ekki lengi í þeirri skattapara­dís.

96 ára gamlar reglur rot­högg fyrir Rune

Danski skatturinn hefur sent kennaranum háan reikning vegna hagnaðar sem nú er orðinn að tapi.

Árið 2018 tóku gildi nýjar reglur í Dan­mörku varð­andi raf­mynt­ir. Regl­urnar voru reyndar ekki nýjar, þær voru frá árinu 1922 en höfðu verið felldar úr gildi mörgum árum fyrr en nú teknar upp á ný. Í stuttu máli eru „nýju“ regl­urnar þannig að nú skal greiddur skatt­ur, 53% af hagn­aði en heim­ilt er að draga 26,5% af tapi frá, þó með til­tek­inni hámarks­upp­hæð. Vegna mik­illar lækk­unar Bitcoin geng­is­ins hefur Rune Christ­i­an­sen tapað öllu sem hann lagði í Bitcoin við­skiptin og ekki nóg með það. Vegna mik­ils hagn­að­ar, sem svo hvarf, situr Rune nú uppi með reikn­ing frá danska skatt­inum uppá 2,8 millj­ónir danskra króna, það jafn­gildir um rúmum 57 millj­ónum íslensk­um. Rune sagði í við­tali við dag­blaðið Bør­sen að hann vissi ekki sitt rjúk­andi ráð, hann hefði þessa pen­inga ekki undir kodd­anum og hefði í raun aldrei séð þá. Hann lagð­ist í þung­lyndi sem varð til þess að hann varð að hætta kennsl­unni. Árlegir vextir af skatta­skuld­inni eru um það bil 250 þús­und og Rune seg­ist ekki hafa nokkra mögu­leika á að borga þá, og enn síður höf­uð­stól­inn. Danskur skatta­sér­fræð­ingur sem dag­blaðið Bør­sen ræddi við sagði þessar gömlu reglur sem skatta­yf­ir­völd hefðu dregið fram hefðu kannski átt við árið 1922 en hreint ekki í dag. Það væri í raun ótrú­legt að næstum hund­rað ára gamlar ryk­fallnar reglur væru dregnar upp úr skúff­unni hjá skatt­in­um, eftir langt hlé.

Regl­urnar í end­ur­skoðun

Jeppe Bruus ráð­herra skatta­mála sagði í blaða­við­tali fyrir nokkrum dögum að sér­stök ráð­gjaf­ar­nefnd um skatta­mál (Skattelovr­ådet) væri nú að yfir­fara þessar áður­nefndu reglur og ætti að skila til­lögum sínum til ráð­herr­ans fyrir mitt ár 2023. Ráð­herr­ann sagði að vel gæti verið að gömlu regl­urnar ættu ekki lengur við. Blaða­maður spurði hvort ekki væri óeðli­legt að regl­urnar hefðu ekki verið end­ur­skoð­að­ar, í ljósi þess að nú væri liðið vel á annan ára­tug síðan farið var að höndla með raf­mynt. Ráð­herr­ann sagði að þegar raf­myntin kom fram á sínum tíma hefði eng­inn séð fyrir hvað myndi ger­ast, hvort þetta væri bara tíma­bundin bóla. „En nú erum við að bregð­ast við“ sagði Jeppe Bruus.

Í lokin er rétt að geta þess að Rune Christ­i­an­sen er ekki eini mað­ur­inn sem hefur fengið reikn­ing frá Skatt­inum vegna raf­mynt­ar. Um það bil eitt þús­und Danir hafa síðan 2019 fengið slíkan reikn­ing. Sam­an­lögð upp­hæð þeirra reikn­inga er 89 millj­ónir danskra króna, það jafn­gildir 1.750 millj­ónum íslensk­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar