Gildi gerir enn og aftur athugasemd við kaupréttarkerfi skráðs félags og vill breytingar

Þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins telur að breyta þurfi tillögu um kaupréttaráætlun fyrir æðstu stjórnendur Eimskips. Það sé ekki forsenda til að umbuna stjórnendum með slíkum hætti ef hluthafar fá ekki viðunandi arðsemi á fjárfestingu í félaginu.

Eimskip
Auglýsing

Líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn Gildi hefur lagt fram breyt­ing­­ar­til­lögu við til­­lögu stjórnar Eim­skips um kaup­rétt­­ar­á­ætlun fyrir for­­stjóra, æðstu stjórn­­endur og lyk­il­­starfs­­menn félags­­ins. Í til­­lög­unni er lagt til að nýt­ing­­ar­verð kaup­rétt­­ar­­samn­inga verði skil­greint út frá með­al­gengi hluta­bréfa í félag­inu síð­ustu tíu við­skipta­daga eins og það er skráð á Nas­daq Iceland í íslenskum krónum fyrir úthlut­un­ar­dag. Þá skuli nýt­ing­ar­verð vera leið­rétt til lækk­unar fyrir fram­tíðar arð­greiðslum og sam­svar­andi úthlutun til hlut­hafa af eignum félags­ins, krónu fyrir krónu. Nýt­ing­ar­verð skuli einnig  vera leið­rétt með þriggja pró­senta árs­vöxtum ofan á áhættu­lausa vexti fram að nýt­ing­ar­degi.

Gildi er þriðji stærsti eig­andi Eim­skips með 10,45 pró­­sent hlut. Sam­herji Hold­ing er stærsti eig­and­inn með 32,79 pró­­sent hlut og Bald­vin Þor­steins­son, ein helsti eig­andi Sam­herja hf., er sem stendur stjórn­­­ar­­for­­maður Eim­skips. Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­ar­manna er næst stærsti eig­and­inn með 11,94 pró­­sent eign­­ar­hlut. Birta, Líf­eyr­is­­sjóður starfs­­manna rík­­is­ins (LS­R)  og líf­eyr­is­sjóð­ur­inn stapi eiga svo  sam­tals 13,96 pró­­sent. Sam­an­lagt eiga þessir fimm líf­eyr­is­­sjóðir því 36,35 pró­sent hlut í Eim­skip, eða meira en Sam­herji Hold­ing.

Ekki á að umb­una stjórn­endum nema arð­semi sé við­un­andi

Stjórn Eim­skips hefur lagt til að komið verði á fót kaup­rétt­ar­kerfi fyrir for­stjóra, fram­kvæmda­stjóra og lyk­il­starfs­menn félags­ins sem ætlað er að tengja hags­muni rétt­hafa við afkomu og lang­tíma­mark­mið félags­ins og hlut­hafa þess. Í til­lögu stjórnar er gert er ráð fyrir því að nýt­ing­ar­verð kaup­rétt­ar­samn­inga hækki um þrjú pró­sent árlega. Þá er gert ráð fyrir að for­stjóra og æðstu stjórn­endum verði gert skylt að halda eftir ákveðnum fjölda hluta þar til ákveðnu marg­feldi af grunn­launum er náð, þegar skattar hafa verið dregnir frá, allt til starfs­loka hjá félag­inu.

Auglýsing
Gildi er ekki sátt við þessa veg­ferð og vill gera á henni ofan­greindar breyt­ing­ar. Það sé gert í því skyni að tengja betur saman hags­muni kaup­rétt­ar­hafa og hlut­hafa með því að færa nýt­ing­ar­verðið nær þeirri ávöxt­un­ar­kröfu sem gerð er til hluta­bréfa. „Það felur í sér að ekki sé for­senda til að umb­una stjórn­endum með þessum hætti ef hlut­hafar fá ekki við­un­andi arð­semi á sína fjár­fest­ingu í félag­in­u.“

Breyt­ing­ar­til­lagan er auk þess eðli­leg að mati sjóðs­ins í ljósi núver­andi heild­ar­launa stjórn­enda félags­ins og ann­arra mögu­leika þeirra á árang­urstengdum greiðsl­um. „Ætti þessi við­bót jafn­framt að mati sjóðs­ins að leiða til þess að minni þörf verði á almennum hækk­unum á launum stjórn­enda horft fram í tím­ann. Að lokum vill Gildi benda á að núver­andi mark­aðs­að­stæður geta verið erf­iður tíma­punktur til inn­leið­ingar á kaup­rétt­ar­kerfum þannig að þau þjóni til­gangi sínum og tengi raun­veru­lega saman lang­tíma­hags­muni stjórn­enda og hlut­hafa.“ 

Gildi lagði einnig fram breyt­ing­­ar­til­lögu við til­­lögu stjórnar Sím­ans um kaup­rétt­­ar­á­ætlun fyrir for­­stjóra, æðstu stjórn­­endur og lyk­il­­starfs­­menn félags­­ins. Sjóð­ur­inn  var einnig einn þeirra líf­eyr­is­­sjóða sem lagð­ist gegn til­­lögu stjórnar um kaupauka- og kaup­rétt­­ar­­kerfi hjá Icelandair Group á aðal­­fundi þess félags í síð­­­ustu viku. Sú til­­laga var sam­­þykkt með naumum meiri­hluta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent