Mynd: Birgir Þór Harðarson

Benedikt skekur Viðreisn

Helsta hvatamanni að stofnun Viðreisnar, og fyrsta formanni flokksins, var hafnað af uppstillingarnefnd fyrr í mánuðinum. Harðar deilur spruttu upp í kjölfarið. Í gang fór atburðarás til að reyna að sætta ólík sjónarmið og plástra persónuleg sárindi. Hún bar ekki árangur. Benedikt Jóhannesson verður ekki á lista Viðreisnar í komandi kosningum.

Odd­vitar sið­ustu þriggja fram­boðs­lista Við­reisnar fyrir kom­andi kosn­ingar voru kynntir í vik­unni. Nú liggja fyrir heild­ar­listar flokks­ins í fimm af sex kjör­dæm­um. Um var að ræða lista flokks­ins í þeim kjör­dæmum þar sem hann er sterkastur fyrir og þaðan sem allir núver­andi þing­menn Við­reisnar kom­a. 

Ljóst var að fleiri sótt­ust eftir fram­gangi en myndu fá. Þeir fjórir þing­menn flokks­ins sem nú mynda þing­flokk hans sótt­ust allir eftir því að vera í for­ystu­sveit Við­reisn­ar. Þrjú þeirra: for­mað­ur­inn Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­mað­ur­inn Hanna Katrín Frið­riks­son og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, sem tók sæti Þor­steins Víglunds­sonar þegar hann hætti á þingi í fyrra, sótt­ust eftir odd­vita­sæti.

Það gerði Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi for­maður Við­reisnar og lyk­il­maður í stofnun flokks­ins, líka. Bene­dikt leiddi Við­reisn í gegnum fyrstu þing­kosn­ingar flokks­ins árið 2016 þar sem hann náði eft­ir­tekt­ar­verðum árangri og fékk 10,5 pró­sent atkvæða sem skil­aði sjö þing­mönn­um. Eftir erf­iða stjórn­ar­kreppu sett­ist Við­reisn svo í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Bjartri fram­tíð sem varð skamm­lífasta og óvin­sælasta meiri­hluta­stjórn lýð­veld­is­tím­ans. Hún sprakk með látum í sept­em­ber 2017 og kosið var á ný í lok októ­ber það ár. 17 dögum áður en þær kosn­ingar fóru fram sagði Bene­dikt af sér sem for­maður Við­reisnar eftir að hafa farið í við­tal á RÚV þar sem hann sagði að fólk myndi ekki eftir því hver hefði verið ástæða þess að rík­is­stjórnin féll. Hann baðst síðar afsök­unar á ummæl­unum en staða Við­reisnar í könn­unum á þessum tíma var mjög döp­ur. 

Auglýsing

Þor­gerður Katrín tók við for­mennsku og á end­anum fékk flokk­ur­inn 8,5 pró­sent atkvæða. Við­reisn lifði af, en Bene­dikt datt út af þingi.

Sjö ára ferli

Bene­dikt var þó fjarri því hættur í stjórn­mál­um. Hann hefur enda til­einkað líf sitt Við­reisn frá árinu 2014. Í febr­úar það ár ákvað rík­is­stjórn Íslands að draga aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Alþjóða­sinnar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins urðu fokvond­ir. Þeir töldu sig svikna. Þeim hafði verið lofað af flokks­for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2013, að til­lagan yrði ekki dregin til baka nema að fram færi fyrst þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla. Það var svo svikið eftir á með þeim orðum að „póli­tískur ómögu­leiki“ væri fyrir rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem báðir voru að uppi­stöðu á móti aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, að standa við lof­orð­ið. 

Hópur fjár­sterkra áhrifa­manna í íslensku við­skipta­lífi og víð­ar, sem hafði fylgt Sjálf­stæð­is­flokknum að málum allt sitt líf, hóf að hitt­ast reglu­lega til að ræða mögu­leik­ann á nýju fram­boði og annar hópur stofn­aði lok­aða grúppu á Face­book undir nafn­inu „Nýi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn“.

Helsti hvata­mað­ur­inn var Bene­dikt Jóhann­es­son, sem hélt inn­blásnar ræður á mót­mælum á Aust­ur­velli á þessum tíma til að mót­mæla því að aðild­ar­um­sóknin væri dregin til baka. Með honum voru fólk eins og Þórður Magn­ús­son, fjár­fest­ir, Helgi Magn­ús­son, sem nú á útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trú­inn Jór­unn Frí­manns­dótt­ir, Hanna Katrín Frið­riks­son, Páll Árni Jóns­son og Thomas Möll­er.  Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var ekki langt undan þótt hún væri ekki form­legur hluti af hópn­um. Hún fór í við­tal á þessum tíma og gagn­rýndi stefnu flokks­ins harð­lega og sagði að hún vildi ekki að harð­lífið tæki yfir. „Við viljum ekki að svart­stakk­arnir í flokknum eigi flokk­inn meira en ég og þú.“

Auglýsing

Í kjöl­farið fór fram skipu­lagður und­ir­bún­ingur að stofnun nýs stjórn­mála­afls. Mikil vinna var lögð í að móta breiða stefnu, fjár­magna flokk­inn og koma boð­skap hans á fram­færi með grein­ar­skrif­um. Mikil áhersla var lögð á að þetta yrði ekki eins­máls­flokkur sem myndi bara höfða til óánægðra Evr­ópu­sinna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fyrsti form­legi fundur félags­skap­ar­ins var hald­inn í júní 2014 og næstum tveimur árum síð­ar, 24. maí 2016, var Við­reisn form­lega stofnað sem stjórn­mála­afl. Í milli­tíð­inni hafði fólkið sem stóð að stofnun flokks­ins fundað stíft, oft­ast á skrif­stofu Bene­dikts í Borg­ar­túni eða á skrif­stofu Þórðar Magn­ús­sonar á Skóla­vörðu­stíg. 

Alls mættu um 400 manns á fund­inn og Bene­dikt var kjör­inn fyrsti for­maður flokks­ins. Við­reisn ætl­aði að vera frjáls­lyndur flokkur sem fyrst og fremst hugs­aði um neyt­endur og almenn­ing og myndi standa gegn sér­hags­mun­um. 

Það var ekki ein­falt skref fyrir mann eins og Bene­dikt að stíga að gera þetta. Hann til­heyrir hinni svoköll­uðu Eng­eyj­a­rætt, einni valda­mestu ætt lands­ins í stjórn­málum og atvinnu­lífi. Fjöl­mörg dæmi eru um ein­stak­linga innan hennar sem hafa verið með mikil völd á báðum svið­um. Hann er til að mynda náskyldur Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fjöl­skyldan hefur ára­tugum saman verið nán­ast sam­gróin við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Til við­bótar þurfti Bene­dikt, og aðrir úr hans nán­ustu fjöl­skyldu, að færa ýmsar fórnir þegar hann steig inn á hið póli­tíska svið. Hann seldi fjöl­miðla­fyr­ir­tækið sitt og sagði af sér trún­að­ar­störfum í atvinnu­líf­inu. Nánir ætt­ingjar fyr­ir­gerðu atvinnu­tæki­fær­um. 

Flokknum gekk vel í fyrstu kosn­ing­unum sínum 2016. Hin mikla vinna sem lögð hafði verið í und­ir­bún­ing­inn skil­aði árangri. Bene­dikt tók mikla áhættu og bauð sig fram í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, en fylgi Við­reisnar er, og hefur alltaf ver­ið, að meg­in­uppi­stöðu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hann náði inn sem upp­bót­ar­þing­mað­ur. Ári síðar var allt í upp­námi og Bene­dikt tap­aði þing­sæti sínu. Síðan þá hefur hann beðið þol­in­móð­ur.

Boðuð end­ur­koma

Í fyrra­haust, um miðjan sept­em­ber 2020, greindi Bene­dikt frá því að ætl­aði sér að verða odd­viti flokks­ins í einu þriggja kjör­dæma höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í þing­kosn­ing­unum sem færu fram rúmu ári síð­ar. 

Frá þeim tíma varð ljóst að ekki yrði pláss fyrir alla sem vildu í leið­toga­sæt­unum í lyk­il­kjör­dæmum Við­reisn­ar. Ofan á þetta bætt­ist að flokk­ur­inn hafði kjörið nýjan vara­for­mann í stað Þor­stein Víglunds­son­ar, Daða Má Krist­ó­fers­son pró­fessor í hag­fræð­i, tólf dögum eftir til­kynn­ingu Bene­dikts. Þá fjölg­aði odd­vita­efn­unum í fimm, en sætin voru áfram þrjú. Á sama tíma var Bene­dikt Jóhann­es­son kjör­inn í stjórn Við­reisn­ar.

Daði Már Kristófersson var kjörinn varaformaður Viðreisnar í fyrra. Hann verður ekki í oddvitasæti hjá flokknum í komandi kosningum.
Mynd: Viðreisn

Til við­bótar við þessa stöðu var svo fjórði þing­mað­ur­inn, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, til staðar og vildi halda sínum stjórn­mála­ferli áfram. Hann hafði verið í öðru sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi 2016 og 2017, á eftir for­mann­in­um, þar sem Við­reisn fékk sína bestu útkomu í síð­ustu kosn­ing­um. Ofan á þetta allt saman var vilji, að minnsta kosti hjá hluta lyk­il­manna innan Við­reisn­ar, að fá nýtt líf inn á listana á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Meiri „kjör­kyn­þokka“ eins og einn við­mæl­andi Kjarn­ans orð­aði það.

Fyr­ir­komu­lag kynnt með almennum hætti

Þann 30. jan­úar var sendur út tölvu­póstur til flokks­manna í Reykja­vík. Inni­hald hans virt­ist nokkuð almennt. Yfir­skriftin var „Fundur hjá Reykja­vík­ur­ráði Við­reisnar 4. febr­úar kl. 20“. 

Á þessum fundi átti þó að taka afar stórar ákvarð­an­ir. Í fyrsta lagi var félögum sem bjuggu í Reykja­vík gef­inn kostur á því að vera í áður­nefndu Reykja­vík­ur­ráði með því að skrá sig í gegnum hlekk sem sendur var með tölvu­póst­in­um. Tekið var fram að mögu­lega myndu færri kom­ast að en vildu vegna reglna um hámarks­fjölda með­lima í Reykja­vík­ur­ráð­in­u. 

Í tölvu­póst­inum kom einnig fram að umræða yrði „fyr­ir­komu­lag við mönnun á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um“. Síðar í saman pósti sagði hins vegar líka að á fund­inum myndi stjórn Reykja­vík­ur­ráðs­ins bera upp til­lögu um að farin yrði upp­still­ing­ar­leið fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Svo sagði í póst­in­um: „Verði til­laga stjórnar Reykja­vík­ur­ráðs um upp­still­ing­ar­leið sam­þykkt mun stjórn ráðs­ins einnig kynna til­lögu að aðilum sem skipa munu fimm manna upp­still­ing­ar­nefnd, til sam­þykktar á fund­in­um.“

Auglýsing

Á þessum fundi lagði Bene­dikt fram til­lögu um að fram myndi fara próf­kjör, en henni var hafnað af meiri­hluta fund­ar­manna. Helstu rökin voru þau að ekki væri nægj­an­legur tími til þess að halda þau. Vert er að taka fram að Við­reisn hefur alltaf stillt upp á lista frá því að flokk­ur­inn var stofn­að­ur. Það hefði því verið nýlunda að halda próf­kjör.

Það hvernig staðið var að boðun þessa fundar og hvernig valið var í áður­greint Reykja­vík­ur­ráð sem síðar skip­aði svo fimm manna upp­still­ing­ar­nefnd hefur verið gagn­rýnt harð­lega af ýmsum flokks­mönnum Við­reisn­ar, meðal ann­ars í lok­uðum spjall­hópi þeirra á Face­book. Gagn­rýnendum þótti yfir­skrift tölvu­pósts­ins hafa verið of almenn í ljósi þess að þarna átti að taka stórar ákvarð­anir um leiðir til að velja á lista og hverjir myndu gera það. Mik­il­vægi fund­ar­ins hefði ein­fald­lega farið fram hjá mörgum sem héldu að þetta væri hefð­bund­inn fundur í Reykja­vík­ur­ráð­in­u. 

Boðið neðsta sætið eftir að hafa sóst eftir odd­vita­sæti

Upp­still­ing­ar­nefndin var skipuð í byrjun febr­úar og Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og áhrifa­maður í VIð­reisn frá stofn­un, var gerður að for­manni henn­ar. Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að for­maður Reykja­vík­ur­ráðs Við­reisnar hafi leitað víða eftir fólki til að sitja í nefnd­inni, meðan ann­ars til aðila sem er ekki skráður í Við­reisn og hefur aldrei tekið þátt í starfi flokks­ins. Sá hafn­aði boð­in­u.  

Þriðju­dag­inn 18. maí dró svo til tíð­inda. Þor­steinn Páls­son bað Bene­dikt Jóhann­es­son að koma og hitta sig. Á fundi þeirra greindi Þor­steinn honum frá því að að það væri ein­róma nið­ur­staða upp­still­ing­ar­nefnd­ar­innar að bjóða Bene­dikt neðsta sæti list­ans í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi. Það afþakk­aði Bene­dikt, enda lá ljóst fyrir af opin­berum yfir­lýs­ingum hans að hann ætl­aði sér virka stjórn­mála­þátt­töku, ekki að þiggja heið­urs­sæti á lista. 

Bene­dikt greindi opin­ber­lega frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book 21. maí. Þar skrif­aði hann meðal ann­ars: „Þar með er útséð um að ég verði í fram­boði fyrir Við­reisn að þessu sinni, en ég held áfram í póli­tík og styð nú sem fyrr grunn­stefnu Við­reisn­ar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir ein­beitta, frjáls­lynda rödd í sam­fé­lag­inu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja.“

Margir ósáttir

Við þessi tíð­indi gaus upp mikil reiði á meðal hluta stuðn­ings­manna Bene­dikts. Í lok­aða spjall­hópnum „Við­reisn umræða“ á Face­book urðu hörð skoð­ana­skipti vegna þess. Einn stuðn­ings­maður Bene­dikts skrif­aði þar að „ör­fáar mann­eskjur hentu út í hafs­auga einum af okkar alsterk­ustu fram­bjóð­endum og lyk­il­mönnum í fylgi við flokk­inn. Það er alger­lega ólíð­and­i.“ Sami skrif­aði á öðrum stað í hópnum að þessi aðferð­ar­fræði væri fengin úr „smiðju Machi­a­vell­is. Kannski með líka dash af snilld Mao Zedong.“

Þorsteinn Pálsson var formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar í Reykjavík og einn þeirra sem Benedikt vildi afsökunarbeiðni frá.
Mynd: RÚV

Annar stuðn­ings­maður skrif­aði: „Ég er mjög hugsi yfir tíð­indum dags­ins, að fyrr­ver­andi for­maður og stofn­andi flokks­ins sé hent út í kuld­ann án aðkomu flokks­fé­laga er virki­lega dap­urt.“ Undir það taka margir aðrir þátt­tak­endur í hópn­um. Enn annar skrif­ar: „Þessi til­laga upp­still­ing­ar­nefndar er hrein móðgun við fjölda stuðn­ings­manna Við­reisn­ar.“

Einn veltir því fyrir sér hvort að það væri tækni­lega eða fræði­lega mögu­legt að snúa ákvörðun upp­still­ing­ar­nefndar við, segja upp­still­ing­ar­nefnd­inni upp störfum og blása til próf­kjör­s. 

Ýmsir taka til varna fyrir fyr­ir­komu­lagið sem not­ast var við og bentu á að gras­rót flokks­ins hefði valið að fara þessa leið ásamt því að hafna próf­kjörsleið­inni á áður­nefndum fundi í byrjun febr­ú­ar.

Hit­inn varð svo mik­ill að Bene­dikt sjálfur sá sig knú­inn til að setja færslu inn í lok­aða hóp­inn 23. maí þar sem hann sagð­ist vita að mörgum væri heitt í hamsi, „en ég bið fólk að vera hóf­stillt og ekki setja fram full­yrð­ingar nema vita að þær séu rétt­ar. Engum þykir jafn leið­ing og mér að sjá félaga mína og vini veg­ast á.“

Afsök­un­ar­beiðnin sem ekki fékkst

En ljóst var að skjálfti skók Við­reisn. Bene­dikt var aug­ljós­lega afar ósáttur með nið­ur­stöð­una og það átti líka við um fjöl­marga stuðn­ings­menn hans. Fleiri afþökk­uðu sæti á lista Við­reisnar og ein­hverj­ir, meðal ann­ars stofn­fé­lag­ar, sögðu sig úr flokknum með yfir­lýs­ingum sem settar voru inn í „Við­reisn umræða“.

Í gang fór atburða­rás til að reyna að lægja öld­urn­ar. Hún fólst helst í því að reyna að bjóða Bene­dikt annað sætið og fá hann til að sam­þykkja það áður en listar Við­reisnar í kjör­dæm­unum þremur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu yrðu kynntir í þess­ari viku. ­Fjöl­margir, sem settu fram stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingar við það ferli sem hafði verið sam­þykkt, bentu á að gras­rót Við­reisnar stæði að því og bað sárt fólk að gæta orða sinna. Á end­anum væru allir félagar í Við­reisn, sam­ferða­fólk í stjórn­mál­um.

Um tíma leit út fyrir að þetta myndi bera árang­ur. Bene­dikt að eigin sögn féllst á beiðni Þor­gerðar Katrín­ar, for­manns Við­reisn­ar, um að taka 2. sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað hefði þá átt að gera við Jón Stein­dór Valdi­mars­son, sitj­andi þing­mann sem mun skipa það sæti í haust. 

Bene­dikt vildi hins vegar fá afsök­un­ar­beiðni frá þeim sam­starfs­mönnum sínum til magra ára, til að mynda Þor­steini Páls­syni og Þor­gerði Katrínu sjálfri á því hvernig hefði verið staðið að málum gagn­vart hon­um. Það sner­ist ekki um að honum hefði verið boðið síð­asta sæti á list­an­um, heldur þeim sam­tölum og sam­skiptum sem urðu í kjöl­far­ið.

Síðar orð­aði hann það þannig í stöðu­upp­færslu á Face­book, sem birt­ist 27. maí, að hann vildi að þeir sem hefðu komið fram við hann með „óvið­ur­kvæmi­legum hætti“ bæðu hann afsök­un­ar. Í sömu stöðu­upp­færslu sagði Bene­dikt að hann hefði tekið fram að þetta „væri ein­ungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu sam­starfi. Ég myndi ekki gera þær afsak­anir opin­ber­ar. Þor­gerður svar­aði eftir umhugsun að slík per­sónu­leg afsök­un­ar­beiðni væri ekki í boði. Því fór sem fór.“

Auglýsing

Þetta er ekki sama saga og Þor­gerður Katrín seg­ir. Í við­tali við mbl.is á fimmtu­dag sagði hún að Bene­dikt hefði hafnað boði um að setj­ast í annað sætið á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. 

Bene­dikt sagði í áður­nefndri stöðu­upp­færslu að hann hefði ekki ætlað að tjá sig um þessi trún­að­ar­sam­töl en fyrst að Þor­gerður Katrín hefði gert það opin­ber­lega hefði hann skipt um skoð­un. 

Röðun á til­kynn­ingu lista tor­tryggð

Fyrir ligg­ur, sam­kvæmt sam­tölum við marga flokks­menn Við­reisnar sem eru óánægðir með hvernig staðið var að upp­still­ingu á lista flokks­ins, að þeir telja það ekki til­viljun að byrjað hafi verið að velja þrjá karl­menn til að leiða lista flokks­ins í lands­byggð­ar­kjör­dæm­un­um. Þótt að ekk­ert segi að það þurfi að vera jafnt hlut­fall kynja í odd­vita­sætum Við­reisnar – lög flokks­ins kalla ein­ungis eftir fléttu­listum þar sem jafn­ræðis er gætt milli kynja innan lista – þá liggur fyrir að æski­legt væri fyrir flokk sem tekur jafn­rétt­is­mál alvar­lega að vera með jafn­vægi í kynja­hlut­föllum odd­vita. 

Það að karlar hefðu verið valdir til að leiða í lands­byggð­ar­kjör­dæm­unum hafi því styrkt stöðu Hönnu Katrínar Frið­riks­son og Þor­bjargar Sig­ríðar Gunn­laugs­dóttur til að leiða í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um, en fyrir lá að Þor­gerður Katrín yrði alltaf í önd­vegi í Krag­an­um. Þessi skoðun fékk byr undir báða vængi í fyrra­dag þegar Natan Kol­beins­son, sem var í Sam­fylk­ing­unni til árs­ins 2018 en hefur síðan starfað með Við­reisn, og er einn þeirra sem sat í upp­still­ing­ar­nefnd, setti stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar sagði hann meðal ann­ars: „Núna er staðan þannig að út á landi eru þrír karl­kyns odd­vitar og því hefði það verið erfitt fyrir okkur að setja inn karl­kyns odd­vita. Þær þing­konur sem eru í Reykja­vík núna hafa náð að lyfta flokknum upp í rúm 11% og þar að auki starfað af heil­indum og dugn­að­i.“ 

Natan sagði auk þess að hann gæti ekki fyrir sitt litla líf „beðið hann eða nokkurn mann skrif­lega afsök­unar á því að neita að hverfa frá jafn­rétt­is­sjón­ar­miðum flokks­ins eða skil­yrða sæti á fram­boðs­lista við kröfur eins fram­bjóð­enda“. 

Kjarn­inn hefur fengið stað­fest að Bene­dikt sótt­ist ekki með neinum hætti eftir afsök­un­ar­beiðni frá Natan eða öðrum í upp­still­ing­ar­nefnd. 

End­an­legir listar til­búnir

Listar Við­reisnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu liggja nú fyr­ir. Sá síð­asti var sam­þykktur á fimmtu­dag og þeim verður ekki breytt úr þessu. Hanna Katrín og Þor­björg Sig­ríður leiða í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum og þar verða Daði Már, vara­for­maður flokks­ins, og Jón Stein­dór í öðru sæti í sitt hvoru kjör­dæm­inu. Miðað við núver­andi stöðu í könn­unum getur flokk­ur­inn gert vænt­ingar til þess að fá einn til tvo þing­menn kosna í hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæmi fyrir sig.

Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi verður Þor­gerður Katrín áfram odd­viti og þau óvæntu tíð­indi urðu á fimmtu­dag að sá sem Jón Stein­dór var lát­inn víkja fyrir er Sig­mar Guð­munds­son, einn þekkt­asti fjöl­miðla­maður lands­ins, sem söðlar nú um eftir þrjá ára­tugi í útvarpi og sjón­varpi. Hann sest í annað sæti á lista Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, sem gaf þing­sæti haustið 2017. 

En Bene­dikt Jóhann­es­son, helsti hvata­mað­ur­inn að stofnun Við­reisnar og fyrr­ver­andi for­maður hans, verður ekki á lista, fimm árum, nán­ast upp á dag, eftir að hafa verið kjör­inn ein­róma til að leiða flokk­inn inn í fram­tíð­ina á stofn­fundi hans. Hann situr samt sem áður áfram í fram­kvæmda­stjórn flokks­ins, sem ann­ast dag­legan rekstur hans og fjár­reiður með fram­kvæmda­stjóra. Auk Bene­dikts sitja þar for­mað­ur, vara­for­maður og Þórður Magn­ús­son, for­maður fjár­öfl­un­ar­nefnd­ar, sem er áheyrn­ar­full­trúi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar