Laun ráðherra á Íslandi hafa hækkað um 874 þúsund á fimm árum

Laun þingmanna hafa hækkað um 80 prósent frá fyrri hluta árs 2016. Laun ráðherra hafa hækkað um 70 prósent en samt um 300 þúsund krónum meira en laun þingmanna. Hækkanirnar eru í engu samræmi við almenna launaþróun.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur hækkað umtalsvert í launum á kjörtímabilinu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur hækkað umtalsvert í launum á kjörtímabilinu.
Auglýsing

Í byrjun sumars 2016 voru grunnlaun þingmanna á Íslandi 712.030 krónur á mánuði. Nú, fimm árum síðar, eru þau 1.285.411 krónur á mánuði. Þau hafa því hækkað um 573.381 krónur á tímabilinu, eða um rúmlega 80 prósent.  

Grunnlaun ráðherra hækkað enn meira í krónum talið. Þeir voru með 1.257.425 krónur í laun snemmsumars 2016 en fá nú 2.131.788 krónur á mánuði. Laun þeirra hafa því hækkað um 874.363 krónur á tímabilinu, eða um 70 prósent. Þetta má sjá með því að skoða birtar upplýsingar um launakjör þingmanna og ráðherra aftur í tímann og bera saman við launatölur í dag eftir að síðasta launahækkun þingmanna og ráðherra tók gildi í sumar.

Meðaltal heildartekna á Íslands, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, var 450 þúsund krónur í árslok 2015. Í lok síðasta árs voru þau 591 þúsund krónur og höfðu því hækkað um 141 þúsund krónur, eða 31 prósent á tímabilinu. Miðgildi heildartekna landsmanna var 358 þúsund krónur í lok árs 2015 og 488 þúsund um síðustu áramót. Það hafði því hækkað um 130 þúsund, eða 36 prósent á tímabilinu. 

Laun þingmanna hafa því hækkað um 432 þúsund krónur umfram þær krónur sem meðaltal heildartekna landsmanna hefur hækkað á tímabilinu og um 443 þúsund krónur umfram miðgildi heildartekna. 

Laun ráðherra hafa hækkað um 733.363 krónur umfram meðaltalstekjur landsmanna og um 744.363 umfram miðgildi þeirra tekna. Hækkun ráðherralaunanna nemur rúmlega 150 prósent af miðgildi heildartekna á Íslandi.

Til viðbótar við ofangreint geta þingmenn fengið ýmiskonar viðbótargreiðslur vegna kostnaðar sem fellur til vegna starfsins, eða aukastarfa á borð við nefndarformennsku. 

Ákvörðun Kjararáðs afdrifarík

Laun þingmanna voru 712.030 krónur á árinu 2015, og raunar fram á mitt ár 2016. Laun forseta Alþingis voru á sama tíma 1.257.425 krónur, en hann nýtur sömu launa- og starfskjara og ráðherrar. Þingmannalaunin hækkuðu svo í 762.940 krónur 1. júní 2016 og laun forseta Alþingis og ráðherra urðu á sama tíma 1.347.330 krónur. 

Auglýsing
Síðan kom kúvending. Kjara­ráð ákvað í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­manna hækk­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­falls­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­sent.

Sam­­þykkt var á Alþingi í sumarið 2018 að leggja kjara­ráð niður. Þess í stað átti að hækka laun í æðstu embættismanna og kjörinna fulltrúa í takti við þróun launavísitölu. 

Frestuðu hækkunum en hættu ekki við þær

Fyrsta hækkunin átti að taka gildi sumarið 2019 og taka við af hækkun vísitölunnar árið 2018. Í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna, sem skrifað var undir í apríl 2019 var ákveðið að fresta þeirri hækkun til 1. janúar 2020. Í þeim samningum var ákveðið að semja um krónutöluhækkanir þannig að lægstu laun myndu hækka umfram almenna launahækkun. Þingmenn voru þó á meðal þeirra hópa sem eru undanskildir þessu. 

Laun þeirra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020. Þingmenn fengu 70 þúsund krónur meira í vasann, forsætisráðherra 127 þúsund og aðrir ráðherra 115.055 krónur. Um síðustu áramót hækkuðu launin aftur, nú um 3,4 prósent, en þeirri hækkun hafði verið frestað um hálft ár vegna kórónuveirufaraldursins. Það skilaði hverjum þingmanni 40 þúsund krónum í viðbótarlaun á mánuði, forsætisráðherra um 73 þúsund krónum og öðrum ráðherrum um 66 þúsund krónum. 

Enn hækka launin

Í sumar hækkuðu laun þingmanna svo aftur, nú um 6,2 prósent, og eru orðin 1.285.411 krónur á mánuði. Grunnlaun forsætisráðherra eru 2.282.450 krónur og annarra ráðherra 2.131.788 krónur á mánuði.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, greindi frá þessu á heimasíðu sinni í síðasta mánuði. Ekki er búið að uppfæra heimasíðu Alþingis í samræmi við þetta til að gera þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi. Þar er enn tiltekin gamla launatalan. 

Launahækkunin nemur rúmum 75 þúsund króna. Laun forsætisráðherra hækkuðu um 133 þúsund krónur á mánuði og ráðherra hækkuðu um 124 þúsund krónur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar