Spurði forsætisráðherra út í varnarsamninginn – sem sagði þingmanninn grípa til mælskubragða

Forsætisráðherra og formaður Viðreisnar ræddu öryggis- og varnarmál Íslendinga á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði að engin ástæða væri til að reyna að láta líta svo út að íslensk stjórn­völd væru ekki að gera allt sem í þeirra valdi stæði.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag hvort hún teldi ástæðu til þess að taka upp varn­ar­samn­ing­inn við Banda­ríkin á ný.

For­sæt­is­ráð­herra svar­aði og sagði að henni þætti vara­samt hjá Þor­gerði Katrínu að sá þeim fræjum að varn­ar­samn­ing­ur­inn stæð­ist ekki tím­ans tönn. „Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið upp­færður tvisvar sinn­um, 2006 og svo 2016,“ sagði Katrín.

Þing­mað­ur­inn hóf fyr­ir­spurn sína með því að segja að það væri algjör grund­vall­ar­skylda stjórn­valda hverju sinni að verja öryggi borg­ar­anna. „Það þarf reglu­bundið stöðu­mat og stjórn­völd þurfa að hafa bæði þor og kjark til að gera það en ekki ýta sjálf­krafa kostum út af borð­inu sem geta reynst þjóð­inni mik­il­vægir til að verja landið og tryggja öryggi borg­ar­anna. Ég tók reyndar eftir því að for­sæt­is­ráð­herra taldi með öllu óþarft að tryggja við­veru varn­ar­liðs hér á landi. Gott og vel. Það getur verið að það sé yfir­lýs­ing ætluð til heima­brúks innan VG, en mér þykir verra að ekk­ert mat á samt að gera á örygg­is­hags­munum í þessu sam­hengi, að minnsta kosti hefur okkur í utan­rík­is­mála­nefnd ekki verið kynnt það,“ sagði hún.

Auglýsing

Varn­ar­samn­ing­ur­inn ekki nægi­lega skýr

Telur Þor­gerður Katrín að meta þurfi og kort­leggja hvernig örygg­is- og varn­ar­hags­munum Íslend­inga sé best borg­ið, hvort sem það sé í gegnum mark­visst varn­ar­starf eða annað alþjóð­legt sam­starf sem geti stuðlað að friði og öryggi.

„Þess vegna höfum við í þing­flokki Við­reisnar lagt fram til­lögu um alþjóð­legt sam­starf í örygg­is-, utan­rík­is- og varn­ar­mál­um. Varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­ríkin er einn af horn­steinum okkar Íslend­inga þegar kemur að þjóðar­ör­yggi og hann er frá árinu 1951. Aðstæður eru veru­lega breytt­ar.

Varn­ar­samn­ing­ur­inn þarf með ótví­ræðum hætti að taka til netárása sem bein­ast gegn öryggi lands­ins. Hann þarf líka að taka til mik­il­vægis órof­inna sam­gangna, inn­viða og sam­skipta Íslands við umheim­inn á ófrið­ar­tím­um, eins og birgða­flutn­inga, sæstrengja eða orku­ör­ygg­is. Þetta gerir samn­ing­ur­inn ekki í dag. Hann þarf að geyma skýr ákvæði um verk­ferla. Þetta er gríð­ar­lega mik­il­vægt. Hann þarf að geyma skýr ákvæði um verk­ferla og ábyrgð á töku ákvarð­ana, komi til þess að við þurfum að virkja aðstoð Banda­ríkj­anna sam­kvæmt samn­ingn­um. Það er ekki skýrt í dag. Það ógnar öryggi okkar Íslend­inga. Og það er heldur ekki skýrt hversu langur þessi lág­marks­tími þarf að vera til að aðstoð ber­ist til lands­ins.“

Spurði Þor­gerður Katrín for­sæt­is­ráð­herra hvort hún teldi ekki ástæðu til þess að taka upp varn­ar­samn­ing­inn við Banda­ríkin – ekki síst þegar örygg­is- og varn­ar­hags­munir lands­ins væru hafðir í huga.

Þarf að hafa marga þætti í huga þegar hugað er að öryggi borg­ar­anna

Katrín svar­aði og sagði að það væri mjög mik­il­vægt að Alþingi allt starf­aði og ynni sam­kvæmt hinni sam­þykktu þjóðar­ör­ygg­is­stefnu. Einn þáttur hennar væri varn­ar­samn­ing­ur­inn við Banda­rík­in. Annar þáttur væri aðildin að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu en alls væri hún í tíu lið­um.

„Mér finnst ástæða til að vekja máls á því, af því að þetta er eðli­lega til umræðu núna, að við ræðum hvernig öryggi okkar verður sem best tryggt. Ég vil leyfa mér að segja að á und­an­förnum fjórum árum hefur á vett­vangi þjóðar­ör­ygg­is­ráðs verið unnið alveg gríð­ar­legt starf í því að fylgja eftir öllum þáttum þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unn­ar, öllum tíu þátt­un­um, og yfir það er farið í þess­ari skýrslu um fram­kvæmd þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unn­ar.

Það liggur alger­lega fyrir að það eru mjög margir þættir sem þarf að hafa í huga þegar við hugum að öryggi borg­ara okk­ar. Það er net­ör­yggi, það er fjar­skipta­ör­yggi. Þegar við horfum á þau átök sem nú eru fyrir hendi held ég að við getum alger­lega óhikað metið það svo að sú áhætta felist ekki ein­göngu í því sem við getum kallað hefð­bundna hern­að­ar­lega þætti heldur ekki síður í net­ör­ygg­is­mál­um, fjar­skipta­ör­yggi og öðrum þeim þáttum sem lúta að því að við tryggjum öryggi mik­il­vægra inn­viða og að því hefur verið unn­ið,“ sagði for­sæt­is­ráð­herr­ann.

Katrín rifj­aði upp að áhættu­mat hefði verið gefið út af hálfu þjóðar­ör­ygg­is­ráðs árið 2021. „Við erum búin að ákveða á vett­vangi þjóðar­ör­ygg­is­ráðs að upp­færa það mat með hlið­sjón af þess­ari stöðu til að geta lagt sjálf­stætt mat á það hvað er mik­il­væg­ast að gera til að bregð­ast við. Enn fremur liggur fyr­ir, og það hefur komið fram, að við­bún­að­ar­á­ætl­anir Atl­ants­hafs­banda­lags­ins fyrir öll svæði banda­lags­ins, svæðin eru fimm, hafa verið virkj­aðar sem þýðir að þar er alls staðar sér­stök við­bún­að­ar­á­ætlun í gildi og að sjálf­sögðu tökum við fullan þátt í því. En næsta skref á vett­vangi þjóðar­ör­ygg­is­ráðs er að upp­færa þetta mat þannig að við getum lagt sjálf­stætt mat á það hvar þörfin er í raun og veru brýn­ust.“

„Það er eitt­hvað mjög erfitt og við­kvæmt hér í gangi“

„Þetta er athygl­is­vert,“ sagði Þor­gerður Katrín. „For­sæt­is­ráð­herra, sem situr í rík­is­stjórn sem meðal ann­ars Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er aðili að, getur ekki sagt skýrt og klárt að það eigi að taka upp varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in, sem er frá árinu 1951, í ljósi þjóð­ar­hags­muna, þjóðar­ör­ygg­is. Það segir ekki skýrt í samn­ingnum hversu langan tíma Banda­ríkja­menn hafa til að bregð­ast við ef við köllum eftir aðstoð. Það segir ekki skýrt þar. Svo á að skýla sér á bak við eitt­hvert áhættu­mat sem gert var hér fyrir ári síðan þegar aðstæður hafa gjör­breyst í heim­in­um.

Það er eitt­hvað mjög erfitt og við­kvæmt hér í gangi og ég vona að það sé ekki stefna Vinstri grænna sem leiðir til þess að við sýnum ekki festu og ákveðni strax í okkar við­brögðum í því hvernig við eigum að verja okkar öryggi, treysta okkar örygg­i,“ sagði hún.

Þor­gerður Katrín spurði í fram­hald­inu hvort for­sæt­is­ráð­herra myndi beita sér fyrir því að taka upp varn­ar­samn­ing­inn við Banda­ríkin í ljósi þess að hann geymdi skýr­ari ákvæði til að verja Íslend­inga, ekki ein­ungis varð­andi net­ör­yggi heldur einnig til þess að vita hversu langan tíma Banda­ríkja­menn ætl­uðu sér til að bregð­ast við ef Íslend­ingar ósk­uðu eftir aðstoð þeirra í óör­uggum aðstæð­um.

Vara­samt að sá þeim fræjum að varn­ar­samn­ing­ur­inn stand­ist ekki tím­ans tönn

Katrín svar­aði í annað sinn og sagði að spurn­ing þing­manns­ins kæmi henni meira á óvart en hennar eigin svör.

„Mér finnst vara­samt hjá hátt­virtum þing­manni að vera að sá þeim fræjum hér að varn­ar­samn­ing­ur­inn stand­ist ekki tím­ans tönn. Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið upp­færður tvisvar sinn­um, 2006 og svo 2016, og það er ekki bara mitt mat sem for­manns þjóðar­ör­ygg­is­ráðs, sem hátt­virtur þing­maður vill helst reyna að láta líta tor­tryggi­lega út, heldur mat rík­is­stjórn­ar­innar að á þessu sé ekki þörf, þetta sé alger­lega skýrt sem og aðildin að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu sem einnig er kveðið á um í þjóðar­ör­ygg­is­stefn­unni.

Ég held því að hér sé hátt­virtur þing­maður að grípa til ákveð­inna mælsku­bragða. Ég held að ekki sé ástæða til að grípa til slíkra mælsku­bragða þegar ástandið í heim­inum er jafn alvar­legt og raun ber vitni. Ég held að engin ástæða sé til að koma hér upp og reyna að láta líta svo út að íslensk stjórn­völd séu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi íslenskra borg­ara um leið og við leggjum það af mörkum sem við getum til að koma í veg fyrir þær hörm­ungar sem fólkið í Úkra­ínu stendur frammi fyr­ir. Við erum að beita okkur með mann­úð­ar­að­stoð og öðrum þátt­u­m,“ sagði hún.

For­sæt­is­ráð­herra lauk svari sínu á að segja að sam­staðan sem hefði verið á þingi væri eitt­hvað sem þau ættu að reyna að halda í þegar ástandið væri jafn alvar­legt og raun ber vitni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent