Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk

Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.

Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Auglýsing

Tap Árvak­urs hf., útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins og mbl.is sem einnig rekur útvarps­stöð­ina K100, nam 75 millj­ónum króna í fyrra. Frá þessu var greint í Morg­un­blað­inu í dag og tekið fram að tapið væri mun minna en árið 2019, þegar félagið tap­aði 210 millj­ón­um.

Sá munur var á rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla árið 2020 miðað við árið 2019 að í fyrra ákvað Alþingi að veita rekstr­ar­stuðn­ing til þess að mæta efna­hags­á­hrifum heims­far­ald­urs­ins.

Styrk­ur­inn sem Árvakur fékk nam alls 99,9 millj­ónum króna, en eitt hund­rað millj­óna króna þak var á styrkjum til hvers fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is. Alþingi sam­þykkti undir lok maí að sam­bæri­legir styrkir yrðu áfram veittir einka­reknum fjöl­miðlum út næsta ár.

Miklar hag­ræð­ing­ar­að­gerðir

Í frétt Morg­un­blaðs­ins um nið­ur­stöðu síð­asta rekstr­ar­árs er haft eftir Har­aldi Johann­essen, fram­kvæmda­stjóra Árvak­urs og öðrum rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, að veru­legur sam­dráttur hafi verið á aug­lýs­inga­mark­aðnum í kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um.

Auglýsing

Hann segir að ástæða þess að rekst­ur­inn hafi engu að síður haldið áfram að batna á milli ára hjá Árvakri sé sú að á síð­ustu árum hafi verið gripið til „mjög veiga­­mik­illa hag­ræð­ing­­ar­að­gerða sem skiptu sköp­um þegar höggið vegna kór­ón­u­veirunn­ar skall á“ en ekk­ert er minnst á þátt hund­rað milljón króna rík­is­styrks í rekstr­ar­bata útgáfu­fé­lags­ins.

Sam­stæða Þórs­merkur ehf., sem er aðal­eig­andi Árvak­urs, var rekin með 62 millj­óna króna tapi í fyrra, sem er nokkur rekstr­ar­bati frá 2019 þegar tap sam­stæð­unnar nam 210 millj­ónum króna.

Hátt í 2,6 millj­arða tap frá því að nýir eig­endur tóku við

Haft er eftir Har­aldi í Morg­un­blað­inu í dag að jákvætt sé að sjá að þró­unin hafi verið í rétta átt. Tap Árvak­urs í fyrra var það minnsta allt frá árinu 2016, er félagið tap­aði 50 millj­ónum króna. Árið 2017 nam tap­rekst­ur­inn 284 millj­ónum og árið 2018 var útgáfu­fé­lagið rekið með 415 millj­óna króna tapi og 210 millj­óna króna halla árið 2019, sem áður seg­ir.

Mynd: Arnar Þór

Sam­an­dregið tap Árvak­urs frá því að nýir eig­endur komu að rekstri útgáfu­fé­lags­ins árið 2009 nemur yfir 2,5 millj­örðum krónum og hafa hlut­hafar félags­ins ítrekað þurft að leggja útgáf­unni til fé.

Har­aldur segir að það sé „ánægju­­legt“ að í gegn­um þreng­ing­ar í rekstri hafi „tek­ist að halda fjöl­miðlum Árvak­­urs öfl­­ug­um og í raun ein­­stök­um á ís­­lensk­an mæli­kv­arða“ og segir hann að ekk­ert annað fjöl­miðla­fyr­ir­tæki bjóði upp á við­líka gæði og breidd í efn­is­fram­boði og Árvak­ur.

„Það sýn­ir styrk Árvak­­urs að hafa þrátt fyr­ir erf­ið­leika síð­ustu mis­s­era og ára ekki aðeins getað haldið í horf­inu held­ur einnig haldið áfram að byggja upp nýja miðla og aukið efn­is­fram­­boð, bæði fyr­ir áskrif­end­ur og aðra not­end­ur miðl­anna,“ er haft eftir Har­aldi.

Dvín­andi lestur og hörð sam­keppni á net­inu

Lestur Morg­un­blaðs­ins, sem er stærsti áskrift­ar­mið­ill lands­ins, hefur verið á und­an­haldi und­an­farin ár.

Sam­kvæmt tölum Gallup um lestur dag­blaða á Íslandi lesa nú innan við 20 pró­sent lands­manna Morg­un­blaðið og innan við tíu pró­sent fólks á aldr­inum 18-49 ára.

Á sama tíma og lestur prent­miðla dvínar hefur mbl.is, sem um ára­bil hafði verið mest lesni vef­mið­ill lands­ins nær allar vikur árs­ins sam­kvæmt vef­mæl­ingum Gallup, verið skákað af þeim stalli það sem af er ári. Vís­ir.is, vef­mið­ill í eigu Sýn­ar, hefur náð að taka fram úr hvað fjölda not­enda varð­ar.

Af þeim 24 vikum sem liðnar eru af árinu og vef­mæl­ingar Gallup hafa tekið báða miðl­ana með (mbl.is var ekki með í einni mæl­ingu) hefur Vísir verið með fleiri með­al­not­endur en mbl.is í 16 vik­ur, en mbl.is verið með yfir­hönd­ina í 8 vik­ur.

Þó skal tekið fram að mjótt er á munum og lestur beggja miðla er í hæstu hæðum og ná þeir á hverjum með­al­d­egi til um eða yfir 200 þús­und not­enda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent