133 færslur fundust merktar „samherji“

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands
BÍ sendir umboðsmanni Alþingis ábendingu vegna máls gegn fjórum blaðamönnum
Blaðamannafélag Íslands hefur beðið umboðsmann Alþingis að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að hann taki stjórnsýslu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í máli embættisins gegn fjórum blaðamönnum til athugunar.
2. nóvember 2022
Í ræðu á aðalfundi félagsins gerði Þorsteinn Már Vilhelmsson forstjóri rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu að umræðuefni sínu.
Hagnaður Samherja nam 17,8 milljörðum
Hagnaður Samherja hf. og hlutdeildarfélaga jókst um 10 milljarða á milli ára og nam 17,8 milljörðum á síðasta ári. Þar af námu söluhagnaður af sölu Síldarvinnslunnar hf. auk hlutdeildar í afkomu hennar 9,7 milljörðum króna.
22. júlí 2022
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi og Jóhannes Stefánsson
„Guð minn góður, af hverju hefði ég átt að fá greiddar mútur?“
Einn hinna ákærðu í Samherjamálinu í Namibíu segir Jóhannes Stefánsson, aðalvitni saksóknarans, hafa viljað eyðileggja fyrir Samherja með öllum ráðum og því bendlað sig við málið.
15. júlí 2022
Tamson „Fitty“ Hatuikulipi.
Fitty segir milljónirnar hafa verið ráðgjafagreiðslur frá Samherja
Síðustu greiðslurnar sem Tamson „Fitty“ Hatuikulipi segist hafa fengið fyrir að veita Samherja ráðgjöf bárust honum í september 2019. Fitty sagði sína hlið á málum fyrir dómi í gær.
15. júlí 2022
Endalausar tilraunir til þöggunar
Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um mikilvægi fjölmiðla í lýðræðisríki og tilraunir til þess að þagga niður í þeim.
20. febrúar 2022
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar.
Yfirheyrslum yfir blaðamönnum frestað
Lögreglan hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum yfir blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og RÚV vegna meintra brota á lögum um friðhelgi einkalífs eftir að einn þeirra krafðist úrskurðar Héraðsdóms Norðurlands Eystra um lögmæti aðgerðanna.
19. febrúar 2022
Ákvæði til að verjast stafrænu kynferðisofbeldi nýtt til að gera blaðamenn að sakborningum
None
18. febrúar 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: „Eru fjölmiðlamenn of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu?“
Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fréttaflutning RÚV, segir umfjöllun um rannsókn á störfum blaðamanna vera á forsendum þeirra sjálfra og spyr hvort það megi „gera þá kröfu að allir séu jafnir fyrir fjölmiðlunum líka?“
15. febrúar 2022
Félag fréttamanna, stéttarfélag fréttamanna á RÚV, lýsir áhyggjum og undrun yfir því að fjórir blaða- og fréttamenn skuli hafa réttarstöðu grunaðra fyrir það eitt að sinna störfum sínum.
Lýsa yfir áhyggjum og undrun yfir því að blaða- og fréttamenn fái stöðu sakborninga vegna starfa sinna
Félag fréttamanna lýsir yfir stuðningi við fjóra blaðamenn sem hafa fengið stöðu sak­born­ings við rann­sókn lög­regl­unnar á Norð­ur­landi fyrir að hafa skrifað fréttir um „skæru­liða­deild Sam­herja“ upp úr sam­skipta­gögn­um.
15. febrúar 2022
Blaðamenn með stöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir um „skæruliðadeild Samherja“
Lögreglan á Norðurlandi hefur boðað að minnsta kosti þrjá blaðamenn í yfirheyrslu fyrir meint brot á lögum um friðhelgi einkalífsins.
14. febrúar 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Skattkröfur namibískra stjórnvalda á hendur Samherja Holding um þrír milljarðar króna
Í nýbirtum ársreikningi Samherja Holding kemur fram að yfirvöld í Namibíu hafi stofnað til nokkurra skatta- og annarra lögfræðilegra krafna á hendur samstæðunni.
7. janúar 2022
Árið sem Samherji baðst afsökunar
Opinberun Kjarnans og Stundarinnar á starfsháttum „skæruliðadeildar Samherja“ í maí leiddi til þess að stjórnmálamenn og félagasamtök fordæmdu framfærði fyrirtækisins. Það baðst afsökunar á framgöngu sinni.
31. desember 2021
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson.
Ársreikningur Samherja Holding undirritaður með fyrirvara – Óvissa um fjárhagsleg uppgjör vegna Namibíumáls
Samherji Holding, eitt stærsta fyrirtæki landsins sem hélt utan um Namibíustarfsemi Samherjasamstæðunnar, hefur birt valdar upplýsingar úr ársreikningi sínum. Þar segir að reikningurinn sé undirritaður með fyrirvara endurskoðanda.
30. desember 2021
Félag Þorsteins Más og Helgu á 61,7 milljarða króna í hreinum eignum
Eignarhaldsfélag sem heldur utan um hlut forstjóra Samherja og fyrrverandi eiginkonu hans í Samherja Holding á að uppistöðu tvær eignir: hlutinn í áðurnefndu félagi og lán upp á 33,5 milljarða króna sem þau veittu börnum sínum.
10. desember 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Félagið sem erfði tæpan helming í Samherja hagnaðist um 3,2 milljarða króna í fyrra
Börn Þorsteins Más Baldvinssonar eiga 43 prósent í Samherja hf. Þau fengu þann hlut sem fyrirframgreiddan arf og með því að kaupa eignir af foreldrum sínum á árinu 2019. Eignir félags þeirra eru bókfærðar á tæplega 40 milljarða króna.
9. október 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hagnaðist um 7,8 milljarða króna í fyrra og á eigið fé upp á 78,8 milljarða
Annar helmingur Samherjasamstæðunnar, sem heldur utan um þorra innlendrar starfsemi hennar, hagnaðist vel á síðasta ári. Eignarhald á henni var fært að hluta til barna helstu stjórnenda Samherja á árinu 2019.
1. október 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már neitaði að svara spurningum við yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara
Upphæðin sem Samherjasamstæðan er grunuð um að hafa greitt í mútugreiðslur fyrir aðgang að kvóta í Namibíu er komin upp í 1,7 milljarða króna og þeir sem eru komnir með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins hérlendis eru orðnir átta.
24. september 2021
Jón Óttar kominn með réttarstöðu sakbornings í Samherjamálinu
Gögn sem saksóknarar í Namibíu hafa lagt fram sýna að Jón Óttar Ólafsson átti í samskiptum við einn þeirra manna sem grunaðir eru um að hafa þegið mútur í skiptum fyrir kvóta á árinu 2016 og á árinu 2019.
3. september 2021
Það er Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir sem mun gefa út reglugerðina.
Reglugerð sem heimilar slit á félögum sem skila ekki ársreikningi á lokametrunum
Þegar lögum um ársreikninga var breytt árið 2016 fékk Skatturinn heimild til að slíta félögum sem skiluðu ekki ársreikningum. Fimm árum síðar hefur heimildinni aldrei verið beitt vegna þess að ráðherra hefur ekki sett reglugerð. Nú stendur það til.
2. september 2021
Samherji ræður fyrrverandi fjölmiðlamann til að sjá um upplýsingamál
Karl Eskil Pálsson segist „fullur tilhlökkunar og þakklátur fyrir að hafa verið munstraður um borð“ eftir að hafa verið ráðinn til Samherja til að sinna upplýsingamálum.
1. september 2021
Vitni og sakborningar í Samherjamálinu voru yfirheyrð í sumar
Þeir sem eru undir í rannsókn embættis héraðssaksóknara á meintum mútugreiðslum, peningaþvætti og skattasniðgöngu Samherja í tengslum við starfsemi samstæðunnar í Namibíu hafa sumir hverjir verið yfirheyrðir á síðustu vikum.
20. ágúst 2021
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru tveir af aðaleigendum Samherja Holding.
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2019
Ársreikningaskrá hefur heimild til að krefjast skipta á búum fyrirtækja sem skila ekki ársreikningum innan 14 mánaða frá því að uppgjörsári lýkur. Eitt stærsta fyrirtæki landsins, Samherji Holding, hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2019.
14. ágúst 2021
Togarinn Heinaste, sem var kyrrsettur í lok árs 2019.
Félag í eigu Samherja gert að greiða starfsmönnum Heinaste sáttargreiðslu
Félagið ArcticNam, sem Samherji á 49 prósenta eignarhlut í, hefur verið gert að greiða 23 starfsmönnum togarans Heinaste sáttargreiðslu í þessum mánuði vegna uppsagnar án starfslokagreiðslna.
6. júlí 2021
Samherji neitar að hafa áreitt blaðamenn
Aðstoðarkona forstjóra Samherja segir að yfirlýsingar fyrirtækisins og myndbandagerð þess á samfélagsmiðlum sé hluti af málfrelsi þeirra. Samherji hafi aldrei áreitt blaðamenn Kveiks.
5. júlí 2021
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
23. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
22. júní 2021
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin segir framgöngu Samherja óafsakanlega og vill raunverulegar aðgerðir
Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að binda í lög vernd fyrir fjölmiðlafólk sem verður fyrir árásum af hálfu stórfyrirtækja.
5. júní 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Samherja virðist „skorta auðmýkt“ gagnvart því að auðlindin sé í eigu þjóðarinnar allrar
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að fyrirtæki sem nýta auðlind þjóðarinnar verði að sýna eigandanum, sem er íslenskt samfélag, virðingu og auðmýkt.
2. júní 2021
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri SFS.
SFS telja mikilvægt að Samherji axli ábyrgð á eigin ákvörðunum og athöfnum
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja það ekki ætlun sína að refsa aðildarfyrirtækjum sem gangi gegn því sem kveðið sé á um í stefnu um samfélagsábyrgð.
2. júní 2021
Árni Finnsson
Valdefling Samherja?
2. júní 2021
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar.
Segir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn gegnsýrða af sérhagsmunagæslu
Þingmaður Viðreisnar segir að ítök Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í grunnkerfum samfélagsins séu mikil og í gegnum lýðveldissöguna hafi myndast sterk hagsmunatengsl á milli flokkanna og helstu hagsmunaaðila íslensks samfélags.
2. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már í yfirlýsingu: „Svona stundum við hjá Samherja einfaldlega ekki viðskipti“
Fjöldi skjala sem Samherji hefur lagt fram vegna málarekstursins í Namibíu var birtur í vefgátt namibískra dómstóla í dag. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri og fleiri varpa allri ábyrgð á meintu ólögmætu athæfi á Jóhannes Stefánsson uppljóstrara.
1. júní 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
„Ég vissi bara ekkert um þetta mál fyrr en ráðuneytisstjórinn sagði mér frá því“
Utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra segist ekki hafa vitað um samskipti ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins og Páls Steingrímssonar skipstjóra.
31. maí 2021
Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri fréttastofu RÚV:
Varafréttastjóri RÚV gerir athugasemdir við afsökunarbeiðni Samherja
Heiðar Örn Sigurfinnsson segir það ekki vera mjög skýrt hver innan Samherja hafi verið að biðjast afsökunar né á hverju. Þá liggi ekki fyrir hvern sé verið að biðja afsökunar.
31. maí 2021
Húbert Nói Jóhannesson
Samverjar
30. maí 2021
Rithöfundasambandið fordæmir ljóta aðför að æru rithöfunda og fréttafólks
„Það er með öllu ólíðandi að stundaðar séu ofsóknir, njósnir og skæruhernaður gegn fréttamönnum, rithöfundum og öðrum sem taka þátt í opinberri umræðu í samfélaginu,“ segir í ályktun RSÍ.
28. maí 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Benediktsson ræddu skæruliðadeild Samherja á þingi í dag.
Þorbjörg Sigríður: „Skoðanir og árásir eru óskyldir hlutir“
Umræða um aðgerðir Samherja snýst ekki um skoðanafrelsi heldur hvernig „hagsmunahópar beita völdum sínum til að reyna að hafa óeðlileg áhrif,“ að mati þingmanns Viðreisnar. Fjármálaráðherra segir Samherja hafa ​gengið óeðlilega fram með sínum afskiptum.
27. maí 2021
Gunnþór Ingvarsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, hringdi inn fyrstu viðskipti með hlutabréf í Síldarvinnslunni í morgun. Athöfnin fór fram um borð í skipinu Berki við höfn í Neskaupstað.
Viðskipti hefjast með bréf í Síldarvinnslunni og hluthafalisti birtur
Samherji, Kjálkanes og tengdir aðilar halda áfram á 56 prósent í Síldarvinnslunni eftir að hafa selt hlutafé fyrir næstum 30 milljarða króna. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins keyptu ekki hlut í félaginu en Gildi keypti fyrir tíu milljarða króna.
27. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen er sjávarútvegsráðherra Noregs.
Ekki ljóst hvort kaup Samherja á útgerð í Noregi verði skoðuð á grundvelli nýrra reglna
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir Kjarnanum að ekki sé búið að ákveða hvort nýjar reglur sem hann setti norsku Fiskistofunni um umsvif útlendinga í norskum sjávarútvegi verði látnar gilda afturvirkt — og þá um kaup dótturfélags Samherja í Eskøy.
27. maí 2021
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og kollegi hennar Njáll Trausti Friðbertsson.
„Fyrirtæki sem ekki huga að samfélagslegri ábyrgð eiga sér ekki framtíð“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að hún sé hneyksluð eins og flestir aðrir landsmenn á framgangi Samherja. „Það er alvarlegt ef stórfyrirtæki eru að hafa áhrif á lýðræðið. Mér finnst það mjög alvarlegt.“
26. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, stofnaði til umræðu við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um traust á Alþingi í dag.
Er Sjálfstæðisflokkur vandamál eða svar, hvað eigum við skilið og fæst traust með fötum?
Þingmenn ræddu traust á stjórnmálum og stjórnsýslu í sérstakri umræðu á Alþingi í dag. Þeir sem tóku til máls voru flestir hvorki sammála um orsök traustleysis né leiðir til að laga það.
25. maí 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Spurði hvort sjávarútvegsráðherra hefði áhyggjur af „áróðurs- og rógsherferð“ Samherja
Þingmaður Pírata leitaðist við að fá svör frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varðandi nýja Samherjamálið á þingi í dag. Hann sagðist hafa áhyggjur af því ef „eitthvað óeðlilegt“ væri í gangi.
25. maí 2021
Er í lagi að reka „skæruliðadeildir“ sem ráðast á blaðamenn?
None
25. maí 2021
Atli Þór Fanndal er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Vilja breiðfylkingu gegn tilraunum Samherja til að grafa undan samfélagssáttmálanum
Íslandsdeild Transparency International segir að fyrirtæki og einstaklingar sem sanna vilja sakleysi sitt stundi ekki ofsóknir gagnvart þeim sem rannsaka og upplýsa um meintar misgjörðir. Það geri Samherji hins vegar.
24. maí 2021
Fyrirspurn Kjarnans var meðal annars send til Björgólfs Jóhannssonar og Þorsteins Más Baldvinssonar.
Samherji vill ekki svara spurningum um starfsemi „skæruliðadeildarinnar“
Kjarninn sendi ítarlega fyrirspurn til stjórnenda Samherja vegna gagna sem sýna fram á baktjaldamakk starfsmanna og ráðgjafa fyrirtækisins, í samstarfi við stjórnendur. Samherji vill ekki svara spurningunum.
24. maí 2021
Vildu nothæfan lista, afgreiða Ásgeir og safna upplýsingum um stjórn samtaka
Í samræðum „skæruliðadeildar“ Samherja kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson vilji ekki að Njáll Trausti Friðbertsson verði næsti oddviti Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi. Þau ræddu einnig að safna upplýsingum um stjórn samtaka gegn spillingu.
23. maí 2021
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands.
„Ég lít á þetta sem alvarlega aðför að kjöri formanns í fag- og stéttarfélagi“
Formaður Blaðamannafélags Íslands telur að aðgerðir starfsmanna og ráðgjafa Samherja um að hafa áhrif á formannskjör í félaginu í síðasta mánuði hafi ekki einungis beinst gegn henni heldur líka gegn mótframbjóðanda hennar.
22. maí 2021
Samherji reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu í formannskjöri í stéttarfélagi blaðamanna
„Það þarf samt að fara mjög fínt í þetta því við viljum heldur ekki að það spyrjist út að Samherji eða ráðgjafar Samherja séu uggandi yfir stöðunni og séu að hjálpa til í smölun gegn fulltrúa RÚV.“
22. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
9. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
7. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
6. maí 2021
Samherji og Kjálkanes ætla að selja fyrir allt að tólf milljarða hvort í Síldarvinnslunni
Félag í eigu þriggja stjórnenda Síldarvinnslunnar keypti hlut í fyrirtækinu í lok síðasta árs á verði sem er meira en helmingi lægra en það sem þeir geta búist við að fá fyrir hann eftir skráningu.
4. maí 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Fellst ekki á að landinu sé stjórnað af hagsmunaöflum
Forsætisráðherra segist hafa þá trú að flokkarnir á Alþingi séu vandari að virðingu sinni en svo að þeir láti eingöngu stjórnast af hagsmunaöflum.
3. maí 2021
Segir af sér sem trúnaðarmaður Blaðamannafélagsins á Morgunblaðinu
Trúnaðarmaður Blaðamannafélags Íslands á Morgunblaðinu hefur ákveðið að hætta sem slíkur. Ástæðuna segir hann vera „afskipti stjórnar BÍ af auglýsingabirtingu á mbl.is“. Telur hann að stjórnin hafi brotið gegn lögum eigin félags.
3. maí 2021
„Alvarleg aðför að frjálsri fjölmiðlun og gróf atlaga að fréttamanni“
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur sent bréf til framkvæmdastjóra Árvakurs og lýst yfir óánægju með birtingu auglýsingar Samherja á mbl.is.
3. maí 2021
Olga Margrét Cilia, varaþingmaður Pírata.
„Er ríkisstjórnin hrædd við fjölmiðla eða er hún hrædd við fjármálaöflin hér á landi?“
Varaþingmaður Pírata telur að ef forsætisráðherra leggur tjáningarfrelsi stórfyrirtækis að jöfnu við frelsi fjölmiðla til að upplýsa almenning um spillingu þá þurfi að skoða gildismatið hjá ríkisstjórninni.
2. maí 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Þetta eru þung og alvarleg orð“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að áhrif hagsmunaaðila „inn í pólitíkina“ sé meinsemd sem íslenskt samfélag hafi þurft að glíma við um langt skeið. Nú þurfi ráðamenn ríkisstjórnarinnar að gefa skýr skilaboð um að hér þurfi að breyta hlutum.
27. apríl 2021
Lilja segir Samherja hafa gengið of langt í sínum vörnum
Mennta- og menningarmálaráðherra styður Ríkisútvarpið í þeirri „orrahríð“ sem Samherji hefur háð gegn stofnuninni. Töluvert var rætt um viðbrögð Samherja við fréttaflutningi RÚV í óundirbúnum fyrirspurnatíma í dag.
26. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Stjórn RÚV fundar í dag – Beiðni Samherja vegna niðurstöðu siðanefndar rædd
Stjórn Ríkisútvarpsins mun í dag funda og meðal annars ræða kröfu Samherja um að Helgi Seljan fjalli ekki meira um mál sem tengjast fyrirtækinu.
30. mars 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
25. febrúar 2021
Björgólfur lætur af störfum sem forstjóri Samherja
Björgólfur Jóhannsson lætur af störfum forstjóra Samherja hf. og verður Þorsteinn Már Baldvinsson nú einn forstjóri félagsins.
12. febrúar 2021
Frá Windhoek, höfuðborg Namibíu, þar sem fyrirtaka í Samherjamálinu fór fram í morgun.
Félög tengd Samherja og þrír Íslendingar ákærðir í Namibíu
Ríkissaksóknari Namibíu hefur lagt fram ákærur á hendur félögum tengdum Samherja í landinu og þremur íslenskum stjórnendum þeirra. Þetta kom fram við fyrirtöku í Samherjamálinu þar í landi í morgun.
5. febrúar 2021
Jón Óttar Ólafsson og James Hatuikulipi.
Samherji segir James Hatuikulipi hafa sent Jóni Óttari póst um leynireikninga, ekki öfugt
Að mati Samherja hafa tölvupóstar milli starfsmanns fyrirtækisins og fyrrverandi áhrifamanns í Namibíu verið slitnir úr samhengi. Þá sé höfundum þeirra víxlað. Starfsmaður Samherja hafi fengið póst sem hann er sagður hafa sent.
14. desember 2020
Raunveruleg ástæða þess að norskur stórbanki sagði upp viðskiptum við Samherja
Norska efnahagsbrotadeildin rannsakar hvort DNB bankinn hafi tekið þátt í glæpsamlegu athæfi með því að tilkynna ekki millifærslur Samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlits sem grunsamlegar millifærslur.
13. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji tekur ekki yfir Eimskip
Sárafáir hluthafar í Eimskip tóku yfirtökutilboði Samherja í félagið, sem rann út í gær.
9. desember 2020
DNB gæti fengið 5,7 milljarða króna sekt vegna slakra varna gegn peningaþvætti
Stærsti banki Noregs, sem er grunaður um að hafa hjálpað Samherja að koma fjármunum sínum í skattaskjól, gæti þurft að greiða 5,7 milljarða íslenskra króna í sekt fyrir að halda ekki uppi nógu góðum vörnum gegn peningaþvætti.
7. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
5. desember 2020
Kristján Vilhelmsson.
Kristján Vilhelmsson vildi láta svipta Helga Seljan Edduverðlaunum
Útgerðarstjóri Samherja, sem var um árabil annar af stærstu eigendum fyrirtækisins, vildi láta taka Edduverðlaun Helga Seljan af honum vegna Seðlabankamálsins. Helgi var valinn sjónvarpsmaður ársins af almenningi tvö ár í röð.
4. desember 2020
Röngum aðila stefnt, skaðabótakröfum Samherja hafnað en Þorsteinn Már var beittur órétti
Samherji vildi að Seðlabanki Íslands yrði látinn greiða sér um 316 milljónir króna í bætur vegna rannsóknar á sér. Héraðsdómur hefur hafnað þessari kröfu, segir röngum aðila stefnt og gefur lítið fyrir rökstuðning á mörg hundruð milljón króna kröfu.
2. nóvember 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
30. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
26. október 2020
Þorsteinn Már sestur aftur í stól stjórnarformanns Síldarvinnslunnar
Forstjóri Samherja steig til hliðar sem formaður stjórnar Síldarvinnslunnar, sem Samherjasamstæðan á 49,9 prósent hlut í, eftir að Samherjamálið var opinberað í nóvember 2019. Hann er nú tekinn aftur við því starfi.
9. október 2020
Ólína segir forstjóra Samherja hafa beitt sér fyrir því að hún fengi ekki háskólastöðu
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir í nýrri bók að Þorsteinn Már Baldvinsson hafi hindrað ráðningu sína sem forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri árið 2013. Hana grunar að andstaðan við sig hafi verið af pólitískum toga.
7. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóri Samherja.
Samherji hf. hagnaðist um níu milljarða og á eigið fé upp á 63 milljarða
Annar helmingur Samherjasamstæðunnar, sem heldur utan um þorra innlendrar starfsemi hennar, hagnaðist vel á síðasta ári. Eignarhald á henni var fært að hluta til barna helstu stjórnenda Samherja á síðasta ári.
2. október 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
28. september 2020
Mögulegt lögbrot vegna niðurrifs skipa Eimskips á Indlandi á borði stjórnvalda
Tvö skip Eimskips voru rifin í skipakirkjugarði í Indlandi þar sem umhverfisáhrif niðurrifsins, og starfsaðstæður þeirra sem vinna við það, uppfylla ekki evrópska staðla.
24. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
19. september 2020
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn.
Segir Eyþór enn eiga eftir að koma hreint fram varðandi tengsl við Samherja
Borgarfulltrúi Pírata segir það á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins að oddviti hans í borginni komist upp með að koma ekki hreint fram um tengsl sín við Samherja. Oddvitinn segir skítkast aldrei „mjög góða pólitík“.
13. september 2020
Björgólfur Jóhannsson
Fréttamenn Kveiks koma af fjöllum
11. september 2020
Ekki hefur áður komið efnislega fram hvað það var sem Seðlabankinn kærði Samherja fyrir á sínum tíma.
Ljósi varpað á hvað það var sem fólst í kæru Seðlabankans á hendur Samherja
Við aðalmeðferð í skaðabótamáli Samherja á hendur Seðlabankanum í dag kom fram í fyrsta skipti fyrir hvaða efnisatriði Seðlabankinn kærði Samherja fyrir til sérstaks saksóknara árið 2013. Veigamesta kæruefnið laut að félagi á Kýpur.
9. september 2020
Úr dyragættinni í dómsalnum í morgun, en þar hafa blaðamenn setið í hnapp og fylgst með því sem fór fram.
Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að skila ekki 85 milljarða gjaldeyri
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að Seðlabankinn hafi sakað Samherja um að standa ekki í skil á 85 milljörðum í gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn virðist telja að dótturfélögum Samherja hafi verið stjórnað frá Íslandi í reynd.
9. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, í dómsal í dag.
Yfir 130 milljónir af skaðabótakröfu Samherja vegna vinnu Jóns Óttars Ólafssonar
Alls eru yfir 130 milljónir króna af 306 milljón króna skaðabótakröfu Samherja á hendur Seðlabanka Íslands vegna greiðslna sem fóru til félaga tengdum rannsóknarlögreglumanninum fyrrverandi Jóni Óttari Ólafssyni.
9. september 2020
Meintar ásakanir Kveiks, samkvæmt myndbandi Samherja. Ekkert af þessu þrennu er fullyrt í þætti Kveiks.
Samherji leiðréttir „ásakanir“ Kveiks sem aldrei voru settar fram
Samherji hefur birt nýtt myndband á YouTube, þar sem fyrirtækið hafnar þremur ásökunum sem það segir hafa verið settar fram af hálfu Kveiks í nóvember í fyrra. Kveikur fullyrti þó ekkert af því sem Samherji svarar fyrir.
8. september 2020
Stefán Eiríksson
Endurskoðun siðareglna staðið yfir síðan á síðasta ári – engin siðanefnd nú starfandi
Á starfstíma siðanefndar RÚV hafa henni borist tvær kvartanir, árin 2017 og 2019. Báðum kvörtunum var vísað frá nefndinni.
1. september 2020
Samherji kærir ellefu frétta- og dagskrárgerðarmenn til siðanefndar RÚV
Lögmaður Samherja hefur lagt fram kæru fyrir siðanefnd Ríkisútvarpsins á hendur ellefu nafngreindum frétta- og dagskrárgerðarmönnum vegna „þátttöku þeirra í þjóðfélagsumræðu um málefni Samherja á samfélagsmiðlum“.
1. september 2020
Jóhannes Stefánsson
Áreiti tilkynnt til héraðssaksóknara
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari í Samherjamálinu tilkynnti áreiti af hendi Jóns Óttars Ólafssonar til embættis héraðssóknara í nóvember síðastliðnum.
31. ágúst 2020
Ofsóknir gerenda sem telja sig fórnarlömb
None
29. ágúst 2020
Jón Óttar Ólafsson
Jón Óttar: Skilaboðin endurspegla „dómgreindarbrest af minni hálfu“
Fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður segir að Samherji hafi ekki haft vitneskju um skilaboð sem hann sendi til Helga Seljan. Honum finnst miður að háttsemi hans sé bendluð við fyrirtækið. „Hún er alfarið á mína ábyrgð.“
27. ágúst 2020
Skjáskot af skjalinu í Kastljósþættinum
Verðlagsstofa skiptaverðs finnur annað skjal
Verðlagsstofa skiptaverðs segist í dag hafa fundið, við frekari leit, þriggja blaðsíðna vinnuskjal um karfaútflutning. Þetta er skjalið sem sýnt var í Kastljósi á RÚV árið 2012. Samherji hefur fengið skjalið og birt það á vef fyrirtækisins.
25. ágúst 2020
Kostnaður vegna vinnu eins manns veigamikill hluti af skaðabótakröfu Samherja
Samherji stefndi Seðlabankanum í fyrra til greiðslu á 316 milljónum króna í skaða- og miskabætur vegna rannsóknar bankans á fyrirtækinu. Hluti af skaðabótakröfunni er vegna vinnu eins manns á tveggja ára tímabili sem ekki fást upplýsingar um hver sé.
24. ágúst 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Þorsteinn Már hafnar ásökunum um mútugreiðslur Samherja
Engar mútur hafi verið greiddar í Namibíumálinu þótt Samherji hafi greitt einhverjar greiðslur til ráðgjafa, samkvæmt forstjóra fyrirtækisins.
16. ágúst 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Segir Seðlabankann og RÚV hafa unnið saman gegn Samherja
Forstjóri Samherja telur Seðlabankann og RÚV hafa skipulagt Seðlabankamálið svokallaða gegn Samherja í þaula.
16. ágúst 2020
Upplýsingarnar um karfaverðið sem Verðlagsstofa skiptaverðs tók saman árið 2012 voru í Excel-skjali og birtust svona í Kastljósi í mars árið 2012.
Verðlagsstofa skiptaverðs staðfestir tilvist karfagagna
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur staðfest tilvist gagna um karfaútflutning sem voru til umfjöllunar í Kastljósþætti árið 2012. Um var að ræða trúnaðargögn sem stofnunin vann og sendi á nefndarmenn í úrskurðarnefnd, en ekki „sérstaka skýrslu“.
12. ágúst 2020
Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands
Blaðamannafélag Íslands fordæmir aðferðir Samherja
„Hefðbundnir fjölmiðlar eru hryggjarstykkið í lýðræðislegri umræðu og þegar vegið er að þeim með órökstuddum dylgjum er vegið að tjáningarfrelsinu sjálfu,“ segir í ályktun BÍ hvar félagið fordæmir aðferðir Samherja.
12. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
11. ágúst 2020
Rannsókn Wikborg Rein á starfsemi Samherja í Namibíu er lokið
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji greinir frá því á vef sínum í dag að rannsókn norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein sé lokið og að hún hafi verið kynnt fyrir stjórn félagsins.
29. júlí 2020
Komnir með stöðu grunaðra í rannsókn héraðssaksóknara á Samherjamáli
Nokkrir einstaklingar hafa verið kallaðir til yfirheyrslu hjá héraðssaksóknara og þeir fengið réttarstöðu grunaðra. Samkvæmt málsgögnum sem lögð voru fyrir dómstóla í Namibíu telja rannsakendur fimm Íslendinga vera tengda málinu.
23. júlí 2020
Ráðuneytið lét héraðssaksóknara vita af eigendabreytingum hjá Samherja
Samherji sendi upphaflega tilkynningu um eignarhald erlends aðila í félaginu á rangan ráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Erlendi aðilinn, Baldvin Þorsteinsson, á 20,5 prósent beinan hlut í Samherja.
19. júní 2020
Tilkynnt um erlenda fjárfestingu í Samherja nokkrum dögum fyrir Kveiksþáttinn
Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu eru miklar hömlur á því hvað erlendir aðilar mega kaupa í íslenskum sjávarútvegi. Allar slíkar fjárfestingar þarf að tilkynna sérstaklega til atvinnuvegaráðuneytisins. Ein slík tilkynnt barst 4. nóvember 2019.
18. júní 2020
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Namibísk yfirvöld ætla að bjóða upp kvótann sem áður fór til Fishcor
Namibíska ríkisstjórnin ætlar sér að setja þann kvóta sem áður var úthlutað til ríkisútgerðarinnar Fishcor á uppboð. Þetta er gert til að fá auknar tekjur af aflaheimildunum og auka gagnsæi, segir sjávarútvegsráðherra landsins.
8. júní 2020
Gjörið svo vel, fáið ykkur þjóðareign
None
28. maí 2020
Úlfar Þormóðsson
Hvurs er hvað?
27. maí 2020
Samherji nýtir sér hlutabótaúrræði stjórnvalda
Vegna sóttvarnaráðstafana í fiskvinnslum Samherjasamstæðunnar á Akureyri og Dalvík eru starfsmenn nú í 50 prósent starfshlutfalli. Fyrirtækið nýtir sér hlutabótaúrræði stjórnvalda, en tryggir þó að starfsmenn verði ekki fyrir kjaraskerðingu.
14. apríl 2020
Frá Högum í stól fjármálastjóra hjá Samherja í Hollandi
Framkvæmdastjóri fjármála- og viðskiptaþróunar hjá Högum hefur ráðið sig sem fjármálastjóra á skrifstofu Samherja í Hollandi.
18. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
9. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
16. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
15. nóvember 2019
Samherji opinberaður
Sjávarútvegsrisinn Samherji er eitt stærsta og áhrifamesta fyrirtæki á Íslandi. Það teygir anga sína víða og stjórnendur þess hafa ekki farið leynt með vilja sinn til að hafa mikil áhrif í samfélaginu sem þeir búa í.
15. nóvember 2019
Þórólfur Matthíasson
Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir
15. nóvember 2019
Björgólfur reiknar ekki með að sitja sem forstjóri Samherja lengi
Sitjandi forstjóri Samherja kallar sjónvarpsþátt Kveiks um fyrirtækið „einhliða“. Ýjað hafi verið að því að Samherji „hefði brotið gegn lögum og sýnt slæmt siðferði í viðskiptum.“
15. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
14. nóvember 2019
Þorsteinn Már stígur til hliðar sem forstjóri Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að stíga til hliðar sem forstjóri Samherja á meðan að rannsókn á viðskiptaháttum fyrirtækisins í Namibíu og víðar stendur yfir. Björgólfur Jóhannesson tekur við.
14. nóvember 2019
Eimskip lækkaði um tæp fimm prósent – Samherji stærsti hluthafinn
Félög í Kauphöllinni þar sem Samherji er stór hluthafi lækkuðu í virði í dag.
13. nóvember 2019
Samherjamálið og afleiðingar þess í erlendum fjölmiðlum
Meintar mútugreiðslur Samherjamanna til áhrifamanna í namibísku stjórnkerfi til þess að fá eftirsóttan kvóta þar í landi og afleiðingar þess hafa ratað í erlenda fjölmiðla.
13. nóvember 2019
Íslenska kerfið sem bjó til skipulagða glæpastarfsemi
None
13. nóvember 2019
Vill að Kristján Þór stigi til hliðar og að eignir Samherja verði frystar
Þingmaður vill að sjávarútvegsráðherra Íslands víki og að eignir Samherja verði frystar af þar til bærum yfirvöldum. Samherji átti 111 milljarða í eigið fé í lok síðasta árs.
13. nóvember 2019
Sacky Shanghala.
Esau og Shanghala báðir búnir að segja af sér ráðherraembætti
Þeir tveir ráðherrar Namibíu sem sagðir eru hafa þegið háar mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að úthluta þeim kvóta hafa báðir sagt af sér.
13. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór: Ábyrgðin í svona málum liggur hjá fyrirtækinu sjálfu
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að hann hafi fyrir rúmum fimm árum rétt rekið inn nefið á skrifstofu Samherja og heilsað þremenningunum frá Namibíu og átt við þá spjall um daginn og veginn.
13. nóvember 2019
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
12. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Seðlabankinn neitar að greiða Þorsteini Má fimm milljónir
Forstjóri Samherja gerði kröfu um að Seðlabanki Íslands myndi greiða sér fimm milljónir króna vegna kostnaðar og miska. Bankinn telur sig ekki hafa bakað sér bótaskyldu.
14. ágúst 2019
Már segir að aðgerðir Seðlabankans gegn Samherja hafi haft „fælingaráhrif“
Seðlabankastjóri segir í bréfi til forsætisráðherra að það hefði glögglega mátt sjá eftir húsleitina hjá Samherja að aðgerðin hefði haft fælingaráhrif. Búið hafði verið í haginn fyrir „hið árangursríka uppgjör við erlenda kröfuhafa.“
27. febrúar 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 100 milljarða á sjö árum
Samherji hagnaðist um 14,4 milljarða króna í fyrra. Samstæðunni var skipt upp í innlenda og erlenda starfsemi í fyrrahaust. Félagið utan um erlendu starfsemina keypti fjórðungshlut í Eimskip í sumar.
3. september 2018
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja
Samherji keypti 25,3% í Eimskip
Systurfélag Samherja keypti öll bréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í gærkvöldi. Með því eignast félagið rúman fjórðungshlut í Eimskipum.
19. júlí 2018