Síldarvinnslan hagnaðist um 11,1 milljarða króna en borgaði 531 milljón króna í veiðigjald

Eigið fé Síldarvinnslunnar var 55 milljarðar króna um síðustu áramót og markaðsvirði félagsins er 153 milljarðar króna. Til stendur að greiða hluthöfum út 3,4 milljarða króna í arð en stærstu eigendurnir eru Samherji og Kjálkanes.

Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí í fyrra.
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí í fyrra.
Auglýsing

Síld­ar­vinnslan hagn­að­ist um 11,1 millj­arða króna á síð­asta ári, ef miðað er við með­al­gengi Banda­ríkja­dals en félagið gerir upp í þeirri mynt. Af þeirri upp­hæð féllu um þrír millj­arðar króna til vegna sölu­hagn­aðar sem mynd­að­ist þegar SVN eigna­fé­lag, stærsti eig­andi trygg­inga­fé­lags­ins Sjó­vár, var afhentur fyrri hlut­höfum Síld­ar­vinnsl­unnar áður en félagið var skráð á markað í maí í fyrra. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem birtur var í dag.

Stjórn Síld­ar­vinnsl­unnar leggur til við aðal­fund að greiddur verði arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­árs­ins 2021  upp á 3,4 millj­arða króna. 

Félagið greiddi 531 millj­ónir króna í veiði­gjöld í fyrra og tæp­lega 2,1 millj­arð króna í tekju­skatt. Því námu sam­an­lagðar greiðslur vegna veiði­gjalds og tekju­skatts í rík­is­sjóð um 2,6 millj­örðum króna, eða 76 pró­sent af þeirri upp­hæð sem til stendur að greiða hlut­höfum í arð og 23 pró­sent af hagn­aði Síld­ar­vinnsl­unnar vegna síð­asta árs. 

Eigið fé 55 millj­arðar króna

Rekstr­ar­tekjur útgerð­ar­ris­ans voru 30,1 millj­arður króna og EBIT­DA-hagn­að­ur, hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta, var 10,7 millj­arðar króna.

Í árs­reikn­ingnum segir enn fremur að eigið fé félags­ins hafi verið um 55,1 millj­arðar króna í lok árs í fyrra miðað við gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dali í lok árs og eig­in­fjár­hlut­fallið 67 pró­sent. Vert er að taka fram að afla­heim­ildir sem félagið hefur til umráða eru færðar á nafn­virði í efna­hags­reikn­ingi. Upp­lausn­ar­virði þeirra getur verið mun hærra. 

Auglýsing
Markaðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar er 153 millj­arðar króna sem stendur og hefur hækkað um 38 pró­sent frá skrán­ingu. Þar munar mestu um þá aukn­ingu sem varð á virði félags­ins eftir að til­kynnt var um stór­auk­inn loðnu­kvóta í fyrra­haust, en Síld­ar­vinnslan og tengd félög fengu næst mest allra útgerða af hon­um, eða 18,49 pró­sent. Um var að ræða stærstu úthlutun í loðnu í næstum tvo ára­tugi en engum loðnu­kvóta hafði verið úthlutað í tvö ár á und­an.

Risa­vaxin blokk í sjáv­ar­út­vegi

Miðað við nýjasta birta lista Fiski­­­stofu um þær afla­heim­ildir sem hvert fyr­ir­tæki heldur á þá er Síld­­­ar­vinnslan, ásamt dótt­­­ur­­­fé­lög­um, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 9,41 pró­­­sent hans. Þá keypti Síld­­ar­vinnslan útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Berg Hug­inn á árinu 2020 en það heldur á 1,03 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta.

­Stærstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar, sem var skráð á hluta­bréfa­­markað í fyrra, eru Sam­herji hf. (32,64 pró­­sent) og Kjálka­­nes ehf. (17,44 pró­­sent), ­fé­lags í eigu Björg­­­ólfs Jóhanns­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­stjóra Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­skyld­u­­­bönd­­­um. Auk þess á Eign­­ar­halds­­­fé­lagið Snæfugl, sem er meðal ann­­ars í eigu Sam­herja og Björg­­ólfs, fjögur pró­­sent hlut. Sam­an­lagt halda því þessir þrír aðilar á um 54,1 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni og skipa þrjá af fimm stjórn­­­ar­­mönnum þess. Þeir fá rúm­lega 1,8 millj­arða króna í arð verði til­laga stjórnar Síld­ar­vinnsl­unnar um arð­greiðslu sam­þykkt.

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Gjög­­ur er í eigu sömu aðila og eiga Kjálka­­­nes. Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti þá nið­­­ur­­­stöðu frum­­­mats síns í febr­­­úar 2021 að til staðar væru vís­bend­ingar um um yfir­­­­ráð Sam­herja eða sam­eig­in­­­­leg yfir­­­­ráð Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­­­­ar­vinnsl­unn­i. ­Síðan að sú nið­­­ur­­­staða var birt hef­­­ur, sam­­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, verið kallað eftir gögnum frá stjórn­­­völd­um, Sam­herja, Síld­­­ar­vinnsl­unni og öðrum tengdum aðilum vegna máls­ins. Sú gagna­öflun hafi gengið vel en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráð­ist verði í for­m­­­lega rann­­­sókn á mál­in­u.

Þessir aðil­­­ar: Síld­­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­­ur, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur mög­u­­­legt að séu tengd­ir, halda sam­tals á 22,14 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent