Stærsti erlendi fjárfestirinn í Íslandsbanka selur sig niður fyrir fimm prósent í bankanum

Einn þeirra sjóða sem var valinn til að vera hornsteinsfjárfestir í Íslandsbanka í fyrra hefur reglulega bætt við sig eign í bankanum síðastliðið rúmt ár. Nú hefur sjóðurinn, Capital Group, hins vegar selt sig niður fyrir fimm prósent.

Íslandsbanki var skráður á markað í júní í fyrra.
Íslandsbanki var skráður á markað í júní í fyrra.
Auglýsing

Capi­tal Group, sem er fjórði stærsti eig­andi Íslands­banka, hefur selt 0,11 pró­sent hlut í bank­anum og á nú 4,92 pró­sent hlut. Við söl­una fer eign­ar­hlut­ur­inn undir fimm pró­sent og salan því til­kynn­ing­ar­skyld til Kaup­hall­ar. 

Capi­tal Group er á meðal tveggja erlendra sjóða sem voru valdir til að kaupa hlut í Íslands­banka í aðdrag­anda almenns útboðs á hlutum í bank­anum i fyrra, en hann var í kjöl­farið skráður á mark­að. Hinn sjóð­ur­inn, RWC Asset Mana­gement, hafði selt þorra eignar sinnar í Íslands­banka um síð­­­ustu ára­­mót og leyst um leið út umtals­verðan hagn­að. Capi­tal Group hafði hins vegar verið að bæta jafnt og þétt við sig eign­ar­hlut­um. Sjóð­ur­inn átti 3,8 pró­sent hlut í fyrra­sumar en var kom­inn upp í 5,06 pró­sent í lok mars síð­ast­lið­ins. 

Báðir sjóð­irnir voru á meðal þeirra sem fengu að taka þátt í lok­uðu útboði á hlutum í Íslands­banka í mars síð­ast­liðn­um, þegar 207 fjár­festar voru valdir til að kaupa 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka með fjög­urra pró­senta afslætti af mark­aðsvirði. RWC Asset Mana­gement fékk að kaupa hluti fyrir tæp­­lega tvo millj­­arða króna og Capi­tal Group keypti fyrir rúman millj­arð króna. 

Auglýsing
Ríkissjóður Íslands er enn stærsti eig­andi Íslands­banka með 42,5 pró­sent eign­ar­hlut. Þar á eftir koma þrír stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins: Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins (LS­R), Gildi og Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna með sam­tals rúm­lega 20 pró­sent eign­ar­hlut. 

Hlut­­ur­inn hefur hækkað um sjö millj­­arða

Sá hópur fjár­­­festa sem var val­inn til að taka þátt í lok­aða útboð­inu á 22,5 pró­­sent hlut íslenska rík­­is­ins í Íslands­­­banka borg­aði 117 krónur fyrir hvern hlut. Heild­­ar­­upp­­hæðin var, líkt og áður sagði, 52,65 millj­­arðar króna. Það var rúm­­­lega fjögur pró­­­sent undir skráðu gengi bank­ans á þeim tíma og afslátt­­­ur­inn rök­studdur með því að það væri alvana­­­legt alþjóð­­­lega þegar stór hlutur í skráðu félagi væri seldur með til­­­­­boðs­­­fyr­ir­komu­lagi að gefa afslátt. 

Við lokun mark­aða á föstu­dag var gengi bréfa í Íslands­­­banka 132,4 krón­­ur, eða um 13 pró­­sent yfir því verði sem hóp­­ur­inn fékk að kaupa á í mars. Virði þess hlutar sem var seldur er nú því 59,6 millj­­arðar króna, eða um sjö millj­­örðum krónum meiri en það var í mar­s. 

Ljóst er að hluti þeirra sem tóku þátt í útboð­inu hafa þegar selt hlut­ina sína með hagn­aði. Þar á meðal eru margir erlendir fjár­festar sem tóku líka þátt í almenna útboð­inu í fyrra, og seldu sig hratt niður í kjöl­far þess. Nokkrum vikum eftir útboðið lá fyrir að að minnsta kosti 34 fjár­­­festar hefði selt og að nöfn 60 fjár­­­festa birt­ust ekki á hlut­hafa­­skrá af ýmsum ástæð­u­m. 

Hlut­höfum hefur fækkað um 40 pró­­sent

Ríkið hóf að selja hluti í Íslands­­­banka í fyrra, þegar 35 pró­­sent hlutur var seld­­ur, og bank­inn var skráður á markað í júní 2021. Þá voru hlut­hafar í bank­­anum 24 þús­und tals­ins. Í almennu útboði sem fór fram í aðdrag­anda skrán­ingar var þátt­­taka almenn­ings mikil enda þótti útboðs­­geng­ið, 79 krónur á hlut, vera afar lágt miðað við efna­hags­­reikn­ing bank­ans og stöðu mála á hluta­bréfa­­mark­aði á þeim tíma. Á fyrsta degi við­­skipta hækk­­aði verðið enda um 20 pró­­sent og í dag er það 68 pró­­sent hærra en það var í útboð­inu.

Þegar Íslands­­­­­banki birti upp­­­­­gjör sitt fyrir fyrri hluta árs­ins 2022 í lok síð­­asta mán­aðar kom fram að hlut­hafar í bank­­­anum séu nú 14.300 tals­ins. Þeim hefur því fækkað um 9.700 frá því í júní í fyrra, eða um 40 pró­­­sent. ­Kaup­endur af þorra þeirra bréfa sem seld hafa verið eru íslenskir líf­eyr­is­­­sjóð­ir, í eigu íslensks almenn­ings, sem eiga að minnsta kosti sam­an­lagt um 28 pró­­­sent hlut í bank­an­­­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent