Eigandi Morgunblaðsins metinn á 614 milljónir króna

Næst stærsti einstaki eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins myndi tapa þriðjungi af fjárfestingu sinni í fjölmiðlafyrirtækinu ef hann myndi selja hlutinn í dag. Fjársterkir aðilar hafa greitt með rekstrinum frá 2009.

Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins.
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins.
Auglýsing

Virði Þórs­merk­ur, eig­anda útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla, var metið 614 millj­ónir króna í upp­hafi árs. Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi Hlyns A ehf., félags í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda Ísfé­lags Vest­manna­eyja, og barna hennar og eins stærsta hlut­hafa Þórs­merk­ur. Hlut­ur­inn í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu er eina eign Hlyns A. 

Í reikn­ingnum kemur fram að hlutur Hlyns A, sem er 18,49 pró­sent, sé met­inn á 113,6 millj­ónir króna og að virði hans hafi lækkað um 15 millj­ónir króna í fyrra. Alls hefur Hlynur A sett 168 millj­ónir króna inn í Þórs­mörk og því myndi félagið tapa um þriðj­ungi af fjár­fest­ingu sinni ef hlut­ur­inn yrði seldur á bók­færðu verði í dag. 

Hlynur A er næst stærsti ein­staki hlut­haf­inn í Þórs­mörk á eftir Íslenskum Sjáv­ar­af­urð­um, sem er í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og á 19,4 pró­sent hlut. Auk þess á Ísfé­lag Vest­manna­eyja beint 8,99 pró­sent hlut í Þórs­mörk og því eiga Guð­björg og aðilar tengdir henni sam­tals 25,5 pró­sent hlut. 

Eig­endur hafa greitt með rekstr­inum árum saman

Eina eign Þórs­merkur er Árvak­ur, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins og mbl.is sem einnig rekur útvarps­stöð­ina K100. Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 er sam­an­dregið tap félags­ins yfir 2,5 millj­örðum krón­um. Eig­enda­hóp­ur­inn hefur lagt félag­inu til rúm­­­­­lega 1,9 millj­­­­­arð króna til að mæta því tapi.

Auglýsing
Árvakur tap­aði 75 millj­ónum króna í fyrra sam­kvæmt frétt sem birt var í Morg­un­blað­inu í síð­asta mán­uði. Þar var sér­stak­lega tekið fram að tapið væri mun minna en árið 2019, þegar félagið tap­aði 210 millj­ónum króna.

Sá munur var á rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla árið 2020 miðað við árið 2019 að í fyrra ákvað Alþingi að veita rekstr­ar­stuðn­ing til þess að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­urs­ins, og studdi við fyr­ir­tæki með ýmsum öðrum hætti.

­Rekstr­ar­styrk­ur­inn sem Árvakur fékk nam alls 99,9 millj­ónum króna, en eitt hund­rað millj­óna króna þak var á styrkjum til hvers fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Alþingi sam­þykkti undir lok maí að sam­bæri­legir styrkir yrðu áfram veittir einka­reknum fjöl­miðlum út næsta ár.

Í árs­reikn­ingi Þórs­merkur segir að COVID-19 far­ald­ur­inn hafi leitt til minnk­andi tekna sam­stæð­unnar auk þess sem ýmis kostn­að­ar­auk­andi áhrif voru vegna íþyngj­andi sótt­varna- og umgengn­is­reglna til að minnka smit­hættu. „Stjórn­völd hafa gripið til ýmissa aðgerða til að mæta efna­hags­legum áhrifum af far­aldr­inum og einnig erf­iðu rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla. Sam­stæðan nýtti sér hluta af þeim aðgerðum sem í boði vor­u.“ Ekki er sér­stak­lega til­tekið hvaða aðgerðir voru nýtt­ar.

Mikið tap árum saman og fallandi rekstur á prenti

Tap Árvak­urs í fyrra var það minnsta allt frá árinu 2016, er félagið tap­aði 50 millj­ónum króna. Árið 2017 nam tap­rekst­ur­inn 284 millj­ónum og árið 2018 var útgáfu­fé­lagið rekið með 415 millj­óna króna tapi og 210 millj­óna króna halla árið 2019.

Lestur Morg­un­blaðs­ins, sem er stærsti áskrift­ar­mið­ill lands­ins, hefur verið á und­an­haldi und­an­farin ár. Sam­kvæmt tölum Gallup um lestur dag­blaða á Íslandi lesa nú innan við 20 pró­sent lands­manna Morg­un­blaðið og innan við tíu pró­sent fólks á aldr­inum 18-49 ára.

Á sama tíma og lestur prent­miðla dvínar hefur mbl.is, sem um ára­bil hafði verið mest lesni vef­mið­ill lands­ins nær allar vikur árs­ins sam­kvæmt vef­mæl­ingum Gallup, verið skákað af þeim stalli það sem af er ári. Vís­ir.is, vef­mið­ill í eigu Sýn­ar, hefur náð að taka fram úr hvað fjölda not­enda varð­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent