Síldarvinnslan hagnaðist um 11,1 milljarða króna en borgaði 531 milljón króna í veiðigjald

Eigið fé Síldarvinnslunnar var 55 milljarðar króna um síðustu áramót og markaðsvirði félagsins er 153 milljarðar króna. Til stendur að greiða hluthöfum út 3,4 milljarða króna í arð en stærstu eigendurnir eru Samherji og Kjálkanes.

Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí í fyrra.
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí í fyrra.
Auglýsing

Síld­ar­vinnslan hagn­að­ist um 11,1 millj­arða króna á síð­asta ári, ef miðað er við með­al­gengi Banda­ríkja­dals en félagið gerir upp í þeirri mynt. Af þeirri upp­hæð féllu um þrír millj­arðar króna til vegna sölu­hagn­aðar sem mynd­að­ist þegar SVN eigna­fé­lag, stærsti eig­andi trygg­inga­fé­lags­ins Sjó­vár, var afhentur fyrri hlut­höfum Síld­ar­vinnsl­unnar áður en félagið var skráð á markað í maí í fyrra. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unn­ar, sem birtur var í dag.

Stjórn Síld­ar­vinnsl­unnar leggur til við aðal­fund að greiddur verði arður til hlut­hafa vegna reikn­ings­árs­ins 2021  upp á 3,4 millj­arða króna. 

Félagið greiddi 531 millj­ónir króna í veiði­gjöld í fyrra og tæp­lega 2,1 millj­arð króna í tekju­skatt. Því námu sam­an­lagðar greiðslur vegna veiði­gjalds og tekju­skatts í rík­is­sjóð um 2,6 millj­örðum króna, eða 76 pró­sent af þeirri upp­hæð sem til stendur að greiða hlut­höfum í arð og 23 pró­sent af hagn­aði Síld­ar­vinnsl­unnar vegna síð­asta árs. 

Eigið fé 55 millj­arðar króna

Rekstr­ar­tekjur útgerð­ar­ris­ans voru 30,1 millj­arður króna og EBIT­DA-hagn­að­ur, hagn­aður fyrir afskrift­ir, fjár­magns­kostnað og skatta, var 10,7 millj­arðar króna.

Í árs­reikn­ingnum segir enn fremur að eigið fé félags­ins hafi verið um 55,1 millj­arðar króna í lok árs í fyrra miðað við gengi krónu gagn­vart Banda­ríkja­dali í lok árs og eig­in­fjár­hlut­fallið 67 pró­sent. Vert er að taka fram að afla­heim­ildir sem félagið hefur til umráða eru færðar á nafn­virði í efna­hags­reikn­ingi. Upp­lausn­ar­virði þeirra getur verið mun hærra. 

Auglýsing
Markaðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar er 153 millj­arðar króna sem stendur og hefur hækkað um 38 pró­sent frá skrán­ingu. Þar munar mestu um þá aukn­ingu sem varð á virði félags­ins eftir að til­kynnt var um stór­auk­inn loðnu­kvóta í fyrra­haust, en Síld­ar­vinnslan og tengd félög fengu næst mest allra útgerða af hon­um, eða 18,49 pró­sent. Um var að ræða stærstu úthlutun í loðnu í næstum tvo ára­tugi en engum loðnu­kvóta hafði verið úthlutað í tvö ár á und­an.

Risa­vaxin blokk í sjáv­ar­út­vegi

Miðað við nýjasta birta lista Fiski­­­stofu um þær afla­heim­ildir sem hvert fyr­ir­tæki heldur á þá er Síld­­­ar­vinnslan, ásamt dótt­­­ur­­­fé­lög­um, í þriðja sæti yfir þær útgerðir sem ráða yfir mestum kvóta með 9,41 pró­­­sent hans. Þá keypti Síld­­ar­vinnslan útgerð­­ar­­fyr­ir­tækið Berg Hug­inn á árinu 2020 en það heldur á 1,03 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta.

­Stærstu eig­endur Síld­­ar­vinnsl­unn­­ar, sem var skráð á hluta­bréfa­­markað í fyrra, eru Sam­herji hf. (32,64 pró­­sent) og Kjálka­­nes ehf. (17,44 pró­­sent), ­fé­lags í eigu Björg­­­ólfs Jóhanns­­­son­­­ar, fyrr­ver­andi for­­­stjóra Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­­­skyld­u­­­bönd­­­um. Auk þess á Eign­­ar­halds­­­fé­lagið Snæfugl, sem er meðal ann­­ars í eigu Sam­herja og Björg­­ólfs, fjögur pró­­sent hlut. Sam­an­lagt halda því þessir þrír aðilar á um 54,1 pró­­sent hlut í Síld­­ar­vinnsl­unni og skipa þrjá af fimm stjórn­­­ar­­mönnum þess. Þeir fá rúm­lega 1,8 millj­arða króna í arð verði til­laga stjórnar Síld­ar­vinnsl­unnar um arð­greiðslu sam­þykkt.

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Gjög­­ur er í eigu sömu aðila og eiga Kjálka­­­nes. Sam­keppn­is­eft­ir­litið birti þá nið­­­ur­­­stöðu frum­­­mats síns í febr­­­úar 2021 að til staðar væru vís­bend­ingar um um yfir­­­­ráð Sam­herja eða sam­eig­in­­­­leg yfir­­­­ráð Sam­herja og tengdra félaga yfir Síld­­­­ar­vinnsl­unn­i. ­Síðan að sú nið­­­ur­­­staða var birt hef­­­ur, sam­­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, verið kallað eftir gögnum frá stjórn­­­völd­um, Sam­herja, Síld­­­ar­vinnsl­unni og öðrum tengdum aðilum vegna máls­ins. Sú gagna­öflun hafi gengið vel en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort ráð­ist verði í for­m­­­lega rann­­­sókn á mál­in­u.

Þessir aðil­­­ar: Síld­­­ar­vinnslan, Sam­herji og Gjög­­­ur, sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið telur mög­u­­­legt að séu tengd­ir, halda sam­tals á 22,14 pró­­sent af öllum úthlut­uðum kvóta. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent