Höfundur Matador þáttanna látin – „Maður er ekkert merkilegur af því maður er gamall“

Lise Nørgaard, höfundur Matador þáttanna, er látin. Borgþór Arngrímsson fer yfir ævi rithöfundarins sem Danir líta nánast á sem þjóðareign.

Úr sjónsvarpsþættinum Matador
Úr sjónsvarpsþættinum Matador
Auglýsing

Danski rit­höf­und­ur­inn og blaða­konan Lise  Nørgaard er látin 105 ára að aldri. Flestir kann­ast lík­lega við hana sem höf­und sjón­varps­þátt­anna Mata­dor. Hún taldi sjálf önnur rit­störf sín merk­ari en sjón­varps­hand­rit­in. Þegar Lise Nørgaar­d varð hund­rað ára birt­ist hér í Kjarn­anum umfjöllun um hana. Ummælin í fyr­ir­sögn­inni eru úr þeirri umfjöll­un.

Danir líta á hana nán­­ast sem þjóð­­ar­­eign, kon­una sem átti hug­­mynd­ina að og skrif­aði að stórum hluta hand­­rit, Mata­dor, lang þekktasta og vin­­sælasta sjón­­varps­­mynda­­mynda­­flokks sem Danir hafa fram­­leitt. En saga Lise Nørgaar­d er miklu meira en bara Mata­dor.

Auglýsing
Þegar stúlkan, sem síðar fékk nafn­ið Elise, skaust í heim­inn 14. júní 1917 gat faðir henn­­ar, kaup­­mað­­ur­inn Harry Alex­and­er J­en­­sen, ekki leynt von­brigðum sín­­um. Hann hafði von­­ast eftir syni, sem með tíð og tíma gæti tekið við fyr­ir­tæk­inu sem, að hans mati, væri ekki kven­­manns­verk. Ekki þýddi þó að deila við dóm­­ar­ann. Barn­ið, sem eig­in­­konan Olga Sofie Tønd­er, hafði alið honum var „kun en pig­e“. Sautján mán­uðum síðar fædd­ist þeim hjónum önnur dótt­ir, sem var skírð ­Ger­da, hún lést 2009. Árið 1920 fjölg­aði enn í fjöl­­skyld­unni, þá fædd­ist son­­ur­inn Kai. Hann fet­aði í fót­­spor föð­­ur­ins, varð kaup­­maður og síðar fram­­kvæmda­­stjóri, hann lést fyrr á þessu ári. Syst­k­inin þrjú, sem alla tíð voru mjög náin fædd­ust í Hró­­ar­skeldu og ólust þar upp. Móðir þeirra, Olga Sofi­e hafði, áður en elsta barn­ið, Elise, sem síðar breytti nafn­inu í Lise, fædd­ist, átt og rekið fata­versl­un. Hún seldi  versl­un­ina skömmu eftir að dótt­ir­in ­Ger­da ­fædd­ist og sinnti eftir það heim­il­inu. Í end­­ur­m­inn­ingum sínum seg­ir Lise, að hún sjálf hafi frá upp­­hafi verið ákveðin í að hús­­móð­­ur­hlut­verk­ið, og það að vera fjár­­hags­­lega háð eig­in­­manni,  skyldi ekki verða sitt hlut­­skipt­i. 

Send á hús­­mæðra­­skóla

Fjöl­­skyld­u­fað­ir­inn var mjög stjórn­­­sam­­ur, hús­­bóndi á sínu heim­ili eins og Lise hefur orðað það. Hann lagði mikla áherslu það við börnin að þau skyldu ætíð leggja sig fram við allt sem þau tækju sér fyrir hend­­ur. Við mat­­ar­­borðið hvatti hann börnin til að segja frá því sem gerst hefði þann dag­inn og Lise ­segir í end­­ur­m­inn­ingum sínum að hann hafi lagt áherslu á að frá­­­sögnin væri skemmti­­leg og „þar lærði ég að blanda saman gamni og alvöru og með því móti heldur maður athygl­inn­i.“ Fað­ir­inn ákvað,að sögn Lise, að nám við Hús­­stjórn­­­ar­­skól­ann í Sorø, væri prýð­i­­legur und­ir­­bún­­ingur undir líf­ið. „Gjör­­sam­­lega mis­­heppnuð ákvörð­un“ sagð­i Lise ­síðar „meira að segja pabbi gat ekki borðað það sem ég eld­aði eftir að hafa verið í skól­­anum og mér hefur ekki farið fram“ sagði hún í við­tali fyrir nokkrum árum.  

Hró­­ar­skeld­u­dag­­blaðið

Árið 1935 var Lise Nørgaar­d ráðin til­ Rosk­ilde Dag­blad, Hró­­ar­skeld­u­dag­­blaðs­ins. Eins og ­­títt er á litlum fjöl­miðlum þurft­i Lise að sinna öllu mög­u­­legu. Í end­­ur­m­inn­ingum sínum segir hún að ekki hafi allir verið jafn hrifnir af því að „þessi stelpa“ kæmi þegar eitt­hvað frétt­­næmt átti sér stað.

Auglýsing
Eitt sinn var hún send á fund hjá kaup­­fé­lags­­deild­inni (brugs­­for­en­in­gen) í Hró­­ar­skeldu. For­­maður félags­­­deild­­ar­innar kom í eigin per­­sónu á skrif­­stofu blaðs­ins dag­inn eftir og var ekki sátt­­ur: „Við báðum um blaða­­mann og svo sendu þeir stúlku.“ Lise Nørgaar­d ­segir að rit­­stjóri Hró­­ar­skeld­u­dag­­blaðs­ins hafi kennt sér mikið og vinnan á blað­inu verið góður skóli.

Hjóna­­bönd, barn­­eign­ir, Polit­i­­ken, Hjemmet og Berl­ingske

Þótt ann­­ríkið og vinn­u­á­lagið á Hró­­ar­skeld­u­dag­­blað­inu hafi verið mikið hafð­i Lise Nørgaar­d fleiri járn í eld­in­­um. Árið 1938 gift­ist hún­ Mog­ens Ein­­ar Flindt Niel­­sen, þau eign­uð­ust fjögur börn en skildu árið 1950. Þá var Lise Nørgaar­d orðin blaða­­maður á Polit­i­­ken, byrj­­aði þar árið 1949. Hún hefur margoft sagt að þau nítján ár sem hún var á Polit­i­­ken og stutt vera hennar á Berl­ingske Tidende (heitir nún­a Berl­ingske) hafi verið skemmti­­leg­­asti tím­inn á starfs­­ferl­in­­um. „Ég var, held ég, ágætur blaða­­maður en ekki góð móð­­ir.“  Börnin hennar hafa tekið undir þetta „hún var nátt­úr­­lega aldrei heima“. Árið 1968 réð Lise Nørgaar­d ­sig til viku­­rits­ins „Hjemmet“ og þar var hún rit­­stjóri um tveggja ára skeið 1975 – 1977. Á blaða­­manns­­ferl­inum skrif­að­i Lise um allt milli him­ins og jarð­­ar, mikið um neyt­enda­­mál og mál­efni kvenna. ­­Með fram ­­blaða­­mennsk­unni sinnti hún ýmsum verk­efn­um, skrif­aði kvik­­mynda­hand­­rit, hand­­rit að útvarps­­þátt­um, skáld­­sög­­ur, tvær bækur um hunda­­þjálfun og dæg­­ur­laga­texta svo eitt­hvað sé nefnt. Árið 1951 gift­ist Lise Nørgaar­d J­ens Waaben ­rit­­stjóra, hann lést 1984.

Húsið á Krist­jáns­höfn og Mata­dor

Þann 1. maí árið 1970 var frum­­sýndur í danska sjón­­varp­inu fyrsti þáttur í sjón­­varps­þátta­röð sem fékk nafnið Huset paa Christ­i­ans­havn, Húsið á Krist­jáns­höfn. Þætt­irnir fjöll­uðu í stuttu máli um dag­­legt líf íbúa í fjöl­býl­is­­húsi á Krist­jáns­höfn í Kaup­­manna­höfn. Þrátt fyrir að margir af þekkt­­ustu leik­­urum og kvik­­mynda­­leik­­stjórum Dana stæðu að gerð þátt­anna töldu flestir gagn­rýnendur að þeir yrðu ekki lang­líf­­ir. Gagn­rýnend­­urnir reynd­ust hins veg­­ar hlað­varpa­­spek­ing­­ar, Húsið á Krist­jáns­höfn er ein vin­­sælasta þátta­röð í sögu dansks sjón­­varps, alls voru gerðir 84 þætt­ir, sá síð­­­asti frum­­sýndur 31. des­em­ber 1977.

Lise Nørgaard.

Hand­­rits­höf­und­­arnir voru all­margir, þar á með­­al Lise Nørgaard. Meðal leik­­stjór­anna var Erik Ball­­ing (1924 – 2005) og það var hann sem komst á snoðir um að Lise Nørgaar­d ætti í fórum sínum hand­­rit að sögu tveggja fjöl­­skyldna í smá­bæ. Þegar Erik Ball­­ing ­stakk upp á því við Lise Nørgaar­d að hún mynda skrifa hand­­rits­drög fyrir sjón­­varps­þætti tók hún hug­­mynd­inni fálega. En Erik Ball­­ing var ekki maður sem lét auð­veld­­lega segj­­ast og að lokum féll­st Lise Nørgaar­d á að skrifa sög­u­­þráð sex þátta, sem Nor­disk Film fram­­leiddi fyrir DR. Þætt­irnir kost­uðu miklu meira en nokkuð það sem DR hafði áður látið fram­­leiða og útvarps­­ráðið sá ofsjónum yfir kostn­að­inum og hafði efa­­semdir um þætt­ina. Fyrsti þátt­­ur Mata­dor var frum­­sýndur í DR 11. nóv­­em­ber 1978 og er skemmst frá því að segja að þátta­röðin sló algjör­­lega í gegn. Á næstu árum voru fram­­leiddar þrjár sex þátta syrpur til við­­bót­­ar, sam­tals urðu þætt­irnir 24 og spanna ára­bilið 1929 til 1947. Það segir sína sögu að sjötti, tólfti og átj­ándi þáttur höfðu ákveð­inn enda­­punkt, Nor­disk Film vissi nefn­i­­lega aldrei hvort þætt­irnir yrðu fleiri og sló því varnagla. Þætt­irnir hafa öðl­­ast vin­­sældir sem eiga sér enga hlið­­stæðu í Dan­­mörku og um þessar mundir er verið að sýna þátta­röð­ina í átt­unda skipt­i. Lise Nørgaar­d ­skrif­aði sjálf hand­­rit sextán þátta en aðrir hina átta.

Margt fleira en Mata­dor

Þótt í hugum Dana sé eins­­kon­­ar ­sama­­sem ­merki milli­ Lise Nørgaar­d og Mata­dor var hún ekki sama sinn­­is. Í umfjöllun Kjarn­ans 2016 kom fram að hún væri stolt­ust af blaða­­manna­­ferl­inum en það allir tali alltaf um Mata­dor. ,,Þegar ég hitti ókunn­ugt fólk vill það bara tala um Mata­dor, stundum get ég næstum kastað upp vegna þess. En ég sit uppi með þetta.“

Lise Nørgaar­d fannst það ekki merki­­legt að verða göm­ul. ,,Stundum hugsa ég um hvernig á því standi að nán­­ast allir gamlir vinir mínir eru dánir en alltaf tóri ég. Í fyrra fór ég í tíu jarð­­ar­farir og þær verða ekki færri á þessu ári, ef ég lifi. Þeir vinir sem ég á nú eru nær allir miklu yngri, það er allt í lagi fyrir mig, veit ekki með þá.“

Lise Nørgaar­d var búin að til­­kynna að hún vildi ekki gjafir í til­­efni ald­­ar­af­­mæl­is­ins fyrir rúmum fimm árum. ,,Húsið er fullt af dóti, er eins og graf­hýsi. Súkkulaði vil ég ekki, maður fitnar bara af því og ég vil heldur ekki blóm. Þau visna í vös­unum og svo kemur vond lykt af vatn­inu. Engar gjafir takk.“

Bann­­settur far­sím­inn

Lise Nørgaar­d ­sagði að far­sím­inn væri algjör plága. ,,Maður fær kannski ein­hverja hug­­mynd og byrjar að skrifa, þá hringir sím­inn og svo þegar sím­tal­inu loks­ins lýkur man maður ekki lengur hug­­mynd­ina, alveg tómur í koll­in­­um.“

Þegar hún var spurð af hverju hún væri þá að svara í sím­ann sagði hún að það yrði hún að gera. ,,Ef ég svara ekki halda börnin mín að ég sé hrokkin af stand­inum og svo mynd­i tengda­­son­­ur­inn, sem býr í grennd­inni, ryðj­­ast inn og segja svo, ja hérna, þú ert þá lif­andi. Þess vegna verð ég að svara. Árum saman hef ég reynt að horfa á glæpa­þætti þar sem ég sé bæði morðið og svo lausn­ina. Það tekst aldrei, sím­inn hringir alltaf og eyð­i­­leggur skemmt­un­ina.“ 

Frétta­skýr­ingin byggir á umfjöllun sem birt­ist upp­haf­lega árið 2017.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar