Segir launahækkun þingmanna rof milli kjara æðstu ráðamanna og almennings

Forseti ASÍ segir að þingmenn undirgangist ekki þá grunnhugmynd að hækka lægstu laun umfram almenna launahækkun, líkt og samið var um í lífskjarasamningnum, heldur taki sér hækkun langt umfram aðra.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), gagn­rýnir nýlega launa­hækkun þing­manna harð­lega í nýjum pist­li, en laun þeirra hækk­uðu um 75 þús­und krónur í sumar upp í 1.285.411 króna grunn­laun. 

Drífa segir að með þess­ari hækkun hafi enn á ný orðið rof milli kjara æðstu ráða­manna og almenn­ings og segir að æðstu hópar sam­fé­lags­ins séu áfram sem áður und­an­skildir frá því sem um almenn­ing gild­ir. „Í jan­úar síð­ast­liðnum hækk­uðu taxta­laun um 24 þús­und krónur en almenn hækkun launa var 15.750 krón­ur. Þau sem muna kjara­bar­átt­una í upp­hafi árs 2019 vita vel hvað þurfti mikið átak til að ná slíkum árvissum hækk­unum í þriggja og hálfs árs samn­ingi. Grunn­hug­myndin var að tryggja hækkun lægstu launa umfram almenna launa­hækk­un. Þing­menn und­ir­gang­ast ekki þessa hug­mynda­fræði heldur taka hækk­unum miðað við launa­vísi­tölu opin­berra starfs­manna.“

Auglýsing
Drífa segir að sam­fé­lags­leg sátt muni aldrei nást ef stórir hópar eru skildir eftir í lífs­gæðum og aðrir hópar telji sig und­an­skilda almennum takti. Á tímum sem þeim sem nú séu, þar sem bar­átta við kór­ónu­veiru yfir­skyggi allt, sé hætta á því að slík grund­vall­ar­mál gleym­ist. „Fólk í fram­lín­unni; sem vinnur í versl­unum og þjón­ustu, við umönn­un, kennslu og í heil­brigð­is­kerf­inu getur ekki búið við annan eins vetur og var í fyrra. Þol­mörk­unum er náð en óvissa um fram­haldið er verst. Álagið og afkomu­ótt­inn sem fylgt hefur þessum vágesti er lam­andi og því brýn­asta málið að tryggja fulla mönnun og hvíld vinn­andi fólks og aðlaga atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfið að sveifl­óttum vinnu­mark­aði í skugga veirunn­ar. “

Krónu­tölu­hækk­anir til að hækka lægstu launin

Skrifað var undir hina svoköll­uðu lífs­kjara­samn­inga í apríl 2019. Kjara­samn­ing­arnir náðu til yfir 110 þús­und manns á íslenskum vinnu­mark­aði en um er að ræða versl­un­ar-, skrif­stofu- og verka­fólk. Þeir gilda frá 1. apríl 2019 til 1. nóv­em­ber 2022.

­Launa­hækk­anir sem í honum fel­ast eru taldar í krón­um. Almenn laun hækk­uðu um 17 þús­und krónur frá 1. apríl 2019. Þau hækk­uðu síðan aftur um 18 þús­und krónur 1. apríl 2020, um 15.750 krónur 1. jan­úar 2021 og eiga að hækka um 17.250 krónur 1. jan­úar 2022. Þá var samið um ein­greiðslu til allra almennra launa­manna upp á 26 þús­und krónur sem var til útgreiðslu í byrjun maí 2019. 

Með því að hafa launa­hækk­anir í krónu­tölum en ekki hlut­falls­tölum átti að tryggja að þeir sem hafi hæstu launin myndu ekki hækka um fleiri krónur en þeir sem voru með þau lægstu.

Sér­stak­lega var samið um auknar hækk­anir fyrir þá sem vinna á taxta­laun­um. Alls áttu laun þeirra sem eru með kaup­taxta að hækka um 90 þús­und krónur á samn­ings­tím­an­um. Lág­marks­tekjur fyrir fullt starf verða sam­kvæmt þeim 368 þús­und krónur 1. jan­úar 2022. Auk þess hækkar des­em­ber­upp­bót úr 89 þús­und krónum í 98 þús­und krónur á samn­ings­tím­anum og orlofs­upp­bót úr 48 þús­und krónum í 53 þús­und krón­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent