Mynd: Birgir Þór Harðarson

Benedikt skekur Viðreisn

Helsta hvatamanni að stofnun Viðreisnar, og fyrsta formanni flokksins, var hafnað af uppstillingarnefnd fyrr í mánuðinum. Harðar deilur spruttu upp í kjölfarið. Í gang fór atburðarás til að reyna að sætta ólík sjónarmið og plástra persónuleg sárindi. Hún bar ekki árangur. Benedikt Jóhannesson verður ekki á lista Viðreisnar í komandi kosningum.

Odd­vitar sið­ustu þriggja fram­boðs­lista Við­reisnar fyrir kom­andi kosn­ingar voru kynntir í vik­unni. Nú liggja fyrir heild­ar­listar flokks­ins í fimm af sex kjör­dæm­um. Um var að ræða lista flokks­ins í þeim kjör­dæmum þar sem hann er sterkastur fyrir og þaðan sem allir núver­andi þing­menn Við­reisnar kom­a. 

Ljóst var að fleiri sótt­ust eftir fram­gangi en myndu fá. Þeir fjórir þing­menn flokks­ins sem nú mynda þing­flokk hans sótt­ust allir eftir því að vera í for­ystu­sveit Við­reisn­ar. Þrjú þeirra: for­mað­ur­inn Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þing­flokks­for­mað­ur­inn Hanna Katrín Frið­riks­son og Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir, sem tók sæti Þor­steins Víglunds­sonar þegar hann hætti á þingi í fyrra, sótt­ust eftir odd­vita­sæti.

Það gerði Bene­dikt Jóhann­es­son, fyrr­ver­andi for­maður Við­reisnar og lyk­il­maður í stofnun flokks­ins, líka. Bene­dikt leiddi Við­reisn í gegnum fyrstu þing­kosn­ingar flokks­ins árið 2016 þar sem hann náði eft­ir­tekt­ar­verðum árangri og fékk 10,5 pró­sent atkvæða sem skil­aði sjö þing­mönn­um. Eftir erf­iða stjórn­ar­kreppu sett­ist Við­reisn svo í rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki og Bjartri fram­tíð sem varð skamm­lífasta og óvin­sælasta meiri­hluta­stjórn lýð­veld­is­tím­ans. Hún sprakk með látum í sept­em­ber 2017 og kosið var á ný í lok októ­ber það ár. 17 dögum áður en þær kosn­ingar fóru fram sagði Bene­dikt af sér sem for­maður Við­reisnar eftir að hafa farið í við­tal á RÚV þar sem hann sagði að fólk myndi ekki eftir því hver hefði verið ástæða þess að rík­is­stjórnin féll. Hann baðst síðar afsök­unar á ummæl­unum en staða Við­reisnar í könn­unum á þessum tíma var mjög döp­ur. 

Auglýsing

Þor­gerður Katrín tók við for­mennsku og á end­anum fékk flokk­ur­inn 8,5 pró­sent atkvæða. Við­reisn lifði af, en Bene­dikt datt út af þingi.

Sjö ára ferli

Bene­dikt var þó fjarri því hættur í stjórn­mál­um. Hann hefur enda til­einkað líf sitt Við­reisn frá árinu 2014. Í febr­úar það ár ákvað rík­is­stjórn Íslands að draga aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu til baka. Alþjóða­sinnar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins urðu fokvond­ir. Þeir töldu sig svikna. Þeim hafði verið lofað af flokks­for­ystu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í aðdrag­anda þing­kosn­inga 2013, að til­lagan yrði ekki dregin til baka nema að fram færi fyrst þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla. Það var svo svikið eftir á með þeim orðum að „póli­tískur ómögu­leiki“ væri fyrir rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks, sem báðir voru að uppi­stöðu á móti aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, að standa við lof­orð­ið. 

Hópur fjár­sterkra áhrifa­manna í íslensku við­skipta­lífi og víð­ar, sem hafði fylgt Sjálf­stæð­is­flokknum að málum allt sitt líf, hóf að hitt­ast reglu­lega til að ræða mögu­leik­ann á nýju fram­boði og annar hópur stofn­aði lok­aða grúppu á Face­book undir nafn­inu „Nýi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn“.

Helsti hvata­mað­ur­inn var Bene­dikt Jóhann­es­son, sem hélt inn­blásnar ræður á mót­mælum á Aust­ur­velli á þessum tíma til að mót­mæla því að aðild­ar­um­sóknin væri dregin til baka. Með honum voru fólk eins og Þórður Magn­ús­son, fjár­fest­ir, Helgi Magn­ús­son, sem nú á útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trú­inn Jór­unn Frí­manns­dótt­ir, Hanna Katrín Frið­riks­son, Páll Árni Jóns­son og Thomas Möll­er.  Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var ekki langt undan þótt hún væri ekki form­legur hluti af hópn­um. Hún fór í við­tal á þessum tíma og gagn­rýndi stefnu flokks­ins harð­lega og sagði að hún vildi ekki að harð­lífið tæki yfir. „Við viljum ekki að svart­stakk­arnir í flokknum eigi flokk­inn meira en ég og þú.“

Auglýsing

Í kjöl­farið fór fram skipu­lagður und­ir­bún­ingur að stofnun nýs stjórn­mála­afls. Mikil vinna var lögð í að móta breiða stefnu, fjár­magna flokk­inn og koma boð­skap hans á fram­færi með grein­ar­skrif­um. Mikil áhersla var lögð á að þetta yrði ekki eins­máls­flokkur sem myndi bara höfða til óánægðra Evr­ópu­sinna innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fyrsti form­legi fundur félags­skap­ar­ins var hald­inn í júní 2014 og næstum tveimur árum síð­ar, 24. maí 2016, var Við­reisn form­lega stofnað sem stjórn­mála­afl. Í milli­tíð­inni hafði fólkið sem stóð að stofnun flokks­ins fundað stíft, oft­ast á skrif­stofu Bene­dikts í Borg­ar­túni eða á skrif­stofu Þórðar Magn­ús­sonar á Skóla­vörðu­stíg. 

Alls mættu um 400 manns á fund­inn og Bene­dikt var kjör­inn fyrsti for­maður flokks­ins. Við­reisn ætl­aði að vera frjáls­lyndur flokkur sem fyrst og fremst hugs­aði um neyt­endur og almenn­ing og myndi standa gegn sér­hags­mun­um. 

Það var ekki ein­falt skref fyrir mann eins og Bene­dikt að stíga að gera þetta. Hann til­heyrir hinni svoköll­uðu Eng­eyj­a­rætt, einni valda­mestu ætt lands­ins í stjórn­málum og atvinnu­lífi. Fjöl­mörg dæmi eru um ein­stak­linga innan hennar sem hafa verið með mikil völd á báðum svið­um. Hann er til að mynda náskyldur Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fjöl­skyldan hefur ára­tugum saman verið nán­ast sam­gróin við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Til við­bótar þurfti Bene­dikt, og aðrir úr hans nán­ustu fjöl­skyldu, að færa ýmsar fórnir þegar hann steig inn á hið póli­tíska svið. Hann seldi fjöl­miðla­fyr­ir­tækið sitt og sagði af sér trún­að­ar­störfum í atvinnu­líf­inu. Nánir ætt­ingjar fyr­ir­gerðu atvinnu­tæki­fær­um. 

Flokknum gekk vel í fyrstu kosn­ing­unum sínum 2016. Hin mikla vinna sem lögð hafði verið í und­ir­bún­ing­inn skil­aði árangri. Bene­dikt tók mikla áhættu og bauð sig fram í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, en fylgi Við­reisnar er, og hefur alltaf ver­ið, að meg­in­uppi­stöðu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hann náði inn sem upp­bót­ar­þing­mað­ur. Ári síðar var allt í upp­námi og Bene­dikt tap­aði þing­sæti sínu. Síðan þá hefur hann beðið þol­in­móð­ur.

Boðuð end­ur­koma

Í fyrra­haust, um miðjan sept­em­ber 2020, greindi Bene­dikt frá því að ætl­aði sér að verða odd­viti flokks­ins í einu þriggja kjör­dæma höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins í þing­kosn­ing­unum sem færu fram rúmu ári síð­ar. 

Frá þeim tíma varð ljóst að ekki yrði pláss fyrir alla sem vildu í leið­toga­sæt­unum í lyk­il­kjör­dæmum Við­reisn­ar. Ofan á þetta bætt­ist að flokk­ur­inn hafði kjörið nýjan vara­for­mann í stað Þor­stein Víglunds­son­ar, Daða Má Krist­ó­fers­son pró­fessor í hag­fræð­i, tólf dögum eftir til­kynn­ingu Bene­dikts. Þá fjölg­aði odd­vita­efn­unum í fimm, en sætin voru áfram þrjú. Á sama tíma var Bene­dikt Jóhann­es­son kjör­inn í stjórn Við­reisn­ar.

Daði Már Kristófersson var kjörinn varaformaður Viðreisnar í fyrra. Hann verður ekki í oddvitasæti hjá flokknum í komandi kosningum.
Mynd: Viðreisn

Til við­bótar við þessa stöðu var svo fjórði þing­mað­ur­inn, Jón Stein­dór Valdi­mars­son, til staðar og vildi halda sínum stjórn­mála­ferli áfram. Hann hafði verið í öðru sæti í Suð­vest­ur­kjör­dæmi 2016 og 2017, á eftir for­mann­in­um, þar sem Við­reisn fékk sína bestu útkomu í síð­ustu kosn­ing­um. Ofan á þetta allt saman var vilji, að minnsta kosti hjá hluta lyk­il­manna innan Við­reisn­ar, að fá nýtt líf inn á listana á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Meiri „kjör­kyn­þokka“ eins og einn við­mæl­andi Kjarn­ans orð­aði það.

Fyr­ir­komu­lag kynnt með almennum hætti

Þann 30. jan­úar var sendur út tölvu­póstur til flokks­manna í Reykja­vík. Inni­hald hans virt­ist nokkuð almennt. Yfir­skriftin var „Fundur hjá Reykja­vík­ur­ráði Við­reisnar 4. febr­úar kl. 20“. 

Á þessum fundi átti þó að taka afar stórar ákvarð­an­ir. Í fyrsta lagi var félögum sem bjuggu í Reykja­vík gef­inn kostur á því að vera í áður­nefndu Reykja­vík­ur­ráði með því að skrá sig í gegnum hlekk sem sendur var með tölvu­póst­in­um. Tekið var fram að mögu­lega myndu færri kom­ast að en vildu vegna reglna um hámarks­fjölda með­lima í Reykja­vík­ur­ráð­in­u. 

Í tölvu­póst­inum kom einnig fram að umræða yrði „fyr­ir­komu­lag við mönnun á fram­boðs­lista Við­reisnar í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um“. Síðar í saman pósti sagði hins vegar líka að á fund­inum myndi stjórn Reykja­vík­ur­ráðs­ins bera upp til­lögu um að farin yrði upp­still­ing­ar­leið fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Svo sagði í póst­in­um: „Verði til­laga stjórnar Reykja­vík­ur­ráðs um upp­still­ing­ar­leið sam­þykkt mun stjórn ráðs­ins einnig kynna til­lögu að aðilum sem skipa munu fimm manna upp­still­ing­ar­nefnd, til sam­þykktar á fund­in­um.“

Auglýsing

Á þessum fundi lagði Bene­dikt fram til­lögu um að fram myndi fara próf­kjör, en henni var hafnað af meiri­hluta fund­ar­manna. Helstu rökin voru þau að ekki væri nægj­an­legur tími til þess að halda þau. Vert er að taka fram að Við­reisn hefur alltaf stillt upp á lista frá því að flokk­ur­inn var stofn­að­ur. Það hefði því verið nýlunda að halda próf­kjör.

Það hvernig staðið var að boðun þessa fundar og hvernig valið var í áður­greint Reykja­vík­ur­ráð sem síðar skip­aði svo fimm manna upp­still­ing­ar­nefnd hefur verið gagn­rýnt harð­lega af ýmsum flokks­mönnum Við­reisn­ar, meðal ann­ars í lok­uðum spjall­hópi þeirra á Face­book. Gagn­rýnendum þótti yfir­skrift tölvu­pósts­ins hafa verið of almenn í ljósi þess að þarna átti að taka stórar ákvarð­anir um leiðir til að velja á lista og hverjir myndu gera það. Mik­il­vægi fund­ar­ins hefði ein­fald­lega farið fram hjá mörgum sem héldu að þetta væri hefð­bund­inn fundur í Reykja­vík­ur­ráð­in­u. 

Boðið neðsta sætið eftir að hafa sóst eftir odd­vita­sæti

Upp­still­ing­ar­nefndin var skipuð í byrjun febr­úar og Þor­steinn Páls­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og áhrifa­maður í VIð­reisn frá stofn­un, var gerður að for­manni henn­ar. Kjarn­inn hefur heim­ildir fyrir því að for­maður Reykja­vík­ur­ráðs Við­reisnar hafi leitað víða eftir fólki til að sitja í nefnd­inni, meðan ann­ars til aðila sem er ekki skráður í Við­reisn og hefur aldrei tekið þátt í starfi flokks­ins. Sá hafn­aði boð­in­u.  

Þriðju­dag­inn 18. maí dró svo til tíð­inda. Þor­steinn Páls­son bað Bene­dikt Jóhann­es­son að koma og hitta sig. Á fundi þeirra greindi Þor­steinn honum frá því að að það væri ein­róma nið­ur­staða upp­still­ing­ar­nefnd­ar­innar að bjóða Bene­dikt neðsta sæti list­ans í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi. Það afþakk­aði Bene­dikt, enda lá ljóst fyrir af opin­berum yfir­lýs­ingum hans að hann ætl­aði sér virka stjórn­mála­þátt­töku, ekki að þiggja heið­urs­sæti á lista. 

Bene­dikt greindi opin­ber­lega frá þessu í stöðu­upp­færslu á Face­book 21. maí. Þar skrif­aði hann meðal ann­ars: „Þar með er útséð um að ég verði í fram­boði fyrir Við­reisn að þessu sinni, en ég held áfram í póli­tík og styð nú sem fyrr grunn­stefnu Við­reisn­ar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir ein­beitta, frjáls­lynda rödd í sam­fé­lag­inu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja.“

Margir ósáttir

Við þessi tíð­indi gaus upp mikil reiði á meðal hluta stuðn­ings­manna Bene­dikts. Í lok­aða spjall­hópnum „Við­reisn umræða“ á Face­book urðu hörð skoð­ana­skipti vegna þess. Einn stuðn­ings­maður Bene­dikts skrif­aði þar að „ör­fáar mann­eskjur hentu út í hafs­auga einum af okkar alsterk­ustu fram­bjóð­endum og lyk­il­mönnum í fylgi við flokk­inn. Það er alger­lega ólíð­and­i.“ Sami skrif­aði á öðrum stað í hópnum að þessi aðferð­ar­fræði væri fengin úr „smiðju Machi­a­vell­is. Kannski með líka dash af snilld Mao Zedong.“

Þorsteinn Pálsson var formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar í Reykjavík og einn þeirra sem Benedikt vildi afsökunarbeiðni frá.
Mynd: RÚV

Annar stuðn­ings­maður skrif­aði: „Ég er mjög hugsi yfir tíð­indum dags­ins, að fyrr­ver­andi for­maður og stofn­andi flokks­ins sé hent út í kuld­ann án aðkomu flokks­fé­laga er virki­lega dap­urt.“ Undir það taka margir aðrir þátt­tak­endur í hópn­um. Enn annar skrif­ar: „Þessi til­laga upp­still­ing­ar­nefndar er hrein móðgun við fjölda stuðn­ings­manna Við­reisn­ar.“

Einn veltir því fyrir sér hvort að það væri tækni­lega eða fræði­lega mögu­legt að snúa ákvörðun upp­still­ing­ar­nefndar við, segja upp­still­ing­ar­nefnd­inni upp störfum og blása til próf­kjör­s. 

Ýmsir taka til varna fyrir fyr­ir­komu­lagið sem not­ast var við og bentu á að gras­rót flokks­ins hefði valið að fara þessa leið ásamt því að hafna próf­kjörsleið­inni á áður­nefndum fundi í byrjun febr­ú­ar.

Hit­inn varð svo mik­ill að Bene­dikt sjálfur sá sig knú­inn til að setja færslu inn í lok­aða hóp­inn 23. maí þar sem hann sagð­ist vita að mörgum væri heitt í hamsi, „en ég bið fólk að vera hóf­stillt og ekki setja fram full­yrð­ingar nema vita að þær séu rétt­ar. Engum þykir jafn leið­ing og mér að sjá félaga mína og vini veg­ast á.“

Afsök­un­ar­beiðnin sem ekki fékkst

En ljóst var að skjálfti skók Við­reisn. Bene­dikt var aug­ljós­lega afar ósáttur með nið­ur­stöð­una og það átti líka við um fjöl­marga stuðn­ings­menn hans. Fleiri afþökk­uðu sæti á lista Við­reisnar og ein­hverj­ir, meðal ann­ars stofn­fé­lag­ar, sögðu sig úr flokknum með yfir­lýs­ingum sem settar voru inn í „Við­reisn umræða“.

Í gang fór atburða­rás til að reyna að lægja öld­urn­ar. Hún fólst helst í því að reyna að bjóða Bene­dikt annað sætið og fá hann til að sam­þykkja það áður en listar Við­reisnar í kjör­dæm­unum þremur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu yrðu kynntir í þess­ari viku. ­Fjöl­margir, sem settu fram stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingar við það ferli sem hafði verið sam­þykkt, bentu á að gras­rót Við­reisnar stæði að því og bað sárt fólk að gæta orða sinna. Á end­anum væru allir félagar í Við­reisn, sam­ferða­fólk í stjórn­mál­um.

Um tíma leit út fyrir að þetta myndi bera árang­ur. Bene­dikt að eigin sögn féllst á beiðni Þor­gerðar Katrín­ar, for­manns Við­reisn­ar, um að taka 2. sæti á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. Ekki liggur ljóst fyrir hvað hefði þá átt að gera við Jón Stein­dór Valdi­mars­son, sitj­andi þing­mann sem mun skipa það sæti í haust. 

Bene­dikt vildi hins vegar fá afsök­un­ar­beiðni frá þeim sam­starfs­mönnum sínum til magra ára, til að mynda Þor­steini Páls­syni og Þor­gerði Katrínu sjálfri á því hvernig hefði verið staðið að málum gagn­vart hon­um. Það sner­ist ekki um að honum hefði verið boðið síð­asta sæti á list­an­um, heldur þeim sam­tölum og sam­skiptum sem urðu í kjöl­far­ið.

Síðar orð­aði hann það þannig í stöðu­upp­færslu á Face­book, sem birt­ist 27. maí, að hann vildi að þeir sem hefðu komið fram við hann með „óvið­ur­kvæmi­legum hætti“ bæðu hann afsök­un­ar. Í sömu stöðu­upp­færslu sagði Bene­dikt að hann hefði tekið fram að þetta „væri ein­ungis til þess að ljúka þessum málum af minni hálfu og leggja grunn að góðu sam­starfi. Ég myndi ekki gera þær afsak­anir opin­ber­ar. Þor­gerður svar­aði eftir umhugsun að slík per­sónu­leg afsök­un­ar­beiðni væri ekki í boði. Því fór sem fór.“

Auglýsing

Þetta er ekki sama saga og Þor­gerður Katrín seg­ir. Í við­tali við mbl.is á fimmtu­dag sagði hún að Bene­dikt hefði hafnað boði um að setj­ast í annað sætið á lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur. 

Bene­dikt sagði í áður­nefndri stöðu­upp­færslu að hann hefði ekki ætlað að tjá sig um þessi trún­að­ar­sam­töl en fyrst að Þor­gerður Katrín hefði gert það opin­ber­lega hefði hann skipt um skoð­un. 

Röðun á til­kynn­ingu lista tor­tryggð

Fyrir ligg­ur, sam­kvæmt sam­tölum við marga flokks­menn Við­reisnar sem eru óánægðir með hvernig staðið var að upp­still­ingu á lista flokks­ins, að þeir telja það ekki til­viljun að byrjað hafi verið að velja þrjá karl­menn til að leiða lista flokks­ins í lands­byggð­ar­kjör­dæm­un­um. Þótt að ekk­ert segi að það þurfi að vera jafnt hlut­fall kynja í odd­vita­sætum Við­reisnar – lög flokks­ins kalla ein­ungis eftir fléttu­listum þar sem jafn­ræðis er gætt milli kynja innan lista – þá liggur fyrir að æski­legt væri fyrir flokk sem tekur jafn­rétt­is­mál alvar­lega að vera með jafn­vægi í kynja­hlut­föllum odd­vita. 

Það að karlar hefðu verið valdir til að leiða í lands­byggð­ar­kjör­dæm­unum hafi því styrkt stöðu Hönnu Katrínar Frið­riks­son og Þor­bjargar Sig­ríðar Gunn­laugs­dóttur til að leiða í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­un­um, en fyrir lá að Þor­gerður Katrín yrði alltaf í önd­vegi í Krag­an­um. Þessi skoðun fékk byr undir báða vængi í fyrra­dag þegar Natan Kol­beins­son, sem var í Sam­fylk­ing­unni til árs­ins 2018 en hefur síðan starfað með Við­reisn, og er einn þeirra sem sat í upp­still­ing­ar­nefnd, setti stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar sagði hann meðal ann­ars: „Núna er staðan þannig að út á landi eru þrír karl­kyns odd­vitar og því hefði það verið erfitt fyrir okkur að setja inn karl­kyns odd­vita. Þær þing­konur sem eru í Reykja­vík núna hafa náð að lyfta flokknum upp í rúm 11% og þar að auki starfað af heil­indum og dugn­að­i.“ 

Natan sagði auk þess að hann gæti ekki fyrir sitt litla líf „beðið hann eða nokkurn mann skrif­lega afsök­unar á því að neita að hverfa frá jafn­rétt­is­sjón­ar­miðum flokks­ins eða skil­yrða sæti á fram­boðs­lista við kröfur eins fram­bjóð­enda“. 

Kjarn­inn hefur fengið stað­fest að Bene­dikt sótt­ist ekki með neinum hætti eftir afsök­un­ar­beiðni frá Natan eða öðrum í upp­still­ing­ar­nefnd. 

End­an­legir listar til­búnir

Listar Við­reisnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu liggja nú fyr­ir. Sá síð­asti var sam­þykktur á fimmtu­dag og þeim verður ekki breytt úr þessu. Hanna Katrín og Þor­björg Sig­ríður leiða í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­unum og þar verða Daði Már, vara­for­maður flokks­ins, og Jón Stein­dór í öðru sæti í sitt hvoru kjör­dæm­inu. Miðað við núver­andi stöðu í könn­unum getur flokk­ur­inn gert vænt­ingar til þess að fá einn til tvo þing­menn kosna í hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæmi fyrir sig.

Í Suð­vest­ur­kjör­dæmi verður Þor­gerður Katrín áfram odd­viti og þau óvæntu tíð­indi urðu á fimmtu­dag að sá sem Jón Stein­dór var lát­inn víkja fyrir er Sig­mar Guð­munds­son, einn þekkt­asti fjöl­miðla­maður lands­ins, sem söðlar nú um eftir þrjá ára­tugi í útvarpi og sjón­varpi. Hann sest í annað sæti á lista Við­reisnar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, sem gaf þing­sæti haustið 2017. 

En Bene­dikt Jóhann­es­son, helsti hvata­mað­ur­inn að stofnun Við­reisnar og fyrr­ver­andi for­maður hans, verður ekki á lista, fimm árum, nán­ast upp á dag, eftir að hafa verið kjör­inn ein­róma til að leiða flokk­inn inn í fram­tíð­ina á stofn­fundi hans. Hann situr samt sem áður áfram í fram­kvæmda­stjórn flokks­ins, sem ann­ast dag­legan rekstur hans og fjár­reiður með fram­kvæmda­stjóra. Auk Bene­dikts sitja þar for­mað­ur, vara­for­maður og Þórður Magn­ús­son, for­maður fjár­öfl­un­ar­nefnd­ar, sem er áheyrn­ar­full­trúi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar