Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins

Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.

Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Auglýsing

Mál­funda­fé­lagið End­ur­reisn, sem stofnað var fyrir skömmu af Bene­dikt Jóhann­essyni og fleirum, verður félag innan Við­reisn­ar. Bene­dikt sjálfur mun því áfram starfa innan vébanda Við­reisn­ar.

Frá þessu greinir hann sjálfur í færslu á Face­book í dag, en þar birtir hann til­kynn­ingu um mál­ið, þar sem fram kemur að stjórn Við­reisnar hafi á fimmtu­dag sam­þykkt til­lögu sem felur meðal ann­ars í sér að End­ur­reisn, sem berst fyrir heið­ar­leika, góðum stjórn­ar­hátt­um, dreng­lyndi í stjórn­mál­um, frelsi, jafn­rétti, stöð­ugu efna­hags­lífi og rétt­læti, verði hluti af Við­reisn­.

Próf­kjör verði meg­in­regla

Í færslu Bene­dikts segir að sam­komu­lag hafi náðst um að „horft sé fram á veg­inn og allir félagar berj­ist innan Við­reisnar fyrir hug­sjónum flokks­ins,“ en fyrr í sumar úti­lok­aði Bene­dikt ekki að stofna annan stjórn­mála­flokk í kjöl­far þess að upp­still­ing­ar­nefnd Við­reisnar bauð honum ekki for­ystu­sæti á Suð­vest­ur­horn­inu, heldur neðsta sæti á lista.

Í kjöl­farið sagði hann sig frá trún­að­ar­störfum fyrir flokk­inn.

Í til­kynn­ing­unni sem Bene­dikt birtir í dag kemur fram að þær til­lögur sem sam­komu­lag hafi náðst um feli meðal ann­ars í sér að próf­kjör verði meg­in­regla um val á efstu sætum lista flokks­ins.

Til­laga um slíkt muni koma til umræðu á kom­andi lands­þingi Við­reisn­ar.

Þor­gerður Katrín ánægð með sam­komu­lagið

Þar er einnig vitnað til orða Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dóttur for­manns Við­reisnar um mál­ið. „Ég er ánægð með að sam­komu­lag hafi náðst og þá sér­stak­lega með að Bene­dikt muni áfram starfa með flokknum enda öfl­ugur liðs­mað­ur. Við höfum sam­eig­in­lega sýn á það hvernig gera má íslenskt sam­fé­lag betra og ég hef fulla trú á því að saman eigum við eftir að gera flokk­inn sterk­ari,“ er haft eftir for­mann­inum í til­kynn­ing­unni sem Bene­dikt birt­ir.

Auglýsing

Bene­dikt kveðst jafn­framt ánægður og segir nú skipta máli „að snúa bökum saman og berj­ast saman fyrir nauð­syn­legum grund­vall­ar­breyt­ingum á íslensku sam­fé­lagi“ þar sem áherslu­mál Við­reisnar hafi „aldrei verið eins mik­il­væg fyrir þjóð­ina og einmitt nún­a.“

Það er með mik­illi gleði að ég get til­kynnt eft­ir­far­andi: Stjórn Við­reisnar sam­þykkti á fimmtu­dag til­lögur sem snúa að...

Posted by Bene­dikt Jóhann­es­son on Monday, July 26, 2021

„Það þarf að setja á odd­inn að reisa fjár­hag rík­is­ins eftir Covid-far­ald­ur­inn og halla­rekstur und­an­farin ár, afla­heim­ildir verði seldar á mark­aði til tak­mark­aðs tíma þannig að hluti þeirra verði boð­inn upp á hverju ári, kosn­inga­réttur allra verði jafn, óháð búsetu, inn­flutn­ingur mat­væla verði frjáls og tollar og önnur gjöld á þau afnumd­ir. Gengi krón­unnar verði tengt við evru með það að mark­miði að hægt verði að taka upp evru þegar þar að kem­ur, ríki og sveit­ar­fé­lög hætti að sinna verk­efnum sem einka­að­ilar geta sinnt og aðför að einka­rekstri í heil­brigð­is­kerf­inu verði hætt.

Hér eftir sem hingað til mun ég starfa af fullum heil­indum að þessum mark­miðum innan Við­reisn­ar,“ hefur Bene­dikt eftir sjálfum sér, í til­kynn­ing­unni um þessar sættir innan Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent