Með 5,6 milljónir á mánuði og á hlut í Síldarvinnslunni sem er metinn á um milljarð

Laun Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar, hækkuðu um 18,5 prósent í fyrra. Eitt prósent hlutur félags sem hann á 60 prósent á móti tveimur öðrum í er metinn á um 1,6 milljarð króna. Þeir borguðu 32 milljónir fyrir hlutinn.

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar.
Auglýsing

Launa- og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur til Gunn­þórs Ingva­son­ar, for­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hækk­uðu um 18,5 pró­sent á síð­asta ári. Miða greiðslur til hans á mán­uði voru 5,6 millj­ónir króna á árinu 2021 en 4,7 millj­ónir króna árið 2020. Laun Gunn­þórs og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð hækk­uðu um 880 þús­und krónur á mán­uði að með­al­tali í fyrra. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar sem birtur var í gær. 

Laun hans eru við með­al­tal launa for­stjóra skráðra félaga, sem voru tæp­lega 5,7 millj­ónir króna á mán­uði að teknu til­liti til launa­hækk­unar Gunn­þór­s. 

Rekstur Síld­ar­vinnsl­unnar gekk vel í fyrra. Hún hagn­að­ist um 11,1 millj­­arða króna, ef miðað er við með­­al­­gengi Banda­­ríkja­dals en félagið gerir upp í þeirri mynt. Af þeirri upp­­hæð féllu um þrír millj­­arðar króna til vegna sölu­hagn­aðar sem mynd­að­ist þegar SVN eigna­­fé­lag, stærsti eig­andi trygg­inga­­fé­lags­ins Sjó­vár, var afhentur fyrri hlut­höfum Síld­­ar­vinnsl­unnar í fyrra­vor.

Auglýsing
Stjórn Síld­­ar­vinnsl­unnar leggur til við aðal­­fund að greiddur verði arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­ár­s­ins 2021  upp á 3,4 millj­­arða króna. 

Félagið greiddi 531 millj­­ónir króna í veið­i­­­gjöld í fyrra og tæp­­lega 2,1 millj­­arð króna í tekju­skatt. Því námu sam­an­lagðar greiðslur vegna veið­i­­gjalds og tekju­skatts í rík­­is­­sjóð um 2,6 millj­­örðum króna, eða 76 pró­­sent af þeirri upp­­hæð sem til stendur að greiða hlut­höfum í arð og 23 pró­­sent af hagn­aði Síld­­ar­vinnsl­unnar vegna síð­­asta árs. 

Miðað við nýjasta birta lista Fiski­­­­stofu um þær afla­heim­ildir sem hvert fyr­ir­tæki heldur á þá er Síld­­­­ar­vinnslan, ásamt dótt­­­­ur­­­­fé­lög­um, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 9,41 pró­­­­sent hans. Þá keypti Síld­­­ar­vinnslan útgerð­­­ar­­­fyr­ir­tækið Berg Hug­inn á árinu 2020 en það heldur á 1,03 pró­­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta.

Hafa hagn­ast um 1,6 millj­arð króna á því að kaupa hlut

Síld­ar­vinnslan var skráð á markað í maí í fyrra. Í skrán­ing­­ar­lýs­ingu Síld­­ar­vinnsl­unnar kom fram að Gunn­þór, Axel Ísaks­­son og Jón Már Jóns­­son, sem allir eiga sæti í fram­­kvæmda­­stjórn Síld­­ar­vinnsl­unnar væru eig­endur félags­ins Hraun­lóns. Þeir keyptu félagið í lok árs 2020 á 640 millj­ónir króna en Hraun­lón átti þá 27,5 millj­ónir hluta í Síld­ar­vinnsl­unni.

Þegar Síld­ar­vinnslan var skráð á markað hafði virði hlut­ar­ins hækkað upp í 1.595 millj­ónir króna á fjórum mán­uð­um, eða um 955 millj­ónir króna. 

Í hluta­fjár­út­boði sem fór fram í aðdrag­anda skrán­ingar Síld­ar­vinnsl­unnar á markað ákvað Hraun­lón að selja 37 pró­sent af bréfum sín­um. Fyrir það fékk félagið 608 millj­ónir króna. Því má segja, þegar kaup­verðið á heild­ar­hlutnum í lok árs 2020 er dregið frá því sem fékkst fyrir það selt var í hluta­fjár­út­boð­inu í fyrra­vor, að eig­endur Hraun­lóns hafi greitt 32 millj­ónir króna fyrir þann hlut sem þeir halda á í dag.

Það er sem stendur um eitt pró­sent hlutur í Síld­ar­vinnsl­unni sem met­inn er á um 1,6 millj­arð króna, en mark­aðsvirði félags­ins hefur hækkað um 41 pró­­sent frá skrán­ing­u. 

Þar munar mestu um þá aukn­ingu sem varð á virði félags­­ins eftir að til­­kynnt var um stór­auk­inn loðn­u­kvóta í fyrra­haust, en Síld­­ar­vinnslan og tengd félög fengu næst mest allra útgerða af hon­um, eða 18,49 pró­­sent. Um var að ræða stærstu úthlutun í loðnu í næstum tvo ára­tugi en engum loðn­u­kvóta hafði verið úthlutað í tvö ár á und­­an.

Virðið tífald­að­ist

Hraun­lón var áður í jafnri eigu Ein­­ars Bene­dikts­­son­­ar, fyrr­ver­andi for­­stjóra Olís, og Gísla Bald­­urs Garð­­ar­s­­sonar lög­­­manns. Sam­herji fjár­­­festi í Olís árið 2012 þegar þeir tveir áttu félagið að fullu og árið 2017 voru þeir að öllu leyti keyptir út úr Olís, meðal ann­­ars af Sam­herj­­a. Olís rann síðar saman við smá­­söluris­ann Haga.

Hraun­lón skil­aði ekki árs­­reikn­ing á árunum 2010 til 2015. Á síð­­­ara árinu er komin inn eign­­ar­hlutur í öðru félagi, Síld­­ar­vinnsl­unni, sem met­inn var á 213 millj­­ónir króna. Í árs­reikn­ingi 2020 var hlut­ur­inn enn verð­met­inn á þá tölu, eða þriðj­ung af því sem hlut­ur­inn var seldur á í lok þess árs.

Þegar það verð sem nýir eig­endur fengu fyrir 37 pró­sent af eign­inni í hluta­fjár­út­boð­inu í fyrra vor er lagt við mark­aðsvirði eft­ir­stand­andi eitt pró­sent hlutar í Síld­ar­vinnsl­unni nú er virði þess hlutar sem Hraun­lón átti í lok árs 2020 um 2,2 millj­arður króna, eða tíu sinnum meira en bók­fært virði hlut­ar­ins var fyrir rúmum 14 mán­uð­u­m. 

Því hafa Gunn­þór, Axel og Jón Már hagn­ast um tæp­lega 1,6 millj­arð króna á því að kaupa Hraun­lón í lok árs 2020, nokkrum mán­uðum áður en Síld­ar­vinnslan var skráð á mark­að.

Þorri þess hagn­aðar lendir hjá Gunn­þóri. Í árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar kemur fram að Gunn­þór eigi 60 pró­sent hlut í L1197 ehf. sem á 100 pró­sent hlut í Hraun­lóni. Því er beinn hlutur Gunn­þórs í Hraun­lóni 940 millj­óna króna virði. Auk þess á hann 100.306 hluti í eigin nafni í Síld­ar­vinnsl­unni, en mark­aðsvirði þeirra er rúm­lega níu millj­ónir króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent