Bólusettir með tengsl á Íslandi verði skimaðir á landamærum

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja skimun bólusettra ferðamanna með tengsl við Ísland á landamærunum. Aðgerðirnar taka gildi 16. ágúst. Engar ákvarðanir voru teknar um frekari eða breyttar aðgerðir innanlands.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag að ákveðið hefði ver­ið, að til­lögu sótt­varna­lækn­is, að hefja skimun bólu­settra ferða­manna sem eru með tengsl hér á landi á landa­mær­un­um.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir lagði þetta til í minn­is­blaði fyrir tveimur vik­um. Sú til­laga hefur verið útfærð frekar að sögn Katrínar og mun skyldu­skimun ná til allra þeirra sem eru með tengsl á Íslandi, ekki aðeins þeirra sem hafa íslenska kenni­tölu, heldur líka þeirra „sem hyggja hér á langvar­andi dvöl eða ætla að sækja hér vinn­u,“ sagði Katrín. Í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins um ákvörð­un­ina eru taldir upp fjórir hópar sem falla undir þá skil­grein­ingu að hafa tengsl við Ísland:

  • Íslenskir rík­is­borg­arar
  • Ein­stak­lingar búsettir á Íslandi
  • Ein­stak­lingar með atvinnu­leyfi á Íslandi
  • Umsækj­endur um atvinnu­leyfi eða alþjóð­lega vernd á Íslandi

Ákvörð­unin felur í sér að þessir hópir verður skyld­aður til að mæta í COVID-­próf innan 48 klukku­stunda frá komu til lands­ins. Þeir þurfa hins vegar ekki að sæta sótt­kví þar til nið­ur­staða úr sýna­töku liggur fyr­ir. Heim­ilt verður að sekta þá ein­stak­linga sem ekki fara í sýna­töku innan til­tek­ins tíma.

Auglýsing

Aðgerðin mun ekki taka gildi fyrr en 16. ágúst eða eftir tíu daga.

Engar ákvarð­anir voru teknar um breyttar aðgerðir inn­an­lands á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði eftir fund­inn að rík­is­stjórnin hefði rætt sam­komu­tak­mark­anir inn­an­lands „með almennum hætt­i“. Núver­andi tak­mark­anir væru í gildi til 13. ágúst „og við þurfum þegar þar að kemur að hafa skýra sýn á hvað tekur við næst,“ sagði Svan­dís. „Við sjáum það á öllum gögnum sem við erum með núna að það sem er mik­il­væg­ast að ráð­ast í hér og nú er að styrkja heil­brigð­is­kerfið okk­ar. Að styrkja þetta bráða­við­bragð, þennan mögu­leika Land­spít­al­ans að standa undir þessu verk­efni, að þétta varnir á landa­mærum og að bæta bólu­setn­ing­ar­stöð­una.“

Katrín sagði að þessi þrjú atriði; betri vörn á landa­mærum, styrk­ing heil­brigð­is­kerf­is­ins og bætt bólu­setn­ing, væru þau sem hefðu komið fram „hjá öllum þessum sér­fræð­ingum sem við höfum verið að funda með í vik­unn­i“.

Minn­is­blað með aðgerðum

Heil­brigð­is­ráð­herra kynnti á fund­inum til­lögur sínar um hvernig tryggja megi að Land­spít­al­inn „geti staðið undir sínu hlut­verki í þess­ari bylgju,“ eins og bæði Katrín og Svan­dís orð­uðu það í við­tölum eftir fund­inn.

Svan­dís sagð­ist hafa lagt fyrir rík­is­stjórn­ar­fund­inn minn­is­blað með nokkrum aðgerðum til að styðja við Land­spít­al­ann. „Það eru aðgerðir sem bæði lúta beint að starf­semi Land­spít­al­ans en ekki síður í lands­lagi heil­brigð­is­þjón­ust­unnar í heild.“ Til­lög­urnar lúti m.a. að því að styðja við öldr­un­ar­þjón­ust­una svo hraða megi útskriftum af Land­spít­al­an­um. Meðal til­lagna var einnig að setja upp sér­staka COVID-ein­ingu á Land­spít­al­anum til lengri tíma.

27 þús­und manns sem fengið hafa boð í bólu­setn­ingu hafa ekki þegið það. Á því kunna að sögn Katrínar að vera ýmsar skýr­ing­ar, m.a. heilsu­fars­leg­ar. „En við viljum ná betur til þessa hóps, fá hann í bólu­setn­ing­u.“

Örv­un­ar­bólu­setn­ing fólk sem fékk Jans­sen-­bólu­efnið er hafin en að auki sagði Katrín að tekin hefði verið ákvörðun um að hefja örv­un­ar­bólu­setn­ingu hjá öldruðum og fólki með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. „Þetta verður ráð­ist í í þessum mán­uð­i.“

90 pró­sent greindra með íslenska kenni­tölu

Í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins um ákvörð­un­ina segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá emb­ætti sótt­varna­læknis hafi um 90 pró­sent þeirra ein­stak­linga sem greinst hafa með COVID-19 frá 1. júlí íslenska kenni­tölu. „Mik­il­vægt er að tryggja varnir gegn nýjum afbrigðum veirunnar og því er þessi ákvörðun tek­in. Áfram verður gerð krafa um fram­vísun nei­kvæðs COVID-­prófs á landa­mærum en tvö­föld sýna­taka með nokk­urra daga milli­bili hefur reynst vel í far­aldr­in­um.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hús atvinnulífsins í Borgartúni.
SA kallar eftir aðhaldi í ríkisrekstri
Samtök atvinnulífsins segja að bæta þurfi afkomu hins opinbera á næstunni, meðal annars með niðurfellingu sértækra efnahagsaðgerða. Stærsta aðildarfélag samtakanna vill hins vegar að aðgerðir til umbjóðenda þeirra verði framlengdar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent