Einar leiðir lista Framsóknar í Reykjavík – Segir flokkinn „ferskan og öfgalausan valkost“

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur kynnt lista sinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður, er oddviti flokksins. Framsókn náði ekki inn manni í höfuðborginni 2018.

Fimm efstu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Fimm efstu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Einar Þor­steins­son, fyrrum frétta­maður og stjórn­mála­fræð­ing­ur, er nýr odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík og leiðir lista hans í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fara fram í maí næst­kom­andi. Einar til­kynnti fram­boð sitt í Vik­unni með Gísla Mart­eini á RÚV síð­ast­lið­inn föstu­dag og hefur nú verið stað­festur í 1. sæti list­ans. List­inn var sam­þykktur á auka kjör­dæma­þingi á Hilton Reykja­vík Nor­dica nú í kvöld. 

Í frétta­til­kynn­ingu er haft eftir Ein­ari að hann finni mik­inn með­byr með Fram­sókn og að á síð­ustu dögum hafi fjöl­margir gefið kost á sér til þess taka þátt í starf­inu. „Það er greini­legt að borg­ar­búar vilja geta kosið ferskan og öfga­lausan val­kost á miðju stjórn­mál­anna sem vantað hefur und­an­farið kjör­tíma­bil. Fram­sókn er flokkur fjöl­skyld­unnar og í borg­ar­mál­unum er verk að vinna.“

Árelía Eydís Guð­munds­dótt­ir, dós­ent við Háskóla Íslands og rit­höf­und­ur, skipar annað sæt­ið. 

Í þriðja sæti er Magnea Gná Jóhanns­dótt­ir, laga­nemi og í því fjórða er er Aðal­steinn Haukur Sverr­is­son, fram­kvæmda­stjóri og vara­þing­mað­ur. Í fimmta sæti er Þor­valdur Dan­í­els­son, stofn­andi Hjóla­krafts og MBA. 

Náðu ekki inn fyrir fjórum árum

Einar hefur ekki starfað innan Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins áður en eig­in­­kona hans, Milla Ósk Magn­ús­dótt­ir, er aðstoð­­ar­­maður Will­ums Þórs Þór­s­­sonar heil­brigð­is­ráð­herra og þing­­manns Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins. Einar var for­­maður félags ungra sjálf­­stæð­is­­manna í Kópa­vogi á árum áður og var sterk­­lega orð­aður við fram­­boð fyrir þann flokk í Kópa­vogi fyrir skemmstu. Einar og Milla settu hins vegar heim­ili sitt í Kópa­vogi fyrr á þessu ári og eru að flytja í Selja­hverfið í Reykja­vík. 

Auglýsing
Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn reið ekki feitum hesti frá síð­­­­­ustu borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­­­um. Hann fékk ein­ungis 3,2 pró­­­­sent atkvæða og náði ekki inn manni í Reykja­vík. 

Björg­vin Páll Gúst­avs­son, lands­liðs­mark­maður í hand­bolta, greindi frá því í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book snemma í febr­­úar að hann myndi sækj­­ast eftir 1.-2. sæti á lista Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins. Hann nefndi það sér­­stak­­lega að hann vildi taka taka ábyrgð á því að gæta vel­­­ferðar barna og ann­­­arra við­­­kvæmra hópa í sam­­­fé­lag­inu.

Nokkrum dögum áður en að Einar til­kynnti fram­boð sitt hætti Björg­vin Páll hins vegar við. Í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book sagð­ist hann ein­fald­­lega hafa skipt um skoð­un. „Þrátt fyrir að stuðn­­ing­­ur­inn sé mik­ill innan úr flokkn­um, þá er mik­il­vægt að hafa það í huga að þegar maður er á leið­inni á úti­­­völl þá þarf maður að hafa allt liðið á bak­við sig. Með þess­­ari ákvörðun vil ég hjálpa þeim sem mun leiða flokk­inn í sinni vinn­u.“

Hér má sjá list­ann í heild sinni:

 1. Einar Þor­steins­son, f.v. frétta­maður og stjórn­mála­fræð­ingur
 2. Árelía Eydís Guð­munds­dótt­ir, Dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands og rit­höf­undur
 3. Magnea Gná Jóhanns­dótt­ir, M.A. nemi í lög­fræði og for­maður Ung Fram­sókn í Reykja­vík
 4. Aðal­steinn Haukur Sverr­is­son, fram­kvæmda­stjóri og vara­þing­maður
 5. Þor­valdur Dan­í­els­son, fram­kvæmda­stjóri Hjóla­krafts og MBA
 6. Unnur Þöll Bene­dikts­dótt­ir, öldr­un­ar­fræði­nemi og frum­kvöð­ull
 7. Gísli S. Brynj­ólfs­son, mark­aðs­stjóri
 8. Ásta Björg Björg­vins­dótt­ir, for­stöðu­maður í félags­mið­stöð og tón­list­ar­kona
 9. Krist­jana Þór­ar­ins­dótt­ir, sál­fræð­ingur
 10. Lárus Helgi Ólafs­son, kenn­ari og hand­bolta­maður
 11. Ásrún Krist­jáns­dótt­ir, mynd­list­ar­kona og hönn­uður
 12. Tet­i­ana Med­ko, leik­skóla­kenn­ari
 13. Fanný Gunn­ars­dótt­ir, náms- og starfs­ráð­gjafi
 14. Jón Egg­ert Víð­is­son, teym­is­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg
 15. Berg­lind Braga­dótt­ir, kynn­ing­ar­stjóri
 16. Jóhann Skag­fjörð Magn­ús­son, skóla­stjóri
 17. Inga Þyrí Kjart­ans­dótt­ir, f.v. fram­kvæmda­stjóri
 18. Griselia Gísla­son, mat­ráður
 19. Sveinn Rúnar Ein­ars­son, veit­inga­maður
 20. Gísli Jón­atans­son, f.v. kaup­fé­lags­stjóri
 21. Jón Ingi Gísla­son, grunn­skóla­kenn­ari
 22. Þór­dís Jóna Jak­obs­dótt­ir, fíkni­ráð­gjafi og mark­þjálfi hjá Hlað­gerð­ar­koti
 23. Ágúst Guð­jóns­son, laga­nemi
 24. Birgitta Birg­is­dótt­ir, háskóla­nemi
 25. Guð­jón Þór Jós­efs­son, laga­nemi
 26. Hel­ena Ólafs­dótt­ir, knatt­spyrnu­þjálf­ari og þátta­stjórn­andi
 27. Hin­rik Bergs, eðl­is­fræð­ingur
 28. Andriy Lifanov, vél­virki
 29. Björn Ívar Björns­son, hag­fræð­ingur
 30. Gerður Hauks­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri
 31. Bragi Ing­ólfs­son, efna­fræð­ingur
 32. Dag­björt S. Hösk­ulds­dótt­ir, f.v. kaup­maður
 33. Ingvar Andri Magn­ús­son, laga­nemi og fyrrum ólymp­íu­fari ung­menna í golfi
 34. Sandra Ósk­ars­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari
 35. Stefán Þór Björns­son, við­skipta­fræð­ingur
 36. Þór­dís Arna Bjark­ars­dótt­ir, lækna­nemi
 37. Ívar Orri Arons­son, stjórn­mála­fræð­ingur
 38. Jóhanna Gunn­ars­dótt­ir, sjúkra­liði
 39. Þor­geir Ást­valds­son, fjöl­miðla­maður
 40. Hall­dór Bachman, kynn­ing­ar­stjóri
 41. Sandra Rán Ásgríms­dótt­ir, verk­fræð­ingur
 42. Lárus Sig­urður Lár­us­son, lög­maður
 43. Níels Árni Lund, f.v. skrif­stofu­stjóri
 44. Ingvar Mar Jóns­son, flug­stjóri
 45. Jóna Björg Sætran, f.v. Vara­borg­ar­full­trúi, M.ed. og PCC mark­þjálfi
 46. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, f.v. ráð­herra og borg­ar­full­trúi

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent