Viðskipti hefjast með bréf í Síldarvinnslunni og hluthafalisti birtur

Samherji, Kjálkanes og tengdir aðilar halda áfram á 56 prósent í Síldarvinnslunni eftir að hafa selt hlutafé fyrir næstum 30 milljarða króna. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins keyptu ekki hlut í félaginu en Gildi keypti fyrir tíu milljarða króna.

Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringdi inn fyrstu viðskipti með hlutabréf í Síldarvinnslunni í morgun. Athöfnin fór fram um borð í skipinu Berki við höfn í Neskaupstað.
Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringdi inn fyrstu viðskipti með hlutabréf í Síldarvinnslunni í morgun. Athöfnin fór fram um borð í skipinu Berki við höfn í Neskaupstað.
Auglýsing

Við­skipti hófust í morgun með bréf í Síld­ar­vinnsl­unni í Kaup­höll Íslands. Sam­hliða var birtur listi yfir 20 stærstu hlut­hafa félags­ins eftir hluta­fjár­út­boð sem fram fór fyrr í mán­uð­in­um, í aðdrag­anda skrán­ing­ar.

Gildi líf­eyr­is­sjóður keypti lang­mest allra sem keyptu hluti í Síld­ar­vinnsl­unni í hluta­fjár­út­boð­inu. Alls keypti þessi þriðji stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins bréf fyrir um tíu millj­arða króna og á fyrir vikið 9,9 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni. Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn keypti næst mest, eða fyrir um 1,4 millj­arða króna. Þá keypti líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna fyrir um 900 millj­ónir króna. 

Stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins, er ekki á meðal 20 stærstu hlut­hafa í Síld­ar­vinnsl­unni og virð­ist því ekki hafa tekið þátt í útboð­inu. Sömu sögu er að segja af Birtu líf­eyr­is­sjóði, sem er fjórði stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins. 

Stærstu nýju einka­fjár­fest­arnir í hlut­hafa­hópi Síld­ar­vinnsl­unnar eru ann­ars vegar fjár­fest­inga­fé­lagið Snæ­ból, sem er í jafnri eigu hjón­anna Finns Reyrs Stef­áns­sonar og Stein­unnar Jóns­dótt­ur. Það félag keypti í Síld­ar­vinnsl­unni fyrir um millj­arð króna og er nú átt­undi stærsti hlut­hafi henn­ar. 

Auglýsing
Rekstur þess félags hefur gengið gríð­ar­lega vel á und­an­förnum árum og í fyrra hagn­að­ist það um næstum 4,5 millj­arða króna. Eigið fé Snæ­bóls var tæp­leg 16 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót og auk þess sem félagið skuld­aði hlut­höfum sínum tæp­lega 1,2 millj­arða króna vegna víkj­andi láns. Eignir Snæ­bóls eru að mestu í skráðu og óskráðum félög­um. Stærsta eign þess er 9,9 pró­sent hlutur í Sjóvá auk þess sem það á stóran hlut í fast­eigna­fé­lag­inu Reg­inn í gegnum fjár­fest­inga­fé­lagið Siglu.

Þá keypti félagi A80 ehf., í eigu Guðna Rafns Eiríks­son­ar, fyrir um hálfan millj­arð króna. Það félag átti eigið fé upp á 932 millj­ónir króna í lok síð­asta árs eftir að hafa hagn­ast um 356 millj­ónir króna á árinu 2020. Helsta eign A80 ehf. er Skakku­turn ehf, umboðs­að­ila Apple á Íslandi, sem er metin á 1,2 millj­arða króna í bókum félags­ins.

Aðrir fag­fjár­fest­ar, sjóðir á vegum sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækja stóru bank­anna, keyptu obba þess sem selt var til við­bótar ásamt tveimur líf­eyr­is­sjóð­ur, Stapa líf­eyr­is­sjóði  (um hálfur millj­arður króna) og Líf­eyr­is­sjóði banka­manna (um 300 millj­ónir króna).

Alls voru til sölu 498,6 millj­ónir hluta í Síld­ar­vinnsl­unni, 29,3 pró­sent í félag­inu, í útboð­inu en rúm­lega tvö­föld eft­ir­spurn varð eftir hlut­um. Þeir nálægt 6.500 aðilar sem skráðu sig fyrir hlut sótt­ust eftir að kaupa fyrir um 60 millj­arða króna en selt var fyrir 29,7 millj­arða króna. Útboðs­gengi í til­boðs­bók A var 58 krónur á hlut en 60 krónur á hlut í til­boðs­bók B. Miðað við þetta verð er heild­ar­virði Síld­ar­vinnsl­unnar 101,3 millj­arðar króna. 

Eftir hluta­fjár­út­boðið eru hlut­hafar í Síld­ar­vinnsl­unni, sem er eitt stærsta útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins og heldur á 7,7 pró­sent af úthlut­uðum afla­heim­ild­um, tæp­lega sjö þús­und tals­ins.

20 stærstu hlut­hafar í Síld­ar­vinnsl­unni:

20 stærstu hluthafar eftir almennt útboð.

Sam­herji og Kjálka­nes fengu féð að mestu

Selj­endur hluta voru stærstu eig­endur Síld­ar­vinnsl­unnar og helstu stjórn­endur henn­ar.

Sam­herji hf., stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unn­ar, fær um 12,2 millj­arða króna af þeirri upp­hæð sem selt var fyrir í sinn hlut og Kjálka­nes, félag í eigu Björg­ólfs Jóhanns­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Sam­herja, og fólks sem teng­ist honum fjöl­skyldu­bönd­um, fær 12,2 millj­arða króna sömu­leið­is. 

Auglýsing
Eignarhaldsfélagið Snæfugl, sem er meðal ann­ars í eigu Sam­herja og Björg­ólfs, seldi hluti fyrir einn millj­arð króna og Síld­ar­vinnslan fékk um 738 millj­ónir króna fyrir þá eigin hluti hennar sem hún seldi.

Sam­herji verður áfram stærsti eig­andi Síld­ar­vinnsl­unnar þrátt fyrir að selja ofan­greindan hlut í henni með 32,6 pró­sent eign­ar­hlut. Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, er stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unn­ar. Kjálka­nes mun áfram eiga 19,2 pró­sent og Snæ­fugl mun áfram eiga 4,3 pró­sent hlut í Síld­ar­vinnsl­unni.

Saman fara þessi þrjú félög, sem skipa þrjá af fimm stjórn­ar­mönnum í Síld­ar­vinnsl­unni eins og er og Sam­keppn­is­eft­ir­litið rann­sakar hvort að eigi að skil­grein­ast sem tengdir aðil­ar, með 56,1 pró­sent hlut, og þar með meiri­hluta í Síld­ar­vinnsl­unni. Virði þess hlutar miðað við útboðs­gengi er 56,8 millj­arðar króna.

Högn­uð­ust um millj­arð á fjórum mán­uðum

Þá seldi félagið Hraun­lón hluti fyrir um 608 millj­óna króna.

Í skrán­ing­ar­lýs­ingu Síld­ar­vinnsl­unnar kemur fram að Gunn­þór Ingva­son, for­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, Axel Ísaks­son og Jón Már Jóns­son, sem allir eiga sæti í fram­kvæmda­stjórn Síld­ar­vinnsl­unnar séu eig­endur Hraun­lóns. Þeir keyptu félagið í lok árs 2020. 

Alls á Hraun­lón um 27,5 millj­ónir hluta í Síld­ar­vinnsl­unni og greiddi fyrir þann hlut um 640 millj­ónir króna fyrir nokkrum mán­uðum síð­an. Sá hlutur er nú met­inn á 1.595 millj­ónir króna og hefur því hækkað um 955 millj­ónir króna á fjórum mán­uð­um. Hraun­lón er að selja 37 pró­sent af eign sinni og fékk, líkt og áður sagði, 608 millj­ónir króna fyr­ir. Áfram mun félagið eiga um eitt pró­sent í Síld­ar­vinnsl­unni sem er metið á um einn millj­arð króna.

Hraun­lón var áður í jafnri eigu Ein­ars Bene­dikts­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Olís, og Gísla Bald­urs Garð­ars­sonar lög­manns. Sam­herji fjár­festi í Olís árið 2012 þegar þeir tveir áttu félagið að fullu og árið 2017 voru þeir að öllu leyti keyptir út úr Olís, meðal ann­ars af Sam­herja. Olís rann síðar saman við smá­söluris­ann Haga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar