Einar leiðir lista Framsóknar í Reykjavík – Segir flokkinn „ferskan og öfgalausan valkost“

Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur kynnt lista sinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fréttamaður, er oddviti flokksins. Framsókn náði ekki inn manni í höfuðborginni 2018.

Fimm efstu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Fimm efstu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Einar Þor­steins­son, fyrrum frétta­maður og stjórn­mála­fræð­ing­ur, er nýr odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík og leiðir lista hans í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fara fram í maí næst­kom­andi. Einar til­kynnti fram­boð sitt í Vik­unni með Gísla Mart­eini á RÚV síð­ast­lið­inn föstu­dag og hefur nú verið stað­festur í 1. sæti list­ans. List­inn var sam­þykktur á auka kjör­dæma­þingi á Hilton Reykja­vík Nor­dica nú í kvöld. 

Í frétta­til­kynn­ingu er haft eftir Ein­ari að hann finni mik­inn með­byr með Fram­sókn og að á síð­ustu dögum hafi fjöl­margir gefið kost á sér til þess taka þátt í starf­inu. „Það er greini­legt að borg­ar­búar vilja geta kosið ferskan og öfga­lausan val­kost á miðju stjórn­mál­anna sem vantað hefur und­an­farið kjör­tíma­bil. Fram­sókn er flokkur fjöl­skyld­unnar og í borg­ar­mál­unum er verk að vinna.“

Árelía Eydís Guð­munds­dótt­ir, dós­ent við Háskóla Íslands og rit­höf­und­ur, skipar annað sæt­ið. 

Í þriðja sæti er Magnea Gná Jóhanns­dótt­ir, laga­nemi og í því fjórða er er Aðal­steinn Haukur Sverr­is­son, fram­kvæmda­stjóri og vara­þing­mað­ur. Í fimmta sæti er Þor­valdur Dan­í­els­son, stofn­andi Hjóla­krafts og MBA. 

Náðu ekki inn fyrir fjórum árum

Einar hefur ekki starfað innan Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins áður en eig­in­­kona hans, Milla Ósk Magn­ús­dótt­ir, er aðstoð­­ar­­maður Will­ums Þórs Þór­s­­sonar heil­brigð­is­ráð­herra og þing­­manns Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins. Einar var for­­maður félags ungra sjálf­­stæð­is­­manna í Kópa­vogi á árum áður og var sterk­­lega orð­aður við fram­­boð fyrir þann flokk í Kópa­vogi fyrir skemmstu. Einar og Milla settu hins vegar heim­ili sitt í Kópa­vogi fyrr á þessu ári og eru að flytja í Selja­hverfið í Reykja­vík. 

Auglýsing
Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn reið ekki feitum hesti frá síð­­­­­ustu borg­­­ar­­­stjórn­­­­­ar­­­kosn­­­ing­­­um. Hann fékk ein­ungis 3,2 pró­­­­sent atkvæða og náði ekki inn manni í Reykja­vík. 

Björg­vin Páll Gúst­avs­son, lands­liðs­mark­maður í hand­bolta, greindi frá því í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book snemma í febr­­úar að hann myndi sækj­­ast eftir 1.-2. sæti á lista Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins. Hann nefndi það sér­­stak­­lega að hann vildi taka taka ábyrgð á því að gæta vel­­­ferðar barna og ann­­­arra við­­­kvæmra hópa í sam­­­fé­lag­inu.

Nokkrum dögum áður en að Einar til­kynnti fram­boð sitt hætti Björg­vin Páll hins vegar við. Í stöð­u­­upp­­­færslu á Face­book sagð­ist hann ein­fald­­lega hafa skipt um skoð­un. „Þrátt fyrir að stuðn­­ing­­ur­inn sé mik­ill innan úr flokkn­um, þá er mik­il­vægt að hafa það í huga að þegar maður er á leið­inni á úti­­­völl þá þarf maður að hafa allt liðið á bak­við sig. Með þess­­ari ákvörðun vil ég hjálpa þeim sem mun leiða flokk­inn í sinni vinn­u.“

Hér má sjá list­ann í heild sinni:

 1. Einar Þor­steins­son, f.v. frétta­maður og stjórn­mála­fræð­ingur
 2. Árelía Eydís Guð­munds­dótt­ir, Dós­ent við við­skipta­fræði­deild Háskóla Íslands og rit­höf­undur
 3. Magnea Gná Jóhanns­dótt­ir, M.A. nemi í lög­fræði og for­maður Ung Fram­sókn í Reykja­vík
 4. Aðal­steinn Haukur Sverr­is­son, fram­kvæmda­stjóri og vara­þing­maður
 5. Þor­valdur Dan­í­els­son, fram­kvæmda­stjóri Hjóla­krafts og MBA
 6. Unnur Þöll Bene­dikts­dótt­ir, öldr­un­ar­fræði­nemi og frum­kvöð­ull
 7. Gísli S. Brynj­ólfs­son, mark­aðs­stjóri
 8. Ásta Björg Björg­vins­dótt­ir, for­stöðu­maður í félags­mið­stöð og tón­list­ar­kona
 9. Krist­jana Þór­ar­ins­dótt­ir, sál­fræð­ingur
 10. Lárus Helgi Ólafs­son, kenn­ari og hand­bolta­maður
 11. Ásrún Krist­jáns­dótt­ir, mynd­list­ar­kona og hönn­uður
 12. Tet­i­ana Med­ko, leik­skóla­kenn­ari
 13. Fanný Gunn­ars­dótt­ir, náms- og starfs­ráð­gjafi
 14. Jón Egg­ert Víð­is­son, teym­is­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg
 15. Berg­lind Braga­dótt­ir, kynn­ing­ar­stjóri
 16. Jóhann Skag­fjörð Magn­ús­son, skóla­stjóri
 17. Inga Þyrí Kjart­ans­dótt­ir, f.v. fram­kvæmda­stjóri
 18. Griselia Gísla­son, mat­ráður
 19. Sveinn Rúnar Ein­ars­son, veit­inga­maður
 20. Gísli Jón­atans­son, f.v. kaup­fé­lags­stjóri
 21. Jón Ingi Gísla­son, grunn­skóla­kenn­ari
 22. Þór­dís Jóna Jak­obs­dótt­ir, fíkni­ráð­gjafi og mark­þjálfi hjá Hlað­gerð­ar­koti
 23. Ágúst Guð­jóns­son, laga­nemi
 24. Birgitta Birg­is­dótt­ir, háskóla­nemi
 25. Guð­jón Þór Jós­efs­son, laga­nemi
 26. Hel­ena Ólafs­dótt­ir, knatt­spyrnu­þjálf­ari og þátta­stjórn­andi
 27. Hin­rik Bergs, eðl­is­fræð­ingur
 28. Andriy Lifanov, vél­virki
 29. Björn Ívar Björns­son, hag­fræð­ingur
 30. Gerður Hauks­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri
 31. Bragi Ing­ólfs­son, efna­fræð­ingur
 32. Dag­björt S. Hösk­ulds­dótt­ir, f.v. kaup­maður
 33. Ingvar Andri Magn­ús­son, laga­nemi og fyrrum ólymp­íu­fari ung­menna í golfi
 34. Sandra Ósk­ars­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari
 35. Stefán Þór Björns­son, við­skipta­fræð­ingur
 36. Þór­dís Arna Bjark­ars­dótt­ir, lækna­nemi
 37. Ívar Orri Arons­son, stjórn­mála­fræð­ingur
 38. Jóhanna Gunn­ars­dótt­ir, sjúkra­liði
 39. Þor­geir Ást­valds­son, fjöl­miðla­maður
 40. Hall­dór Bachman, kynn­ing­ar­stjóri
 41. Sandra Rán Ásgríms­dótt­ir, verk­fræð­ingur
 42. Lárus Sig­urður Lár­us­son, lög­maður
 43. Níels Árni Lund, f.v. skrif­stofu­stjóri
 44. Ingvar Mar Jóns­son, flug­stjóri
 45. Jóna Björg Sætran, f.v. Vara­borg­ar­full­trúi, M.ed. og PCC mark­þjálfi
 46. Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, f.v. ráð­herra og borg­ar­full­trúi

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent