Fótboltalið í frystikistu breskra stjórnvalda

Á meðal sjö rússneskra auðmanna sem bættust á refsilista breskra stjórnvalda í morgun var Roman Abramovich, aðaleigandi fótboltaliðsins Chelsea. Fyrirhuguð sala hans á liðinu er í uppnámi og liðið sjálft beitt ýmsum hömlum.

Roman Abramovich er eigandi Chelsea.
Roman Abramovich er eigandi Chelsea.
Auglýsing

Sjö rúss­neskum við­skipta­mönnum með tengsl við rúss­nesk stjórn­völd var í morgun bætt á lista breskra stjórn­valda yfir ein­stak­linga sem sæta skulu við­skipta­þving­un­um. Einn þess­ara aðila og sá lang­rík­asti af sjömenn­ing­unum er Roman Abramovich, eig­andi knatt­spyrnu­liðs­ins Chel­sea í Lund­ún­um.

Allar eignir Rúss­anna sjö í Bret­landi verða frystar – og þar á meðal sjálft fót­boltalið­ið. Abramovich til­kynnti í síð­ustu viku að hann ætl­aði sér að selja knatt­spyrnu­fé­lagið og láta ágóð­ann renna til „fórn­ar­lamba stríðs­ins í Úkra­ín­u“, en ljóst virð­ist að ekk­ert geti orðið af þeim áformum á næst­unni. Hið minnsta mun Abramovich ekki fá að hafa neitt að gera með ráð­stöfun ágóð­ans af mögu­legri sölu, sam­kvæmt breskum miðl­um.

Knatt­spyrnu­liðið fær áfram að leika leiki sína, en má ekki selja neina nýja miða né selja stuðn­ings­mönnum neinn varn­ing með beinum hætti í gegnum versl­anir á vegum liðs­ins. Félagið mun heldur ekki geta samið við leik­menn sína um áfram­hald­andi veru hjá lið­inu né keypt nýja leik­menn, en sér­stakt leyfi hefur verið gefið út til þess að liðið fái að spila kapp­leiki sína og greiða leik­mönnum og öðru starfs­fólki laun.

Sam­kvæmt því sem fram kemur á vef Sky-frétta­stof­unnar má Chel­sea verja 500 þús­und pundum í nauð­syn­lega örygg­is­gæslu fyrir kapp­leiki á sínum eigin heima­velli, en ein­ungis 20 þús­und pundum í ferða­lög liðs­ins í úti­leiki.

Það er jafn­virði 3,4 millj­óna íslenskra króna og má telj­ast hæpið að knatt­spyrnu­menn liðs­ins ferð­ist með einka­þotum í leiki fjarri London á næst­unni – nema þeir ákveði ef til vill sjálfir að slá saman í sjóð fyrir ferða­kostn­aði.

Stál frá fyr­ir­tæki undir stjórn Abramovich mögu­lega notað í rúss­neska skrið­dreka

Í skjali sem bresk yfir­völd birtu í morgun er fjallað um ástæð­urnar fyrir því að Abramovich og sex rúss­neskir auð­menn til við­bótar sæta nú refsi­að­gerð­um. Í til­felli Abramovich virð­ist ástæðan fyrir refsi­að­gerð­unum einna helst vera eign­ar­hald hans á stálfram­leið­and­anum Evr­az, þar sem hann fer með ráð­andi hlut.

Abramovich er lýst, í skjali breskra yfir­valda, sem nánum stuðn­ings­manni Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta.

Auglýsing

Í skjali breskra stjórn­valda segir að Evraz kunni mögu­lega að hafa selt rúss­neska hernum stál sem nýtt hafi verið til fram­leiðslu á skrið­drek­um. Evr­az, sem er skráð á hluta­bréfa­markað í London, hefur tapað yfir 80 pró­sentum af mark­aðsvirði sínu und­an­far­inn mánuð og hluta­bréf í félag­inu hafa lækkað um rúm tíu pró­sent í verði bara í dag.

Bresk yfir­völd gagn­rýnd fyrir að hreyfa sig hægt

Rúss­nesku auð­menn­irnir sjö bæt­ast í hóp um tvö­hund­ruð ann­arra ein­stak­linga sem sæta nú refsi­að­gerðum Breta vegna inn­rásar Pútíns í Úkra­ínu. Breska rík­is­stjórnin hefur verið gagn­rýnd fyrir að hreyfa sig hægt í refsi­að­gerðum sínum gagn­vart – og hafa gagn­rýnendur bent á að þeir sem ótt­ist refsi­að­gerðir hafi haft rúman tíma til þess að koma eignum sínum frá Bret­landi og í skjól.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Mynd: EPA

Breskir ráð­herrar eru víg­reifir í yfir­lýs­ingum sínum í dag. Í frétta­til­kynn­ingu breskra stjórn­valda vegna aðgerð­anna á hendur auð­mönn­unum sjö er haft eftir Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra að ekk­ert skjól eigi að finn­ast fyrir þá sem stutt hafi við grimmd­ar­legar árásir Pútíns á Úkra­ínu.

„Refsi­að­gerðir dags­ins eru nýjasta skrefið í ein­örðum stuðn­ingi Bret­lands við Úkra­ínu­menn. Við munum verða vægð­ar­laus í elt­ing­ar­leik okkar við þau sem styðja við dráp á almennum borg­ur­um, eyði­legg­ingu spít­ala og ólög­legt her­nám sjálf­stæðra banda­manna okk­ar,“ er einnig haft eftir John­son.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent