Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun

Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.

Kórónuveira Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsson
Auglýsing

Þrír sjúklingar eru inniliggjandi á legudeildum Landspítalans með COVID-19. 608 eru í eftirliti á COVID-göngudeild, þar af 62 börn. Í heild eru 13 starfsmenn í einangrun, 27 í sóttkví og 244 í vinnusóttkví og mun þeim fjölga nokkuð í dag.

Auglýsing

Skýringin er sú að um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum spítalans. Rakning er langt komin og enn er enginn grunur um smit út frá þessum smitum. Nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga fer í sóttkví, annars vegar sóttkví A og hins vegar vinnusóttkví. Einnig er skimað í kringum þessi smit, segir í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans.

Áfram er verið að skoða breytt verklag í eldhúsi og matsölum varðandi matarskömmtun og matarsendingar á deildir í ljósi stöðunnar sem komin er upp í faraldrinum og er starfsfólk Landspítalans beðið um að gæta ítrustu sóttvarna.

71 innanlandssmit greindist í gær. Um helmingur fólksins var í sóttkví við greiningu. Þriðja farsóttarhúsið hefur verið opnað og í morgun voru fimmtán gestir þegar komnir þar inn. Gríðarlegt álag er á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem heldur utan um sýnatökur enda eftirspurnin orðin gríðarleg.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent