Bólusettir með tengsl á Íslandi verði skimaðir á landamærum

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja skimun bólusettra ferðamanna með tengsl við Ísland á landamærunum. Aðgerðirnar taka gildi 16. ágúst. Engar ákvarðanir voru teknar um frekari eða breyttar aðgerðir innanlands.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði eftir rík­is­stjórn­ar­fund í dag að ákveðið hefði ver­ið, að til­lögu sótt­varna­lækn­is, að hefja skimun bólu­settra ferða­manna sem eru með tengsl hér á landi á landa­mær­un­um.

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir lagði þetta til í minn­is­blaði fyrir tveimur vik­um. Sú til­laga hefur verið útfærð frekar að sögn Katrínar og mun skyldu­skimun ná til allra þeirra sem eru með tengsl á Íslandi, ekki aðeins þeirra sem hafa íslenska kenni­tölu, heldur líka þeirra „sem hyggja hér á langvar­andi dvöl eða ætla að sækja hér vinn­u,“ sagði Katrín. Í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins um ákvörð­un­ina eru taldir upp fjórir hópar sem falla undir þá skil­grein­ingu að hafa tengsl við Ísland:

  • Íslenskir rík­is­borg­arar
  • Ein­stak­lingar búsettir á Íslandi
  • Ein­stak­lingar með atvinnu­leyfi á Íslandi
  • Umsækj­endur um atvinnu­leyfi eða alþjóð­lega vernd á Íslandi

Ákvörð­unin felur í sér að þessir hópir verður skyld­aður til að mæta í COVID-­próf innan 48 klukku­stunda frá komu til lands­ins. Þeir þurfa hins vegar ekki að sæta sótt­kví þar til nið­ur­staða úr sýna­töku liggur fyr­ir. Heim­ilt verður að sekta þá ein­stak­linga sem ekki fara í sýna­töku innan til­tek­ins tíma.

Auglýsing

Aðgerðin mun ekki taka gildi fyrr en 16. ágúst eða eftir tíu daga.

Engar ákvarð­anir voru teknar um breyttar aðgerðir inn­an­lands á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morg­un. Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði eftir fund­inn að rík­is­stjórnin hefði rætt sam­komu­tak­mark­anir inn­an­lands „með almennum hætt­i“. Núver­andi tak­mark­anir væru í gildi til 13. ágúst „og við þurfum þegar þar að kemur að hafa skýra sýn á hvað tekur við næst,“ sagði Svan­dís. „Við sjáum það á öllum gögnum sem við erum með núna að það sem er mik­il­væg­ast að ráð­ast í hér og nú er að styrkja heil­brigð­is­kerfið okk­ar. Að styrkja þetta bráða­við­bragð, þennan mögu­leika Land­spít­al­ans að standa undir þessu verk­efni, að þétta varnir á landa­mærum og að bæta bólu­setn­ing­ar­stöð­una.“

Katrín sagði að þessi þrjú atriði; betri vörn á landa­mærum, styrk­ing heil­brigð­is­kerf­is­ins og bætt bólu­setn­ing, væru þau sem hefðu komið fram „hjá öllum þessum sér­fræð­ingum sem við höfum verið að funda með í vik­unn­i“.

Minn­is­blað með aðgerðum

Heil­brigð­is­ráð­herra kynnti á fund­inum til­lögur sínar um hvernig tryggja megi að Land­spít­al­inn „geti staðið undir sínu hlut­verki í þess­ari bylgju,“ eins og bæði Katrín og Svan­dís orð­uðu það í við­tölum eftir fund­inn.

Svan­dís sagð­ist hafa lagt fyrir rík­is­stjórn­ar­fund­inn minn­is­blað með nokkrum aðgerðum til að styðja við Land­spít­al­ann. „Það eru aðgerðir sem bæði lúta beint að starf­semi Land­spít­al­ans en ekki síður í lands­lagi heil­brigð­is­þjón­ust­unnar í heild.“ Til­lög­urnar lúti m.a. að því að styðja við öldr­un­ar­þjón­ust­una svo hraða megi útskriftum af Land­spít­al­an­um. Meðal til­lagna var einnig að setja upp sér­staka COVID-ein­ingu á Land­spít­al­anum til lengri tíma.

27 þús­und manns sem fengið hafa boð í bólu­setn­ingu hafa ekki þegið það. Á því kunna að sögn Katrínar að vera ýmsar skýr­ing­ar, m.a. heilsu­fars­leg­ar. „En við viljum ná betur til þessa hóps, fá hann í bólu­setn­ing­u.“

Örv­un­ar­bólu­setn­ing fólk sem fékk Jans­sen-­bólu­efnið er hafin en að auki sagði Katrín að tekin hefði verið ákvörðun um að hefja örv­un­ar­bólu­setn­ingu hjá öldruðum og fólki með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. „Þetta verður ráð­ist í í þessum mán­uð­i.“

90 pró­sent greindra með íslenska kenni­tölu

Í til­kynn­ingu heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins um ákvörð­un­ina segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá emb­ætti sótt­varna­læknis hafi um 90 pró­sent þeirra ein­stak­linga sem greinst hafa með COVID-19 frá 1. júlí íslenska kenni­tölu. „Mik­il­vægt er að tryggja varnir gegn nýjum afbrigðum veirunnar og því er þessi ákvörðun tek­in. Áfram verður gerð krafa um fram­vísun nei­kvæðs COVID-­prófs á landa­mærum en tvö­föld sýna­taka með nokk­urra daga milli­bili hefur reynst vel í far­aldr­in­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent