Eigandi Morgunblaðsins metinn á 614 milljónir króna

Næst stærsti einstaki eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins myndi tapa þriðjungi af fjárfestingu sinni í fjölmiðlafyrirtækinu ef hann myndi selja hlutinn í dag. Fjársterkir aðilar hafa greitt með rekstrinum frá 2009.

Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins.
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins.
Auglýsing

Virði Þórs­merk­ur, eig­anda útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla, var metið 614 millj­ónir króna í upp­hafi árs. Þetta má lesa út úr árs­reikn­ingi Hlyns A ehf., félags í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda Ísfé­lags Vest­manna­eyja, og barna hennar og eins stærsta hlut­hafa Þórs­merk­ur. Hlut­ur­inn í fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­inu er eina eign Hlyns A. 

Í reikn­ingnum kemur fram að hlutur Hlyns A, sem er 18,49 pró­sent, sé met­inn á 113,6 millj­ónir króna og að virði hans hafi lækkað um 15 millj­ónir króna í fyrra. Alls hefur Hlynur A sett 168 millj­ónir króna inn í Þórs­mörk og því myndi félagið tapa um þriðj­ungi af fjár­fest­ingu sinni ef hlut­ur­inn yrði seldur á bók­færðu verði í dag. 

Hlynur A er næst stærsti ein­staki hlut­haf­inn í Þórs­mörk á eftir Íslenskum Sjáv­ar­af­urð­um, sem er í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og á 19,4 pró­sent hlut. Auk þess á Ísfé­lag Vest­manna­eyja beint 8,99 pró­sent hlut í Þórs­mörk og því eiga Guð­björg og aðilar tengdir henni sam­tals 25,5 pró­sent hlut. 

Eig­endur hafa greitt með rekstr­inum árum saman

Eina eign Þórs­merkur er Árvak­ur, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins og mbl.is sem einnig rekur útvarps­stöð­ina K100. Frá því að nýir eig­endur tóku við Árvakri árið 2009 er sam­an­dregið tap félags­ins yfir 2,5 millj­örðum krón­um. Eig­enda­hóp­ur­inn hefur lagt félag­inu til rúm­­­­­lega 1,9 millj­­­­­arð króna til að mæta því tapi.

Auglýsing
Árvakur tap­aði 75 millj­ónum króna í fyrra sam­kvæmt frétt sem birt var í Morg­un­blað­inu í síð­asta mán­uði. Þar var sér­stak­lega tekið fram að tapið væri mun minna en árið 2019, þegar félagið tap­aði 210 millj­ónum króna.

Sá munur var á rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla árið 2020 miðað við árið 2019 að í fyrra ákvað Alþingi að veita rekstr­ar­stuðn­ing til þess að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­urs­ins, og studdi við fyr­ir­tæki með ýmsum öðrum hætti.

­Rekstr­ar­styrk­ur­inn sem Árvakur fékk nam alls 99,9 millj­ónum króna, en eitt hund­rað millj­óna króna þak var á styrkjum til hvers fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Alþingi sam­þykkti undir lok maí að sam­bæri­legir styrkir yrðu áfram veittir einka­reknum fjöl­miðlum út næsta ár.

Í árs­reikn­ingi Þórs­merkur segir að COVID-19 far­ald­ur­inn hafi leitt til minnk­andi tekna sam­stæð­unnar auk þess sem ýmis kostn­að­ar­auk­andi áhrif voru vegna íþyngj­andi sótt­varna- og umgengn­is­reglna til að minnka smit­hættu. „Stjórn­völd hafa gripið til ýmissa aðgerða til að mæta efna­hags­legum áhrifum af far­aldr­inum og einnig erf­iðu rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla. Sam­stæðan nýtti sér hluta af þeim aðgerðum sem í boði vor­u.“ Ekki er sér­stak­lega til­tekið hvaða aðgerðir voru nýtt­ar.

Mikið tap árum saman og fallandi rekstur á prenti

Tap Árvak­urs í fyrra var það minnsta allt frá árinu 2016, er félagið tap­aði 50 millj­ónum króna. Árið 2017 nam tap­rekst­ur­inn 284 millj­ónum og árið 2018 var útgáfu­fé­lagið rekið með 415 millj­óna króna tapi og 210 millj­óna króna halla árið 2019.

Lestur Morg­un­blaðs­ins, sem er stærsti áskrift­ar­mið­ill lands­ins, hefur verið á und­an­haldi und­an­farin ár. Sam­kvæmt tölum Gallup um lestur dag­blaða á Íslandi lesa nú innan við 20 pró­sent lands­manna Morg­un­blaðið og innan við tíu pró­sent fólks á aldr­inum 18-49 ára.

Á sama tíma og lestur prent­miðla dvínar hefur mbl.is, sem um ára­bil hafði verið mest lesni vef­mið­ill lands­ins nær allar vikur árs­ins sam­kvæmt vef­mæl­ingum Gallup, verið skákað af þeim stalli það sem af er ári. Vís­ir.is, vef­mið­ill í eigu Sýn­ar, hefur náð að taka fram úr hvað fjölda not­enda varð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Guðbjörg Matthíasdóttir, er stærsti einstaki eigandi Þórsmerkur og Árvakurs ásamt börnum sínum. Hún settist í stjórn félaganna fyrir skemmstu.
Prentsmiðjan og skuldir Árvakurs við hana færðar úr útgáfufélagi Morgunblaðsins
Í lok september var ákveðið að færa prentsmiðjuna Landsprent út úr Árvakri og til móðurfélagsins Þórsmerkur. Með fylgdu skuldir Árvakurs við tengdan aðila, Landsprent, upp á 721 milljón króna. Hlutafé í móðurfélaginu var aukið um 400 milljónir króna.
Kjarninn 9. desember 2022
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómetri á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent