Ræstitæknar með verðstöðugleikann á herðum sér en forstjórar þurfa hærri bónusa

Auglýsing

Það er sam­vinnu­verk­efni Seðla­banka, rík­is­stjórnar og vinnu­mark­aðar að stuðla að efna­hags­legum stöð­ug­leika. Það þýðir að þessar þrjár ein­ingar þurfa allar að leggja sitt að mörkum til að við­halda kaup­mætti, stuðla að nægri atvinnu og halda niðri verð­bólgu. Seðla­bank­inn gerir það með þeim tólum sem hann hef­ur, sér­stak­lega stýri­vöxtum sem ákvarða hversu dýrt lánsfé er á hverjum tíma. Vaxta­lækk­anir eða -hækk­anir hans hafa síðan áhrif á til dæmis tekju- og eigna­skipt­ingu og þar á ríkið að grípa inn í til að skakka leik­inn, ef til­efni er til. Það getur gert slíkt með því að skatt­leggja þá sem urðu heppnir og högn­uð­ust vegna aðgerða Seðla­bank­ans og með því að nýta milli­færslu­kerfi til að koma fjár­munum til hópa sem urðu verst úti vegna sömu aðgerða. Eða stórra sér­tækra aðgerða vegna sýni­legs mark­aðs­brests.

Hlut­verk vinnu­mark­að­ar­ins er að semja þannig að það sé til inni­stæða fyrir launa­hækk­un­um. Hærri laun leiða af sér verð­bólgu enda eykst kostn­aður fyr­ir­tækja við launa­hækk­anir starfs­fólk og þeim kostn­aði er velt út í verð­lag­ið. Þess vegna klifa lobbý­istar sam­taka atvinnu­lífs­ins, sumir stjórn­mála­menn og helstu stjórn­endur Seðla­bank­ans á því að það megi ekki hækka laun meg­in­þorra vinnu­mark­að­ar­ins, að minnsta kosti ekki mik­ið, í kom­andi kjara­samn­ing­um. Það sé engin inni­stæða fyrir slíkum hækk­un­um, að það yrði ábyrgð­ar­laust að semja um þær og að hærri laun myndu leiða af sér efna­hags­legar ham­far­ir.

Þeir sem græða ekki eiga að axla ábyrgð á stöð­ug­leika

Þetta er að ein­hverju leyti rétt. Miklar launa­hækk­anir munu valda verð­bólgu. En vanda­mál sér­stak­lega lág­launa­hópa er að stöðu þeirra, sem felur meðal ann­ars í sér gríð­ar­legt hús­næðisó­ör­yggi og litlar eft­ir­stand­andi ráð­stöf­un­ar­tekjur þegar búið er að greiða fyrir hús­næði, er ekki mætt með aðgerðum rík­is­stjórnar eða Seðla­banka. Þessir hópar græddu ekki á hækk­unum á hluta­bréfum sem að stóru leyti eru til­komnar vegna aðgerða Seðla­banka og stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs. Þeir eiga flestir ekki hluta­bréf. Þeir græddu heldur ekki á ástand­inu á hús­næð­is­mark­aði sem hækk­aði bók­fært virði íbúða um tugi pró­senta. Þeir eiga flestir ekk­ert íbúð­ir.

Þess vegna er eina leið þess­ara hópa til auk­inna lífs­gæða að sækja fleiri krónur í vesk­ið, jafn­vel þótt það leiði til þess að þær tapi ein­hverju af verð­gildi sínu. Stöð­ug­leik­inn sem hóp­arnir eru beðnir um að axla er að uppi­stöðu stöð­ug­leiki sem gagn­ast öðrum en þeim sjálfum til lífs­kjara­sókn­ar.

Sum laun mega hækka

Svo er það þetta með for­dæm­ið. Til að forð­ast höfr­unga­hlaupið ill­ræmda, sem felur í sér að ef ein­hver hópur fær launa­hækkun þá muni næsti hópur fylgja eftir og krefj­­ast þess sama, þurfa allir hópar að taka þátt. Ef mark­miðið er kaup­mátt­ar­aukn­ing, ekki fleiri krónur í launa­umslag­ið, þá má engin falla í freistni og stíga út úr. 

Það er nefni­lega erfitt að segja við fólk sem á í erf­ið­leikum að ná endum saman í lík­am­lega erf­iðum lág­launa­störfum að það megi ekki sækja sér launa­hækkun svo hægt sé að verja stöð­ug­leik­ann, þegar efstu lögin í sam­fé­lag­inu hika ekki við að mylja undir sig. 

Auglýsing
Í aðdrag­anda síð­ustu kjara­samn­inga, sem flestir voru und­ir­rit­aðir vorið 2019, gerð­ist nákvæm­lega það. Póli­tískt skipað kjara­ráð hækk­aði grunn­laun þing­manna um 44,3 pró­sent og ráð­herra vel yfir 30 pró­sent. Aðstoð­ar­menn ráð­herra hækk­uðu um 35 pró­sent. Biskup Íslands hækk­aði um tugi pró­senta. Það gerðu for­stjórar fjölda rík­is­fyr­ir­tækja líka. Allt eru þetta vel­laun­aðir hópar og launa­hækk­anir þeirra hlupu á hund­ruðum þús­unda króna á mán­uð­i. 

Eðli­lega lit­aði þetta kröfur ann­arra hópa þegar kom að kjara­samn­inga­gerð­inni.

Til að taka á þessu var kjara­ráð lagt niður og þess í stað ákveðið að hækka laun í æðstu emb­ætt­is­­manna og kjör­inna full­­trúa í takti við þróun launa­­vísi­­tölu. Í síð­ustu kjara­samn­ingum á vinnu­mark­aði var að mestu samið um krónu­tölu­hækk­anir en það gekk ekki yfir ráða­menn og önnur opin­ber fyr­ir­menni. Laun þeirra hækk­uðu um 6,3 pró­sent í byrjun árs 2020 og aftur um 6,2 pró­sent um mitt ár í fyrra. Ef skoðuð er launa­þróun ráð­herra frá sumr­inu 2016 þá hafa laun þeirra hækkað um 874.363 krónur á tíma­bil­inu, eða um 70 pró­­sent. Þeir eru nú með 2.131.788 krónur á mán­uði í laun. For­sæt­is­ráð­herra er með um 150 þús­und krónur í við­bót ofan á það.

Laun þing­­manna hafa hækkað um 432 þús­und krónur umfram þær krónur sem með­­al­­tal heild­­ar­­tekna lands­­manna hefur hækkað á tíma­bil­inu og um 443 þús­und krónur umfram mið­­gildi heild­­ar­­tekna. 

Mörg fyr­ir­tæki græddu á krepp­unni

Þegar kór­ónu­veiru­kreppan skall á gerðu Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) kröfu um að launa­fólk í land­inu myndi taka hluta þess kostn­aðar sem féll til vegna krepp­unnar á sig. Ann­­ars vegar með því að draga tíma­bundið úr mót­fram­lagi atvinn­u­rek­enda inn í líf­eyr­is­­sjóði, og þar með draga úr inn­­greiðslum launa­­fólks í slíka. Hins vegar með því að fresta umsömdum launa­hækk­­unum tíma­bund­ið. 

Í sept­em­ber 2020 var meira að segja boðað til atkvæða­greiðslu hjá félögum í sam­tök­unum þar sem kjósa átti um hvort segja ætti upp kjara­samn­ingum fyrst þessum kröfum væri ekki mætt. Þegar ljóst var að verka­lýðs­hreyf­ingin ætl­aði ekki að bifast, og fyrir lá að eng­inn raun­veru­legur vilji var til að bæta stríði á vinnu­mark­aði ofan á him­in­hátt atvinnu­leysi, heims­far­aldur og miklar efna­hags­legar áskor­an­ir, skar rík­is­stjórnin SA niður úr snör­unni með nýjum efna­hag­s­pakka. Verka­lýðs­hreyf­ingin var ekki sátt með útspil­ið. Í yfir­lýs­ingu frá Efl­ingu sagði meðal ann­ars að þær aðgerðir sem hönd væru á festand­i í yfir­­­lýs­ingu stjórn­­­­­valda styddu ein­­­göngu „at­vinn­u­rek­endur og efna­­­fólk, láta undan óeðli­­­legum þrýst­ingi þeirra og hlunn­fara vinn­andi fólk.“

En kjara­samn­ingar héldu og umsamdar launa­hækk­anir skil­uðu sér til launa­fólks. Sam­hliða hefur komið í ljós að áhrif far­ald­urs­ins á flest fyr­ir­tæki sem eru ekki beint eða óbeint í ferða­þjón­ustu eða hafa orðið fyrir áhrifum vegna skertra opn­un­ar­tíma, hafa fremur verið jákvæð en nei­kvæð. Þannig hafa nokkur stærstu fyr­ir­tækin innan SA – sér­stak­lega bankar og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki – malað gull á far­ald­urs­tím­um. Það sést til að mynda á rúm­lega 90 millj­arða króna hagn­aði fjög­urra banka í fyrra, á því að hagn­aður stærsta skráða útgerð­ar­fé­lags lands­ins jókst um 156 pró­sent milli ára og að afkoma hins skráða útgerð­ar­fé­lags­ins verður langt umfram gerðar áætl­an­ir. 

Það þarf að halda í yfir­burð­ar­fólkið

Samt er það launa­fólk, aðal­lega það sem er á lægstu laun­un­um, sem á að bera uppi verð­stöð­ug­leik­ann. Nýlega lét Félag atvinnu­rek­enda til að mynda gera könnun þar sem félags­menn voru spurðir hvaða svig­rúm þeir töldu til launa­hækk­ana í kjara­samn­ingum síðar á árinu. Rúm­lega helm­ingur þeirra félags­manna sem svör­uðu könn­un­inni töldu svig­rúmið ekk­ert og þriðj­ungur taldi það lít­ið. Heilt yfir töldu fyr­ir­tækið að með­al­tali að svig­rúm væri til að hækka launa­kostnað um 1,4 pró­sent. Fyrir þann sem er með 350 þús­und krónur í laun á mán­uði myndi það þýða 4.900 króna launa­hækkun á mán­uði, fyrir skatt. 

Auglýsing
Þessi skila­boð hafa ekki náð inn í efsta lagið í íslensku atvinnu­lífi. Nú remb­ast félögin þar við að upp­færa starfs­kjara­stefnur sínar svo hægt sé að greiða stjórn­endum hærri laun, feit­ari bónusa og rýmri kaup­rétti svo hægt sé að halda þeim í starfi. Óskil­greind eft­ir­spurn eftir þeim sé nefni­lega svo gríð­ar­leg ann­ars­staðar frá og hæfi­leikar þeirra svo ein­stakir að fram­tíð félag­anna bein­línis velti á áfram­hald­andi við­veru þeirra. 

Á grunni þess­arar orð­ræðu voru laun for­stjóra Icelandair Group, félags sem hefur tapað næstum 80 millj­örðum króna á fjórum árum, þynnti hlut­hafa sína niður um meira en 80 pró­sent í tveimur hluta­fjár­aukn­ingum á nokkrum mán­uð­um, sem fékk meiri fyr­ir­greiðslu úr rík­is­sjóði en nokk­urt annað fyr­ir­tæki á land­inu vegna far­ald­urs­ins, hækkuð um næstum 50 pró­sent milli ára upp tæpar sjö millj­ónir króna á mán­uði að líf­eyr­is­greiðslum með­töld­um. Fyrir aðal­fund Icelandair Group liggur svo til­laga um að koma á fót millj­arða króna bónus­kerfi fyrir lyk­il­stjórn­end­ur. 

Innan banka­kerf­is­ins juk­ust greiðslur til allar banka­stjóra kerf­is­lega mik­il­vægu bank­anna þriggja milli ára og þar er bónus­kerfa­væð­ingin og kaup­rétt­ar­stefnan komin á fullt á ný. Arion banki upp­færði starfs­kjara­stefnu sína, sem er atvinnu­lífsfrasi yfir það að borga stjórn­endum meira, svo bank­anum væri kleift að „laða að og halda í hæfa leið­toga“.

Meira að segja nú hættur for­stjóri Skelj­ungs hækk­aði um tæp 50 pró­sent í launum upp í sjö millj­ónir króna á mán­uði. Nær allur hagn­aður félags­ins í fyrra var vegna eigna­sölu og það hefur fyrst og síð­ast á stefnu­skránni að selja fleiri eignir til að skapa svig­rúm fyrir fjár­fest­inga­leiki ráð­andi eig­anda þess. Til að und­ir­strika þennan til­gang á að breyta nafn­inu á félag­inu í Skel á kom­andi aðal­fundi.

En venju­legt launa­fólk á að sýna hóf­semi í kröf­um.

Stöð­ug­leiki þeirra sem eiga

Aðgerðir Seðla­banka Íslands og stjórn­valda til að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum skil­uðu ákveðnum árangri. Það tókst að verja kaup­mátt og atvinn­u­­sköp­un. Hlið­ar­á­hrif voru þau að aðgerð­irnar færðu tugi millj­arða króna úr rík­is­sjóði til atvinnu­lífs­ins, í ein­hverjum til­fellum til að verja hlutafé eig­enda fyr­ir­tækja frá því að rýrna. Hlið­ar­á­hrif urðu gríð­ar­legar hækk­anir á hluta­bréfum og fast­eign­um, sem skil­uðu ofsa­gróða í vasa þeirra sem fjár­festa í slíkum eignum í stórum stíl. Það er sann­ar­lega ekki öll þjóð­in. Í lok árs 2020 voru til að mynda 85 pró­sent allra verð­bréfa í eigu ein­stak­linga í eigu þeirra tíundar sem var með hæstu tekj­urn­ar. 

­Nei­kvæð­ustu hlið­ar­á­hrifin voru stór­aukin verð­bólga, sem nú stendur í 6,2 pró­sentum og hefur ekki mælst hærri í næstum tíu ár. Allt kostar fyrir vikið fleiri krónur og eina leiðin sem margt launa­fólk hefur til að elta þessa þró­un, á meðan að stjórn­völd gera ekk­ert til að bæta stöðu þeirra með nýt­ingu milli­færslu­kerfa eða stór­átaki í hús­næð­is­mál­um, er að fjölga krón­unum í vas­anum með því að sækja launa­hækk­an­ir. 

Þá rísa pen­inga- og valda­öfl­in ­upp á aft­ur­lapp­irnar og segja að það megi ekki. Það má ekki skatt­leggja ofur­hagnað sem er til­kom­inn vegna heppni. Það má ekki skatt­leggja arð­greiðslur eða end­ur­kaup á hluta­bréf­um. Það má alls ekki auka álögur á sjáv­ar­út­veg eða hækka banka­skatt. Stöð­ug­leik­inn snýst ekki um að hrófla við tæki­færum ríks fólks til að verða enn rík­ara, heldur í að koma fátæku fólki í skiln­ing um að það verði að sýna hóf­semi og ábyrgð.

Verð­stöð­ugu­leik­inn hvílir nefni­lega á þeirra herð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari