Segir launahækkun þingmanna rof milli kjara æðstu ráðamanna og almennings

Forseti ASÍ segir að þingmenn undirgangist ekki þá grunnhugmynd að hækka lægstu laun umfram almenna launahækkun, líkt og samið var um í lífskjarasamningnum, heldur taki sér hækkun langt umfram aðra.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), gagn­rýnir nýlega launa­hækkun þing­manna harð­lega í nýjum pist­li, en laun þeirra hækk­uðu um 75 þús­und krónur í sumar upp í 1.285.411 króna grunn­laun. 

Drífa segir að með þess­ari hækkun hafi enn á ný orðið rof milli kjara æðstu ráða­manna og almenn­ings og segir að æðstu hópar sam­fé­lags­ins séu áfram sem áður und­an­skildir frá því sem um almenn­ing gild­ir. „Í jan­úar síð­ast­liðnum hækk­uðu taxta­laun um 24 þús­und krónur en almenn hækkun launa var 15.750 krón­ur. Þau sem muna kjara­bar­átt­una í upp­hafi árs 2019 vita vel hvað þurfti mikið átak til að ná slíkum árvissum hækk­unum í þriggja og hálfs árs samn­ingi. Grunn­hug­myndin var að tryggja hækkun lægstu launa umfram almenna launa­hækk­un. Þing­menn und­ir­gang­ast ekki þessa hug­mynda­fræði heldur taka hækk­unum miðað við launa­vísi­tölu opin­berra starfs­manna.“

Auglýsing
Drífa segir að sam­fé­lags­leg sátt muni aldrei nást ef stórir hópar eru skildir eftir í lífs­gæðum og aðrir hópar telji sig und­an­skilda almennum takti. Á tímum sem þeim sem nú séu, þar sem bar­átta við kór­ónu­veiru yfir­skyggi allt, sé hætta á því að slík grund­vall­ar­mál gleym­ist. „Fólk í fram­lín­unni; sem vinnur í versl­unum og þjón­ustu, við umönn­un, kennslu og í heil­brigð­is­kerf­inu getur ekki búið við annan eins vetur og var í fyrra. Þol­mörk­unum er náð en óvissa um fram­haldið er verst. Álagið og afkomu­ótt­inn sem fylgt hefur þessum vágesti er lam­andi og því brýn­asta málið að tryggja fulla mönnun og hvíld vinn­andi fólks og aðlaga atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið að sveifl­óttum vinnu­mark­aði í skugga veirunn­ar. “

Krónu­tölu­hækk­anir til að hækka lægstu launin

Skrifað var undir hina svoköll­uðu lífs­kjara­samn­inga í apríl 2019. Kjara­samn­ing­arnir náðu til yfir 110 þús­und manns á íslenskum vinnu­mark­aði en um er að ræða versl­un­ar-, skrif­stofu- og verka­fólk. Þeir gilda frá 1. apríl 2019 til 1. nóv­em­ber 2022.

­Launa­hækk­anir sem í honum fel­ast eru taldar í krón­um. Almenn laun hækk­uðu um 17 þús­und krónur frá 1. apríl 2019. Þau hækk­uðu síðan aftur um 18 þús­und krónur 1. apríl 2020, um 15.750 krónur 1. jan­úar 2021 og eiga að hækka um 17.250 krónur 1. jan­úar 2022. Þá var samið um ein­greiðslu til allra almennra launa­manna upp á 26 þús­und krónur sem var til útgreiðslu í byrjun maí 2019. 

Með því að hafa launa­hækk­anir í krónu­tölum en ekki hlut­falls­tölum átti að tryggja að þeir sem hafi hæstu launin myndu ekki hækka um fleiri krónur en þeir sem voru með þau lægstu.

Sér­stak­lega var samið um auknar hækk­anir fyrir þá sem vinna á taxta­laun­um. Alls áttu laun þeirra sem eru með kaup­taxta að hækka um 90 þús­und krónur á samn­ings­tím­an­um. Lág­marks­tekjur fyrir fullt starf verða sam­kvæmt þeim 368 þús­und krónur 1. jan­úar 2022. Auk þess hækkar des­em­ber­upp­bót úr 89 þús­und krónum í 98 þús­und krónur á samn­ings­tím­anum og orlofs­upp­bót úr 48 þús­und krónum í 53 þús­und krón­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent