116 óbólusettir greinst á einni viku

Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.

Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
Auglýsing

Um 75 prósent þeirra sem greindust með veiruna innanlands í gær eru bólusett eða 53 af 71. Sextán af þeim sem greindust voru óbólusettir. Á einni viku hafa 116 óbólusettir einstaklingar greinst innanlands. Fram hefur komið að öll tilfellin sem eru að koma upp þessa dagana eru af völdum delta-afbrigðisins sem er mun meira smitandi en þau fyrri.

Auglýsing

Rétt rúmlega helmingur þeirra sem greindist í gær var í sóttkví. Samtals eru um 1.800 manns í sóttkví núna og 612 manns með COVID-19 og í einangrun. Mikill meirihluti eða 64 prósent sýktra eru á aldrinum 18-39 ára eða samtals um 400 einstaklingar. 63 börn yngri en átján ára eru sýkt og flest þeirra eða 29 eru á aldrinum 6-12 ára.

Mun færri sýni voru tekin í gær en dagana á undan eða 2.366 samtals innanlands, samanborið við 2.883 á laugardag og 3.964 á föstudag. Mestu munar um fjölda svokallaðra einkennasýna. Þau voru 2.902 á föstudag en 1.567 í gær. Hlutfall jákvæðra einkennasýna af fjölda slíkra sýna sem tekin voru í gær var 3,9 prósent en var 4,6 prósent á laugardag.

Nýgengi innanlandssmita hefur hækkað hratt síðustu daga og er nú komið í 154,3 á hverja 100 þúsund íbúa.

Hertar aðgerðir innanlands tóku gildi á miðnætti á laugardag. Sett voru á fjöldatakmörk að nýju sem og 1 metra nálægðarregla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent