Viðskipti hefjast með bréf í Síldarvinnslunni og hluthafalisti birtur

Samherji, Kjálkanes og tengdir aðilar halda áfram á 56 prósent í Síldarvinnslunni eftir að hafa selt hlutafé fyrir næstum 30 milljarða króna. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins keyptu ekki hlut í félaginu en Gildi keypti fyrir tíu milljarða króna.

Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringdi inn fyrstu viðskipti með hlutabréf í Síldarvinnslunni í morgun. Athöfnin fór fram um borð í skipinu Berki við höfn í Neskaupstað.
Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringdi inn fyrstu viðskipti með hlutabréf í Síldarvinnslunni í morgun. Athöfnin fór fram um borð í skipinu Berki við höfn í Neskaupstað.
Auglýsing

Viðskipti hófust í morgun með bréf í Síldarvinnslunni í Kauphöll Íslands. Samhliða var birtur listi yfir 20 stærstu hluthafa félagsins eftir hlutafjárútboð sem fram fór fyrr í mánuðinum, í aðdraganda skráningar.

Gildi lífeyrissjóður keypti langmest allra sem keyptu hluti í Síldarvinnslunni í hlutafjárútboðinu. Alls keypti þessi þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins bréf fyrir um tíu milljarða króna og á fyrir vikið 9,9 prósent hlut í Síldarvinnslunni. Almenni lífeyrissjóðurinn keypti næst mest, eða fyrir um 1,4 milljarða króna. Þá keypti lífeyrissjóður verzlunarmanna fyrir um 900 milljónir króna. 

Stærsti lífeyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, er ekki á meðal 20 stærstu hluthafa í Síldarvinnslunni og virðist því ekki hafa tekið þátt í útboðinu. Sömu sögu er að segja af Birtu lífeyrissjóði, sem er fjórði stærsti lífeyrissjóður landsins. 

Stærstu nýju einkafjárfestarnir í hluthafahópi Síldarvinnslunnar eru annars vegar fjárfestingafélagið Snæból, sem er í jafnri eigu hjónanna Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur. Það félag keypti í Síldarvinnslunni fyrir um milljarð króna og er nú áttundi stærsti hluthafi hennar. 

Auglýsing
Rekstur þess félags hefur gengið gríðarlega vel á undanförnum árum og í fyrra hagnaðist það um næstum 4,5 milljarða króna. Eigið fé Snæbóls var tæpleg 16 milljarðar króna um síðustu áramót og auk þess sem félagið skuldaði hluthöfum sínum tæplega 1,2 milljarða króna vegna víkjandi láns. Eignir Snæbóls eru að mestu í skráðu og óskráðum félögum. Stærsta eign þess er 9,9 prósent hlutur í Sjóvá auk þess sem það á stóran hlut í fasteignafélaginu Reginn í gegnum fjárfestingafélagið Siglu.

Þá keypti félagi A80 ehf., í eigu Guðna Rafns Eiríkssonar, fyrir um hálfan milljarð króna. Það félag átti eigið fé upp á 932 milljónir króna í lok síðasta árs eftir að hafa hagnast um 356 milljónir króna á árinu 2020. Helsta eign A80 ehf. er Skakkuturn ehf, umboðsaðila Apple á Íslandi, sem er metin á 1,2 milljarða króna í bókum félagsins.

Aðrir fagfjárfestar, sjóðir á vegum sjóðstýringafyrirtækja stóru bankanna, keyptu obba þess sem selt var til viðbótar ásamt tveimur lífeyrissjóður, Stapa lífeyrissjóði  (um hálfur milljarður króna) og Lífeyrissjóði bankamanna (um 300 milljónir króna).

Alls voru til sölu 498,6 milljónir hluta í Síldarvinnslunni, 29,3 prósent í félaginu, í útboðinu en rúmlega tvöföld eftirspurn varð eftir hlutum. Þeir nálægt 6.500 aðilar sem skráðu sig fyrir hlut sóttust eftir að kaupa fyrir um 60 milljarða króna en selt var fyrir 29,7 milljarða króna. Útboðsgengi í tilboðsbók A var 58 krónur á hlut en 60 krónur á hlut í tilboðsbók B. Miðað við þetta verð er heildarvirði Síldarvinnslunnar 101,3 milljarðar króna. 

Eftir hlutafjárútboðið eru hluthafar í Síldarvinnslunni, sem er eitt stærsta útgerðarfyrirtæki landsins og heldur á 7,7 prósent af úthlutuðum aflaheimildum, tæplega sjö þúsund talsins.

20 stærstu hluthafar í Síldarvinnslunni:

20 stærstu hluthafar eftir almennt útboð.

Samherji og Kjálkanes fengu féð að mestu

Seljendur hluta voru stærstu eigendur Síldarvinnslunnar og helstu stjórnendur hennar.

Samherji hf., stærsti eigandi Síldarvinnslunnar, fær um 12,2 milljarða króna af þeirri upphæð sem selt var fyrir í sinn hlut og Kjálkanes, félag í eigu Björgólfs Jóhannssonar, fyrrverandi forstjóra Samherja, og fólks sem tengist honum fjölskylduböndum, fær 12,2 milljarða króna sömuleiðis. 

Auglýsing
Eignarhaldsfélagið Snæfugl, sem er meðal annars í eigu Samherja og Björgólfs, seldi hluti fyrir einn milljarð króna og Síldarvinnslan fékk um 738 milljónir króna fyrir þá eigin hluti hennar sem hún seldi.

Samherji verður áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar þrátt fyrir að selja ofangreindan hlut í henni með 32,6 prósent eignarhlut. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar. Kjálkanes mun áfram eiga 19,2 prósent og Snæfugl mun áfram eiga 4,3 prósent hlut í Síldarvinnslunni.

Saman fara þessi þrjú félög, sem skipa þrjá af fimm stjórnarmönnum í Síldarvinnslunni eins og er og Samkeppniseftirlitið rannsakar hvort að eigi að skilgreinast sem tengdir aðilar, með 56,1 prósent hlut, og þar með meirihluta í Síldarvinnslunni. Virði þess hlutar miðað við útboðsgengi er 56,8 milljarðar króna.

Högnuðust um milljarð á fjórum mánuðum

Þá seldi félagið Hraunlón hluti fyrir um 608 milljóna króna.

Í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar kemur fram að Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, Axel Ísaksson og Jón Már Jónsson, sem allir eiga sæti í framkvæmdastjórn Síldarvinnslunnar séu eigendur Hraunlóns. Þeir keyptu félagið í lok árs 2020. 

Alls á Hraunlón um 27,5 milljónir hluta í Síldarvinnslunni og greiddi fyrir þann hlut um 640 milljónir króna fyrir nokkrum mánuðum síðan. Sá hlutur er nú metinn á 1.595 milljónir króna og hefur því hækkað um 955 milljónir króna á fjórum mánuðum. Hraunlón er að selja 37 prósent af eign sinni og fékk, líkt og áður sagði, 608 milljónir króna fyrir. Áfram mun félagið eiga um eitt prósent í Síldarvinnslunni sem er metið á um einn milljarð króna.

Hraunlón var áður í jafnri eigu Einars Benediktssonar, fyrrverandi forstjóra Olís, og Gísla Baldurs Garðarssonar lögmanns. Samherji fjárfesti í Olís árið 2012 þegar þeir tveir áttu félagið að fullu og árið 2017 voru þeir að öllu leyti keyptir út úr Olís, meðal annars af Samherja. Olís rann síðar saman við smásölurisann Haga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar