Laun ráðherra á Íslandi hafa hækkað um 874 þúsund á fimm árum

Laun þingmanna hafa hækkað um 80 prósent frá fyrri hluta árs 2016. Laun ráðherra hafa hækkað um 70 prósent en samt um 300 þúsund krónum meira en laun þingmanna. Hækkanirnar eru í engu samræmi við almenna launaþróun.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur hækkað umtalsvert í launum á kjörtímabilinu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur hækkað umtalsvert í launum á kjörtímabilinu.
Auglýsing

Í byrjun sum­ars 2016 voru grunn­laun þing­manna á Íslandi 712.030 krónur á mán­uði. Nú, fimm árum síð­ar, eru þau 1.285.411 krónur á mán­uði. Þau hafa því hækkað um 573.381 krónur á tíma­bil­inu, eða um rúm­lega 80 pró­sent.  

Grunn­laun ráð­herra hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemm­sum­ars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mán­uði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tíma­bil­inu, eða um 70 pró­sent. Þetta má sjá með því að skoða birtar upp­lýs­ingar um launa­kjör þing­manna og ráð­herra aftur í tím­ann og bera saman við launa­tölur í dag eftir að síð­asta launa­hækkun þing­manna og ráð­herra tók gildi í sum­ar.

­Með­al­tal heild­ar­tekna á Íslands, sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands, var 450 þús­und krónur í árs­lok 2015. Í lok síð­asta árs voru þau 591 þús­und krónur og höfðu því hækkað um 141 þús­und krón­ur, eða 31 pró­sent á tíma­bil­inu. Mið­gildi heild­ar­tekna lands­manna var 358 þús­und krónur í lok árs 2015 og 488 þús­und um síð­ustu ára­mót. Það hafði því hækkað um 130 þús­und, eða 36 pró­sent á tíma­bil­in­u. 

Laun þing­manna hafa því hækkað um 432 þús­und krónur umfram þær krónur sem með­al­tal heild­ar­tekna lands­manna hefur hækkað á tíma­bil­inu og um 443 þús­und krónur umfram mið­gildi heild­ar­tekna. 

Laun ráð­herra hafa hækkað um 733.363 krónur umfram með­al­tals­tekjur lands­manna og um 744.363 umfram mið­gildi þeirra tekna. Hækkun ráð­herra­laun­anna nemur rúm­lega 150 pró­sent af mið­gildi heild­ar­tekna á Íslandi.

Til við­bótar við ofan­greint geta þing­menn fengið ýmis­konar við­bót­ar­greiðslur vegna kostn­aðar sem fellur til vegna starfs­ins, eða auka­starfa á borð við nefnd­ar­for­mennsku. 

Ákvörðun Kjara­ráðs afdrifa­rík

Laun þing­manna voru 712.030 krónur á árinu 2015, og raunar fram á mitt ár 2016. Laun for­seta Alþingis voru á sama tíma 1.257.425 krón­ur, en hann nýtur sömu launa- og starfs­kjara og ráð­herr­ar. Þing­manna­launin hækk­uðu svo í 762.940 krónur 1. júní 2016 og laun for­seta Alþingis og ráð­herra urðu á sama tíma 1.347.330 krón­ur. 

Auglýsing
Síðan kom kúvend­ing. Kjara­ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­­ar­­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­­manna hækk­­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­­falls­­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­­sent.

Sam­­­þykkt var á Alþingi í sum­arið 2018 að leggja kjara­ráð nið­ur. Þess í stað átti að hækka laun í æðstu emb­ætt­is­manna og kjör­inna full­trúa í takti við þróun launa­vísi­tölu. 

Frest­uðu hækk­unum en hættu ekki við þær

Fyrsta hækk­unin átti að taka gildi sum­arið 2019 og taka við af hækkun vísi­töl­unnar árið 2018. Í tengslum við gerð Lífs­kjara­samn­ing­anna, sem skrifað var undir í apríl 2019 var ákveðið að fresta þeirri hækkun til 1. jan­úar 2020. Í þeim samn­ingum var ákveðið að semja um krónu­tölu­hækk­anir þannig að lægstu laun myndu hækka umfram almenna launa­hækk­un. Þing­menn voru þó á meðal þeirra hópa sem eru und­an­skildir þessu. 

Laun þeirra hækk­uðu um 6,3 pró­sent í byrjun árs 2020. Þing­menn fengu 70 þús­und krónur meira í vasann, for­sæt­is­ráð­herra 127 þús­und og aðrir ráð­herra 115.055 krón­ur. Um síð­ustu ára­mót hækk­uðu launin aft­ur, nú um 3,4 pró­sent, en þeirri hækkun hafði verið frestað um hálft ár vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Það skil­aði hverjum þing­manni 40 þús­und krónum í við­bót­ar­laun á mán­uði, for­sæt­is­ráð­herra um 73 þús­und krónum og öðrum ráð­herrum um 66 þús­und krón­um. 

Enn hækka launin

Í sumar hækk­uðu laun þing­manna svo aft­ur, nú um 6,2 pró­sent, og eru orðin 1.285.411 krónur á mán­uði. Grunn­laun for­sæt­is­ráð­herra eru 2.282.450 krónur og ann­arra ráð­herra 2.131.788 krónur á mán­uði.

Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata, greindi frá þessu á heima­síðu sinni í síð­asta mán­uði. Ekki er búið að upp­færa heima­síðu Alþingis í sam­ræmi við þetta til að gera þessar upp­lýs­ingar aðgengi­legar almenn­ingi. Þar er enn til­tekin gamla launa­tal­an. 

Launa­hækk­unin nemur rúmum 75 þús­und króna. Laun for­sæt­is­ráð­herra hækk­uðu um 133 þús­und krónur á mán­uði og ráð­herra hækk­uðu um 124 þús­und krón­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar